Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGTJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 + Eiginkona mín, LILJA SIGURDARDOTTIR, KársnMbraut 28, Kópavogi, lézt í Landspítalanum að kvöldi 7. des. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Eiríkur M. Þoratainsaon. + Hjartkær eiginmaöur minn og faöir, SKARPHÉDINN PÁLSSON, frá Kili, Skagafiröi, lést í Borgarsjúkrahúslnu 8. desember. Elíaabat Stefánsdóttir, og börn hina látna. + Sonur okkar og bróðir, SVEINN FRIORIK EYVINDS, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. des. kl. 13.30. Elíaabet Helgadóttir, Ingi Eyvinda og ayatkini. t Sonur okkar og bróðir, GUDFINNUR ÓSKARSSON, Otrateig 4, veröur jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 11. desember kl. 3. «*//ve,v, a. Óakar Guöfinnaaon, 9Ó'8,“««.>...kini. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ELÍNBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, verður gerð frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 11. desember kl. 13.30. Edwin Árnaaon, Vildís Kristmannsdóttir, Árni Edwins og barnabörn. Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON, Bólstaöahlíð 48, sem lést í Landspítalanum þann 3. þessa mánaöar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaö, en þeir sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Fjóla Sigurðardóttir, Örn Ágúst Guómundsson, Erla Stefánsdóttir, Sesselja Hrönn Guömundsdóttir, Eðvarð Geirsson, Sigurður Guðmundsson, Guðný Benediktsdóttir, og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar, LEIFS AUDUNSSONAR, bónda, Leifsstöðum, A. Landeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borgarspítalans og Grensásdeildar fyrir sérhæfða og hughlýja hjúkrunarþjónustu. Guörún Geirsdóttir, Hrönn Leifsdóttir, Auðunn Leifsson, Lára Leifsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall föður okkar, tengdafööur og afa, JÚLÍUSAR BJARNASONAR, fyrrverandi bónda, Leirá, Leirársveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Akraness. Helgi Júlíusson, Hulda Jónsdóttir, Kristinn Júlíusson, Sigurást Indriðadóttir, Bjarni Júlíusson, Áslaug Stefánsdóttir, Þórður Júlíusaon, Karen Lövdahl, og barnabörn. Björn Guðnason —Minningarorð Fæddur 23. september 1975. Dáinn 4. dcsember 1978. Lítill ljúfur drengur er horfinn sjónum okkar um stund. Á fáum sólarhringum verður hann svo heltekinn sjúkdómi að færustu læknar, sem reyndu allt til að bjarga honum, gátu ekki við neitt ráðið. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. En nú líður honum vel á eilífðarbrautum en minningin lifir. Eftir stöndum við ættingjar, foreldrar og eldri bróðir, og skiljum ekki hvernig honum er svipt frá okkur svo fljótt. Lífsgleði hans og blíðlyndi smitaði frá sér, hann var svo barnslega einlægur. Við söknum hans öll, en megum samt þakka góðum guði fyrir að hann þurfti ekki að þjást meir en orðið var. Sá sem öllu ræður styðji og styrki foreldra hans og bróður- inn unga. Vertu í guðs hendi falinn, litli vinur. Amma Didda. Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Þegar lítill drengur er kallaður burt á svo sviplegan og skyndileg- an hátt verður manni orðfall. Hver ræður? Björn var sonur hjónanna Þór- unnar Haraldsdóttir og Guðna Jónssonar, fæddur 23. sept. 1975 og því aðeins 3ja ára er hann lést. Mig langar aðeins að kveðja þennan litla frænda og þakka honum þessa stuttu samveru og biðja Guð að varðveita hann, og ég veit að langamma hans svo og aðrir sem á undan eru farnir taka hann í faðm sér og varðveita. Við sendum foreldrum hans, bróður, ömmu hans Birnu sem hann bar nafn af svo og öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur og biðjum um styrk þeim til handa á þessari stundu. Hvíl þú í friði litli frændi. Guðrún og Siggi. Okkur setti hljóðar er við fregnuðum að Bjössi litli á „unga- deildinni" væri dáinn. Hann, sem hafði verið hjá okkur nokkrum dögum áður hress og kátur. Mennirnir þenkja, en Guð ræður. Börn koma og fara á leikskólan- um og alltaf verður skarð, sem fyllist upp í með tímanum. En það skarð, sem Bjössi litli skilur eftir sig í hugum okkar, verður aldrei bætt. Þegar hann kom á morgnana var hann eitt sólskinsbros og alltaf var hann glaður í lund. Af hverju var hann tekinn svo skyndilega frá okkur? Við fáum víst aldrei svar við því. Við vottum öllum aðstandend- um, þó sérstaklega foreldrum hans og eldri bróður sem nú kemur einn Ásgeirssyni, verzlunarstjóra Ásgeirsverzlunar, en þær snerust um rétt einstaklingsins til þess að ráða sér sjálfur, frjáls og óhindr- aður, en um leið stóð hún vörð um jafnrétti allra manna. Þau hjónin, Ella og Edwin, voru afar samrýnd og áttu flest öll áhugamál sín sameiginlega. Menn- ing og list var þar ofarlega á blaði, enda töldu þau meðal vina sinna ýmsa kunnustu listamenn þjóðar- innar. Edwin er sjálfur góður frístundamálari og grípur oft í pensilinn og olíutúburnar, þegar hlé fæst frá daglegum störfum. Skemmtilegast þótti þeim að heimsækja eða hafa í kringum sig vini og ættingja, enda er sá hópur stór, sem á góðar og hlýjar minningar um Ellu og Edwin. Senn líður að fæðingarhátíð frelsarans, en um árabil hefur jólahátíðin í minni fjölskyldu ætíð byrjað á Lindargötunni hjá Ellu, þar sem okkur var á Þorláksmessu boðið upp á kæsta skötustöppu með mörfloti að vestfirskum sið. Enginn okkar vildi missa af þessum jólasið, sem fluttist með fjölsk.vldunni vestan af Önundar- firði. Á þessu árabili bættust við ýmsir kunningjar þeirra hjóna, sem aldrei fyrr höfðu kynnst slíkri Þorláksmessuhátíð. Þeir slógust flestir í fjölskylduhópinn og telja nú skötustöppuna ómissandi þátt í jólahaldi sínu. I ár verðum við að sætta okkur við að Ella býður okkur ekki til fjölskylduhátíðar á Lindargötuna á Þorláksmessu. Héðan er hún farin til annars heims en eftir er djúpstæð minning um þessa glað- væru og góðu konu, sem var mér og öðrum ekki aðeins frænka heldur og hugljúfur vinur. Hæsti höfuðsmiður himins og jarðar hefur boðað hana til sín á jólaföstunni, rétt fyrir hátíð ljóSsins, sem fer vel, enda var hún ætíð boðberi ljóss og mannkær- leika. Fyrir hönd foreldra minna, bróður og annarra ættingja, votta ég vini mínum Edwin, einkasynin- um Árna, tengdadótturinni Vildísi EUnborg Kristjáns- dóttir—Minning Fædd 20. maí 1908. Dáin 1. desember 1978. Mig langar, í fáeinum orðum, að minnast móðursystur minnar, frú Elínborgar Kristjánsdóttur, sem andaðist í Landspítalanum aðfar- arnótt 1. desember s.l., eftir erfiða sjúkralegu. Minningarnar hrannast upp, þegar litið er til baka, alls staðar kemur Ella við sögu, því svo var hún samtvinnuð lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér. Ég leit á heimili hennar og manns hennar, Edwins Árnason- ar, sem mitt annað heimili, alltaf var hægt að koma þar án fyrir- vara, móttökurnar hlýjar og nota- legar, og ef eitthvað var manni mótsnúið, þá þurfti ekki að fara bónleiður til búðar, ætíð voru þau tilbúin að leysa úr öllum vanda og er það ómetanlegt að eiga slíka að. Ella fæddist 20. maí 1908 á Flateyri við Önundarfjörð, dóttir Þorbjargar Guðmundsdóttir og manns hennar Kristjáns Ásgeirs- sonar, sem var verzlunarstjóri þar. Hún ólst upp þar, ásamt stórum systkinahópi, þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1926. Árið 1933, 17. júní, giftist hún Edwin Árnasyni og stofnuðu ungu hjónin heimili sitt að Lindargötu 7, síðar nr. 25, og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust einn son, Árna, sem hefur um árabil starfað við hlið föður síns í fyrirtæki þeirra. Árni er kvæntur Vildísi Kristmannsdóttur og eiga þau þrjá myndarlega syni, sem voru í orðsins fyllstu merkingu auga- steinar ömmu sinnar, og hafa þeir misst mikið að eiga hana ekki að lengur. Ég og fjölskylda mín sendum, Edwin, Árna og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að veita þeim styrk í þeirra mikla missi. IÍólmfr. Guðmundsdóttir. Það er fátt jafn sárt og að sætta sig við andlát náins ættingja eða vinar, jafnvel þótt dauðinn geri boð á undan sér. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég eignaðist einn minn nánasta vin, en það var föðursystir mín, Élínborg Kristjánsdóttir, sem lést fyrir nokkrum dögum eftir harða bar- áttu við óvæginn og erfiðan sjúkdóm. Ella frænka, eins og við systkinabörnin kölluðum hana ætíð, var á flestan hátt rherkileg kona, sem enginn gleymir eftir að hafa átt þess kost að hafa kynnst henni og notið návistar hennar. Ég man fyrst eftir henni þegar ég var lítill hnokki í stríðslok og átti þá heima á hæðinni fyrir ofan hana á Lindargötu 25. Vart leið sá dagur í lífi ungs drengs að ekki væri litið inn í eldhúsið til Ellu, rætt um lífið og tilveruna, og ef lyktin úr pottunum hennar reynd- ist betri en á efri hæðinni, þá varð rnaður sér úti um hádegisverðar- boð. Það var líka gott að eiga þar athvarf, þegar foreldrar manns þurftu að bregða sér bæjarleið. Frá þeim tíma eru stundirnar á Lindargötu orðnar margar og hugljúfar, því aldrei man ég eftir öðru en ánægjustundum á heimili Ellu og eftirlifandi manns hennar, Edwins Árnasonar, iðnrekanda. I annarri minningargrein hér í blaðinu hefur ætt Ellu verið rakin, svo óþarft er að gera slíkt hið sama hér. Þau Edwin og Ella giftu sig árið 1933 og hófu búskap sinn að Lindargötu 25, sem var æsku- heimili eiginmannsins og þar bjuggu þau allan sinn búskap í gömlu og virðulegu timburhúsi. Heimili þeirra hefur alla tíð verið hið mesta menningarheimili, þar sem straumur ættingja og vina virtist aldrei taka enda. Á veggjum hanga verk meistaranna, en á borðum í hillum standa listmunir og í horni stofunnar er flygill húsbóndans. Heimilið hefur aldrei verið stórt að fermetra- fjölda, en alltaf hefur þar verið pláss fyrir einn gest í viðbót, þótt oft væri þröngt setinn bekkurinn. Heimilið hefur ætíð verið opið öllum, jafnt vinum sem vanda- mönnum og ekkert til sparað í móttökunni. Hjartahlýja og gest- risni var og er í fyrirrúmi á heimilinu, sem frænka mín hefur nú kvatt í hinsta sinn. Ella var ein af þessum lífsglöðu og kátu konum, sem jafnan sjá aðeins björtu hliðarnar á öllum málum og hún hafði þann ómetan- lega hæfileika að stappa stálinu í þá sem daprir voru. Hún var lág kona, fríð sýnum og á seinni árum var hún með snjóhvítt hár, sem jók birtuna og ylinn, sem jafnan geislaði frá henni. Hvar sem Ellu bar að garði gustaði af henni og þar sem fagnaður ríkti, var hún í innsta hring. Enda eru þeir ekki ófáir sem sóttust eftir nærveru hennar og félagsskap. Aldrei mátti hún sárt sjá né aumt vita, án þess að rétta fram hjálparhönd. Hjá Ellu voru allir jafnir, hvar svo sem iífið hafði skipað þeim í þjóð- félagsstigann. Ella hafði ætíð fastar og ákveðnar skoðanir á hlutunum og var óhrædd að láta þær í ljós. Skáp hennar var vestfirskt, sjálfstætt og ákveðið, en í brjóstinu sló hlýtt hjarta mannúðar og vinsemdar. Stjórnmálaskoðanir sínar erfði hún frá föður sínum, Kristjáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.