Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978
15
Bezti
vinur
manns-
ins í 12
þúsund
ár
Lundúnum — 7. des. Reuter.
FORNLEIFAFRÆÐINGAR í
ísrael fundu nýlega jarðneskar
leifar manns og hunds, og
draga þá ályktun að hundurinn
hafi verið bezti vinur mannsins
f meira en 12 þúsund ár.
Liggur beinagrind hundsins,
sem raunar hefur verið fimm
mánaða hvolpur þegar skapa-
dægrið rann upp, í handakrika
húsbóndans eða húsmóðurinn-
ar.
Grein um þetta birtist í
nýútkomnu tölublaði Nature
Today, en þar kemur fram að
ekki hafi fengizt endanlega úr
því skorið, hvort umrædd
skepna hafi verið hundur eða
úlfur. Tennur hennar, sem eru
eins og aðrar tennur er fundizt
hafa á sömu slóðum, benda þó
fremur til þess að þjóðflokkur-
inn hafi haldið þessa tegund
sem húsdýr, en ekki tamið
villiúlfa sér til skemmtunar og
yndisauka. Þjóðflokkur þessi
hefur verið býsna menningar-
legur í háttum, og hefur til
dæmis verið á færi hans að
smíða sér ágæt verkfæri úr
steini og hringlaga íbúðarkofa,
auk þess sem greftranir hafa
farið fram í sérstökum grafreit-
um, allvíðáttumiklum.
Fornleifafundur þessi er tal-
inn sanna að menn hafi snúið
sér að hundahaldi, allmiklu fyrr
en hingað til hefur verið talið,
eða að minnsta kosti þúsund
árum áður en þeir fóru að hafa
nytjadýr, svo sem geitur, sauðfé,
nautgripi og svín.
„Þykir afar
hæpið að
gefa sér
slíka hluti”
FJALLAÐ er um efnahagshorfur
á næsta ári í nýútkomnu riti
bjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbú-
skapnum. í fréttatilkynningu,
sem borizt hefur Mbl. segir að í
þjóðhagsspánni fyrir 1979 sé
tekið mið að ákveðnu dæmi um
verðlags- og kauplagsþróun. þar
sem gert sé ráð fyrir að kauptaxt-
ar hækki ekki umfram 5% á
þriggja mánaða fresti á næsta
ári. Morgunhlaðið leitaði til
Svavars Gestssonar viðskiptaráð-
herra og innti hann eftir áliti
hans á þessum forsendum, sem
þjóðhagsstofnun gefur sér.
— Hækkanir á kaupi verða
náttúrlega meiri ef verðlagið
hækkar meira, þannig að það er
algjör barnaskapur að ganga út
frá því að kaupið breytist, gjör-
samlega án tillits til verðlags í
landinu, sagði Svavar. — Mér
þykir afar hæpið að gefa sér slíka
hluti eins og þarna er gert, en ef
hægt verður að skrúfa verðbólg-
una þetta niður, þá yrðum við
manna fegnastir.
Gnmalt w
fólk gengurJ! hœgar
Ógnardagar í október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti
firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamorðum
heimsstyrjaJdarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem
bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífi.
Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá
í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum
draugabæ, biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo
sannarlega komu skæruliðarnir.
Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu,
stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Höfundur-
inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hansi Teflt á tvær
hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama
knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í
október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk.
KNUT HAUKELID
BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ
Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða
bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund. sálarþrek og
járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu
norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna
í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að
geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns-
verksmiðjan í Evrópu.
Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni,
hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði
í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun
þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar
síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi
hetjusaga á vart sinn líka í striðsbókmenntum, svo æsileg er
hún.
PER HANSSON
ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941
KNUTHAIIKfltlD
BSRÍITAN UM
ÞUNGAVATNIfl
Stefán Aðalsteinsson
Svarfdælingar
Þetta er seinna bindi mikils ritverks um Svarf-
dælinga, þar sem gerð er grein fyrir bændum og
búaliöi sem setiö hefur Svarfaöardal, svo og
niðjum þeirra, eins langt aftur I aldirnar og
heimildir hrökkva til meö sæmilegu móti.
Svarfdælingar I—II er mikiö út aö vöxtum, um
eitt þúsund bls., og mannamyndir rúmlega sex
hundruö talsins. Eftir lát höfundarins hlaut aö
koma ( annarra hlut aö ganga aö fullu frá verki
hans. Ýmsir góöir menn hafa lagt því máli liö í
samstarfi viö dr. Kristján Eldjárn, sem ( öllum
greinum haföi forystu um aö búa ritiö til prent-
unar.
Klemenz á Sámsstöðum
Siglaugur Brynleifsson skráði
Endurminningar eins helsta brautryöjanda og
frumherja í (slenskum ræktunarmálum á þess-
ari öld sem hefur margs að minnast frá ævi-
starfi sínu og kynnum af miklum fjölda sam-
tlöarmanna. Auk þess segir hér frá bernsku-
árunum ( Grunnavlkurhreppi, Reykjavíkurár-
unum á öndveröri öldinni, vinnumennsku hjá
Guömundi bónda á Stóra-Hofi og Einari Bene-
diktssyni skáldi. Og síöast en ekki síst minn-
ist hann á eftirminnilegan hátt bróöur sfns,
Sverris sagnfræöings, en meö þeim bræðrum
var ávallt mjög kært, þótt ólfkir væru um margt.
Esbjorn Hiort og Helge Finsen
Steinhúsin gömlu á íslandi
Tveir arkitektar segja hér í stuttu og læsilegu
máli hina merkilegu sögu sem liggur aö baki
elstu húsa á íslandi, steinhúsanna gömlu sem
reist voru á seinnl hluta 18. aldar og eru löngu
oröin hluti af (slenskri menningararfleifö. Enn á
vorum dögum eru þetta veglegar byggingar og
tvær þeirra hýsa æöstu stjórn landsins: Stjórn-
arráöshúsiö í Reykjayík og forsetasetriö aö
Bessastöðum. Bókin er prýdd myndum og upp-
dráttum, sem auka mjög gildi hennar og hún er
grundvðlluö á nákvæmri heimildakönnun og
rannsókn á húsunum, — Dr. Kristján Eldjárn
íslenskaði.
Jón Espólin og Einar Bjarnason
Saga frá Skagfirðingum
Þetta er þriöja og næst slöasta bindi viöamikils
heimildarrits I árbókarformi um tiöindi, menn
og aldarhátt ( Skagafiröi 1685—1847, en jafn-
framt nær frásögnin í og með til annarra héraöa. I
þessu bindi ritsins hefur sögunni miöaö fram
til ársins 1842. Einar Bjarnason heldur á penna
mjög ( þeim anda sem Espólfn haföi gert og
segir margt frá nafnkunnum mönnum og minn-
isveröum tíöindum í Skagafirði.— Útgáfuna
annast Hannes Pétursson, Kristmundur
Bjarnason og Ögmundur Helgason.
Jóhann Hjálmarsson
Lífið er skáldlegt
Lffiö er skáldlegt — Kfiö ( kringum okkur, fólkiö
sem okkur þykir vænt um, árstlöirnar, stundir
dags og nætur, hversdagslegar athafnir. Skáld-
ið sér hversdagslífiö sínum augum — fyrir
okkur hin sem erum aö týna okkur í amstri
dægranna og gefum okkur ekki tlma til aö sjá
að Kfiö er skáldlegt! Þetta er ellefta Ijóðabók
Jóhanns og er hún mjög í anda síðustu Ijóöa-
bókar hans.
Bræðraborgarstig 16 S(ml 12923-19156
Haraldur Jóhannsson
Pétur G. Guðmundsson
og upphaf samtaka alþýðu
Á fyrsta skeiöi verkalýöshreyfingarinnar vann
Pétur G. Guömundsson bókbindari manna ötul-
legast aö stofnun landssambands verkalýðs-
félaga og stjórnmálasamtaka þeirra. Hann var
einn stofnenda Verkamannafélagsins Dags-
brúnar 1906 og formaöur þess nokkur ár. Fyrsti
bæjarfulltrúi verkamanna í Reykjavík var hann
kjörinn 1910, ritstjóri Alþýðublaósins gamla var
hann 1906—1907 og Verkamannablaðs 1913—
1914. í bókinni er fylgt frásögn sonar Péturs,
Þorsteins, sem ( hálfan sjötta áratug hefur
unniö í þágu verkalýöshreyfingarinnar.