Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 45 Árleg jólasöfnun Mæðr as ty r ksnefn dar HIN ÁRLEGA jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar er nú hafin. Söfn- unarlistar hafa verið sendir í fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í borginni að venju. Það er ein- dregin von nefndarinnar að enn einu sinni bregðist Reykvíkingar vei við og láti nokkuð af hendi rakna tii þess að ncfndin geti létt hag og stutt við bakið<á fjölmörg- um efnalitlum heimilum hér í borg, sem eiga við margs konar erfiðleika að striða. Munu bæði einstæðar konur og efnalítil heimili njóta þeirrar aðstoðar, sem veitt verður á komandi jólum af fé því, sem vonast er til að safnist nú í desember. Á síðasta ári gerði jólasöfnun nefndarinnar kleift að veita 276 efnalitlum aðilum í Reykjavík fjárstyrki. Skrifstofa nefndarinnar er að Njálsgötu 3 í Reykjavík, sími 14349. Fram að jólum verður hún opin alla virka daga klukkan 13—18 og er bæði unnt að senda þangað fjárfram- lög, söfnunarlista og aðrar þær gjafir, sem fólk vill koma á framfæri. Bandaríkjamaður sýnir í Firðinum UNGUR bandarískur myndlistamaður, Michael Gunter, opnar í dag, sunnu- dag kl. 13, sýningu á verk- um sínum í Sjálfstæðishús- inu í Hafnarfirði. Á sýning- unni verða liðlega 30 mynd- ir og verður hún opin í átta daga til sunnudagsins 17. desember. Michael Gunter hefur verið búsettur á ís- landi ásamt konu sinni og börnum í á þriðja ár og hefur haldið eina sýningu á ísafirði, en þar hefur hann starfað hjá skipasmíðastöð M. Bernharðssonar hf. Jólavaka í Fríkirkjunni EINS og undanfarin ár mun Fríkirkjan í Reykjavík halda sína aðventuhátíð, sem hún kallar Jólavöku. Jólavakan verður í Fríkirkjunni á morgun, sunnudag- inn 10. des. kl. 5. síðdegis. Efnisskrá Jólavökunnar að þessu sinni verður bæði fjölbreytt og forvitnileg. Hinn góðkunni listamaður og organisti Fríkirkj- unnar í áratugi, Sigurður ísólfs- son, mun leika einleik á orgelið, Fríkirkjukórinn syngur og Hjálm- týr Hjálmtýsson mun syngja einsöng. Ræðumaður Jólavökunn- ar verður sr. Gísli Brynjólfsson. Þá munu börn úr Mýrarhúsaskóla sýna helgileikinn Fæðing frelsar- ans eftir sr. Hauk Ágústsson undir leikstjórn Hlínar Torfadóttur. Vakan mun síðan enda með kertaljósahátíð og almennum söng. (Fréttatilkynning) Hólir vegir hœtta óferð Canon piQ-n jólagjöf sem reiknaö er með. Einnig vasa- og borövélar. Verö frá kr. 13.200- Nýtsamar jólagjafir Skrifvélin hf. Suöurlandsbraut 12 s. 85277 Ath. næg bílastæöi í jólaösinní. Fyrsta jazzbreiöskífan á íslandi komin út. Pöntunarsími 41311 Land og synir er hér fyrst i tímanum og gerist í sveitinni fyrir stríðiö þegar heimskreppa og lífsskoöun nýrra tíma nagar þúsund ára rætur íslenzks bændaþjóðfélags. Norðan við stríð Þessar þrjár skáldsögur IndriÖaG. Þorsteinssonar eiga það sameiginlegt m.a.f að þær gerast allar á mestu umbreytinga- timum sem yfir íslendinga hafa gengið og á þeim sviðum þar sem mestu breytingarnar áttu sér stað. fjallar um hernámsárin og sýnir hvernig stríöið umturnar hinu kyrrláta og formfasta lífi, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsöryggi borgarans í stríösgróðafíkn. Sjötíu og níu af stöðinni er í rauninni eftirleikur breytinganna, fjallar um líf hins unga sveitamanns í borginni árin eftir stríöið, baráttu hans þar og vonbrigöi. Hann reynir aö snúa til baka, en þaö mun aldrei takast. Almenna bókafélagið Austurstræti 16 — sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.