Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 32
Aukin sjálfstjórn F'kki skulu menn halda, að þessum vaxandi þverbrestum hafi enfíinn gaumur verið jíefinn né að þeim fundið. Þvert á móti hafa margar Kaunrýnisraddir heyrzt ojí tiliöítur til úrbóta. Skozkir og welskir þjóðernissinnar vilja aukið sjálfsforræði. Aðrir, einkurn í Entjlandi, krefjast mann- réttindaskrár o(í umbóta á kosningatilhöK- un ok Lávarðadeildinni. Úrbótatillögurnar eru mismunandi, þótt þær séu ekki þar f.vrir ósamrýmanlegar. Ef? mun leitast við að sýna fram á, að sérhver þeirra hefur til síns áítætis nokkuð, en en>;in er fullnægj- andi ein oj; sér. Lausnin kann að lÍKída > því að nýta nokkuð úr hverri. Ef því væri ekki þannij; farið, að þjóðernissinnar stefna að sundrungu Hins sameinaða konunj;sríkis, sem er afi minnsta kosti mitt föðurland, kynni ég af hafa haft mesta samúð með málstafi þeirra. Þeir einir vilja varpa fyrir róða öllu hinu þrúgandi miðstjórnarvaldi og fara sjálfir með stjórn sinna eif;in mála á hófsamari vef;. Svo lanj;t sem þetta nær, Ket ég ekki greint nokkra ósanngirni í stefnu þeirra, ef þeir vildu einungis halda sij; innan marka nýrrar stjórnarskrár sambandsríkis. Þegar á allt er litið hafa jafn ólíkar þjóðir sem Svisslendin(;ar, Bandaríkjamenn, Kanadabúar, Astralíu- menn og Þjóðverjar einmitt öðlazt festu, virkni o); velsæld á þessum sama grund- velli. Hvað oss sjálfa áhrærir má að minnsta kosti færa að því rök, að það hafi verið mistök að fallast á nokkra þá sambandsskipan, er leiddi til slita á tenftsium vorum við írland og þar með allra þeirra hörmunga, er það hefur haft í för með sér. Fin ég er á öndverðum meiði við þjóðernissinna í fjölmörgum efnum. I fyrsta lagi: Ef aukin sjálfsstjórn á að vera skref í átt til fulls aðskilnaðar, hafna ég henni með öllu. Að minni hyggju leiðir aðskilnaður föðurland mitt til glötunar og er drottinssvik bæði við þjóðarheildina og einstaka hluta hennar. Hann er ekki sízt tilræði við hin kristnu Vesturlönd, sem vér erum öll hluti af og heyr nú varnarbaráttu gegn þeim e.vðingaröflum, sem eru staðráð- in í að gera að engu allt það, er þau tákna og hafa lagt af mörkum til velferðar mannkynsins. í öðru lagi. Ef sjálfsstjórn á rétt á sér á Norður-Irlandi (þar sem ég býst við, að hún verði að lokum endurreist) og í Skotlandi og Wales, fæ ég ekki séð, að hún henti síður í öðrum landshlutum. Ef um sjálfstjórn Eftir Hailsham lávarð SEINNI HLUTI verður yfirleitt að ræða, hljótuin vér fyrr eða síðar að þurfa að koma á fót einhvers konar kerfi, þar sem skilyrði aðildar að þjóðfélaginu verða að minnsta kosti að vera nokkurn veginn sambærileg, hvort heldur menn búa í Manchester eða Belfast, London eða Cardiff, Norwich, Newcastle eða Edinborg ellegar sveitahéruðum Wales. Þetta er miklu viðameira verkefni en bæði ríkisstjórnin og þjóðernissinnar virðast hafa gert sér grein fyrir, og þótt ekki sé óhugsandi að ná þessu marki, verður að inna töluvert meiri undirbún- ingsvinnu af höndum, áður en það getur orðið að veruleika. í þriðja lagi: Veikleiki stjórnskipunar vorrar felst í raun og veru í því, að hún er grundvöllur kjörins einræðis. Þótt Hinu sameinaða konungsríki væri skipt í þrennt eða fernt og þar komið á fót kjörnum einræðisstjórnum í smærri stíl, er engu ríkari ástæða til að ætla, að þjóðir Skotlands, Englands, Wales og Norður-írlands yrðu ánægðari með hina nýju húsbændur sína og herra en forvera þeirra. Væri heill vorri eigi betur borgið í framtíðinni í samheldni en sundrungu, þar sem vér tröðkuðum ekki á fornhelgum erfðavenjum hálfrar þriðju aldar? Ef vér slitum í sundur lögin í Hinu sameinaða konungsríki, myndi ugglaust að því reka, að hinum ýmsu hlutum þessara eyja yrði att saman af margvíslegum keppinautum vorum á sviði viðskipta og stjórnmála, skörð höggvin í sameiginlegar varnir vorar og sameinað framlag vort til þjóðar- heildarinnar færi þverrandi. Eg óska þess svo sannarlega ekki, að nokkrar sjálfstæð- ar og magnvana smáeiningar leysi af hólmi hið sögulega samfélag vort, sem er þrátt fyrir galla sína stórfenglegt í ljósi afreka sinna, sem engar brigður verða bornar á. Gagnstætt Wales og Skotlandi eru lítil merki þess í Englandi, að fyrir hendi sé nægjanleg staðbundin þjóðerniskennd til að renna stoðum undir kröfur um sjálfs- stjórn. I Englandi hefur andstaðan gegn kjörnu einræði því birzt í kröfum um mannréttindaskrá, úrbætur á kosningatil- högun og — að vísu sjaldnar — umsköpun á Lávarðadeildinrii. Grundvöllur alls þessa er sá, að í þágu frelsis og réttaröryggis ber nú brýna nauðsyn til þess annaðhvort að reisa skorður við löghelguðum völdum þingsins eða stuðla að nýju að valdgrein- ingu innan þess. Mannréttindaskrá Talsmenn mannréttindaskrár vilja tak- marka valdið. Þeir halda því að réttu lagi fram, að með öllum öðrum siðmenntuðum þjóðum séu löggjafarvaldinu settar nokkr- ar skorður og lög komi annaðhvort í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni eða torveldi þær. I slíkum tilvikum geti dómarar og sérstakur stjórnlagadómstóll virt að vettugi þá löggjöf, er gengur í berhögg við stjórnarskrána. En hvernig má gera þessa takmörkun valdsins raunhæfa? Að óbreyttri skipan gæti þingið ævinlega tekið aftur það, sem veitt hefur verið, með því að breyta mannréttindaskránni eða fella hana úr gildi. Þessu svara talsmenn mannréttindaskrárinnar einlægt þannig til, að almenningsálitið myndi hindra ríkisstjórnir í að gera slíkt. Að minni hyggju er sú skoðun einkar grunnfærin. Eg viðurkenni fúslega, að mannréttindaskrá gæti í ákveðnum tilvikum komið í veg fyrir valdníðslu gagnvart einstaklingum í van- hugsaðri löggjöf þingsins. En ég fellst ekki á, að ríkisstjórp annars hvors flokksins myndi hika eitt andartak við að bæta inn í meginfrumvörp sín að eigin geðþótta hinu nauðsynlega undanþáguákvæði: „Þrátt fyrir þau ákvæði mannréttindaskrárinnar eða annarra laga eða réttarreglna, er í bága kunna að brjóta.“ Ég gæti næstum samið þann ráðherraboðskap, er slíku fylgdi, að sjálfsögðu í anda samlyndis og sátta. Eigi mannréttindaskrá að vera virði þess pappírs, sem hún er skrifuð á, verður hún vissulega að vera hluti ritaðrar stjórnarskrár, þar sem völd löggjafans eru takmörkuð og háð mati dómstóla. Ella mun hún ekki reynast annað en hrein sýndar- mennska í skiptum stjórnvalda og almenn- ings. Jafnvel þótt ég hefði hér á röngu að standa, bæri mér að benda á, að mannrétt- indaskrá er þess einungis megnug að leysa lítinn hluta vandans. Skerðing einstakl- ingsréttar er afdrifaríkur veikleiki hins kjörna einræðis, en þó hvorki hinn algengasti né sá, er mestu máli skiptir. Væri ekki nær, að vér huguðum betur að því, hvernig hið kjörna einræði megnar í blámóðu fjarskans að safna völdum á fárra hendur og deila þeim út til frekar fámennra minnihlutahópa, um leið og það er háð duttlungum pólitískra flokksstjórna og annarra hagsmunasamtaka og þrýsti- hópa, þar sem tilgangurinn, hugmynda- fræðileg kreddufesta og afturhaldssemi helga alltof oft meðalið. Ef takmarka þarf völd þingsins yfirleitt, eins og ég tel nauðs.vn, ætti ekki að binda þá takmörkun við verndun einstaklingsréttar. Ég er sannfærður um, að þetta er ein ástæða þess, hvers vegna fjölmargar gagnrýnis- raddir hiris kjörna einræðis hér á landi beinast fremur að endurbótum kosninga- skipunarinnar. Menn télja, að með þeim væri unnt að skapa, að minnsta kosti í Neðri málstofunni, jafnvægi milli flokka, er eyða myndi öfgunum eða bregða á þá böndum, þótt ekki væri annað. Kosningatilhögun En er þessu svona farið? Hafa hlutfalls- kosningar haft þessi áhrif á Norður-ír- landi? Ef nokkuð er, virðast mér þær hafa aukið miðstjórnarvaldið og jafnvel skert áhrif hinna hófsamari afla, að minnsta kosti í Sambandsflokknum. Hafa þær haft þessi áhrif í öðrum Evrópulöndum? Ég held ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft, virðast þær hafa verið kommúnistum og jafnvel á stundum nýfasistum til fram- dráttar. Eftir því sem séð verður fyrir gylliboðum og hrossakaupum að kosning- um loknum, virðast þær leiða til þess, að hinir hófsamari lúti í lægra haldi fyrir öfgamönnum í sínum hópi fremur en eigin líkum gagnstæðrar skoðunar. Hverjir sem gallar núverandi skipunar kunna að vera, stuðlar hún þó að minnsta kosti að því, að hinir gætnari menn í stóru landsmála- flokkunum hafi hönd í bagga með öfgaöfl- unum í sínum eigin röðum, og að því er að mínu viti mikill fengur. í Skandinavíu hafa „Hver telur þú mikilvægustu réttindi manna og af hverju?” Ritgerðarsamkeppni á vegum Félags SÞ á íslandi Þann 10. desember 1978 eru þrjátíu ár liðin frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti Mannréttinda- yfirlýsingu samtakanna. Yfir- lýsingin var fyrsta allsherjarsam- þykkt alþjóðasamtaka um mann- réttindi og hafa fáar yfirlýsingar haft jafn víðtæk áhrif. Hörmungar síðari heims- styrjaldarinnar gerðu þjóðum heims ljóst, að nauðsynlegt var að tryggja mannréttindi sem allra best. I stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna eru ýmiss ákvæði um mann- réttindi, en þar sem ljóst var að víðtækari og nánari skilgreiningar á réttindum manna voru nauðsyn- legar var Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna falið að undirbúa og semja Mannréttinda- yfirlýsinguna. Mefndin lauk því verki í júlí-mánuði árið 1948 og var yfirlýsingin samþykkt á fundi Allsherjarþingsins í París 10. desember sama ár. í yfirlýsing- unni er ekki aðeins kveðið á um borgaraleg og pólitísk réttindi manna heldur og félagsleg-, efna- hagsleg- og menningarleg réttindi þeirra. Mannréttindayfirlýsingin hefur ekki lagagildi í sjálfu sér, hún á að vera ríkisstjórnum aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna leiðarljós og í henni eru réttindi mannsins skilgreind. Yfirlýsingin hefur engu að síður haft mikil áhrif, sem sjá má í löggjöf margra ríkja og vaxandi virðingu fyrir mann- réttindum. Mun varla of djúpt t.ekið í árinni að segja, að Mann- réttindayfirlýsingin sé sá grund- völlur sem öll barátta fyrir mannréttindum hefur byggst á síðan árið 1948. Er því vel við hæfi að þrjátíu ára afmælis hennar sé minnst. Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur ákveðið í samráði við utanríkisráðuneytið, menntamála- ráðuneytið og Flugleiðir h/f, að gangast fyrir ritgerðarsamkeppni í tilefni afmælisins. Gefst öllum nemendum í 9, bekk grunnskóla kostur á að taka þátt í keppninni. Rigerðarefnið verður: „Hver telur þú mikilvægustu réttindi manna og af hverju?" Dómnefnd mun velja tvær bestu ritgerðirnar og verða höfundar þeirra verðlaunað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.