Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 2 7 Rómantísk saga um ástir og valdabaráttu Bókmenntlr Óskar Aðalsteinni í RÖSTINNI. Skáldsajca. Ægisútgáfan 1978. Óskar Aðalsteinn hefur að mínu mati samið nokkrar atMyglisverð- ar skáldsögur með rómantísku ívafi. Efni sagna hans og efnis- meðferð er með þeim hætti að ekki verður hjá því komist að kalla hann rómantískan höfund. I nafn- giftinni felst síður en svo neikvæð merking. En hún getur m.a. merkt að höfundi gengi fremur illa glíman við raunveruleikann, að hann eigi erfitt með að fóta sig í þeirri miskunnarlausu veröld sem í kringum okkur býr. Það er til dæmis einkennandi fyrir nýju bókina, I röstinni, að félegsleg átök þar með tsdin valdabarátta tveggja plásskónga, verða fremur daufleg í sögunni þótt tilefni sé til að gera þeim rækileg skil. Aftur á móti eru ástamál rauður þráður bókarinn- ar; mannleg vandamál er það sem höfundurinn leggur mest upp úr og kann best að lýsa. Hringi Sverrissyni er lýst sem draumlyndum athafnamanni. Konur hænast að honum, en það er fyrst og fremst æskuvinkonan Emma sem hann þráir. Hann eignast hana að lokum og fjallar meginhiuti sögunnar um sambúð þeirra. Óskari Aðalsteini tekst betur en oft áður að sýna okkur inn í hugarheim tveggja elskenda. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hann lýsir því eftirminnilega hvernig þau fjarlægjast hvort annað og hvernig þau sameinast. Bestu kaflar bókarinnar eru þeir sem skýra frá átökum hjónanna. Ágirnd Hrings verður til þess að Emma snýr við honum baki um sinn því að það „eru takmörk fyrir BIRGIR OG TÖFRASTEINNINN Ilöfunduri Riríkur Sigurðsson. Prentuni Prentsmiðja Björns Jónssonar. Útgefandii Bókaútgáfan Skjald- borg. Þetta er prýðis barnabók. Fyrst rennur sú stoð undir þá fullyrð- ingu, að höfundar, bæði megin- máls og ljóða, eru afburða hagir á tungu feðra sinna, svo að hverju barni er það fengur að kynnast máli þeirra. Sú stoð er og gild, að Eiríkur var heppinn, er hann datt niður á svo snjallt sögusvið. Birgir, því hversu mikið einn maður hefur gott af að sölsa undir sig“. Einkasonurinn Sverrir yfirgefur einnig föður sinn og fyrirtæki hans þegar sá gamli vill fara að reisa verksmiðjur, „halda áfram en ekki afturábak", eins og það heitir á hans máli. Það er ljóst að Hringur vill stækka „lítilfjörlega persónu" sína með stórfram- kvæmdum, fæðingarpláss hans á að „rísa úr dróma — dásvefni" fyrir hans tilstilli: „Dönsku húsin sem þar standa í einum hnapp, og hímdu niður af sér um áratug, eru nú aftur skír i línum og stoltara- leg, eins og óvinnandi borg. Bátar afla í góðu meðallagi, þótt sjaldn- ast sé landburður af fiski“. 8 ára snáði, hlýtur flugfar til Akureyrar sem verðlaun fyrir kunnáttu í umferðarreglum. Þar leiðir höfundur hann sér við hönd um bæinn, sýnir honum það markvert er og fræðir hann um það. Eiríkur er snjall höfundur, íþyngir ekki með aukaatriðum, hefir lag á að leggja fyrir mál sitt á þann hátt, að það kveikir lesanda löngunar í meiri fróðleik. Mér fór svo, hugsaði, hví birti hann ekki myndir af viðkomustöðum þeirra félaga? Slíkt hefði mér þótt hæfa þessum fróðleiksþáttum. Kannske of dýrt, en alla vega hefði það Óskar Aðalsteinn Ennþá gerast ævintýri. Síldin kemur. Menn auðgast á einni nóttu, verða síldarkóngar, en falla síðan vegna verðhruns á síldar- markaðinum. Hringur hefur haft vaðið fyrir neðan sig. Hann nær veraldlegu takmarki sínu, en fjölskyldumál hans bíða tjón af. aukið gildi bókarinnar til notkun- ar í skólum. Verði hún gefin út aftur, ætti að huga að þessu. Skilji enginn orð mín svo, að ég telji myndir Bjarna ekki góðar, þær eru það, listagóðar, en ég hefði viljað sjá við hlið þeirra gengumslátt með myndum frá þeim stöðum er heimsóttir eru. Það yrði öðrum bæjum í landinu fengur, ef þeir réðu stílfæra menn, eins og Eirík, t.þ.a. skrifa bækur fyrir börn, bækur um það merk- asta er bæirnir hafa fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. Slíkt yrði merkilegt safn. Ljóð Kristjáns eru Það er ekki unnt að kaupa sér hamingju. Á stund sælunnar er dauðinn ekki langt undan. Það ljós „sem brennur ekki niður í stjak- ann“ er aðeins sú mynd sem við málum af veruleikanum sam- kvæmt óskhygju okkar. Þetta á Hringur eftir að skilja í einmana- leik sínum. Sjálfur frásagnarmáti Óskars Aðalsteins er draumkenndur, líkt og óháður stund og stað. Sagan minnir á eintal, hefur ýmsa ljóðræna eiginleika. Sums staðar gætir ögunar í stílnum. En oft er líkt og höfundurinn ráði ekki við söguefni sitt. Hann gerir sig sekan um óvandvirkni sem lýtir bókina. Vel hefði þessi saga átt hreinritun skilið. Frágangur hennar sæmir ekki höfundi á borð við Óskar Aðalstein sem á margar bækur að baki, en fyrsta bók hans var Ljósið í kotinu (1939). Þetta er enginn áfellisdómur um Óskar Aðalstein, aðeins sett fram í þeirri von að hann geri til sín strangari kröfur. eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON alltaf perlur, mistærar að vonum, en alltaf perlur. Það er eitthvað hreint og seiðandi við myndir Bjarna, sem gerir þær að skrautfjöðrum hverri bók. Prentun er mjög góð. Próförk vel lesin, aðeins stórt Þ að stríða setjara og ergja prófarkalesara. Prýðisbók, sem á athygli skilið. Þökk'. Birgir og töfrasteinninn Bðkmenntir engu sæluríki öðru mun vera líkt hér á jörðu. En þó að hann væri að skrifa um Bodil Begtrup, var hann ekki síður með hugann við þá, sem hafa á síðustu mánuðum gefið þau fyrirheit, sem spámönnum er ætlað, þ.e. að þeir einir gætu ekið heilum pólitískum vagni heim á hlað sæluríkisins. En nú hafði Pétur séð, að kauðar voru ekki heilindin holdiddædd, hvað þá þeir spámenn, sem hingað til hafa verið orðaðir við paradís þessa heims eða annars. Og hin himn- esku, gullnu port eru enn harðlæst. Alþýðubandalagið hefur ekki einu sinni lykilinn að þeim, þótt það hafi ýmsar saklausar „kerlingar" á sínum snærum. „Spámennirnir“ hafa sjaldan verið jafn berir að því að nota launþegasamtök í póli- tísku streði sínu og nú upp á síðkastið. Launþegafélögin eru spennt fyrir vagninn og notuð eins og húðaklárar til að fullnægja pólitískum metnaði „fulltrúa laun- þega“. Þeir eru sem kunnugt er á egotrippi um þessar mundir. Þetta hafa launþegar mátt horfa upp á og hlýtur það að hafa tekið á taugar þeirra sem trúðu á batn- andi tíð með blóm í haga; þessara rómantísku fjandvina pólitískra blákaldra staðreynda; manna eins og Péturs Péturssonar. Það mætti segja bréfritara, að hann hafi nú af því þó nokkrar áhyggjur að horfa upp á hégómlegt egótripp félaga sinna, enda hefur það aldrei verið meining launafólks að sóa ævinni í það dapra hlutverk að vera húðarklárar þeirra, sem flórera í völdum eins og mý á mykjuskán. Og þó! Þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur. Þess eru mörg dæmi úr pólitískri sögu þessarar aldar. Bjartmar á Sandi Bjartmar á Sandi varpaði hlý- legri birtu vizku og mannúðar á umhverfi sitt, meðan hann sat á þingi. Að honum var því eftirsjá úr þingsölum. Hann óx í skjóli þess holdtekna stórskálds ís- lenzkrar bændamenningar, Guðmundar á Sandi. Sjálfur er hann góður sendiherra þess um- hverfis, sem hæfir þingeyskri alþýðumenningu. Það er galsi í minningabók hans, „Hér geta allir verið sælir“, en þar segir m.a. svo um það, þegar hann fór fyrst í framboð: „ ... Koma mín til Húsavíkur þennan löngu liðna dag vakti samstundis meiri athygli en allar þangað komur mínar samanlagt í meira en hálfa öld á undan henni. Þótt sprengja hefði fundist undir bifreið Finns Kristjánssonar í Túngötu hefði það varla vakið annað eins umtal, eða Kotadals- jökull væri farinn að gjósa. Umræða manna á meðal næstu dagana á undan olli því hversu fljótt fregnin um komu mína fékk fætur um allt. Degi á Akureyri-varð svo bilt við þegar orðrómur var orðinn að vissu að hann draup höfði og fór að spyrja sagnaranda sinn hvernig Benedikt bókaverði frá Auðnum, þeim vitsmanni litist á blikuna. Stjórnarmaður í K.Þ. kominn á lista, og það allra versta listann á landinu! Engu gat sagnarandinn svarað, því Benedikt var horfinn úr heimi suður fyrir sól og í engu kallfæri. Karl Kristjánsson sagði einu sinni skemmtilega frá því að löng væri leiðin til keisarans í gamla Rússlandi. En hvað var hún hjá allri þeirri dorru haustið 1959, sem þá var millum Dags á Akureyri og himnaríkis. Nú hefur sú leið styst til muna. Þá gerðist Dagur yfir- blað en Tíminn undirblað og fór að éta upp eftir honum. En allar götur á undan og síðan hefur Dagur étið upp eftir Tímanum. Ég varð stórmenni á síðum íslendings á Akureyri og Morgunblaðsins fyrir sunnan á einum degi og er enn, þó minnkað hafi ég nokkuð. En óhræsi hið mesta í Degi og Tíma sem sagt var. Stafaði það einkum af því að upp komst að ég var allur af vilja gerður að eyða kaupfélögum eða lama stórkost- lega ef ég gæti ekki drepið þau alveg, svo sem sagt mun verða betur seinna meir....“ Og ennfremur: „Ekki verður því nú neitað að ólíkt skemmtilegra og mannalegra hefði verið að aka heilt haust um héruð eins og allir almennilegir frambjóðendur gera: kaupstaði, þorp og sveitir vestan frá Ólafs- firði, austur á Langanes, strendur allar og dali Eyjafjarðar og Þingeyjarþings. Enda er þaö vinn- ingur Mka vænum mönnum að sýna sig og vendina sem sópa eiga rykið af kjördæminu. Skylt er og frambjóðendum að lofa umbjóð- endum sínum að sjá framan í sitt fés. En þó ég væri svona útúrskotinn og innibyrgður hafði ég veður af öllu sem var að gerast án þess að bera mig eftir því. Margir litu inn í vogarhúsið af innri þörf en forðuðust næstum alveg að minn- ast beinlínis á kosningarnar. Aðeins einn stakk því að mér í góðu að óþokkamenni væru þeir sem nú vildu K.Þ. dautt, hið áttræða heiðursfélag og bar fyrir sig Tíma og Dag. Óg einu sinni hellti uppsveitarmaður sér yfir Tjörnesing fyrir það að ætla að kjósa landeyðingarlista og vænt- anlega morðingja kaupfélaganna í landinu. Hann hafði skilið blað sitt svo að þettá gæti staðið til. Einhverjir höfðu fengið vont fyrir það suður í Dal og Hverfi að nenna ekki að tala ljótt um framboð vigtarmanns. Ég varð leiður, og dálítið montinn þó af að geta komist hjá að vigta skakkt undir svona fréttum, því fátt fellur mér ver en að verða öðrum til bölvunar. í minni sveit og næstu byggðar- lögum var töluvert um akstur aðvífandi hugsjónamanna heim á bæi að láta fólk vita að illa væri það séð útífrá að „maður úr félagsstjórn skyldi láta hafa sig í annað eins og þetta.“ Margir eyddu því tali og sáu ekki voðann, en fóru að tala svo fallega um mig að ég kem mér ekki að því að láta það á blað. Frá vigtinni var ég laus tæpum tveim vikum fyrir kjördag. Mig minnir að ég færi á fjóra fundi. — Og eitthvað ruglaði ég inn á segulbönd tvívegis á Akureyri. Svo var því útvarpað. Ennfremur leit ég inn í fáein hús við sjó og í sveit til að sýna mína dýrð. Þegar ég svo komst í ró frá vigtinni með eina sál í holdi og óklofinn í herðar niður, upphófust draumar ríkuleg- ir allt upp að kjördegi. Það voru heilsubótardraumar...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.