Morgunblaðið - 10.12.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978
3
Sorphirðugjaldið:
Þetta væri
skattpíning
- sagði Davíð Oddsson
EINS OG kunnugt er at' fréttum felldi borgarstjórn Reykjavíkur sl.
fimmtudagskvöld með atkvæðum borgarfuiltrúa Sj&lfstæðisflokksins og
Sjafnar Sigurbjörnsdóttur borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, tillögu
borgarráðsmanna meirihlutans um sérstakt sorphirðingargjald á
borgarbúa. Mikið fjaðrafok varð í liði borgarstjórnarmeirihlutans þegar
Sjöfn greiddi atkvæði með sjálfstæðismönnum, en ef tillagan hefði náð
fram að ganga hefði það þýtt yfir 300 milljóna króna auknar álögur á
borgarbúa.
Tillagan sem felld var er svohljóð-
andi: „Borgarstjórn beinir því til
félagsmálaráðherra, að sett verði í
lög heimild fyrir sveitarfélög til
innheimtu á gjaldi fyrir sorphirðu
samkvæmt gjaldskrá, sem sveitar-
stjórn setur." Borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, Adda Bára Sigfúsdótt-
ir, fylgdi tillögunni úr hlaði. Hún
sagði, að lögspekingar hefðu látið í
ljós, að lagaheimild þyrfti til þessa
og þess vegna væri nú verið að bera
þessa ósk fram við ráðherra. Tillag-
an miðaði að því, að venjulegir
íbúðaeigendur greiddu 25% af sorp-
hirðingu hjá sér en atvinnurekstur
90%. Það hlyti að vera að skapi
sjálfstæðismanna, að hver greiddi
sitt. Hún sagði gjöld þessi ekki verða
svo há, að menn gætu ekki greitt
þau, en ætlunin væri, að þau yrðu
4500 fyrir stærri gerð íláta og 3000
fyrir minni gerð íláta.
Davíð Oddsson (S) sagði, að þessi
tillaga væri hrein skattpíningartil-
laga af hálfu meirihlutans einungis
undir dulnefni og kvaðst hann lýsa
algjörri andstöðu sjálfstæðismanna
við þessa tillögu.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A) lýsti
andstöðu sinni við tillöguna,- kvaðst
bæði á móti sorphirðugjaldi og svo
væri málið illa undirbúið. Hún
myndi því greiða atkvæði gegn
tillögunni. Adda Bára Sigfúsdóttir
sagði, að hér væri aðeins um beiðni
að ræða. Albert Guðmundsson (S)
lýsti yfir mjög mikilli ánægju með
afstöðu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur.
Hann kvaðst vara við lævíslegum
málflutningi Öddu Báru, hér væri
einfaldlega um aukaskatt að ræða.
Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
kvaðst fagna afstöðu Sjafnar Sigur-
björnsdóttur. Það væri alveg fráleitt
að leggja á þennan aukaskatt undir
dulnefninu sorphirðugjald. Magnús
L. Sveinsson (S) sagði, að meiri-
hlutaflokkarnir væru ekki skatt-
heimtuflokkar heldur skattpíningar-
flokkar.
Andstaða Sjafnar kom meirihluta-
mönnum greinilega á óvart og þess
vegna varð fjaðrafokið.
Af öllu fátinu í meirihlutanum má
ráða, að reynt hafi verið á fá Sjöfn
til að greiða tillögu Kristjáns
Benediktssonar atkvæði, en Sjöfn
var föst fyrir og sat hjá. Frestunar-
tillagan fékk aðeins 7 atkvæði
annarra meirihlutafulltrúa en Sjafn-
ar.
Tillagan um 300 milljón króna
auknar álögur á borgarbúa í formi
sorphirðugjalds var síðan felld.
6,12% hækkun mun
ná til allra borgar-
starfsmanna 1. janúar
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag spurði Birgir ísleifur
Gunnarsson meirihluta borgar-
stjórnar að því, hvort þak myndi
látið gilda á vísitölubætur ti)
borgarstarfsmanna eftir áramót.
Björgvin Guðmundsson varð fyrir
svörum og vitnaði til ummæla um
sama efni á borgarstjórnarfundi
fyrir skömmu. Samkvæmt því mun
ekki neitt þak látið gilda fyrir
borgarstarfsmenn eftir áramót, þ.e.
6.12% hækkunin sem kom til
framkvæmda 1. desember verður
látin ná til allra launaflokka
borgarstarfsmanna frá 1. janúar. Á
fundi borgarstjórnar 5. október
sagði Björgvin Guðmundsson orð-
rétt um þetta: „Borgarstjórn sam-
þykkti hinn 15. júní sl. að greiða
öllu starfsfólki borgarinnar fullar
verðbætur á laun í áföngum,
þannig að frá og með næstu
áramótum yrðu greiddar óskertar
verðbætur samkvæmt ákvæðum
kjarasamninga. Ekki eru uppi
neinar ráðagerðir um að víkja frá
þessari samþykkt borgarstjórnar
þrátt fyrir bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar frá því í sept sl. en
þau kveða á um ákveðið hámark
verðbóta".
Innlendar skipasmíðastöðvar:
Teikning af nýja skuttogaranum, sem byrjað er að smiða í Stálvík, á ábyrgð fyrirtækisins. Nýjungar í
hönnun skipsins gera það að verkum að það verður mun ódýrara en sambærileg skip smíðuð hér á
landi, og verðið verður sambærilegt við verð togaranna frá Portúgal.
Geta smíðað 500 brúttó-
lesta togara á 6 mánuðum
á samkeppnisfæru verði
UNNT ER að smíða hér á landi skuttogara á sex til átta mánuðum, fyrir um eða
undir einum og hálfum milljarði króna, en það er sama verð og greitt er fyrir
skuttogarana frá Portúgal. Sjóhæfni og aðrir eiginleikar hins íslenska skips yrðu
mun meiri en hinna erlendu skipa. — Framangreindar fullyrðingar koma fram á
blaðamannafundi í gær, sem boðað var til af Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja.
Á blaðamannafundinum
skýrði Þórleifur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
iðnaðarmanna og Félags drátt-
arbrauta og skipasmiðja frá því,
að nokkra undanfarna mánuði
hefði verið unnið að tækniþró-
unarverkefni í íslenskum skipa-
iðnaði. Þessu verkefni var hrint
í framkvæmd af Félagi dráttar-
brauta og skipasmiðja, með
stuðningi Iðnþróunarsjóðs, Iðn-
rekstrarsjóðs og Iðntæknistofn-
unar Islands. Hefur Sigurður
Ingvason skipatæknifræðingur,
sem um áratugaskeið hefur
verið búsettur og starfandi í
Svíþjóð, verið fenginn hingað til
lands til að kanna stöðu skipa-
iðnaðarins í landinu. Hefur
hann ferðast um landið og
skoðað flestar skipasmíðastöðv-
ar landsins, og lagt fram tillög-
ur um uppbyggingu þeirra og
áframhaldandi verkefni í skipa-
iðnaði. Þetta var sumarið 1977,
en síðan kom Sigurður aftur
hingað til lands, og hefur gert
tillögur er varða vöruþróun og
rekstrarráðgjöf skipasmíðaiðn-
aðarins.
Hvað varðar fyrra atriðið,
vöruþróunina, þá kom það fram
á fundinum, að nú þegar hefur
verið hannaður 499 brúttólesta
skuttogari, og er vinna hafin við
smíði hans hjá Stálvík h.f. í
Garðabæ. Töluverð breyting
hefur verið gerð á Iagi skipsins
frá því sem nú tíðkast, auk þess
sem innri uppbyggingu þess
hefur verið breytt og hún
einfölduð verulega. Að sögn
forráðamanna Stálvíkur virðist
sem spara megi fjölda vinnu-
stunda um 40% á þeim hlutum
skipsins er nú þegar hafa verið
smíðaðir, miðað við aðra sam-
bærilega skipshluta, byggða
eftir eldri aðferðum. Hefur
þetta meðal annars verið gert á
þann hátt, að böndum í skrokk
skipsins hefur verið fækkað
verulega, eða um 35%, með því
að nota þykkara stál í skrokkinn
en áður hefur verið notað í skip
af þessari gerð. Vinna við bönd
skipa er mjög tímafrek. Verk-
efni þetta hafa tæknimenn
Stálvíkur unnið undir leiðsögn
Sigurðar Ingvasonar, og Sigl-
ingamálastofnunin hefur fylgst
með hönnun skipsins.
Síðara atriðið, rekstrar-
ráðgjöfin, fjallar um úrbætur í
tækni, skipulagi og rekstri
nýsmíða- og viðgerðastöðva
ásamt framtíðaráætlunum um
uppbyggingu þeirra. Fyrirtæki
og sveitarfélög í Garðabæ,
Hafnarfirði, Njarðvík, Vest-
mannaeyjum, Seyðisfirði og
Isafirði hafa tekið þátt í þessum
hluta verkefnisins.
Fram kom á blaðamanna-
fundinum, að talið er að íslensk
fyrirtæki geti annað nýsmíði um
2000 tonna á ári, en það mun
láta nærri að sé um það bil einn
þriðji af eðlilegri endurnýjun á
ári. Einn helsti þröskuldur á
vegi þess að íslensk fyrirtæki
geti annað slíkum verkefnum,
og þar með haft nægileg verk-
efni, er rekstrarfjárskortur.
Hefur því verið farið fram á það
við iðnaðarráðuneytið, að leyfi
verði veitt til þess að taka lán
erlendis, án milligöngu inn-
lendra sjóða. Þar með væri unnt
að hefja nýsmíði skipa þegar
það hentaði viðkomandi skipa-
smíðastöð, og yrði skipið þá
annað hvort í eigu væntanlegs
kaupanda frá byrjun, eða þá í
eigu skipasmíðastöðvarinnar til
að byrja með, eins og tíðast er
erlendis. Er þá skapaður grund-
völlur undir innlendar skipa-
smíðar, bæði fyrir innlendan og
erlendan markað. Er von á svari
frá iðnaðarráðuneytinu innan
skamms, og að sögn Þórleifs
Jónssonar er ástæða til að ætla
að það verði jákvætt.
Austurstræti 17.2. hæð Símar 26611 •— 20100
Leitið opplýsinga um
ferðamöguleika. Farseöl-
ar um allan heim.
Sérfræðingar í
sérfargjöldum.
í sól á Kanaríeyjum
eöa Florida?
Á skíði til Austurrikis?
Til London — Parísar
eöa New York?
Hvert viltu fara úr skammdeginu?