Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 19 TÝSGÖTU 1 SÍMI-10450 PÓSTHÓLF-1071 REYKJAVÍK - Wm búar fiskveiðar, fuglatekju og einnig voru selalagnir. Sauðfé var í eyjunum, var það flutt í land á vorin til hagagöngu. Heyskap þurfti að sækja að miklu leyti á land eða í aðrar eyjar og flytja í heimaeyna. Oft þurfti dirfsku og þor til að sækja björg í bú, Sigurrós lét ekki sitt eftir liggja, og varð brátt hinn besti sjómaður, jafnvíg á stýrið sem árina. Úr Sauðeyjum lá leiðin að Brjánslæk á Barðaströnd þar sem hún þénaði í nokkur ár hjá hjónunum frú Kristínu Jónsdóttur og Bjarna Símonarsyni prófasti. Á þeim árum hafði vinnumaður- inn helmingi hærra kaup á mánuði en vinnukonan. Sigurrós gekk í einu og öllu að sömu verkum og karlmennirnir og þótti þeirra jafnoki, en fékk eigi að síður helmingi lægri laun. Sigurrós var talin góður sláttumaður og var því stundum lánuð á aðra bæi til sláttar. Einn bóndinn taldi Sigurrósu ekki standa að baki öðrum sláttu- mönnum er hann hafði og greiddi henni hærra kaup, þó ekki eins og vinnumanni. Mæltist það illa fyrir og þótti ekki gott til afspurnar að hækka svo kaupið við hana. Frá Brjánslæk liggur leiðin til Reykja- víkur þar sem Sigurrós lærði fatasaum. I Reykjavík kynntist hún Þórarni Kr. Ólafssyni frá Múla í Gufudalssveit og gengu þau í hjónaband árið 1913. Byrjuðu þau búskap sinn í Reykjavík en flytja síðan að Rauðsstöðum í Arnar- firði. Fjögur börn eignuðust þau hjónin, Gunnar, Jóhönnu, Ólaf (látinn ’74) og Valborgu. Tvo fóstursyni ólu þau upp, Hreiðar Jónsson og Ólaf Snorrason (látinn ’59). Ennfremur ól Sigurrós upp tvö börn Þórarins, Björgvin (lát- inn ’55) og Hjördísi. Þessi börn eru henni ekki síður kær en hennar eigin. Tilfitssemi kostor ekkert kassettutækiö er hreint ótrúlegt tæki: Ekki nóg meö aö tækiö er eitthvaö þaö minnsta sem framleitt hefur verið heldur er hægt aö tengja viö þaö ótrúlegustu aukatæki s.s. AM eöa FM útvarpi (tuner) þar sem m.a. er hægt aö taka upp á beint bæöi tal og tóna, sérstöku tæki sem slekkur á tækinu viö þagnir þannig aö ekkert af spólunni fer til spillis, auka míkrafón, aukahátalara, innstungu í 220 v, heyrnartæki á síma, heyrnartæki o.fl. o.fl. Hljómburöurinn í PCðílCOrdCr SD tækjunum er svo góöur aö því fá engin orö lýst. Þessi pínulitla spóla tekur 60 mínútur af efni (S-201 eða uppí 120 mínútur (S-301) Komid og skoöiö undratækið frá Olympus. Gudmundína Sigurrós Gudmundsdóttir ÍOO ára Á morgun, 11. desember, verður merkiskonan Guðmundína Sigur- rós Guðmundsdóttir tíræð. Sigur- rós er fædd í Sauðeyjum á Breiðafirði 11. desember 1978. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Andrésdóttir og Guðmundur Oddgeirsson. Jóhanna missti mann sinn, er Sigurrós var á fyrsta árj, en giftist síðan Árna Jónssyni í Sauðeyjum. Ekki naut Sigurrós móðurinnar lengi því hún lést er Sigurrós var á fjórða ári. Sigurrós elst síðan upp hjá Árna stjúpa sínum og seinni konu hans, Ingibjörgu Jónsdóttur. Reyndust þau Sigurrósu vel og minntist hún þeirra ætíð með hlýjum huga. Sigurrós dvaldist sín bernskuár í Sauðeyjum og þótti snemma mörgum kostum búin. Breiðafjarðareyjar voru þéttbýl- ar í þá daga og blómleg bú í mörgum eyjum. Stunduðu eyja- Heimilið var stórt og í mörg horn að líta, en þar sem hjarta- hlýjan ræður og öruggar hendur halda saman er ávallt rúm, fór það einnig svo með þeirra heimili. Úr Arnarfirði flytja þau árið 1935 að Naustabrekku á Rauða- sandi. Þar bjuggu þau til ársins 1946 en bregða þá búi og flytja til Patreksfjarðar. Þá voru flest börnin uppkomin og búin að mynda sín heimili. Mann sinn missti Sigurrós 11. apríl 1959. Sigurrós hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana og ber öllum saman um að þar hafi mikil og sérstök kona verið. Hagmælt er Sigurrós vel og þarf ekki langt að sækja, þar sem Herdís og Ólína Andrésdætur voru móðursystur hennar. Má segja um skáldskapinn að hann hafi auðkennst af einlægni og trú, sem hefur ávallt verið aðalsmerki hennar í lífinu. Elsku amma, þína sögu er ekki þörf að rekja lengur, hún er mörgum kunn, en með þessum línum viljum við systurnar sýna þér þakklæti fyrir allt er þú hefur verið okkur í gegnum árin. Hún er björt bernskuminningin um afa og ömmu og margs að minnast. Við áttum ófáar ferðir til þeirra sem börn, sögur voru sagðar, litlum börnum kennt að lesa og skrifa. Góð frammistaða þýddi kandísmoli. Eftir lát afa kemur amma fljótlega inn á heimili foreldra okkar. Kynslóðabilinu var ekki fyrir að fara, það var svo ótrúlega margt, sem hægt var að ræða. Árin liðu, við uxum úr grasi, og stofnuðum okkar heimili, en ekki hafa stund- irnar með ömmu breyst. Hún er og verður alltaf hin sama einstaka amma, þótt elli kerling hafi heimsótt hana seinustu árin. Við erum stoltar af þér amma mín og vonum að þessi merkisdag- ur verði þér sem ánægjulegastur. Sigurrós dvelur á heimili Jóhönnu dóttur sinnar og eigin- manns hennar, Ingimundar Hall- dórssonar, að Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Dótturdætur. Peailcorder SD Lítið en stórkostlegt kasettutæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.