Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 11 Úr þjóðarbúskapnum: Umrót og óvissa verðlags- og launamála veikir und- irstöður efnahagslífsins „ÞÓTT vöxtur þjóðarframleiðslu á næsta ári verði minni en á undanförnun\2—3 árum, ætti hann að nægja til þess að tryggja fulla atvinnu, ef marka má fyrri reynslu. Á hinn bóginn er ljóst, að framvinda verðlags- og launamála að undanförnu hefur í för með sér mikið umrót og óvissu, sem dregur úr framförum og veikir undirstöður efnahagslífsins. Verðbólgan er því enn helzta vandamálið, sem við er að glíma á sviði efnahagsmála,“ segir í nýútkomnu riti þjóðhagsstofn- unar, „Úr þjóðarbúskapnum44, þar sem fjallað er um efnahagshorfur á árinu 1979. Ritið, sem árlega er gefið út, fjallar um framvindu efnahagsmála á þessu ári og horfur á hinu næsta. Með ritinu, sem Morgunblaðinu barst í gær, var fréttatilkynning, þar sem skýrt er frá helzta efni þess. Þar segir: Þegar Þjóðhagsstofnun reiknar út spár sínar fyrir árið 1979 gerir hún ráð fyrir svipaðri aukningu útflutningsframleiðslunnar og á árinu 1978, eða 2—3% þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi takmörkun sóknar á þorskveiðum og nokkru aðhaldi við loðnuveiðar, en aukningu annars afla á móti. Auk þess er gert ráð fyrir járnblendiútflutningi. Þjóðhagsstofnun hefur í dag gefið út 9. hefti fjölritsins Úr þjóðarbúskapnum, þar sem fjallað er um framvindu efnahagsmála á líðandi ári, hag atvinnuvega og efnahagshorfurnar fyrir árið 1979. Hér fer á eftir ágrip af efni skýrslunnar, einkum upphafskafla og niðurlagi hennar: Framvindan 1978 Þegar litið er yfir árið 1978, skiptir mjög í tvö horn með framvindu efnahagsmála. Sé eingöngu horft á framleiðslu, atvinnu og viðskiptajöfnuð, virðist allt með kyrrum kjörum. Fram- leiðsla hefur farið vaxandi, að vísu hægar en árið 1977, en talið er að þjóðarframleiðslan muni aukast um 3'k% á þessu ári. Atvinna hefur verið yfrið nóg. Viðskipti við önnur lönd eru nær hallalaus, og veldur þar einkum mikill útflutn- ingur á árinu, bæði vegna aukinn- ar framleiðslu og eins hafa birgðir minnkað. Að vísu ber þann skugga á þessa hagstæðu mynd, að viðskiptakjör gagnvart útlöndum hafa heldur rýrnað á árinu andstætt fyrri vonum, þar sem útflutningsverð hefur hækkað minna en innflutningsverð. Þar er þó ekki um neinn búskell að ræða og kann að reynast tímabundin breyting. Lífskjör almennings eru einnig með bezta móti. En það er ranghverfa á fram- vindu efnahagsmála á árinu. Verðbólgan hefur farið mjög vaxandi, og gengi krónunnar fallið ört til að jafna metin milli hækkunar verðlags hér á landi og í viðskiptalöndum. Þannig hefur framfærsluvísitalan hækkað að meðaltali um 44% á þessu ári samanborið viö 30% hækkun í fyrra. Fylgifiskur verðbólgunnar hefur verið síendurtekinn rekstrarvandi útflutningsatvinnu- vega og efnahagsaðgerðir stjórn- valda til þess að ráða fram úr honum. A sviði verðlags- og launamála hefur ríkt mikil ókyrrð, sem gleggst sést af því, að á árinu voru fjórum sinnum sett lög, sem breyttu greiðslu verðbóta á laun frá því, sem samningar ákveða jafnframt öðrum ráðstöfunum, og á fyrri hluta ársins fylgdi þessum aðgerðum ókyrrð á vinnumarkaði með verkföllum og útflutnings- banni. Kauptaxtar hafa hækkað að meðaltali um 55% á þessu ári og kaupmáttur þeirra aukizt um rúmlega 7%. Ráðstöfunartekjur einstaklinga hafa hækkað nokkru minna, eða um 50%, og kaupmátt- ur þeirra er rúmlega 4% hærri en að meðaltali 1977. Á sama tíma hefur kaupmáttur þjóöartekna aukizt um 2% á mann að meðal- tali. Ilorfurnar 1979 Markaðshorfur fyrir íslenzkar útflutningsafurðir virðast yfirleitt góðar. Á næsta ári er reiknað með svipaðri aukningu útflutnings- framleiðslunnar og á þessu ári, eða 2—3%, þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi takmörkun sóknar á þorskveiðum og nokkru aðhaldi við loðnuveiðar en aukningu ann- ars afla á móti. Auk þess bætist væntanlega járnblendi við útflutn- ingsvöru landsins á næsta ári. Ekki sýnist ráðlegt að reikna með hækkun útflutningsverðs, en þó er gert ráð fyrir, að hækkun inn- flutnings- og útflutningsverðs „Stripl í Paradís” Smásagnasafn eftir Ólaf Jónsson BÓKAÚTGÁFAN Ögur hefur sent frá sér smásagnasafn eftir ólaf Jónsson búnaðarráðunaut. Á kápusíðu segir m.a. um útgáf- una: „Það hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit af smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf lesa eina og eina þeirra upp á mannamótum; kannski á slægjuhátíð í sveit, kannski á Austfirðingamóti í norðlenskum bæ. Og hver sá sem hlustað hafði á þessar sögur sannfærðist um það, að náttúruskoðarinn, tilraunamaðurinn og fræðagrúskarinn Ólafur Jónsson átti fleira á sinni könnu en ódáða- hraun, belgjurtir og berghlaup. Úr handraða hans komu þær sögur, sem nú hafa verið færðar innan þessara spjalda. í þeim er sagt frá þeirri óræðu mey Stefáníu, koppunum hennar Sæunnar, drykkjukönnunni sem aldrei var á verði svipuð á næsta ári, og viðskiptakjörin haldist óbreytt. í þjóðhagsspánni fyrir 1979 er tekið mið af ákveðnu dæmi um verðlags- og kauplagsþróun, þar sem gert er ráð fyrir, að kauptaxt- ar hækki ekki umfram 5% á þriggja mánaða fresti á næsta ári. Niðurstaðan í þessu dæmi verður sú, að framfærsluvísitalan hækki um 33% að meðaltali næsta ár, en í lok ársins yrði hækkunin komin niður undir 30%. Er þá reiknað með, að ríkisfjármálin verði í þeim skorðum, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, og peningamagn og útlán breytist ekki umfram verð- hækkun pg veltu samkvæmt þess- ari spá. I spánni er reiknað með, að hlutfall fjárfestingar af þjóðar- framleiðslu 1979 verði 24—25%, sem er lækkun úr tæplega 27% á þessu ári. Öll þessi atriði eru veigamiklar forsendur spárinnar. I þjóðhagsspánni er reiknað með því, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann verði svipaður eða heldur meiri á næsta ári en að meðaltali 1978, en kaupmáttur kauptaxta aftur á móti ívið minni. Á næsta ári er spáð heldur hægari aukningu þjóðarfram- leiðslu en á þessu ári, eða um 1—1 'Á%. Miðað við þá tekju- og verðlagsþróun og þróun þjóðarút- gjalda, sem spáin gerir ráð fyrir, gæti orðið afgangur á viðskiptun- um við útlönd — í fyrsta sinn frá 1970. Þótt vöxtur þjóðarframleiðslu á næsta ári verði minni en á undanförnum 2—3 árum, ætti hann að nægja til þess að tryggja fulla atvinnu, ef marka má fyrri reynslu. Á hinn bóginn er ljóst, að framvinda verðlags- og launamála að undanförnu hefur í för með sér mikið umrót og óvissu, sem dregur úr framförum og veikir undirstöð- ur efnahagslífsins. Verðbólgan er því enn helzta vandamálið, sem við er að glíma á sviði efnahagsmála. „Straum- ar 78” Laugardaginn 9. desember opn- aði samsýning fjögurra ungra listamanna, Bjarnar Roth, Indr- iða Benediktssonar, Einars Hrafnssonar og Sigurðar Ingólfs- sonar, í Galleríi Suðurgötu 71. Hér eru á ferðinni svo til óþekktir listamenn og er þetta frumraun þeirra í sýningarhaldi. Þeir eru allir sjálfmenntaðir í grein sinni og enginn þeirra hefur list að aðaalstarfi. Á sýningu þessarri kennir margra grasta, er hér um að ræða bæði tví- og þrívíð verk. Aðstand- endur sýningarinnar hafa valið henni nafnið „STRAUMAR ’78“. Öll eru verkin innan við hálfs- mánaðar gömul, flest til sölu en nokkur þó í einkaeigna. Sýningin verður opin alla daga vikunnar frá kl. 16-22. ólafur Jónsson. sínum stað, frá Sigmundi og vinnu- konu bankastjórans og mörgu fleiru, að ógleymdu stripli í Paradís. Stíll þessara sagna er sígildur íslenskur frásagnarstíll og sögurnar eru hér birtar eins og þær fyrst voru sagðar, nánast af munni fram, og á blöð færðar." Hillusamstæöur fyrir hljómflutningstæki, sjdnvarpstæki, hljómplötur og tónbönd (kasettur) Tónbandageymsla í bald W85 Hnota eöa svart Verð kr. 39.400.00 850 Svart B 850 m.m. D 390 m.m. H 470 m.m. Fyrir hljómtækjasamstæðu. Geymsla fyrir 130 hljómplötur og 54 tónbönd. 'Verð kr. 45.900. Hljómtækja skápar W 100 Hnota B 1000 m.m. eða D 395 m.m. svart H 560 m.m. Geymsla fyrir 60 hljómplötur sklíffur fyrir 30 tónbönd. Verð kr. 64.200.00 W 115 Hnota B 1150 m.m. eða D 395 m.m. svart H 560 m.m. Geymsla fyrir 90 hljómplötur, skiíffur fyrir 45 tónbönd. Verð kr. 74.100.00 Sendum í póstkröfu Umboðsmenn víða um land unnai (Sfyzá’Mon kf. C 45 B 495 m.m. D 415 m.m. H 1100 m.m. Svart eða svart m/áli Verð svart kr. 76.800.00 svart m/áli kr. 84.200.00 Sjónvarpsfætur 705 C Verð kr. 25.000.00 Sudurlandsbraut 16 Sími 91-35200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.