Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 SÖGUSAFN HEIMILANNA NÝÚTKOMNAR SKÁLDSÖGUR FORLAGALEIKURINN eftir Herman BjurstenogBJARNAR- GREIFARNIR eftir Nataly von Eschstruth eru 23. og24. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur Sögusafns heimilanna. Spennandi og viðburðaríkar skáldsögur, eins og allar sögurnar í þessum vinsæla bókaflokki. VINNAN GÖFGAR MANNINN og AF ÖLLU HJARTA, 6. og 7. bókin í þessum ílokki hafa verið endurprentaðar. KYNLEGUR ÞJÓFUR eftir George E. Walsh ogSELD Á UPP- BOÐI eftir Charles Carvice eru 3. og 4. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur - 2. flokkur. I fyrra komu út fyrstu tvær bækurnar: BÖRN OVEÐURSINS og ÆVINTÝRIÐ I ÞANG- HAFINU. Allt eru þetta úrvals skemmtisögur. SVONA STÓR eftir Ednu Feber ogÁST OG GRUNSEMDIR eftir Anne Maybury eru 6. og 7. bókin í bókaflokknum Grænu skáldsögurnar. Eignist þessar úrvals skáldsögur frá byrjun. ERFINGINN eftir Morten Korch er 4. skáldsagan, sem kemur út eftir þennan vinsæla höfund. ÆVINTÝRI SHERLOCK HOLMES eftir A. Conan Doyle í heildarútgáfu. I fyrsta bindinu eru tvær langar sögur: R ÉTTLÁT HEFND ogTÝNDI FJÁRSJÓÐURINN. Tryggiðykkur eintak af ævintýrum mesta leynilögreglukappa allra tíma. I [ITIII Ný skáldsaga eftir IIIIIIV DESMOND BAGLEY LEITIN er tólfta bók þessa vinsæla sagnameistara. Sagan er alveg ný af nálinni, kom út í september s.l. í Englandi og hefur verið þar efst í sölu nýrra bóka síðan. Átburðarásin er mjög spennandi, fjallar um leit að flugvélarflaki í eyðimörkinni, sem Englendingur að nafni Stafford stendur fyrir ásamt dularfullum Ameríkana, sem gert hafði eyði- mörkina að heimili sínu. En leigumorðingjar eru á hælum þeirra og það hefst kapphlaup um að flnna flugvélarflakið og leysa gátuna, kapphlaup upp á líf og dauða. LEITIN er tvímælalaust ein afbestu skáldsögum Desmond Bagleys, ævintýraleg og spennandi. GULLKJÖLURINN fyrsta skáldsagan eftir Desmond Bagley og sú bók, sem gerði hann strax frægan, hefur verið endurprentuð, en þessi bráðskemmtilega saga hefur verið ófáanleg árum saman. V UPP Á LÍF OG DAUÐA, ný skáldsaga eftir Charles Williams. Æsispennandi saga, sem gerist á hafi úti, eins og fyrri bækur höf- undar: ELDRAUN Á ÚTHAFINU og EINN A FLÓTTA. / f Lítið barn hef ur lítið sjónsvið Sögur Þor- gils Gjallanda komnar út Bók þessi er úrval úr sögum Þorgils gjallanda (Jóns Stefáns- sonar 1851—1915), en Þórður Helgason cand. mag. hefur búið til prentunar og ritað ítarlegan inngang um skáldskap og rit- störf höfundar. Sögur eru gefn- ar út af Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla Islands og Menningarsjóði og fjórða bókin í flokknum íslensk rit, en stjórn hans hafa með höndum Njörður P. Njarðvík, Oskar Ó. Halldórsson og Vé- steinn Olason. — Skrá um útgáfur og heimildir í bókarlok er eftir Ólaf Pálmason mag. art. I Sögum eru smásögurnar „Leidd í kirkju". „Séra Sölvi“, „Ósjálfræði", „Fölskvi", „Val- ur“, „Skírnarkjóllinn", „Karl í Kothúsi", „Brekku-Gulur“, „Kapp er best með forsjá", „Heimþrá" og „Krummi" og skáldsagan „Upp við fossa". Sögunum er raðað eftir ritunar- tíma nema „Upp við fossa“ sem hér rekur lestina. Bókin er 301 blaðsíða að stærð, sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. Aður hefur komið út í bóka- flokknum íslensk rit: Jón Þor- láksson: Kvæði, frumort og þýdd. Úrval. Bjarni Thoraren- sen: Ljóðmæli. Úrval. Davíð Stefánsson: Úrval. Hljóðabunga komin út KOMIÐ er út tímaritið Hljóða- bunga, sem er vestfirzkt tímarit er flytur ýmiss konar efni, greinar, Ijóð og kafla úr leikriti. Þetta er þriðja tölublað Hljóða- bungu á þessu ári, en ritnefnd skipa Asdís G. Ragnarsdóttir, Einar E.vþórsson, Finnur Gunn- laugsson, Guðjón Friðriksson, Jónas Guðmundsson og Hallur Páll Jónsson sem ' jafnframt er ábyrgðarmaður, en þau hafa flest stundað nám við Menntaskólann á ísafirði. Prentstofan Isrún prent- aði ritið, sem er 76 bls. Forsíðu Hljóðahungu prýða myndir eftir Svölu Sigurleifsdótt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.