Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Neyðarástand er hjá Hitaveitu Blönduóss VATNIÐ í borholunum að Rrykj- um við Rrykjabraut. srm þjónar -- hitavritunni á Blönduósi. hrfur farió þvcrrandi síðastlióið ár. I srptrmbrr 1977. þrgar fyrstu húsin á Blönduósi voru trngd hitavritunni. frngust 38 srkúndu- Svœðamót á Kjarvalsstöðum? „VIÐ höfum fyllsta áhuga á því að halda þrtta svæðamót og erum nú að kanna möguleikana,“ sagði Ilaraldur Blöndal. formaður skák- félagsins Mjölnis, í samtali við Mbl. í gær. en Friðrik Ólafsson forseti Alþjóðaskáksamhandsins hefur heð- ið Mjölni að athuga hvort félagið sjái sér fært að sjá um framkvæmd svæðamóts. sem Svisslendingar af einhverjum ástæðum hafa hætt við og halda á í febrúar. Keppendur á þessu móti verða frá Norðurlöndum, V-Þýzkalandi, Israel og Austurríki og hafa þrír íslending- ar rétt til þátttöku, en hugsanlega verða íslenzku keppendurnir fjórir og verða þá keppendur á mótinu alls 23, en annars 22. Keppt verður í 3 riðlum og síðan keppa 4 efstu menn í hverjum riðli til úrslita. Haraldur sagði að Svíar hefðu forgang á Mjölni sem mótshaldarar, en þær fréttir bærust þaðan að litlar líkur væru á því að þeir treystu sér til að halda mótið. Sá staður, sem nú kemur helzt til greina sem keppnisstaður hér eru Kjarvalsstaðir. lítrar af 70 gráða heitu vatni úr holunum. Við mælingu fyrir nokkrum dögum fengust hins vegar ekki nema 22 sekúndulítr ar. en vatnsþörf Blönduóss er 28 sekúndulítrar. — Það má segja að hér ríki hálfgert neyð&rástand, því þegar kalt er úti fæst ekki eðlilegur hiti á húsin vegna vatnsskorts, segir Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blönduósi, í samtali við blaðið Dag á Akureyri í vikunni. I frétt blaðsins kemur fram að gerðar hafa verið ráðstafanir til að fá borinn Narfa, sem nú er á Laugalandi í Eyjafirði, að Reykjum í þessum mánuði. Það verður þó vart fyrr en í febrúar, sem hægt verður að tengja meira vatn inn á hitaveituna. Fram að þeim tíma verður að kynda stærstu húsin í bænum með olíu — á kostnað hitaveitunnar. Samdráttur í Kanaríeyjaferðum MIKILL samdráttur er nú í Kanaríeyjaferðum landsmanna mið- að við það sem verið hefur undan- farna vetur. Af þessum sökum varð að hætta við eina auglýsta ferð í byrjun þessa mánaðar og þó svo að fullbókað sé i ferðir um hátíðarnar, er útlit fyrir að fyrstu mánuði næsta árs verði ekki eins margar ferðir á sólarstrendur Kanaríeyja og aug- lýstar hafa verið hjá ferðaskrifstof- unum. Þeirra eigin orð „Þá munum við greiða öllum borgarstarfsmönnum laun í samræmi við samninga” - sagði Sigurjón Pétursson for- seti borgarstjórnar 16. júní Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur sagði í viðtaii við Þjóðviljann 16. júní: „Hvað kröfu verkalýðshreyf- ingarinnar áhrærir, „samning- ana í gildi“ sem Alþýðubanda- lagið hefur gert að sinni kröfu, þá vil ég benda á að þessi samþykkt, sem nýr borgar- stjórnarmeirihiuti hefur haft forgöngu um, er samþykkt um að allir samningar taki gildi. ... en jafnframt bindum við það í samþykktinni, að frá og með næstu áramótum, þegar við berum sjálfir ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar, þá munum við greiða öllum borgarbúum laun í samræmi við samninga.“ „T.d. að greiða 14,3% verð- bætur og taka síðan til baka það sem ofgreitt væri” - sagði Sigurjón Pétiwsson 20. nóv. I Þjóðviljanum 20. nóvember liggur fyrir eða þá að greiða sl. er viðtal við Sigurjón Péturs- óbreytt nóvemberlaun og greiða son þar sem m.a. segir: síðan verðbætur og taka síðan „Sigurjón Pétursson sagði í til baka þaö sem ofgreitt væri samtali við Þjóðviljann í gær, að eftir að niðurstaða þingsins í sjálfu sér lægi ekkert fyrir um ..Irggbr fyrir eða þá að greiða hvaða verðbætur ætti að greiðá óbre/ytt nóvemberlaun og greiða á desemberlaun, fyrr en frum- síð^n verðbæturnar eftir á. varp ríkisstjórnarinnar væri orðið að lögum. ■.. Með þessu móti er ríkis- ... „Vissulega voru til fleiri stjórnin að reyna að hamla gegn valkostir en i að greiða sem verðbólgunni, án þess að það svarar 6,13'? launahækkun," bitni á launþegum, og ætlar sér sagði Sigurjón. „T.d. að greiða að beita öðrum aðferðum en 14.37? verðbætur og taka síðan beinum launahækkunum, sem til baka það sem ofgreitt væri síðan velta út í verðlagið, til eftir að niðurstaða þingsins þess að ná þessu markmiði.““ Þyrla af gerðinni Sikorsky S-76. Landhelgisgæzlan: Búið að greiða fyrstu afborgun nýju þyrlunnar Kaupverð 382 milljónir á núverandi gengi GREIDD hefur verið fyrsta afborgun Sikorsky-þyrlunn- ar, sem Landhelgisgæzlan hefur pantað og koma mun hingað til lands í byrjun árs 1980 að öllu óbreyttu. Kaupverð þyrlunnar er 1,2 milljónir dollara eða sem næst 382 milljónir íslenzkra króna á núverandi gengi. Eins og fram hefur komið í fréttum pantaði Landhelgisgæzlan þyrluna fyrir allmörgum mánuð- um til þess að tryggja sem stytztan afgreiðslutíma ef af kaupum yrði. Varð Landhelgis- gæzlan að gefa Sykorsky-verk- smiðjunni svar núna í desember hvort hún ætlaði að halda þyrl- unni og varð að ráði að greiða fyrstu afborgun þyrlunnar, en að sögn Péturs Sigurðssonar for- stjóra geta kaupin gengið til baka á síðari stigum, ef yfirvöld vilja hætta við kaupin. Við pöntun var greidd ákveðin upphæð og var greiðslan í formi varahluta, sem Gæzlan átti. Nýja þyrlan er af gerðinni S-76. Þykur hún mjög fullkomin og afkastamikil, en hún getur tekið 12 farþega og tveggja manna áhöfn. Hún þykir einnig lipur við björgun og til margvíslegra annarra starfa. Vandi frystihúsanna á Suöurnesjum: Lagt til að bæja- og lífeyrissjóðir breyti skuldum 11 húsa í föst lán Sjávarútvegsráðherra hefur undanfarið átt viðræður við fulltrúa sveitarstjórna á Suðurnesjum og kynnt tillögur sérstakrar nefndar er undanfarið hefur unnið að úttekt á stöðu hraðfrystiiðnaðarins á Suðurnesjum en hann hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár. í tillögum þessarar nefndar mun m.a. lagt til að sveitarstjórnir og lífeyrissjóðir. sem eiga útistandandi skuldir hjá hraðfrystihusunum á þessu svæði breyti þessum lausaskuldum í föst lán gagnvart um 11 tilteknum frystihúsum á Suðurnesjum og sveitasjóðirnir láni til 3ja ára en lífeyrissjóðirnir til 6 — 7 ár. bá koma fram í tillögum neíndarinnar hugmyndir um sameiginlega fiskmiðlun fyrir Suðurnesin og að hraðfrystihúsin komiV sér upp sameiginlegri reiknistofu. líkt og frystihúsin á Vestfjörðum hafa gert með góðum árangri til að fylgjast með rekstri þeirra og draga úr skrifstofuhaldi. Að nafninu til eru alls um 24 frystihús á Suðurnesjum en mörg þeirra hafa þó verið lokuð undan- farið vegna þeirra erfiðleika sem hraðfrystihúsin þarna hafa átt við að etja og sérfróðir aðilar segja að stafi bæði af erfiðri aðstöðu Suðurnesja til hráefnisöflunar og af heimatilbúnum ástæðum, þ.e. að of mörg frystihús séu á Suðurnesjum og mörg þeirra séu beinlínis illa rekin. Athuganir hafa leitt í ljós, að um 80% allrar freðfiskframleiðslunnar á Suður- nesjum koma frá um 9 húsum á svæðinu. Tekið mun tillit til þessa í tillögum nefndarinnar um þau frystihús sem skulu fá sérstaka fyrirgreiðslu, lögð áherzla á þau frystihús sem hafa yfir togara að ráða og þá ekki síður á atvinnu- sjónarmið einstakra byggðarlaga eftir því sem Mbl. kemst næst, þannig að alls eru frystihúsin ellefu. Þessar hugmyndir hafa fengið í FRÉTTABRÉFI Félags ís). iðn- rekenda. Á döfinni, er vakin athygli á því. að íslendingar verja hærri upphæð af dýrmætum gjaldcyri í kaup á erlendum fatnaði en öllum þeim bifreiðum, sem flutt^r eru til landsins til almcnningsafnota. Árið 1976 keyptu íslendingar bifreiðar fyrir 4,05 milljarða, en tilhúinn fatnað erlendis frá fyrir 4,52 milljarða króna (fob-verð). Fatnaðurinn, sem keyptur var misjafnar undirtektir á Suður- nesjum. Af sex frystihúsum í Njarðvíkum mun t.d. aðeins lagt til að eitt, Sjöstjarnan, fái þessa sérstöku fyrirgreiðslu en það þykir eitt fullkomnasta og bezt búna frystihúsið á Suðurnesjum, enda þótt það hafi verið lokað undan- farið. Vandamál þess mun helzt vera að það hefur ekki yfir neinum tækjum til hráefnisöflunar að ráða, þar sem frystihúsið varð að selja öll sín skip til að hafa upp í hina gífurlegu fjárfestingu sem í því liggur. Tvö frystihús sem eru hinsvegar í rekstri um þessar mundir verða úti í kuldanum, þ.e. fá ekki þessa sérstöku fyrir- greiðslu og hefur það valdið óánægju. Hins vegar munu Njarð- víkingar mjög hlynntir hugmynd- inni um sameiginlega hráefnis- miðlun fyrir Suðurnesin, enda gert þá ráð fyrir að aflinn fari um landshöfnina þar. Það kann hins vegar að valda óánægju í öðrum erlendis frá, skiptist þannig: Prjóna- og heklvörur 1.234.739 kr. Fatnaður úr spunavörum og annað er honum tilheyrir 2.053.413 kr. Fatnaður úr leðri og skinnum 87.463 þús. kr. Skófatnaður 1.111.876 kr. Hattar 39.226 þús. kr. í ritinu segir að ljóst sé að íslendingar geti við eðlileg rekstrar- og starfsskiiyrði framleitt hér inn- anlands mun meira af þessum fatnaði. byggðarlögum sem eru með eigin hafnir og telja sig verða af tekjum með þessum hætti. Af átta frystihúsum í Keflavík er lagt til að tvö fái þessa sérstöku fyrirgreiðslu, þ.e. Keflavík hf. og Hraðfrystihús Keflavíkur, sem er í eigu Kaupfélagsins. Hins vegar fá frystihús á borð við Heimi og Baldur ekki náð fyrir augum nefndarmanna, en bæði þessi hús eru í fullum rekstri og þykja vel rekin að mati heimamanna. Þar hefur þessum tillögum verið mætt af fremur lítilli hrifningu og taldar ná alltof skammt til að skipta sköpum fyrir rekstraraf- komu hraðfrystihúsanna á þessu svæði. Borgarbúar og borgar- sjóður munu greiða þess- ar 300 millj. og meira til — segir forseti borgarstjórnar „SORPIIIRÐUGJALDINU var ætlað að skila um 300 milljónum króna á na>sta ári. Þó að það verði ekki lagt á er ljóst að borgarbúar og borgarsjóður munu greiða þessar 300 milljónir á næsta ári og meira til.“ segir Sigurjón Pétursson forseti borg- arstjórnar m.a. í viðtali í Þjóðvilj- anum í gær. þar sem hann ræðir gerð fjárhagsáætlunar 1979 og það að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi Alþýðuflokksins greiddi atkvæði gegn sorphirðu- gjaldinu í horgarstjórn og felldi þar með tillögu meirihlutans. Um það síðarnefnda segir Sigurjón. „Við hljótum að fara fram á að slíkt endurtaki sig ekki." Meira keypt af fötum frá útlöndum en bílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.