Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 29 J ólaplatan sem enginn má vera án þessi iól né önnur. ■ HARQLDSHERMAN.^ Nytsdm, uppórvandi og hjélpteg bók, sem kennir pér aó nýta þann undrakraft, sem innra með þér býr. til aö endurheimta líkamlegt og andlegt heilbrlgöi þltt. Þú hefur þann mátt, innra meö þér, að geta læknað sjálfan þig, bæði á sál og líkama. Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. Hún segir frá undraverðum tilraunum á lækningamætti hugans, en rannsóknir hafa staðfest trú höfundarins á það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja og styrkja hug og líkama. Rannsóknir Harold Sherman eru taldar merkustu sannanir fyrir þeirri undraorku, sem í huga mannsins býr og hann segir frá þessum rannsóknum sínum, birt- ir sögur af árangursríkum lækningum og gefur þeim, sem lækninga þarfnast, holl og nyt- söm ráð. Jóna Sigríður, sem hér segir sögu sína, er kjarnakona og engri annarri konu lík. Hún lenti snemma í hrakningum og átti oft erfiða vist, en bugaðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu baráttu. Það var ekki fyrr en góðhestarnir hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lífið fór örlítið að brosa við Jónu Sigríði. A þessum hestum ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir og öræfi, og lenti í margvíslegum ævintýrum og mannraunum. Frægust er hún fyrir útilegur sínar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matarlaus og svefn- laus, í hríð og foraðsveðri norðan undan Langjökli, — og þegar hún bjargaðist hélt hún blaðamanna- fund í Álftakróki. Það er öllum hollt að kynnast lífsreisu Jónu Sigríðar, frægustu hestakonu landsins. Hér er að finna skemmtilega þætti um menn og málefni. Þáttur er um Blöndalshjónin á Hallormsstað og hið merka lífsstarf þeirra, um séra Ólaf Indriðason, skáldklerkinn í Kolfreyjustað, föður þeirra Páls alþingismanns og skálds og Jóns ritstjóra, um hagleiks- manninn Karl Guðmundsson myndskera, langur þáttur um Sigfús Sigfússon þjóðsagnarit- ara og sérstæða háttu hans, um Sigurjón í Snæhvammi, um Fransmenn á Fáskrúðsfirði, um vin málleysingjanna, séra Pál Pálsson á Hörgslandi, um Magnús Guðmundsson frá Star- mýri o.fl. Af Héraði og úr Fjörðum er þjóðleg bók og hún er líka bráðskemmtileg. Þeir sem koma fram á þessari plötu eru: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ruth Reginalds Egill Ólafsson, Berglind Bjarnadóttir, Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi er Egill EriÖleifsson ÞórÖur Árnason Manuela Wiesler Q.fl. Hljómplötu- útgáfan h.f. Laugavegi 33, R. Sími 11508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.