Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Um þrjár nýútkomnar hestabækur AÐ UNDANFÖRNU hafa komið út þrjár bækur sem öðru fremur fjalla um hesta og hestamennsku. Eru þetta bækurnar „Ein á hesti“, sem segir frá lífsreisu Jónu Sigríðar Jónsdóttur en hún mun þó kunnari undir nafninu Trippa-Sigga, „Fákar, íslenski hesturinn í blíðu og stríðu“ nefnist bók, sem hefur að geyma texta Sigurðar A. Magnússonar og ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar og fleiri og „Hestamenn“ eftir Matthías ó. Gestsson. Þá var ráðgert að nú fyrir jólin kæmi út fyrra bindi af Handbók hestamanna, sem Landssamband hestamannafélaga gefur út í tilefni af 25 ára afmæli LH, en sú bók kemur vart fyrir almenningssjónir fyrr en í byrjun næsta árs. Meðal hestamanna þykja það jafnan nokkur tíðindi er bækur um hesta og hestamenn koma út og í tilefni útkomu þessara þriggja bóka, þótti umsjónarmanni þáttarins við hæfi að fara um þær nokkrum orðum. Ekki verður þetta þó nein bókmenntagagnrýni. Það er hlutverk bókmenntagagnrýnenda blaðsins að gera þeim skil frá því sjónarmiði. Þau orð, sem hér fara á eftir, verður að skoða sem orð hestamanns um hestabækur. Það sést ef til vill best hversu mikil þjóðsagnarpersóna Höskuldur Eyjólfsson á Ilofstöðum er í íslenskri hestamennsku á því að nafn hans kemur við sögu í öllum þeim þremur hestabókum, sem fjallað er um hér á síðunni. Þessa mynd tók ljósm. Mbl. Kristján Einarsson af Höskuldi (t.h.) og Matthiasi Gestssyni, höfundi bókarinnar Hestamenn, á landsmótinu að Skógarhólum í sumar. í för með Trippa-Siggu Sumum kann að þykja það rangt að telja ævisögu Jónu Sigríðar Jónsdóttur, Ein á hesti, sem Skugg- sjá gefur út, með í þessari upptalningu á nýútkomnum hesta- bókum en það er nú svo, að saga Sigríðar hefur öðru fremur verið saga ferðalaga á hestum. Svo mjög er nafn Jónu Sigríðar tengt hestum að fæstir kannast við hennar rétta nafn, því mönnum hefur verið tamara að nefna hana Trippa-Siggu eða Hesta-Siggu. Fyrir mér hafa þessi viðurnefni aldrei verið hnjóðs- yrði eða notuð um Jónu Sigríði í háði. Heldur hafa þau einfaldlega festst við hana í hugum fjölmargra landsmanna, sem hún hefur hitt á ferðum sínum um landið og kannski í hugum enn fleiri, sem hafa heyrt af margvíslegum svaðilförum hennar og útilegum í óbyggðum landsins. Ég hafði gaman af að lesa bók Jónu Sigriðar og fá þannig að kynnast ævi konunnar, sem ég hafði séð og heyrt um á bernskuárum mínum. Hugmynd mín um persónu Jónu Sigríðar var jafnan að þar færi ákveðin og hörð kona, ákveðin í að láta ekki segja sér fyrir verkum en að vísu nokkuð grobbin. Við lestur bókarinnar skýrðist þessi mynd. Hún átti harða bernsku og lífsganga hennar hefur jafnan verið á bratt- ann. En hún átti sér trygga og kæra vini, sem veittu henni styrk og gleði. Það voru hestar hennar, fyrst Gullfaxi og síðar Ljómi. „Hesturinn er mesti og besti gleðigjafi, sem náttúran veitir okkur mönnunum," sagði Jóna Sigríður í upphafi minningarræðu þeirrar, sem hún flutti er Gullfaxi var felldur og þá ræðu endurtók hún í erfidrykkju Ljóma. Við sem höfum haft kynni af hestum getum með heilum hug tekið undir þessi orð Jónu Sigríðar og víst er að þessi orð eru sem grunntónn í þessari bók. sonar í kvæðinu „Fákar“: „Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.“ Og víst er að „knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur." Já, víst er að þessi lýsing á vel við „lífsreisu Jónu Sigríðar." Trippa- Sigga var „kóngur um stund" og kórónulaus átti hún „ríki og álfur." Hennar „ríki“ voru óbyggðir Islands. Glæsilegar myndir en textinn um oí við hæfi útlendinga Fákar nefhist bók, sem Bókafor- lagið Saga í Reykjavík sendir frá sér og ber hún undirtitilinn „Islenski hesturinn í blíðu og stríðu." Höfundur textans í bókinni er Sigurður A. Magnússon og segir hann þar frá uppruna íslenska hestsins og notkun hans allt fram á síðustu ár. Leitar Sigurður gjarnan fanga í bókmenntum fyrri alda og einnig vitnar hann oft til frásagna erlendra ferðalanga, sem hingað lögðu leið sína fyrir þann tíma að bílar fóru að vera altíðir á íslandi. Texti Sigurðar er fróðlegur og skemmtilegur aflestrar enda þótt unnenda íslenska hestsins, að lesa um Landsmótið á Vindheimamelum 1974 sem langfjölsóttasta landsmót hestamanna, sem haldið hefur verið, .en ekki er minnst einu orði á fjölsótt og glæsilegt Landsmót hestamanna á Þingvöllum á sl. sumri. Þetta minnir sérstaklega á hversu nauðsynlegt er að upplýsingar og viðmiðanir í bókum sem þessari þurfa jafnan að vera eins nýjar og ferskar og frekast er kostur. Það er svo einnig álitaefni hvort bók eins og þessi eigi ekki að vera þannig úr garði gerð að hún missi einskis af gildi sínu þó haldin séu ný og glæsilegri hestamannamót, hesta- mönnum og félögum þeirra fjölgi o.s.frv. Þó finna megi hnökra á texta bókarinnar er hann eins og fyrr sagði fróðlegur og skemmtilegur aflestrar. Þarna fæst í tiltölulega stuttu máli yfirlit yfir sögu og eðli íslenska hestsins og víst er að í þessa bók geta jafnt íslenskir sem erlendir lesendur sótt verulegan fróðleik um íslenska hestinn.' Bókina Fákar prýða margar gull- fallegar litmyndir af íslenska hestin- um við hinar margvíslegu aðstæður og í víðlesnum tímaritum en vitan- lega er alltaf gaman að varðveita góða mynd í bók, þó hún kunni að hafa birst annars staðar. Á einu, sem tengist myndunum, get ég ekki stillt mig um að vekja máls en það er hversu mér finnst vanta í myndatextana skýringar á því hvar myndirnar séu teknar og ég tala nú ekki um þegar um er að ræða myndir af einstökum hrossum og kannski knöpum þeirra, án þess að getið sé um af hverjum myndin er. Islending- ar eru nú einatt þannig gerðir að þeir vilja vita hvar myndir eru teknar og varðandi myndir af mönnum og hrossum hefur það ekki bara gildi fyrir þá kynslóð, sem nú kemur til með að lesa þessa bók, að fá að vita af hverjum myndirnar eru, heldur ekki síður kunna þessar myndir að hafa heimildargildi myndin er af Sigurði Haraldssyni í Kirkjubæ. Eitt dæmi um það, sem nefnt var hér síðast má sjá á bls. 55 en myndatextinn er þannig: „Einn frægasti stóðhestur íslands (yst til vinstri) ásamt afkomendum sínum. Allur hópurinn hlaut verðlaun á þessu hestamóti." Myndin er af stóðhestinum Sörla 653 frá Sauðár- króki og afkvæmum hans, sem sýnd voru með honum á Landsmótinu 1974. Þau mistök hafa hins vegar orðið að Sörli er ekki yst til vinstri á myndinni heldur yst til hægri. Önnur meinleg villa í myndartexta er á bls. 72. Þar segir í myndartexta: „Kirkjubæjarstóðið. Þetta mun vera eini staðurinn þar sem úrvalshrossa- kyn hefur verið ræktað í einum og sama lit. Öll hrossin eru rauðstjörn- ótt með hvítt tagl og fax.“ Rétt er að Ekki skal efni bókarinnar rakið hér en þetta er eins og undirtitill bókarinnar ber með sér „lífsreisa Jónu Sigríðar" og þó sú för hafi el^ki alfarið verið farin á hestum mun sjálfsagt marga fýsa að lesa um hrakninga hennar, hvort sem er á Kaldadal eða Kjalvegi eða þá för, sem hún varð frægust af, útileguna á Stórasandi. A ferðum sínum um landið hefur Jóna Sigríður komið víða við. Hun kann að meta greið- vikni en hún var líka fljót að snúa frá garði, ef hún fann að hún var óvelkomin eða umbeðinn greiði var veittur með semingi. Þetta er umfram allt bók, sem lýsir einu af þessum fjölmörgu tryggðasamböndum, sem stofnast milli hesta og eigenda þeirra. Sambandi, sem verður ef til vill best lýst með orðum Einars Benedikts- textinn beri það með sér að hann er skrifaður fyrir erlenda lesendur og ætlaður til þýðingar á erlendar tungur. Fyrir íslenska lesendur, og þá sérstaklega hestamenn, hefði texti bókarinnar mátt vera fyllri og ítarlegri. Til dæmis er í bókinni getið um ýmsa athyglisverða þætti úr sögu íslenska hestsins og fari hans en þetta er þó jafnan gert í stuttu máli og ekki er heldur kostur á að sannreyna, hvort ályktanir höfundar eigi við nægjanleg rök að styðjast enda sjaldnast vitnað til heimilda. Texti bókarinnar ber það með sér að hann hefur verið skrifaður á árinu 1977 og eru ýmsar tölulegar upplýsingar frá því ári nú breyttar. Þá kemur það nokkuð ankannalega fyrir sjónir íslenskra hestamanna og sennilega líka fjölmargra erlendra og er hlutur myndanna í bókinni ekki síðri en textans. Flestar myndirnar í bókinni tók Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndari en auk hans eiga myndir í bókinni 9 aðrir ljósmyndarar. Um myndirnar, sem allar eru litmyndir, er það að segja að þarna getur að líta einstakt úrval af góðum og skemmtilegum mynd- um, og út úr þeim má lesa nútíma- sögu íslenska hestsins. í mörgum myndanna er brugðið upp heillandi svipbrigðum íslenskrar náttúru og þannig undirstrikað hversu ríkan þátt hesturinn hefur allt fram á þennan dag átt í að veita fólki innsýn í undur náttúru landsins. Það skemmir nokkuð fyrir gildi myndanna í bókinni, að sumar þeirra hafa áður sést opinberlega svo sem í auglýsingabæklingum, á almanökum seinna meir. Á bls. 63 getur að líta nær heilsíðumynd af manni á rauðri hryssu og í myndatexta með henni segir: „Norðlenskur bondi á fullfall- egri (á örugglega að vera gullfallegri — innsk. t.g.) hryssu sinni, sem hlaut fyrstu verðlaun á hestamóti." Ég fæ ekki séð hvað það hefði sakað að fræða lesendur um hvaða hryssa þetta er og hver knapinn er. Við getum tekið annað dæmi. Á bls. 59 er mynd af rauðtvístjörnóttu hrossi og knapi stendur við hlið þess með verðlaunagrip. I myndatexta segir: „Hryssa sem unnið hefur til fyrstu verðlauna ásamt hreyknum ræktunarmanni sínum með verðlaunabikarinn." Ég hygg að ekki einasta íslenskir lesendur heldur og erlendir áhugamenn um íslenska hestinn vildu gjarnan vita hver maðurinn er en þess má geta, að Kirkjubæjarhrossin nú eru nær öll rauð að lit en þau eru ekki öll rauðstjörnótt heldur ýmist stjörnótt eða blesótt. Þá kann ég því illa að í hestabók sé litareinkennum tagls og faxa Kirkjubæjarhrossanna lýst sem hvítum. Hrossin eru nær undan- tekningarlaust glófext og ég sé ekki annað en eðlilegt sé að halda sér við þessa íslensku málvenju eins og við nefnum þau hross brún, sem margir vildu nefna svört. Á bls. 91 í myndartexta er einnig lit hests lýst vitlaust, þar sem Dagur frá Núpum sagður bleikur en hið rétta er að hann er leirljós, blesóttur. Þegar bók sem þessi er útbúin verður að huga að mörgu, því góð myndabók samhliða góðum texta er vitanlega listaverk. Því þykir með það skemma fyrir að sjá sama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.