Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Kaupmáttaraukning taxtavísitölu frá 1976: 32% hækkun hjá opinberum starfsmönnum en 14,7% hækkun hjá ASl-launþegum TALSVERÐAR breytingar hafa orAið á kaupmætti kauptaxta eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. í því sambandi var þess getið að kaupmáttur kauptaxta opinberra starfsmanna hefði auk- izt úr 121,9 stigi frá því í júnímánuði síðastliðnum í 128,2 stig, sem er áætluð tala fyrir desember. Brigður hafa verið bornar á þessa tölu, og um hana eru menn þó ekki á eitt sáttir. Þó munu líkur benda til að talan 123,6 sé nær réttu lagi. Er þá kaupmáttaraukningin hjá opin- berum starfsmönnum á tímabil- inu frá júní til desember 1,4%. I þessu sambandi má geta þess að veruleg umskipti hafa orðið á kaupmætti taxtavísitölu undan- farin þrju ár og hafa opinberir starfsmenn þar bætt mjög stöðu sína. Á árinu 1976 var kaupmáttur taxtavísitölu 95,7 hjá launþegum í Alþýðusambandi íslands, en 90,5 hjá opinberum starfsmönnum. Talan fyrir alla launþega var þá 94,2. Á árinu 1977 eru tölurnar breyttar og er þá kaupmáttur taxtavísitölu opinberra starfs- manna kominn upp fyrir kaup- mátt launþega innan ASÍ. ASÍ-launþegar hafa þá kaupmátt- inn 103,5 stig, en opinberir starfs- menn 109,0 stig. Kaupmáttur allra launþega var þá 105,1 stig. Enn varð breyting opinberum starfs- mönnum í vil á árinu 1978. Spátölur fyrir það ár eru 109,8 stig fyrir launþega í ASÍ, 119,5 stig fyrir opinbera starfsmenn og 112,7 stig fyrir alla launþega landsins. Frá 1976 hefur því hækkun kaup- máttar ASÍ-launþega orðið 14,7%, hækkun kaupmáttar opinberra starfsmanna 32% og hækkun kaupmáttar allra launþega 19,6%. Forsetahjónin til Manar næsta sumar FORSETI íslands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans hafa þckkst boð stjórnvalda á eynni Mön að þau verði viðstödd hátiðahöld í tilefni af þúsund ára afmæli þings eyjarskeggja, sem kennt er við Tynwald (Þingvöli). Forsetahjónin munu dveljast á eynni Mön 23.-26. júní næstkomandi. en þeir dagar vcrða einkum helgaðir hinum norræna þætti í sögu eyjarinn- ar. Norrænir menn stofnuðu til hins forna þings Manarbúa, og mun forseti færa þinginu kveðjur Alþingis og íslensku þjóðarinnar. (Frétt frá skritstofu forseta íslands). Rarik tekur við rekstri og yfirstjóm Kröflu RÍKISSTJÓRNIN ákvað þann 30. nóvember s.l. að Rafmagnsveitum ríkisins verði falinn rekstur og umsjón með frekari framkvæmd- um við Kröfluvirkjun fyrst um sinn, cnda standi ríkið sem eignaraðili undir fjármagns- kostnaði af stofnkostnaði og áframhaldandi framkvæmdum, svo og hugsanlegum halla af rekstri virkjunarinnar eins og verið hefur. í framhaldi af þessari ákvörðun skipaði iðnaðarráðherra, Hjörleif- ur Guttormsson, nefnd til þess að ganga frá yfirtökunni. Nefndina skipuðu: Páll Flygen- ring, ráðuneytisstjóri, Jón G. Sólnes, formaður Kröflunefndar, Jakob Björnsson, orkumálastjóri og Kristján Jónsson, rafmagns- veitustjóri ríkisins. Að tillögu nefndarinnar hefur iðnaðarráðherra ákveðið að frá og með 1. janúar 1979, þar til öðruvísi verði ákveðið, taki Rafmagnsveit- ur ríkisins við öllum eignum og rekstri Kröfluvirkjunar, svo og yfirstjórn frekari framkvæmda sem ákveðnar kunna að verða. Við þessa yfirtöku Rafmagns- veitna ríkisins á Kröfluvirkjun fellur umboð Kröflunefndar niður, svo og fyrirmæli iðnaðarráðuneyt- isins til Orkustofnunar um þátt hennar í framkvæmdum við bor- holur og gufuveitu. Nú er unnið að því að búa Kröfluvirkjun undir rekstur, m.a. með tengingu á nýrri borholu. Staðan verður þó endurmetin og ákvörðun um rekstur virkjunar- innar tekin með hliðsjón af fyrirliggjandi afli, væntanlega fyrir lok næsta mánaðar. (Frá iðnaðarráðuneytinu) Hæstiréttur hefur engin gögn fengið enn ÞAÐ var fullsterkt tekið til orða í frétt um staðfestingu gæzluvarðhaldsúrskurða í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, að málin væru nú til meðferðar hjá Hæstarétti. Málinu hefur að vísu verið áfrýjað en réttinum hafa engin gögn borizt ennþá. Mjólkurflutningabíll Mjólkurbús Flóamanna sligaðist undan 110 þúsund glösum af kældri nýmólk, eins og stendur á tanknum, en gert var við hann til bráðabirgða og annar bíll leysti hann af og kom drykknum á leiðarenda. Ljósm. Kristján. Grind mjólkurbíls brotnaði í tvennt ÍtUiíÍÁ" nUKMMA iM.-y ÞAÐ óhapp varð að einn mjólkurflutningabíll Mjólkur- bús Flóamanna brotnaði í tvennt um hádegisbilið í gær, er hann var rétt kominn til Reykjavíkur með 22 þúsund lítra mjólkur. Brotnaði grind bílsins rétt framan við báðar afturhásingar hans, en bíllinn, sem er dráttar- bíll, var fluttur til landsins frá Bandaríkjunum fyrir 3—4 árum notaður. Vegur hann alls 38 tonn, fullhlaðinn, en hann var með 22 þúsund lítra mjólkur í tanknum. Síðdegis í gær var gert við hann til bráðabirgða þannig að hann gat haldið áfram ferð sinni austur fyrir Fjall, en annar bíll var fenginn til að taka tankinn í tog. Mikil ös í vínbúðunum — VIÐ höfðum ráðgert að hafa áfengisútsölurnar opn- ar aðeins til kl. 18 en höfðum þær opnar til kl. 19 og fylgdum þar með al- mennum lokunartíma verzl- ana, eins og við gerum jafnan, sagði Jón Kjartans- son forstjóri ÁTVR í sam- tali við Mbl. í gær. Jón sagði að mikil sala hefði verið í gær enda væri þetta oft söluhæsti dagur ársins og mikil ös hefði verið á öllum útsölustöðum. Bílslysið á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lézt í bílslysinu á Suðurlandsvegi hét Gísli Jóseps- son, 25 ára gamall, til heimilis að Fossheiði 25 á Selfossi. Magnús Thorlacius látinn LÁTINN er í Reykjavík Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Hann var fæddur 19. nóvember 1905 í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, varð stúdent 1924 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands árið 1929. Magnús Thorlacius rak málflutningsskrif- stofu frá 1. október 1929, hann varð héraðsdómslögmaður árið 1939 og hæsta- réttarlögmaður árið 1942. Magnús Thor- lacius var formaður Lögmannafélags íslands um nokkurra ára skeið og hann var frá því í júlí 1946 löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr frönsku. Eftirlifandi kona Magnúsar er Jóhanna Thorlacius og eignuðust þau þrjú börn. / ------------\ INNLENT Ævisaga Árna Þórarinssonar eftir Þórberg: Dœmd ummœli endur- prentuð athugasemdalaust Ekki ásetningssgnd segir Sigurður Baldursson hrL „UM þessa dóma var ekkert fjallað opinberlcga, það ég man, og þeim var ekki áfrýjað til Hæstaréttar, þannig að þeir voru á fárra vitorði. Þessi grein mín um meiðyrðadómana yfir Þór bergi Þórðarsyni vegna ævisögu Árna Þórarinssonar er ekki skrifuð til að áfellast einn eða neinn heldur aðeins til fróðleiks fyrir menn, enda er ég sann- færður um að endurbirting um- mælanna er ekki ásetningssynd af hálfu forráðamanna Máls og menningar heldur vissu þcir hreinlega ekki um þessa dóma,“ sagði Sigurður Baldursson hrl. er Mbl. spurði hann um grein hans í 3ja hefti Tímarits Máls og menningar 1978, þar sem hann fjallar um ummæli í fyrstu útgáfu Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarsson sem voru dæmd dauð og ómerk í bæjarþingi Reykja- víkur en hafa staðið óbreytt áfram í siðari útgáfum verksins. Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, færð í letur af Þórbergi Þórðarssyni, kom fyrst út hjá bókaforlaginu Helgafelli 1945—‘50. Tvö mál voru höfðuð vegna ummæla í tveimur bindum verksins og voru ummælin dæmd dauð og ómerk með tveimur dómum sem kveðnir voru upp í janúar 1953. í málaferlum þessum kröfðust stefnendur aðeins ómerkingar á tilteknum um- mælum og málskostnaðar sér til handa, en hvorki refsingar yfir Þórbergi né miskabóta úr hendi hans. Segir Sigurður í grein sinni að þessi hófsemi í kröfugerð sé mjög óvenjuleg í málum af þessu tagi. Onnur útgáfa ævisögunnar kom út hjá Máli og menningu 1969 og þriðja útgáfa 1977. í báðum þessum síðari útgáfum standa hin dæmdu ummæli óbreytt. „Eftir að önnur útgáfan kom út var engum andmælum hreyft við endurprentun hinna dæmdu um- mæla,“ sagði Sigurður Baldursson í samtalinu við Mbl. „Ég ætlaði mér alltaf að vekja athygli á dómunum, en gleymdi því svo og þriðja útgáfan var komin út áður en ég tók við mér. Hins vegar tókst mér að koma leiðréttingu í þriðju útgáfuna, þar sem setjari sá, sem vann við aðra útgáfuna, hafði misskilið kímni sögumanns. í einni sögu verksins notar sögumaður orðið Hilter nokkrum sinnum, en þessa kímni misskildi setjarinn og leiðrétti nafnið í Hitler. í þriðju útgáfunni er þetta svo aftur orðið Hilter, eins og upphaflega var. Ég er þess fullviss af samtölum mínum við forráðamenn Máls og menningar að endurprentun um- mælanna er engin ásetningssynd af þeirra hálfu heldur vissu þeir bara ekki frekar en aðrir af þessum dómum. Þeir fóru líka ákaflega hljótt eins og ég sagði og allt var gert upp og borgað eins og til stóð í bróðerni og kyrrþey. Það er engan veginn ætlun mín með þessari grein nú að ýta þessum ummælum út úr bók- menntunum, heldur vil ég aðeins vekja athygli á þeim í fróðleiks- skyni." Sigurður Baldursson var verj- andi Þórbergs í báðum málunum. I grein sinni rekur hann kröfur sækjanda og verjanda í málunum og rekur ummæli þau, sem stefnt var út af og álit dómsins á þeim. „Ég legg engan dóm á réttmæti mála,“ sagði Sigurður í samtalinu við Mbl. „Enda er ég ekki í refsiham. Ég legg málin bara hlutlaust fram og svo geta lesendur dæmt um réttmæti þeirra og meiðyrðalöggjafarinn- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.