Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 by General Motors PONTIAC ,Véladeild t Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 GUNNAR ASGBRSSON HF. Akurvík, Akureyri — Reykjavík BYGGINGAVÖRUVERZL. KÓPAVOGS Það er margt sem þér líkar vel . íþeim nýju amerísku Sparneytin 3.8 lítra 6 cyl. vél. Sjálfskipting Vokvastýri Styrkt gormafjöðrun að ciftan og framan Transistorkveikja Aflhemlar Urval lita, innanogutan - Og fleira og fleira Chevrolet Malibu 4 dr. Sedan kr. 5.200.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um Malibu Classic 4 dr. frá kr. 6.100.000.* Innif. 5 lítra V8 vél. ÁTT ÞÚ HEFILBEKK? Frá heræfingum hjá Heimevernet Hinar leynilegu herdeildir Fyrir nokkrum dögum fann lögreglan eimingartæki, 7000 lítra af „mysu“ og um 230 lítra af heimatilbúnu áfengi hjá útgeröarmanni, sem hafðist við á eyðiey undan suðurströnd Noregs. - Þetta vakti að vonum nokkra athygli, og varð góður frétta- matur fyrir dagblöðin, en þar með var ekki sagan öll. I framhaldi af þessu gerði lögreglan húsrannsókn hjá viðkomandi aðila, í húsi sem hann á í Ósló. Við rannsóknina kom í ljós 15 fermetra leyniher- bergi, sem hafði að geyma talsvert magn af handvopnum, auk stórrar byssu, sem venju- lega er notuð gegn skriðdrekum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að viðkomandi útgerðarmaður starfaði á tíma- bili hjá leynilegri varnardeild, sem staðið hefur í sambandi við herinn. Hann hætti fyrir aldurs sakir sem meðlimur hjá deild- inni fyrir nokkrum árum, en hafði hins vegar áfram varðveiziu vopnanna. Nú hefir það komið fram, að umrædd varnardeild, eða varnarflokkur, er bara einn af fleiri slíkum, sem dreifðir eru yfir landið og ætlað er það hlutverk að stunda skæruhern- að, ef Noregur yrði hernuminn af óvinaríki. Um þessar varnar- deildir var fáum kunnugt, og þeir sem um þær vissu, Norðmenn og aðrir, forðuðust að ræða þetta opinberlega. Augljóst er að þeir sem eru félagar í varnardeildunum taka á sig mikla áhættu. Ef til styrjaldar kæmi væri það ekki bara hlutverk þeirra að taka þátt í vörnum landsins, heldur einnig „að lifa af“ á yfirráða- svæði óvinarins, ef Noregur yrði hernuminn. Verkefni þessara manna er þá m.a. að gera leifturárásir á hernaðarmann- virki óvinarins, safna upplýsing- um um óvininn og halda uppi leynilegu sambandi við banda- menn utan landsins. Þýðingar- mikið er því að sem fæstir viti um það hverjir eru í deildum þessum, en upplýsingar um það og annað koma aðeins árásar- aðiljanum að gagni og gætu þýtt það, að fyrirfram væri kerfið dauðadæmt. Varnardeildir þær sem hér um ræðir hafa verið starfandi siðustu 30 árin, og það segir sína sögu að vel hefir verið gengið frá uppbyggingu þeirra og skipulagi, að almenn vitneskja um þær hefir ekki fengist fyrr en nú. Gera má ráð fyrir að norska Heimevernet standi að ein- hverju leyti í samvinnu við hinar leynilegu deildir, en sá er munurinn að starfsemi Heime- vernets er opnari og hlutverk þess að taka þátt í vörnum landsins á opnum vígvelli. Hermenn þess eru taldir vera um 100 þús., en hinar leynilegu deildir eru hver um sig nokkrir menn, og til samans varla fjölmennari en 500. Kommúnistar og aðrir and- stæðingar landvarna hafa nú reynt að gera stjórnendur varnarmálanna tortryggilega vegna þeirra nýju upplýsinga sem komið hafa fram. Staðreynd er hins vegar að mikill meirihluti norsku þjóðar- innar aðhyllist núvérandi varnarmálastefnu. Það sýnir m.a. vaxandi fylgi Hægri flokksins, sem er sá stjórnmála- flokkur landsins sem ákafast hefir barizt fyrir auknum land- vörnum. EG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.