Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Við áramót / TILEFNI áramótanna ræddi Viðskiptasíðan við framkvæmdarstjóra nokkra fyrirtækja og bað þá um að svara spurningunni, „Hvað er þér minnisstæðast úr atvinnulífinu á árinu 1978 og hvað viltu segja um ' væntanlega þróun á árinu 1979?u Fara svör þeirra hér á ettir. Jón ÁsherKsson framkvæmdar- stjóri Loðskinns á Sauðárkróki sanði safíði að sér væri auðvit- að minnisstæðast það útflutn- ingsbann sem sett var á ojí að þeir hafi þurft að sækja um útflutninnsleyfi til manna sem ekkert skilja þarfir atvinnu- lífsins ojí virðast hafa að eina markmið að skapa hér eins mikla óvissu og óánæfýu og mö}íuleí;t er of; þannif; að fá tækifæri ti4 að byKKja hér á rústunum nýtt oj; „betra“ þjóðfélaK. Framtíðarhorfurnar verða að teljast all sæmileKar saf;ði Jón ef á annað borð verður séð fyrir því að fyrirtækjunum verði búin sömu rekstrarskil- yrði ofí fyrirtæki njóta í helztu samkeppnislöndum okkar. Erlinj; Aspelund hótelstjóri Hótels Loftleiða ok Hóteis Esju saKÖi að sér væri minnis- stæðast hvað reksturinn hefði KenKÍð tiitöluleKa vel ok ekkert staðið i veKÍnum aldrei þessu vant. Sá stóri skuKK' sem hvílir þó yfir árinu er hið hörmuleKa sl.vs sem varð á Sri Lanka. Hvað framtíðina varðar þá er efst á blaði hjá okkur núna að nýta þá heimild síðasta aðalfundar að láta hanna nýja viðbyKKinKU við Hótel Esju ok er það verk nú í fullum KanRÍ- EinnÍK vil éK láta þá ósk í ljós að friður sá sem ríkt hefur á vinnumarkaðnum meKÍ hald- ast sem lenKst því segja má að það sé alKjör forsenda þess að hér sé hægt að viðhalda KÓðri hótelþjónustu í framtíðinni. Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar h.f. í Neskaupstað. Mér er minnisstæðast það mikla óöryKKÍ sem fyrirtækjum í sjávarútveKÍ, bæði í fisk- vinnslu ok veiðum, hefur verið boðið upp á ok þá staðreynd að hér þurfi að framkvæma á þrÍKKÍa mánaða fresti meiri- háttar efnahaKsaðKerðir til að fr.VKfíja rekstrargrundvöll þessara atvinnugreina. Slíkur aðbúnaður sem þessi tekur einnig allt of mikinn tíma frá stjórnendum fyrirtækja til að hyggja að framtíðaruppbygg- ingu fyrirtækja sinna. Þó svo stefnt hafi í rétta átt núna síðustu mánuðina hvað verðbólguna varðar þá er það ekki nóg. Áframhaldandi verð- bólguþróun yfir 30% eykur enn á aðstöðumun hjá fyrir- tækjunum og gæti það haft* alvarlegar afleiðingar í för með sér þegar fram í sækir, Einnig er þýðingarmikið hvernig til tekst með verndun fiskistofna og ég hygg að þar þurfi að tryggja meira sam- ræmi í aðgerðum bæði frá efnahagslegu og lífrænu sjón- armiði. Jón Fr. Einarsson hyggingarmeistari, Bolungar- vík. Þegar litið er til baka get ég ekki annað en verið ánægður sagði Jón. Mikil atvinna hefur verið hjá mínum fyrirtækjum og frekar vantað fóik en hitt. Hér hefur m.a. verið unnið að byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða, viðbyggingu við frysti- húsið og 20 íbúða blokkar, og leiguíbúðir fyrir sveitarfélagið. Otto A. Michelsen Næg verkefni eru fyrir hendi á árinu 1979 en ýmsar blikur virðast vera á lofti en ég er þó á því að ef til samdráttar kemur þá muni hans gæta síðar hér fyrir vestan en í öðrum lands- hlutum. Þá tel ég þýðingarmik- ið að ráðið verði bug á þeirri óvissu sem hér hefur ríkt og takast megi að skapa meira rekstraröryggi í öllum atvinnu- greinum. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar h.f. á Akur- eyri. Ég hef ekki ástæðu til að vera óánægður því starfsemin hefur gengið tiltölulega vel hjá okkur á þessu ári. Viðgerðar- starfsemin sem er um helm- ingur af allri starfsemi okkar hefur aukist nokkuð og er það ánægjuleg þróun. Hins vegar óttast ég þá þróun sem átt befur sér stað í nýsmíðun skipa hér innanlands á þessu ári. Erlendar skipasmíðastöðv- ar bjóðast til að kaupa eldri skip upp í ný en þegar öllu er á botninn hvolft fara þessi skip aldrei úr landi. Þetta veikir óneitanlega samkeppnisað- stöðu okkar. Óvissan er almennt mikil þegar litið er til framtíðarinn- ar og þrátt fyrir að næg verkefni liggi fyrir á næsta ári getum við engan veginn verið vissir um jákvæða rekstrar- Jón Ásbergsson Jón Fr. Einarsson Sigurður F. Ilelgason niðurstöðu á árinu 1979. Ástand fjárfestingarlánasjóða og horfur í þeim efnum eykur enn á þessa almennu óvissu. Verðbólgan er hættulegasti óvinur atvinnulífsins og því er mikilvægt að ráða bug á henni ef takast á að komast hjá verulegum skakkaföllum í þjóðfélaginu í heild. Ottó A. Michelsen forstjóri IBM á íslandi sagði að sér væri minnisstæðast sú aukna tækni sem komið hefur til í aðalat- vinnuvegum þjóðarinnar. Á þessu ári voru tekin í notkun í fyrsta sinn tölvukerfi 'til beinnar framleiðslustýringar í hraðfrystiiðnaðinum. Með þessum breytingum fæst betri nýting aflans okkur öllum til hagsbóta. Það sem veldur mér áhyggj- um um framtíðarvelferð þjóð- arinnar er það kjarkleysi og getuleysi löglega kosinna þjóð- arleiðtoga til að takast á við vandamál sem þeim hefur verið falið að leysa. Þeir virðast ekki geta tekist á við vandann vegna kverkataka ýmissa þrýstihópa. Sigurður R. Helgason fram- kvæmdastjóri Hagvangs h.f. Það er nú ekki neinn einstakur atburður sem mér er efst í huga heldur munstur margra þ.e.a.s. að á árinu hefur Erling Aspelund Gunnar Ragnars Valur Arnþórsson greiðslugeta fyrirtækja al- mennt farið versnandi en það hefur aftur leitt til verulegra innheimtuerfiðleika. Samfara þessari þróun hefur dregið mjög úr framkvæmdahug at- vinnurekenda og aðrir hlutir hafa þróast mjög á sama veg eins og t.d. eftirspurnin núna síðustu mánuðina. Hún hefur dregist verulega saman að undanförnu og það verulega í sumum greinum eins og t.d. í byggingariðnaðinum. Sá greinilegi óhugur sem verið hefur í atvinnurekendum virð- ist nú hafa breitt úr sér og vera orðinn almennari þ.e.a.s. gerir nú bæði vart við sig hjá atvinnurekendum og laun- þegum. Nú þegar er orðið ljóst að við erum komin á verulegt sam- dráttarstig. Ég veit af fyrir- tækjum sem verður lokað á næstunni og þykist vita að fleiri komi á eftir. Mér er illa við að spá kreppu en ef ríkisstjórninni tekst ekki að ná tökum á atvinnumálunum virðist allt stefna í þá átt. Við skulum þó vona okkar allra vegna að til þurfi þó ekki að koma. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri. Þar sem rekstur KEA spannar yfir það víðfemt Ólafur Gunnarsson svið kemur að sjálfsögðu margt upp í huga mér þegar spurt er um minnisstæðasta atburð ársins 1978. Persónu- lega er mér minnisstæðast að ég var kosinn formaður stjórn- ar Sambands ísl. samvinnufé- laga og hef því fengist við vandamálin á mjög breiðum grundvelli. Sérstaklega er mér staða verzlunarinnar minnis- stæð en þar hefur 20% af rekstrarlaunum þessarar greinar verið kippt burtu með opinberum aðgerðum á sama tíma og allur tilkostnaður hefur farið vaxandi. í verzlun- inni, sem er ákaflega þýðing- armikill þáttur í rekstri sam- vinnuhreyfingarinnar hefur því vandinn vaxið eftir því sem á árið hefur liðið. Þessir erfiðleikar hafa einnig gert vart við sig í rekstri KEA »n þó er e.t.v. annar þáttur sem stendur ofar í minningunum og það er sá vandi sem fylgt hefur hinni miklu mjólkur- framleiðslu á sama tíma og salan innanlands hefur dregist saman. Þetta hefur leitt til hrikalegri birgðasöfnunar en áður hefur þekkst og hefur þetta reynt mjög á þolrifin í fjárhagsgetu félagsins. Er þetta þeim mun alvarlegra þegar þess er gætt að á sama tíma brennur óðaverðbólgan upp rekstrarmagn fyrirtækj- anna og hefur þetta skapað meiri vanda en ég hef áður kynnst. Hins vegar eru ýmsar bjartar hliðar. Viðskipti öll og velta hjá KEA hefur verið mikil og það má reyndar einnig segja um atvinnu á Eyjafjarðarsvæðinu í heild. Afkoman bæði til sjávar og sveita hefur því verið með betra móti. En ef ég lít fram til ársins 1979 þá verð ég að lýsa þeirri eindregnu von minni að ríkisvaldið taki málefni verzl- unnarinnar til sérstakrar með- ferðar, nú strax upp úr ára- mótunum og leiðrétti rekstrar- grundvöll þessarar þýðingar- miklu atvinnugreinar, sem þjóðfélagið getur ekki án verið. Ég vil jafnframt leggja mikla áherzlu á nauðsyn þess að tekið verði traustum tökum á vandamálum landbúnaðar- framleiðslunnar og þróun hennar beint í þá átt að hún hæfi sem bezt innlendum markaði jafnframt því að bændur geti hlaðið tekjum til jafns við aðrar stéttir. En það sem manni hlýtur þó að vera efst í huga er óskin um það að okkur íslendingum takist fyrr en seinna að ná tökum á efnahagsmálunum þannig að unnt verði að draga úr hinni hrikalegu verðbólgu sem við búum við, en hún er lang- stærsta vandamálið sem at- vinnuvegirnir búa við í dag, sagði Valur að lokum. Viðskiptasíðan óskar lesendum sínum gleði- legs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.