Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 FÁST í KAUPFÉLAGINU OG í SÉRVERZLUNUM > UM LAND ALLT Almennur bændafundur um verð- lagsmál landbúnaðarins; Bændur tilbúnir til mikilla f órna framtíðinni að al.lt tiltækt land yrði notað til landbúnaðarfram- leiðslu. Að loknum ræðum frummæl- enda var orðið gefið frjálst. Fyrstur tók til máls Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöð- um, Lundarreykjadal. Minnti hann á að þessi fundur væri fyrst og fremst kynningarfundur því hann hefði ekki séð tillögur, Sjö.amma- mefmdar í heilu lagi. Sgði Guð- mundur að ef tillögur, sem lagðar voru fyrir Alþingi 1971—’72 hefðu verið samþykktar væri ástandið tvímælalaust betra. Framleiðslu landbúnaðarvara yrði ekki breytt á einu misseri. Því væri nauðsyn- legt að gera framleiðsluáætlun. Fyrstu aðgerðir yrðu að vera þær að draga úr fjárfestingu þegar sýnt væri hvert stefndi. Erfitt væri fyrir bændur að sætta sig við skattlagningu þegar ríkisvald og Alþingi hefðu flotið sofandi að feigðarósi. Benti Guðmundur á að með þeim tillögum, sem kynntar hefðu verið, væri gefist upp við eða ýtt til hliðár því markmiði, að bændur ættu að hafa sömu tekjur og viðmiðunarstéttir. Það eigi að taka af bændum laun þeirra og kæmi þetta langharðast niður á mjólkurframleiðendum, en ríkis- valdið hefði hvatt til framleiðslu með lánum og styrkjum. A meðan væri verið að ná tökum á fram- leiðslunni yrði ríkisstjórn og Alþingi að ábyrgjast, að bændur bæru ekki of þungan bagga. Taldi Guðmundur að tillögur sjömanna- nefndar gengju of langt. — Menn hófu framkvæmdir í góðri trú. Nú á að taka af þeim tekjur, sem menn ætluðu til framkvæmdanna. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif þetta hefur á búsetu og er ég ekki viss um að þær tillögur, sem nú liggja frammi, trvggi búsetu, jafnvel síður en svo, sagði Guðmundur. Að lokum henti Guðmundur á þá staðreynd að skattur á fyrningar í skattalögum frá í haust kæmi mjög illa við þá, sem væru nýbúnir að endurnýja byggingar. Auk Guðmundar töluðu Þorkell Fjelsted Ferjukoti, Ólafur Þórðar- son skólastjóri Reykholti, Bjarni Arason ráðunautur Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, Óðinn Sig- þórsson Einarsnesi, Jón G. Guð- björnsson Lindarhvoli, Þorsteinn Þorsteinsson Skálpastöðum og Bjarni Guðráðsson Nesi Reyk- holtsdal, formaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, sem jafn- framt var fundarstjóri. I máli þessara manna komu fram ýmsar fyrirspurnir og óskir um nánari útskýringar á tillögum sjömanna- nefndar og frekari útfærslu á þeim tillögum í framtíðinni. Bjarni Guðráðsson sagði m.a. að þær tillögur, sem fyrir lægju, myndu koma til með, ef framkvæmdar væru, að kosta sig nokkrar milljónir og sagðist hann sætta sig við það, en lagði á það áherzlu að ef bændur ættu að sætta sig við þessar aðgerðir yrðu að koma til ýmsar hliðarráðstafanir. Það kom greinilega fram á fundinum, að sú skoðun virðist eiga fylgi meðal bænda að fóður- bætisskattur ætti rétt á sér en menn virtustdvera meira í vafa um framleiðslugjaldið. Áberandi var, að mati fréttarit- ara Mbl. á fundinum að allir þeir bændur sem tóku til máls, að Guðmundi Þorsteinssyni undan- skildum töldu sig að einhverju bera sök á því hvernig komið væri og virtust tilbúnir til mikilla fórna samanber orð Bjarna Guðráðsson- ar, formanns Búnaðarsambands- íns. Ófeigur. Hvanneyri, 6. desember ALMENNUR hamdafundur var haldinn að Logalandi í Reykholts- dal föstudaginn 1. desember s.l. um tillögur sjömannanefndar um aðgerðir til þess að draga úr landbúnaðarframleiðslu og mæta þeim vanda. sem hlasir nú við bændastéttinni í landinu. Frummælendur voru Steingrím- ur Hermannsson landbúnaðarráð- herra og Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda. Gunnar Guðbjartsson ræddi fyrst almennt um landbún- aðarmálin, verðlagsgrundvöllinn, þróun framleiðslu, áætlun um sölumöguleika landbúnaðarafurða á næsta ári o.s.frv. Þá rakti hann ýtarlega tillögur sjömannanefnd- arinnar og lagði mikla áherzlu á að tillögur þeirrar nefndar byggð- ust á því meginmarkmiði að viðhalda sem jafnastri byggð í landinu. Steingrímur Hermannsson ráð- herra talaði næst og ræddi um þær aðgerðir, sem yrði að gera til þess að draga úr framleiðslunni en um leið tryggja bændum þau laun, sem þeim ber samkvæmt ákvæð- um laga um að þeir skuli hafa sömu laun og viðmiðunarstéttir. Hann taldi að of seint hefði verið gripið til þess að miða framleiðsl- una við innanlandsþarfir. Sagði þó að 10% útflutningsbætur ættu rétt á sér því nauðsynlegt væri að landbúnaðarafurðir skorti ekki. Þá skýrði hann frá því að strax eftir áramót yrði lagt fram frumvarp á Alþingi um að bændur semdu um kjör sín beint við ríkisvaldið. Sagði ráðherrann að fulltrúar neytenda á Alþingi ættu erfitt með að fallast á þessar tillögur en hann tryði því ekki að þeir hlypu frá yfirlýsingu í stjórnarsáttmála. Ráðherrann lagði áherzlu á að allir yrðu að gera sér grein fyrir því hver vandinn í landbúnaðinum væri og horfast í augu við hann. Það yrði að gera vandann sem auðveldastan viðfangs þannig að eftir á gætu bændur litið bjart- sýnni til framtíðarinnar. Hann væri viss um að krafan yrði sú í MOKKAHIJFM FRÁ IIFTTI, BORGARAESl KLÆÐIR ALLA \Y S\H) *\YJAR GERÐIR MÓÐIR MÍN — húsfreyjan Fyrra bindi þessarar bókar seldist Hér er að finna eftirtalda fimmtán af börnum þeirrat Sólveig Uórðardóttir frá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Álfadal eftir Jóhannes Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefáns- dóttur, Hansína Benediktsdóttr frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J. Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör- undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gísladóttur, Jakobína Davíðsdóttir frá nrísum eftir Davíð Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítár- bakka eftir Þorgrím Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs- dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. mest allra bóka okkar á síðasta ári. nýja þætti um nýjar mæður skráða / minningu hennar, sem eldinn fól að b/eldi og blós I glæðurnar að morgni, hennar, sem breytti ull (fat og mjólk i mat, sem einatt var fræðandi og uppalandi og allan vanda leysti i önn og erli dagsins - Hver þáttur þessarar bókar er tær og fagur óður um móðuróst. Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvenna« ömmunnar, mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn- ar er tær og fagur óður um umhyggju og ljúfa móðurást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.