Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 1 LICENCE IHID i REiSO FOR TEIUHGI ereiay Thorpe male LIES’ By Peter Bessell KföÉ fO for man u hu y.hui ISorman Scott 'n dop ranie li \>S4SSI> L\ THORPE PLOT PAH> HAll' \ORKKH FEE' Jeremy Thorpe á barmi glötunar • Á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir að skipuleggja morðtilraun • Við hittumst reglulega og lifðum ástalífi, segir tízkusýningarmaðurinn Scott sem myrða átti Ákærður, Thorpe, ok aðalvitnið. Bissell, með frásagnir bresku blaðanna í baksýn. væri að losa sig við Scott. Þá kynnti Le Mesurier Holmes fyrir Deakin og spurði hann jafnframt hvort hann þekkti einhvern sem væri fáanlegur til að gera útaf við mann sem kúgaði fé út úr vini Holmes. — Andrew Newton var tilkippileg- ur og Holmes bauð honum 10 þúsund pund fyrir verkið. Newton, sem er flugmaður, lagði til atlögu en mistókst eins og áður sagði, skaut hund Scotts. Hvaðan komu allir-peningarn- ir til að borga brúsann? — Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum mun maður að nafni Jack Hayward hafa séð um að fjár- magna starf flokksins og þar með að borga brúsann í sam- bandi við mál Thorpes og Scotts. Thorpe mun hafa beðið hann um 50 þúsund pund til flokksstarfs- ins og 10 þúsund pund til Scottsmálsins á árinu 1974. Þá hefur Bissell greint frá því, að Thorpe hafi reynt að fá Hay- ward til þess að láta 250 þúsund sterlingspund af hendi rakna sama ár en ekki gengið. Holmes hélt til Bandaríkj- anna í byrjun árs 1976 til að hitta Bissell sem var þá fluttur þangað. Hann þvingaði Bissell til að skrifa bréf þar sem hann ásakaði Scott um að reyna beita sig fjárkúgun. Þetta ver gert til STUNDIN rann upp. — Norman Scott fyrrverandi tízkusýning- armaður staðfesti fyrir rétti í síðustu viku. að hann hefði á sínum tíma haft náin kynferðisleg mök við Jeremy Thorpe. fyrrum leiðtoga Frjálslynda flokksins brezka á árunum 1969—1976. Jeremy Thorpe er ásamt þremur öðrum mönnum fyrir rétti áka-rður fyrir að hafa ætlað að koma Scott fyrir kattarnef til þess að koma í veg fyrir að hann Ijóstraði upp um samband þeirra. Ilinir þrír erus David Ilolmes. John Le Mesurier og George Deakin. Þá er Thorpe einnig ákærður fyrir að hafa reynt að þvinga Ilolmes til að drýgja ódæðið. Thorpe á leið til réttarins. Að sögn Scotts áttu ástar- ævintýri þeirra Thorpes sér stað á árunurn 1961—1963. Fyrst þegar hann var gestur á heimili móður Thorpes á miðju ári 1961. „Ég fór upp í herbergi mitt til að ná þar í svefnpillur sem ég tók þá reglulega. Thorpe fylgdi mér eftir með vatnslögg í glasi og bókina „Giovanis Room“, sem fjallar um náin samskipti tveggja karlmanna,“ sagði Scott fyrir réttinum. Hann sagði, að Thorpe hafi rétt sér bókina með þeim orðum, að hann þyrfti ekkert að vera hræddur við að lesa hana. „Þá fór ég að skæla og Thorpe tók utan um mig og reyndi að hugga mig. Síðan skriðum við báðir undir sænginá og höfðum kyn- mök tvisvar þá nóttina," sagði Scott ennfremur. Scott áréttaði einnig fyrir réttinum að þetta hefðu ekki verið hans fyrstu kynni af kynlífi heldur hefði hann áður haft mök hvort tveggja við karla og konur, en hann var þá 21 árs gamall. Thorpe sagði Scott morguninn eftir, að hann yrði að fá sér herbergi í London, en Scott bjó þar. Að sögn Scotts heimsótti Thorpe hann því sem næst á hverju kvöldi eftir þennan atburð og hafi þeir átt mök saman. A sama tíma gerði Scott sig oft heimakominn á heimili Thorpes, i klúbbi hans, „The Reform Club“, og í þinginu. Scott segir að hann hefði gjarnan viljað að vinskapur þeirra héldi áfram en öllu ástalífi yrði hætt, þetta vildi Thorpe hins vegar ekki. Scott fullyrðir, að hann hafi margoft reynt að koma Thorpe í skilning um þetta en hann alltaf þver- skallast við. Þá hótaði Scott því að gera samband þeirra opin- bert. Thorpe svaraði því þá til, að Scott væri aðeins „útborgar- garmur“ sem gæti alls ekki gert honum neina skráveifu auk þess sem bezti vinur hans væri „ríkissaksóknari". Scott sagði, að hjá honum hefði Thorpe gengið undir nafn- inu „Benny“ og því til stuðnings var bréf lesið í réttinum þar sem nafnið kom fram. Þar mátti heyra setningar eins og: „Benny vill og getur farið til Frakk- lands.“ Scott fullyrti þá, að þeir Thorpe hefðu í byrjun árs 1963 átt mök saman. A sama tíma bauðst honum starf í Sviss sem hann reyndar gat ekki þegið og fór þess í stað til Irlands. Frá írlandi skrifaði hann svo móður Thorpes bréf þar sem hann skýrðí henni frá sambandi sínu við son hennar. Skömmu eftir að Scott hafði skrifað bréfið var barið að dyrum hjá honum og úti stóð maður að nafni Bissell, vinur og flokksbróðir Thorpes. Bissell sagði það hafa verið rangt af Scott að rita þetta bréf og spurði einnig hvort önnur við- líka bréf væri einhvers staðar að finna. Bissell bauð Scott háar fjárhæðir ef hann léti við svo búið standa og málið kæmi aldrei fyrir almenningssjónir. Scott fékk síðan lengi vel á eftir sendar ríflegar peningagreiðslur frá Thorpe í gegnum Bissell. Skömmu síðar fluttist Scott svo aftur til Englands. Afram hélt Scott í réttinum og lýsti röð atvika sem komu fyrir á skömmum tíma. Það byrjaði með því, að óþekktur maður hringdi til hans og bað hann að hitta sig á „The Royal Garden Hotel“ tij viðræðna um sýningarstörf. Endalokin voru jafn snubbótt og upphafið og lauk með því að hundurinn hans var skotinn. Scott sagði fyrir réttinum, þegar verjandi Thorpes, Sir David Napley, reyndi að sauma að honum, að hann gæti átaka- lítið lýst ýmsum líkamseinkenn- um Thorpes ítarlega sem sann- aði það áþreifanlega að þeir hefðu haft mjög „náin“ sam- skipti. Bissell, sem alltaf sá um að greiða Scott sína þóknun fyrir Thorpe og var einn aðal- samstarfsmanna hans í Frjáls- lynda flokknum, er nú oröinn aðalvitnið í málinu og hefur þegar lýst málavöxtum nákvæmlega og viðurkennt sinn þátt. Inn í málið flækist David Holmes svo á árinu 1968 þegar hann var viðstaddur samtal þeirra Thorpes og Bissels um Scott. Þar ' mun Thorpe hafa sagt, að Scott væri eins og stórt óveðursský yfir höfði sínu. I framhaldi þess bar Thorpe, að sögn Bissels, fram þá tillögu að Scott væri einfaldlega komið fyrir kattarnef til að þagga endanlega niður í honum. Sagði hann það ekki verri verknað en að drepa sjúkan hund. Báðir fullyrða þeir Bissell og Holmes að þeir hafi reynt að fá Thorpe George Deakin, einn hinna ákærðu. ofan af þessari hugmynd sinni, en það gekk erfiðlega. Málið lá svo í láginni allt fram á árið 1973 þegar Scott birtist í kjördæmi Thorpes, North Dav- on, og ræddi um samskipti þeirra tveggja á mjög frjálsleg- an hátt við hvern sem heyra vildi. Einnig heimilaði hann ljósmyndurum fjölmiðla að ljós- mynda bréf sem höfðu farið milli hans og Thorpes á sínum tíma. Fyrir kosningarnar 1974 fékk Holmes svo lækni einn tij að kaupa öll bréfin af Scott fyrir 2500 sterlingspund, eða sem nemur um 1,5 milljónum íslenzkra króna. Einnig sann- færðist Holmes nú um að álit Thorpes var rétt, þ.e. að réttast Scott mætir til leiks. að reyna að koma því svo fyrir að Scott minntist ekki á Thorpe í réttarhöldunum. — Bissell staðfesti síðan í réttinum fyrir skömmu, að Holmes hefði sagt sér, að þessi ráðagerð væri runnin undan rifjum Good- manns lávarðar. Goodmann lávarður sendi bréf til Times þar sem hann sagðist mundu gefa út yfirlýsingu um málið svo fljótt sem auðið yrði. Bissell viðurkenndi fyrir réttinum, að bréf það, sem „lak“ til dagblaða 1976, hefði verið uppspuni frá rótum. Þá viðurkenndi Bissell, að hann væri sekur um að hafa þagað yfir framferði Thorpes, sérstaklega eftir að hann gerði sér fulla grein fyrir morð- áætlunum hans. Hann lagði fram lista yfir marga stjórn- málamenn sem strax á árinu 1970 vissu um samskipti þeirra Thorpes og Scotts. Allt, sem Thorpe hefur sagt fyrir réttinum, er, að hann sé saklaus af öllum áburði Scotts og því fari fjarri að hann hafi lagt á ráðin um að myrða hann, en hann mun verða yfirheyrður enn frekar í næstu viku. Ekki er búist við því, að hægt verði að ljúka málinu fyrir áramót, en að sögn dómarans í málinu er stefnt að því að hraða allri málsmeðferð sem frekast er unnt. — Ef Thorpe verður fundinn sannur að sök híður hans ailt að 20 ára fangelsi og, að sögn sérfróðra manna eru líkur á sýknudómi harla litlar eftir játningar Scotts og Biss- ells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.