Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 13 verða svo að maðurinn tekur ákvörðun, og gerir svo eitthvað allt annað. Jafnvel í ástum svíkur fólk sjálft sig. Þegar þú bregzt einhverjum bregztu sjálfum þér um leið. Ég gæti hugsað mér það að mikill hluti mannkynssögunnar væri saga af fólki sem svíkur sjálft sig og aðra. Frjáls vilji _________og forlagatrú___________ Bi Eitt sinn skrifaður þú „Alheimur- inn er fullur af mistökum". Mistök eru annað efni, sem þú tekur oft til meðferðar. S. Spinoza segir að í alheiminum séu engin mistök. Mistök séu aðeins mistök frá sjónarhóli mannsins. Mistök eru aðeins til í huga mannsins. Enginn talar um að vindar himinsins geri mistök af því að þeir hvini ekki á einhvern sérstakan hátt, sem okkur finnst réttur. Við vitum að vindar. ljós, vatn eða eldur — allt, sem við getum sagt að sé í sambandi við hina dauðu náttúru (þótt við vitum ekki hvort hún er dauð eða lifandi) — geri ekki mistök. Ef við gefum okkur aftur á móti þá forsendu að maðurinn búi yfir vilja til að velja og hafna þá getum við talað um að hann geri mistök. Sannleikurinn er sá að þessi trú á frjálsan vilja er í grundvallaratriðum röng, en við getum ekki lifað án þess að trúa því að við höfum frjálsan vilja. Við getum enda- laust haldið því fram að frjáls vilji sé blekking, á sama hátt og við getum haldið því fram að þyngdarlögmálið sé blekking. En um leið og þyngdarlögmálið er sagt blekking þá göngum við samt sem áður á „Því lengra sem mann- inum miöar á Þróun- „Kjarni bók- „Allt, sem • arbrautinni þeim mennta er bar- mpnn epflið llldlll wvV||CI mun meira liggur átta milli vits- um guð viö aö hann hafi muna og til- ■ Bi m W hemil á tilfinn- finninga, lífs byggist a ingum sínum“. og dauða“ getgátum“ mönnunum, mönnum, sem halda því fram að heimurinn sé ekki annað en einhver djöfladyngja, og að sá heimur, sem við byggjum sé verstur allra heima, — veikasti hlekkurinn í sköpunarverkinu. Sérstaklega er það maðurinn sjálfur sem er veikur, nema hann leggi sig fram um að breyta rétt. Ef mannskepnan hagar sér vel, segja hinir svartsýnu, þá ætti henni að takast að halda öllu sköpunar- verkinu á réttum kili. Þá er sköpunar- keðjan órofin. Ef við hins vegar gerum það sem við eigum ekki að gera þá rjúfum við þessa sköpunarkeðju, sem við gætum líka kallað þróunarkeðju. Að því er svartsýnismennirnir telja þá bætir Guð manninum upp þau örlög að hljóta bústað í illum heimi með því að láta honum í té vilja til að velja og hafna. En Schopenhauer var aldrei á þessari skoðun og eiginlega trúði hann alls ekki á frjálsan vilja. Schopenhauer var forlaga- trúar, enda þótt hann hafi eins og fleiri fólk, heldur það sem er sérstakt í fari hvers einstaklings. Fjölhæfir rithöfund- ar, það er að segja þeir, sem teljast geta skrifað um hváð sem er, hafa ekkert nýtt fram að færa. Þeir endurtaka aðeins almenn sannindi. Því sérhæfðari sem rithöfundur er þeim mun sérstakari er hann, og þeim mun meiri vitneskju er til hans að sækja um okkur öll. __________Boðorðin tíu Bi Sartre hofur sagt að^ bókmenntir eigi eftir að koma í staðinn fyrir trú á æðri máttarvöld. Si Það held ég sé alrangt. Bókmenntir hafa ekki gert neitt fyrir mannkynið, sem jafnast á við það sem trúin hefur gert. Fólkið lifir fyrir trú sína og það deyr fyrir hana. Engin skáldsaga, ekkert ljóð og engin bá vantaði ekki öriætlð jörðinni en svífum ekki út í himingeim- inn. Bi Schopenhauer taldi að stjórnlaus öfl skiptu sköpum í náttúrunni. Si Mér finns Schopenhauer mjög mótsagnakenndur, en eigi að síður dásamlegur. Hann var snillingur — dýrðlegur rithöfundur og mjög næmur á allt sem mannlegt er. Hann var mikill sálfræðingur, og hvað sálfræði viðvíkur hef ég meira álit á honum en nokkrum öðrum sálfræðingi. Hann var mjög glöggur á mannlegt eðli. Samt sem áður er ég Schopenhauer ekki sammála um að náttúruöflin séu stjórnlaus. Ég trúi því til dæmis ekki að vilji án vitundar geti skapað blóm eða manneskju. Það sem ég dáist að hjá Schopenhauer er það að hann þorir að vera svartsýnn, en flestir heimspekingar eru alltaf að reyna að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að alheimurinn sé þaul- skipulögð heild og gefa fólki þannig von, sem er ekki annað en óskhyggja og draumórar. Schopenhauer var nefnilega svo makalaust hugrakkur að þora að halda því fram að við lifðum í heimi illra afla. Að þessu leyti líkist hann svartsýnis- forlagatrúarmenn átt til að gera ráð fyrir því að maðurinn væri fær um að velja og hafna. Það sem merkilegast er í þessu sambandi er að þrátt fyrir allt trúði Schopenhauer því að með vitsmunum væri hægt að skipuleggja stjórnleysið! Klókindaleg málamiðlun það. Bi í heild hafa verk þín það yfirbragð að þau séu nokkurs konar endurritun á sögu Gyðinga, þ.e. þeirra pólsku Gyð- inga, sem mæla á jiddísku. Gæti skýringin vcrið sú að þú teljir skáldskap þínum ekki hæfa annað en viðamikil umgjörð. að hætti Proust, Baisac og Faulkner, til að mynda? Si Allur skáldskapur getur orðið rismikill, aðeins ef höfundurinn gætir þess að halda sér við efnið, sem hann kann skil á, — efni sem er í samræmi við tilfinningar og skoðanir hans sjálfs. En sá sem hættir sér út á þá braut að fara aö útbúa einhverja algilda speki, er dæmdur til að lenda í ógöngum. Það má ekki gleyma því að Balsac var að segja frá Frökkum, fólki sem hann þekkti af eigin raun, en alls ekki öllu fólki. Hann reyndi ekki að segja okkur frá Kínverjum. Það, í bókmenntum sem höfðar til lesenda, er ekki það sem gildir um allt smásaga getur’ komið í staðinn fyrir boðorðin tiu. Trúuðum manni nægir ekki að lesa boðorðin, hann verður að fara eftir þeim. Engar bókmenntir geta komið í staðinn fyrir slíkt. Trú getur hins vegar breyzt í bókmenntir þegar fólk hættir að taka hana alvarlega, og það sýnist mér einmitt eiga sér stað um þessar mundir. Að leggja of mikið upp úr bókmenntum er alrangt. Gyðingar telja Torah mikil- vægari en flest annað, þó að því tilskyldu að lifað sé samkvæmt henni. Sá, sem er vel að sér í Torah og lifir ekki í samræmi við boðorðin, er álitinn villutrúarmaður og svikari við trú sína. Sá, sem les Biblíuna einungis sem merka bók, eins og ljóð, skáldsögu eða mannkynssögu, getur ekki talizt trúaður maður. Bi Þú hefur haldið því fram við mig með tilliti til siðfræði og andlegs þroska hafi manninum farið lítið fram á liðnum öldum. Si Þá var ég að tala út frá trúarlegu sjónarmiði. Þegar Móses kom með Torah þá trúði hann því að hægt væri að koma á andlega sinnuðu þjóðfélagi og konung- dæmi presta, þar sem heil þjóð mundi lifa í samræmi við siðalögmál. Annað kom á daginn. Ég hugsa að ástæðan hafi verið sú hin sama og segir frá i sögunni, sem sé að Móses hafi ekki komizt yfir Jórdan af því að það sem hann langaði til að koma til leiðar og það sem gerðist eftir að hann fékk vitrunina á Sínaí-fjalli, var tvennt ólíkt og algjörlega ósamræmanlegt. Efnahagslegar framfarir eiga sér stað í ísrael nú um stundir, en það stendur í engu sambandi við raunverulegan kjarna Gyðingdómsins. Frá trúarlegu sjónarmiði höfum við nefnilega ekki fengið ýkja miklu áorkað í ísrael, heldur áttum við okkar blómaskeið í útlegð. Það var ekki fyrr en eftir að Talmud kom til sögunnar og þar til við urðum sjálfstæð þjóð, að Gyðingar lifðu almennt mjög grandvöru lífi. Samkvæmt Bibliunni voru forfeður okkar upp til hópa skurðgoðadýrkendur. Konungar Gyðinga gerðu yfirleitt ekki það, sem var Jehóva þóknanlegt, þótt þar hafi auðvitað verið á undantekningar. Bi Hvernig getur þú samræmt þessa söguskoðun trú þinni á Guð? Si Ég trúi á Guð, en ég hef mínar efasemdir um það í hvað^ mynd hann birtist okkur. Ég hef engar sdnnanir fyrir því að Guð birtist okkur yfirleitt eða að hann hafi gefið okkur til kynna hvernig hann ætlast til að við lifum lífinu, hvað við eigum að gera, hvað hann vilji að við gerum. Ég trúi því að Guð sé þögull Guð. Ef hann færi að yrða á okkur þá þyrfti hann að tala þrjú þúsund tungumál og ótal mállýzkur. Guð lætur verkin tala. En tungumál verkanna er svo flókið, að orðaforðinn hlýtur að jafnast á við víðáttur alheimsins. Þess vegna skiljum við ekki smábrot af því máli sem Guð talar. Allt, sem menn láta sér detta í hug að segja um Guð, byggist auðvitað ekki á öðru en getgátum. En fyrst ég trúi á Guð og fyrst Guð skapaði manninn og mótaði heila hans, þá trúi ég því líka að í hugmyndum mannanna um Guð hljóti að leynast eitthvað sem er í ætt við guðdóminn, svo takmarkað sem það nú hlýtur að vera. (Þýð. - Á.R.) NÚTÍMALIST Söluskrifstofa Ármúla 5, 105 Reykjavík, sími 82980. Einstakur Tónarmur — • Stór minnkaö plötuslit — • Einföld, sterk bygging úr áli, og gleri. • Listrænt útlit — Þessi plötuspilari sem hefur hlotiö alþjóölega viöurkenningu og var kynntur á lönkynningu 1977 — er nú loksins fáanlegur — Er til sýnis og sölu hjá okkur. Söluaöilar óskast um allt land. Framleitt á íslandi með leyfi Transcriptors (ireland) Ltd., I t •«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.