Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 27 Hækkun verðjöfnun- argjalds á raforku TAFLA 1 | Raforkugjöld^þessara^no^nda^^á^þessum^þr^ur^rafvel^^^ 1 C Hluti. Sölusk. ver4j.«. “ +. rafv. ------ ------------ “ Notandi h já | Rafv.Akraness 39.910 i Rafmv.rík. i Rafmv.Rvík. 7.782 5.088 84.023 16.805 10.923 44.707 8.941 5.812 TAFLA 2 Eí miðaó er vl* “h^^^seSThlr^segiri- veróa samsvarandi tölur „ovA-ÍHfnunargi Rafv.Akraness 39.910 7.782 2 583 15.365 Rafmv.rík. 84.023 16.805 15 .965 32.769 Rafmv.Rvíkur 44.707 8.941 8 .494 17.435 Blaðinu heíur borizt eítiríar- andi frá Rafmagnsveitum ríkis- insi Vegna dreifibréfs, sem formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra rafveitna hafa sent ofangreindum aðilum vilja Raf- magnsveitur ríkisins taka fram eftirfarandi: 1. Fyrrgreint dreifibréf var ekki borið undir stjórnarfund SÍR, en Rafmagnsveitur ríkisins eiga fulltrúa í stjórninni. 2. Eftirfarandi vilja Rafmagns- veitur ríkisins gera í stuttu máli grein fyrir tillögum sínum varðandi lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar á undanförnum misserum, svo og gera athuga- semdir við ýmis atriði, sem fram koma í dreifibréfinu. Eins og kunnugt er, stafar fjárhagsvandi Rafmagnsveitna ríkisins aðallega af miklum kostnaði við orkuöflun, mjög erfiðum markaði í hinum dreifðu byggðum landsins og þeirri stað- reynd, að fjár til félagslegra og óarðbærra framkvæmda hefur verið aflað með óhagkvæmum erlendum lánum og vísitölutryggð- um lánum, sem aukið hafa fjár- magnskostnað stofnunarinnar á óeðlilegan hátt, þannig að tekjur af orkusölu og núverandi verðjöfn- unargjaldi hafa ekki staðið undir rekstri og þeim framkvæmdum, sem nauðsynlegar hafa verið til að anna eftirspurn á raforkunotkun á orkuveitusvæði Rafmagnsveitn- anna. Tillögur Rafmagnsveitnanna hafa því miðast við að leysa bæri þennan fjárhagsvanda fremur með því að eigandi stofnunarinnar, ríkissjóður, yfirtaki hluta fjár- magnskostnaðar, heldur en hækka í sífellu smásölugjaldskrá Raf- magnsveitnanna, sem leitt hefur til þeirrar miklu mismununar í Jólaskákmót Mjölnis í Glæsibæ Jólahraðskákmót Mjölnis verður haldið í kaffiteríunni í Glæsibæ n.k. laugardag 30. des. og hefst kl. 13. Verðlaun verða veitt. Þátttak- endur eru beðnir um að mæta kl. 12.45 og hafa með sér tafl og klukkur. Öllum er heimil þátttaka en þátttökugjald er 1000 kr. raforkuverði hjá notendum Raf- magnsveitnanna annars vegar og notenda sveitarfélagarafveitna hins vegar, sem orðinn er í dag. Bent hefur þó verið á þann möguleika, að hækka verðjöfn- unargjald, ef aðrar leiðir þættu ekki færar í bili. Stjórnskipuð nefnd, sem í áttu sæti formaður stjórnar Rafmagns- veitnanna, hagsýslustjóri og ráðu- neytisstjóri iðnaðarráðuneytis gerði t.d. í marz s.l. tillögu um hækkun verðjöfnunargjaldsins í 20%, sem ekki náði fram að ganga. I stað þess var gripið til aukinnar erlendrar lántöku, sem enn jók fjárhagsvanda stofnunar- innar. Síðustu tillögur Rafmagnsveitn- anna gerðu hins vegar ráð fyrir óendurkræfum framlögum úr ríkissjóði á fjárlögum 1979 til frambúðarlausnar fjárhagsvand- ans, 800 m. kr. til þess að vega upp á móti fyrirsjáanlegum rekstrar- halla 1979 og 680 m. kr. vegna hins félagslega þáttar framkvæmda ársins 1979. Þessar tillögur stofnunarinnar hafa verið mótað- ar á grundvelli útreikninga á hinum félagslega þætti í fram- kvæmdum Rafmagnsveitnanna. I dreifibréfi formanns og fram- kvæmdastjóra SIR er mikið gert úr sölu Rafmagnsveitna ríkisins á rafhitun á of lágu verði og „stórgölluðum marktaxta". Varðandi verð á rafhitun á orkuveitusvæðum Rafmagnsveitna ríkisins skal tekið fram, að stefna stjórnvalda hefur verið sú að miða húshitunarkostnað með rafhitun við olíuverð að teknu tilliti til olíustyrks, þannig að húshitun með rafmagni verði ekki hærri en með olíu. Samanburður á húshitunar- kostnaði með þilofnum á þéttbýlis- stöðum á orkuveitusvæði Raf- magnsveitnanna annars vegar og Hitaveitu Reykjavíkur hins vegar sýnir, að húshitunarkostnaður á fyrrnefndu stöðunum er um 250% hærri en í Reykjavík, þannig að vart er hægt að tala um of lágt verð á rafmagni til húshitunar hjá Rafmagnsveitunum hvað notand- ann snertir, ef réttlætis á að gæta gagnvart þegnum þjóðfélagsins. Um hitt atriðið hvort raforku til hitunar eigi að selja undir kostnaðarverði tímabundið í stað þess að hita upp með innfluttri síhækkandi olíu má sjálfsagt deila en stjórnvöld hafa þó valið fyrri kostinn á undanförnum árum. Um hinn „stórgallaða mark- taxta“ skal eftirfarandi tekið fram: Taxtinn er byggður upp á þann hátt að hægt sé að sameina alla almenna notkun á sveitabýli um einn orkumæli, það er raforku til heimilisnota, súgþurrkunar og hitunar. Sambærilegur taxti er eðli málsins samkvæmt ekki til hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Við ítrekaða athugun á samsetn- ingu notkunar hans kemur í Ijós að sé reiknað með heimilisnotkun á heimilistaxta, súgþurrkun á súgþurrkunartaxta og afgangur- inn af notkuninni fari til húshit- unar, þá er verðið til hitunar ca. 7—8% lægra en á almennum hitunartaxta, Hagkvæmni Rafmagnsveitn- anna vð að selja samkvæmt marktaxtanum er hins vegar margföld, miðað við þennan mis- mun vegna hagkvæmari nýtingar- tíma og þar af leiðandi hagstæðari innkaupa á raforkunni í heildsölu, betri nýtingar dreifikerfa i sveit- um, fækkunar orkumæla hjá notanda, einfaldara kerfis hjá notanda o.fl. Ljóst er, að ekki verður við það unað að fjárhagsvandi Rafmagns- veitnanna verði leystur með sífelldum gjaldskrárhækkunum. Stofnunin hefur því gert tillögur um óendurkræf framlög úr ríkis- sjóði til að mæta þessum vanda og treystir því, að það verði gert að nokkru á þann hátt, sbr. yfirlýs- ingu iðnaðarráðherra á Alþingi 15. des. s.l. Meðan verið er að afla þessári stefnu nægilegs skilnings, verður Innbrot í Ingólfs apó- tek upplýst RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst innbrotið í Ingólfs apótek á jólanótt, en þaðan var stolið örvandi og róandi töflum í þúsundatali. Reyndust tveir menn á þrítugsaldri vera þjófarn- ir, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni. Menn þessir höfðu sömu nótt brotizt inn í hús í Skipholti og þaðan stálu þeir tölvum og einhverju fleiru. að líta á hækkun verðjöfnunar- gjaldsins sem tímabundna ráðstöf- un til að brúa þetta bil að hluta. Virðingarfyllst, Kristján Jónsson. rafmagnsveitustjóri. Samanburður á verði á raforku til heimilisnota Þær tölur sem birtar hafa verið að undanförnu um verð á raforku vegna umræðna um verðjöfnunar- gjald á raforku eru samkvæmt skýrslu Orkustofnunar frá 17.11.1978. Samkvæmt þeim tölum er verð á raforku nú til heimilisnota hjá þeirri rafveitu sem verðið er lægst, Rafveitu Akraness kr. 17,25 á kWh, hjá þeirri rafveitu sem verðið er hæst, Rafmagnsveitum ríkisins kr. 37.25 á kWh og hjá stærstu rafveitunni, Rafmagns- veitu Reykjavíkur kr. 19,82 á kWh. Orkustofnun miðar við, í sínum útreikningum 3000 kWh notkun á ári á meðalfjölskyldu, ásamt tiiheyrandi fastagjöldum sam- kvæmt gjaldskrá viðkomandi raf- veitu. Árskostnaður á raforku til heimilisnota hjá þessari meðal- fjölskyldu, sem kaupir raforku af þessum þremur rafveitum verður þá þessi, miðað við 13% verðjöfn- unargjald: Rafveita Akraness 3000 x 17,25 = kr. 51.750- Rafmagnsveitur ríkisins 3000 x 37,25 = kr. 111.750- Rafmagnsveita Reykjavíkur 3000 x 19,82 = kr. 59.460- Töflur 1 og 2 á meðfylgjandi sýna, hve skattlagning á raforku leggst mismunandi á notendur og þyngst á viðskiptavini Rafmagns- veitna ríkisins. Ók á 5 bíla á 15 minútum ÖLVAÐUR aðkomumaður stal bifreið í miðbæ Akraness aðfara- nótt síðastliðins miðvikudags. Ók hann um nærliggjandi götur og að sögn iögreglunnar á Akranesi tókst honum að aka á 5 bíla á aðeins um 15 mínútum. Bílarnir skemmdust þó furðanlega lítið, nema stolan bifreiðin, sem skemmdist talsvert. Ferðalaginu lauk ökumaðurinn síðan með því að aka upp á lágan steinvegg og þar sat bifreiðin er lögreglan kom á vettvang. Ökumaðurinn reyndi að flýja, en var fljótlega hlaupinn uppi. Si'- Aramótadansleikur Mennta- og Fjölbrautaskólanemar takið eftir! Áramótadansleikur verður haldinn í Festi Grindavík Gamlárskvöld frá kl. 23.00—04.00 W a Hljómsveitin GEIMSTEINN leikur fyrir dansi Miöar fást gegn framvísun nemendafélags- skýrteina í Menntaskólanum viö Hamrahlíö (noröurkjallara) í dag sunnudag frá kl. 13—17. Hvert skýrteini gildir fyrir einn gest aö auki. Sætaferðir frá: F.B. Breiðholti og Hlemm kl. 11.00 einnig stoppaö viö Shell í Kópavogi og Bollunni í Hafnar- firöi. Ath: Takmarkaöur fjöldi miða. Ef eitthvaö veröur eftir af miöum, einnig selt viö rútur. L.M.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.