Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 41 Siouxie „From The Inside“ heitir svo ný plata frá Alice Cooper, sem fjallar um áfengisvandamál listamanns- ins. Með Cooper eru á plötunni Jim Keltner, Dick Wagner, Davey Johnstone, Dee Murray, Kiki Dee og Flo & Eddie. Cooper semur allt efnið ásamt Dick Wagner og Bernie Taupin, fyrrum textasmið Elton Johns ... Kate & Anna McGarrigie eru líka með nýja plötu, þeirra þriðju í röðinni, „Pronto Monto"... Kate Bush, sem nýlega var kosin „besta söngkonan" í kosningum Melody Maker, er með nýja plötu, „Lionhéart", sem ætti að skera úr um varanleika vinsældanna ... Runaways, kvennahljómsveitin fræga, hefur nú um nokkurt skeið verið án plötusamnings og virðist svo vera enn. Hins vegar hefur Vicki Blue, bassagítarleikari þeirra, hætt og í hennar stað er komin Laurie McAllister og með henni hafa Runaways nú tekið upp nýja plötu ... Roxy Music eiga sína aðdáendur enn, en hljómsveitin hefur nú verið endurreist af Bryan Ferry, And.v Mackay, Paul Thompson og Phil Manzanera auk Gary Tibbs, bassaleikara, sem áður var í Vibrators og einum enn verður líka bætt við í stað Eddie Jobson úr gömlu Roxy og getur það jafnvel orðið Eno.... Tom Waits sem er einn af þessum sérstöku trúbadorum er með nýja plötu sem heitir „Blue Valentine"... Og að lokum er svo komin ný hljómleikaplata frá Lou Reed, sú þriðja ef ég man rétt, sem heitir „Live: Take No Prisoners“. Rod Stewart. Sigurjón Jónasson for- maður Jazz- vakningar Jazzklúbburinn Jazzvakning hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 29. nóvember síðastliðinn„Þar var ný stjórn kosin og skipa hana eftirtalið fólk> Sigurjón Jónasson, formaður. Pétur Grétarsson, gjaldkeri, Eirikur Einarsson ritari, Guðmundur Steingríms- son, 1. meðstjórnandi, Olafur Magnússon, 2. meðstjórnandi, Agatha Agnarsdóttir, 3. meðstjórnandi. Auk þess voru kosnir í sérstaka framkvæmda- nefnd, Vernharður Linnet, Gerard Chinotti, Ásmundur Jónsson og Jónatan Garðarsson. Komandi starfsár er hið þriðja í sögu klúbbsins og verða á dag- skránni mánaðarleg jazzkvöld auk tónleika erlendra jazzhljómlistar- manna. Þá mun og verða unnið að hljómplötuútgáfu í framhaldi af útgáfu jazz-kammerverks Gunnars Reynis Sveinssonar, „Samstæður". Hópvinnu- verkefni um áfengi og af- leiðingar þess ÁFENGISVARNARÁÐ hefur lát- ið búa til hópvinnuverkefni um áfengi og afleiðingar neyslu þess. Er það einkum ætlað til nota í efri bekkjum grunnskóla. — Góð samvinna hefur verið við Skóia- rannsóknadeild Menntamála- ráðuneytisins og Sigurð Pálsson námsstjóra. Eftirtaldir skólar hafa verið heimsóttir og í flestum þeirra hafa nemendur tekið þátt í hópvinnu- námskeiði sem grundvallað er á framangreindu verkefni: Þinghólsskóli, Kópavogi (4 dag- ar), Grunnskólinn, Vestmannaeyj- um, Þórshafnarskóli, N.-Þing., Svalbarðsskóli, N.-Þing., Raufar- hafnarskóli, N.-Þing., Lundur, Axarfirði, N.-Þing., Kópaskers- skóli, N.-Þing., Skúlagarður, Kelduhverfi, N.-Þing., Hafnar- skóli, Hornafirði, Heppuskóli, Hornafirði, Nesjaskóli, Horna- firði. Strákarnir í E.W.&.F. eru þeir heilbrigöustu í bransanum, enda neyta þeir hvorki lyfja né áfengis. Tónlist þeirra er því fersk og ómenguð. Þaö er líf og fjör alls staöar þar sem Earth, Wind & Fire eru á ferö. Vanti þig góöa vel unna stuöplötu þarftu ekki aö leita lengur. Skrepptu bara út í búð og biddu um „Best of Earth, Wind & Fire.“ Þú sérö ekki eftir því. HLJOMDEILD mbKARNABÆR V Laugavegi 66. s. 28155. Glæsibæ. s. 81915. Austurstrætl 22. s. 28155. Vantar þig StUO? Hljomsveitin Earth, Wind & Fire er ein af bestu popphljómsveit- um heims. Tónlist þeirra er hresst „soul-funk“ sem kemur öllum unnendum góös hrynj- anda í gott skap. Á þessari plötu eru samankomin öll þeirra bestu lög. Saga fslands verður vmntanleg í 5-7 bindum, enda umfangsmesta yfirlitsrit sem út hefur komið um sögu lands og þjóðor. Það spannar tímann frá þvifyrir land- nám og til vorra daga. Ritverkið er gefið ut af tilhlutan þjóðhátíðarnefndar 1974. Útgefendur eru sögufriagið og Hið íslenska hókmenntafélag. Þriðja bindi er nú komið út. Búðarverð þess er kr. 9.600.-. Félagsmenn, og að sjálfsögðu þeir sem gerast félagsmenn nú,fá bókina fyrir kr. 7.680.- í afgreiðslu Hins islenska bók- menntafélags að Vonarstrxti 12 í Reykjavík. Hið islenzka bókmenntafélag Vonarstrmti 12. Revkiavik. Sími: 21960. O Sendið mér þriðja bindi Sögu fslands gegn póstkröfu. □ Ég óska inngöngu i hið islenzka bókmenntafélag. NAFN: HEIMILI SÍMI: Hið íslenska bókmenntafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.