Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 33 hlutfallskostningar á hinn bóginn leitt til þess, aö einn og sami flokkurinn hefur farið með völdin um þrjátíu eða jafnvel fjörutíu ára skeið, og það er að minnsta kosti einn hátturinn á kjörnu einræði, sem vér höfum góðu heilli ekki þurft að búa við ennþá. I raun og veru er veikleiki umbóta á kosningatilhögun í því fólginn, að þær snerta ekki rætur vandans. Það, sem er fyrst og fremst ósanngjarnt við núverandi stjórnskipan, er það, að alræðisvöld eru fengin löggjafanum í hendur, um leið ogöll rök og mannleg reynsla benda til þess, að óskoruð völd séu óviðunandi. Sé þetta rétt, munu engar lagfæringar á aðferðinni við að velja einræðisherrana, hvorki stórar né smáar, geta orðið einar sér bölvabætur hins kjörna einræðis. I mesta lagi gætu þær dregið eitthvað úr áhrifum þess. Lávarðadeildin Ég vík nú að Lávarðadeildinni. Ég er þess fullviss, að æskilegt sé að skipa löggjafarvaldinu í tvær þingdeildir, þótt hér gegni hinu sama og áður, að það er fjarri lagi að telja slíka skipan nægja út af fyrir sig. í mínu ungdæmi var á orði haft, að önnur þingdeild væri annaðhvort óæskileg eða óþörf; óþörf, ef hún staðfesti ákvarðanir Neðri málstofunnar, óæskileg, ef hún gerði það ekki. Ég tel þetta rangt. Það er ljóst, að ein þingdeild getur aldrei að fullu verið spegilmynd þjóðfélagsins, hvernig svo sem til hennar er kösið. Eigi munu öll landssvæði, héruð og hagsmuna- öfl geta átt sér þar málsvara, hvaða kosningatilhögun sem notuð er. Brautryðj- endur að stofnun Bandaríkjanna gerðu sér grein fyrir þessu. í öldungadeildinni á hvert einstakt ríki sér formælanda, en skipan fulltrúadeildarinnar ræðst af fólksfjölda á hverjum stað. I sambands- ríkjaskipan er slíkur háttur augljóslega eftirsóknarverður. Mér er engu að síður ljóst, að ekkert verður frekar að gert til umbreytingar á valdsviði og skipan Lávarðadeildarinnar, sem að sínu leyti er bæði góð og gagnleg. Þegar til lengdar lætur, verður spurningin um afnám hennar eða nýskipan. Þangað til er bezt að láta hana eiga sig. Er þeir tímar koma, mun ég f.vlgja nýsköpun. Að leiðarlokum Ég er nú senn kominn að leiðarlokum. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að stjórnskipan vor sé að ganga sér til húðar. Meginbrestir hennar eru smám saman að verða verðleikunum þyngri á metunum, og þeir eiga rætur sínar að rekja til þess, hversu óheft vald er lagt til æðstu stjórnar og hve mjög það safnast í hendur framkvæmdarvalds með ríkisstjórn í broddi fylkingar, sem einn stjórnmála- flokkur stendúr að og túlkar því ef til vill ekki nógsamlega almannaviðhorf. Engin þeirra úrbótatillagna, sem ég hef fjallað um, nægir að minni hyggju ein sér til að rétta úr kútnum, þótt allar hafi þær mikið til síns máls. Mér ber nú að gefa yður nokkra vísbendingu um, hvað ég telji til varnar megi verða og á hvern veg því verði fram komið. Ég set mér ekkert minna fyrir hugskots- sjónir en ritaða stjórnarskrá fyrir Hið sameinaða konungsríki. Með slíkri stjórn- arskrá tel ég verða að takmarka völd þingsins með raunvirku móti, annaðhvort með stjórnmálalegum eða lögbundnum * hætti. Þetta er kjarni málsins, og allar aðrar sundurgreindaf tillögur mínar ber að skoða sem fram settar í tilraunaskyni og þýðingarlitlar í samanburði við hann. Ég kysi að sjá þjóðþing, sem skipt væri í tvær málstofur og væri kjörið til beggja. Önnur þeirra, Neðri málstofan, myndi á sama hátt og nú kveða á um stjórnmála- stefnu ríkisstjórnarinnar og hafa hönd í bagga með fjármálunum. Ég teldi ákjósan- legra, að til hennar væri kosið í einmenn- ingskjördæmum, eins og nú er. Hin málstofan, sem kalla mætti öldungadeild, þótt ég kysi framur gamla nafnið, væri spegilmynd svæðaskipunar, eins og öld- ungadeild Bandaríkjaþings, en væri gagn- stætt henni valin með hlutfallskosningum. Völd þess þings, er þannig væri til stofnað, myndu bæði verða takmörkuð að lögum og fyrir sakir valdgreiningar. Héraðsþing yrðu sett á fót og valdajafn- vægi þeirra og þjóðþingsins markað í lögum og háð mati almennra dómstóla. Mannréttindaskrá yrði lögtekin og tryggð á sama hátt, og væri í henni að finna þau réttindi að minnsta kosti, sem Mannrétt- indasáttmáli Evrópu kveður á um og vér erum þegar aðilar að og heimilt er að beita gagnvart oss að alþjóðalögum. Þannig myndu Skotland, Wales og Norður-írland öðlast sjálfsstjórn á tilteknum sviðum innan ramma sameiginlegrar stjórnar- skrár, er héruð í Englandi yrðu á sama hátt aðilar að á jafnréttisgrundvelli. Hagsmun- ir héraða, minnihlutahópa og einstaklinga yrðu tryggðir að lögum, bæði með ákvæðum um hlutfallskosna þingdeild við hlið Neðri málstofunnar og sérstök héraðsþing. Með þessu móti færum vér aftur að kannast við þá stjórnarhætti, sem kenndir eru við Westminster, og væri þá búið að sníða af þeim agnúana, eins og gert hefur verið í Kanada og Ástralíu. Það myndi sýnilega taka nokkur ár en ekki mánuði að koma slíkri stjórnarskrá úr burðarliðnum, og menn geta spurt, hvernig það megi takast. Það er alveg ljóst, að svo lengi sem vér látum oss lynda að hjakka í sama farinu að vorum gamla og góða brezka hætti, verður slíkt ekki gert. En mér segir svo hugur, að aðstæður muni, áður en alltof langt um líður, þrengja svo að oss, að vér eigum þess ekki lengur kost að fleyta oss áfram á þann veg. Ef og þegar sú stund rennur upp og raunar áður, ef því er að skipta, hef ég tillögur fram að færa um það, í hvers konar áföngum vér gætum vænzt þess að ná settu marki. Til þess að svo megi verða með lögformlegum hætti, verðum vér að styðjast við núverandi stjórnskipan, veldi drottningar á grundvelli þingræðisins. Með hliðsjón af alræðisvaldi þingsins má segja, að það geti í orði kveðnu sett landinu nýja stjórnarskrá jafnauðveldlega og það getur þjóðnýtt kolanámurnar eða samþykkt aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Málið snýst ekki svo mjög um það, með hverjum hætti hún verði fengin, heldur miklu fremur um hitt að hindra, að hún verði síðar numin úr gildi. Að minni hyggju ættum vér að byrja á því að kveðja saman stjórnlagaþing á borð við þau, er vér höldum, áður en vér veitum sjálfstæði nýju samveldislandi. Það hefði einungis vald til að rökræða og vera ráðgefandi. Því næst myndi' sú ríkisstjórn, sem við völd væri, njörva niðurstöður umræðnanna í lagafrumvarp og leggja fyrir þjóðþingið með venjulegu móti. Næði frumvarpið þar samþykki, myndi það lagt undir þjóðaratkvæði í gjörvöllu Hinu sameinaða konungsríki. Þótt mótsagna- kennt sé, gæfist aðskilnaðarsinnum þar kostur á að sitja hjá, ef þeir svo kysu. Þetta felur í sér áhættu á óförum, en ég tel einskis annars úrkosti en taka hana. Þegar hin nýja stjórnarskrá væri samþykkt og í gildi gengin yrði henni ekki breytt nema með sérstakri málsmeðferð á hinu nýstofn- aða þingi, þar sem ef til vill væri krafizt aukins meirihluta til samþykkis, og í kjölfarið kæmi svo önnur þjóðaratkvæða- greiðsla. Þér munuð hafa veitt því athygli, að ég hef nánast ekkert sagt um krúnuna. Það er vegna þess, að mér virðist konungdæmjð eini hluti stjórnskipunarinnar, sem reynzt hefur um það bil eins og til var ætlast, þjóðinni til ómældrar blessunar og öllum að skapi nema örfáum úrtölumönnum. Viðhald þess væri augljóslega óhugsandi í kommúnistaríki og éf til vill einnig við hreinan og ómengaðan sósíalisma. En ég geri ráð fyrir hvorugum þessara valkosta til lengdar í brezku stjórnmálalífi né jafnvel heldur um stundarsakir. Innan marka blandaðs og frjáls þjóðfélags í framþróun sé ég ekki, að hinu arfgenga konungdæmi voru verði skákað, nema væri af hálfu hinnar svonefndu forsetastjórnar, sem er í rauninni kjörið einveldi og er nú við lýði í Bandaríkjunum og fimmta lýðveldinu í Frakklandi. Með fullri virð- ingu fyrir þjóðum þessara tveggja landa sé ég ekkert í þeirra tilhögun, sem kemur mér til að æskja þess að t„Ka upp hér þennan þátt í stjórnskipan þeirra. Þjóðhöfðingja- dæmið lendir með því móti í hringiðu flokkadrátta. Sú þjóð, er kemur á fót slíkri skipan, sér á bak þeim veldisljóma og stöðugleika, sem eru meðal þeirra fáu verðmæta, er vér enn fáum notið í voru eigin þjóðfélagi. Engin þjóð getur þriíizt á sundurlyndinu einu saman; þær þarfnast allar kjölfestu, sem til lengdar verður aðeins fengin á grundvelli erfðavenju. Hefðir þurfa tákn' og tákn vort er krúnan, sem er leiðarljós og máttarstólpi hinnar æðstu stjórnar, hið rómaða veldi drottn- ingar á grundvelli þings í tveimur málstofum, er vér höfum svo lengi lotið. Ég hefði sjálfur kosið að halda ótrauður áfram grónar götur, jafnvel í þeim efnum, er ég hef mælt með breytingum á eða lagt þær til í þessum fyrirlestri. Ég væri þeim ekki meðmæltur, ef ég sæi ekki í hárri elli minni óbrigðul merki ófara og upplausnar. Ég hef að markmiði festu og framþróun, ekki breytingar breytinganna vegna. En það er einlæg sannfæring mín, að stöðugleiki verði bezt tryggður með gaumgæfilegri umsköpun hins sögufræga þjóðþings vors. Það er ekki lengur það bjarg, er vér höfum byggt á. Það stenzt eigi lengur storma sinnar tíðar. Pétur Kr. Ilafstein snc ri á íslenzku. Pierre Cardin dubbar Kín- verja upp í tízkufatnað ir með ferð til aðalstöðva Samein- uðu þjóðanna í New York og dvöl þar í nokkra daga. Félag Sameinuðu þjóðanna hefur einnig í samráði við mennta- málaráðuneytið beint þeim til- mælum til kennara í 9. bekk grunnskóla, að þeir minnist af- mælis Mannréttindayfirlýsingar- innar með því að verja einni kennslustund til fræðslu og um- ræðna um mannréttindamál. Jafn- framt er þeirri ósk beint til annarra skóla, að þeir minnist afmælisins eftir því sem við verður komið. (Frá Félagi SÞ á íslandi). Tókýó - 8. des. - AP FRANSKA tizkukónginum Pierre Cardin blöskrar hvernig kínverskir unglingar eru til fara. og hefur hann farið fram á við Peking-stjórnina að fá að „sýna þeim hvernig á að klæða sig". Cardin hefur dvalizt í Kína undanfarnar sex vikur. og til- kynnti hann á fréttamannafundi á fimmtudag að stjórnvöld hefu veitt góðfúslegt leyfi sitt til að hann gengist þar fyrir tízkusýningum. Cardin kvað sér renna til rifja að sjá útganginn á kínversku æskufólki, — hann væri vægast sagt ömurlegur. „Auðvitað langar unga fólkið í Kína til að klæða sig eins vel og ungt fólk í öðrum löndum,“ segir Cardin, „og það er ekki vafi á því að það tekur sér evrópska tízku til fyrirmyndar." Tízkusýningarnar eiga að hefj- ast í Peking og Shanghai 22. marz en undanfarnar vikur hefur Cardin verið að kynna sér fata- og teppagerð í Kínaveldi. Framleiðsla á gólfteppum, sem Cardin hefur hannað, er hafin í Tientsin, en teppin eiga að fara á markað í Japan, þar sem Cardin er í miklu afhaldi. Seljast allar vörur, sem Cardin leggur nafn sitt við, eins og heitar lummur í því landi, og bendir ýmislegt til þess að reyndin verði sú sama í Kína. uno PÖT ii IWlwr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.