Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 21 Matthías Á. Mathiesen: Hér fer á eftir meginefni ræðu, sem Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, flutti við lokaumræðu fjárlaga á Alþingi skömmu fyrir jól. Þau vandamál, sem íslenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir, eru nokkuð af öðrum toga spunnin en þau, sem þurft hefur að glíma við á undanförnum þremur ára- tugum. Baráttunni um yfirráðarétt okkar yfir auðlindum hafsins í kringum landið er að mestu lokið, og þar varð sigurinn okkar. I því máli þurftum við fyrst og fremst að kunna fótum okkar forráð. Þá er og ljóst, að mikill meirihluti þjóðarinnar er nú einhuga í samstarfi og samvinnu við vest- ræna lýðræðisþjóðir. Hvernig hafa þeir stað- ið við stóru loforðin? Það er ekki óeðlilegt nú 6' mánuðum eftir kosningar, 4 mánuðum eftir að Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur tóku sæti í ríkisstjórn undir forsæti fram- sóknar og þeir standa að sínum fyrstu fjárlögum, að spurt sé: Hvernig hefur nú sigurvegurun- um tekizt að standa við stóru loforðin? Tvisvar á tæpum fjögurra mánaða starfsferli sínum hefur Skattheimta ríkisins 1979 mun slá öll met jafnvel met fyrri vinstri stjórna Það viðfangsefni sem erfiðast hefur gengið að leysa og nú er komið á það stig, að ekki verður undan vikizt, er sú verðbólga sem herjað hefur allt þjóðlíf á þessum áratug. Orsakanna að leita hjá okkur sjálfum Orsakanna er fyrst og fremst að leita hjá okkur sjálfum, þar sem við höfum ekki komið okkur saman um innbyrðis skiptingu afraksturs þjóðarbúsins og miða kröfur okkar einungis við það sem til skipta er. Þessar óhóflegu kröfur hafa leitt til skuldasöfn- unar erlendis og stór hluti fjár- festingarinnar í landinu hefur stjórnazt af þessu ástandi. Kröfur um arðsemi sem gera verður hafa mjög oft verið að litlu hafðar. Samskipti manna hafa að mörgu leyti einkennzt af þessum ytri skilyrðum og er nú svo komið, að menn haga gjörðum sínum eftir því, hvernig kaupin gerast á eyrinni. Naumast verður hægt að halda áfram á þessari braut öllu lengur og því er það eitt meginverkefni þeirra aðila, sem með stjórnvöld fara í landinu að leiða þjóðina af þessari óheillabraut. Spyrja má, hvort þjóðin geti nú vænzt forystu frá þeim öflum, sem fara með stjórn landsmála, því getu- og ráðaleysi núverandi hæstvirtrar ríkisstjórnar og þess liðs, sem stendur að baki henni, ríður ekki við einteyming eins og síðustu dagar hér á hinu háa Alþingi sýna og því ekki að vænta neinnar forystu frá þessum aðilum. Ef litið er til baka og athugað inntak þeirra pólitísku umræðna, sem fram hafa farið í landinu á þessu ári, kemur í ljós að sá áróður, sem átti upptök sín í herbúðum Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins fyrr á árinu, um að þáverandi ríkisstjórn væri með feb./maí efnahagslögunum að svipta launafólk hlut þess í afrakstri þjóðarbúsins, náði til- ætluðum árangri. Þá er og ljóst, að liðsmenn þessara stjórnmála- flokka innan verkalýðsforystunn- ar voru notaðir til þess að beita verkalýðshreyfingunni í heild gegn þeim ráðstöfunum, sem fyrrverandi ríkisstjórn gekkst fyrir með lögum í febrúar/maí sl. Þessi blekkingaráróður náði til fjölda fólks og í kosningunum á sl. vori unnu þessir flokkar umtals- verðan kosningasigur, sem byggðist fyrst og fremst á slagorð- inu „samningana í gildi" til þess að brjóta niður þær ráðstafanir, sem Alþingi og fyrrverandi ríkis- stjórn höfðu ákvarðað til þess að vinna gegn verðbólgunni. Úrslit kosninganna fólu í sér, að þeir sem unnu kosningarnar, rækju við stjórnartaumum og fengju tækifæri til að efna þau kosningaloforð, sem sigur þeirra byggðist á. hæstvirt ríkisstjórn þurft að svíkja stóru kosningaloforðin um „samningana í gildi“ með þeim efnahagsaðgerðum, sem hún hefur beitt sér fyrir í sept. og nóv. sl. og ekki er séð annað en áfram verði haldið á sömu braut á árinu 1979. Það hefur ekki staðið á stjórnarflokkunum að samþykkja auknar skattaálögur undanfarna daga. Þegar að er gáð, mun aukin skattheimta ríkisins á næsta ári nema 25 milljörðum króna miðað við skattlagningu þá, sem gilti í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Skattheimta ríkisins 1979 mun slá öll met, jafnvel met fyrri vinstri stjórnar. Að auki er svo aukin skatt- heimta vinstri meirihlutans í Reykjavik, sem mun nema tæpum 2 milljörðum króna, miðað við álagningarreglur meirihluta sjálf- stæðismana í borgarstjórn Reykjavíkur. Þá fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með störfum núverandi ríkisstjórnar, að öll stefnumörkun og ákvarðanataka er með slíkum hætti, að fátt jafnast á við þá ringlureið, sem m.a. hefur birzt í því, að allt starf Alþingis nú að undanförnu hefur meira og minna verið lamað vegna þessa stjórnleysis og skoðana- ágreinings, sem ríkir hjá stjórnar- liðum. Hæstvirtur forsætisráð- herra gaf þá yfirlýsingu á Alþingi í dag, að eftir áramót, fyrir 1. feb. nk., yrði reynt að móta samræmda stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Það sem þeim hefur ekki tekizt á 4 mánuðum á nú að takast á 1 mánuði. Sjónarspil Alþýðuflokksins Ef vikið er að þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur reynt að koma í framkvæmd til að standa við stóru kosningaloforðin frá því í kosningunum á sl. vori, einkenn- ast þau fyrst og fremst af stefnumiðum Alþýðubandalagsins með tilstuðlan Framsóknarflokks- ins. Hins vegar hafa sjónarmið Alþýðuflokksins orðið algjörlega útundan þrátt fyrir mikinn hama- gang þingliðs flokksins, sem birt- ast hér á hinu háa Alþingi í ýmsum formum og fyrirvörum. Og þeir settu á svið eitt heljarmikið sjónarspil til þess að villa fyrir þeim, sem enn trúa því að þeir ætli að standá við kosningalof- orðin. Meginefni ráðstafana núverandi ríkisstjórnar felast í því að gerðar eru stórfelldar millifærslur hjá aðilum í þjóðfélaginu. Gerð er markviss tilraun til að ganga að öllum sjálfstæðum atvinnurekstri í landinu dauðum, brjóta niður alla viðleitni einstaklinga til sjálfsbjargar, skerða sjálfstæði sveitarfélaganna og skapa algjört öngþveiti í fjármálum ríkisins. Það hljómar einkennilega þegar þeir sem talið hafa þjóðinni trú um, að atvinnulífið berðist í bökkum vegna aðgerða fyrrver- andi ríkisstjórnar, ganga nú ótrauðir fram fyrir skjöldu með auknar álögur á atvinnuvegina svo tugum milljarða skiptir. Þetta kemur að vísu ekki á óvart þeim, sem til þekkja því þar sem Alþýðubandalagið fær að ráða ferðinni, eru meginmarkmiðin þau að skapa algjöra upplausn og ringlureið. Þar ber vissulega að harma það, að þeir tveir lýðræðisflokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn ásamt Alþýðubandalaginu skuli ekki sjá hvert stefnir og hafa þor til að rísa gegn stefnu ríkis- stjórnarinnar eins og hún nú hefur svo glögglega birzt. Þær miklu skattaálögur, sem nú er verið að samþykkja hér á Alþingi munu leiða af sér tvennt: Sú aukna skattbyrði sem atvinnurekstur á að taka á sig mun leiða til þess, að fjölmörg fyrirtæki verða að draga úr eða hætta rekstri, en samfara því mun hér myndast atvinnuleysi. Ef það á ekki að gerast, mun atvinnureksturinn þurfa að velta þessum auknu álögum út í verðlagið og þar með viðhalda og auka á verð- bólguna. Sú aukna skattheimta á þorra einstaklinga verður til þess að draga úr allri sjálfsbjargarvið- leitni manna, sem leiðir ekki til neins annars en lakari lífskjara, ekki bara þeirra sem í hlut eiga, heldur allrar þjóðarinnar. Súkkulaðimolar fyrir þinglið Alþýðuflokksins Fjárlögin fyrir árið 1979 munu, ef fram fer sem horfir, markast af því ófremdarástandi sem ríkir hjá stjórnarflokkunum og bera að sjálfsögðu einkenni þeirrar röngu efnahagsstefnu, sem núverandi ríkisstjórn viðhefur. Hæstvirtur fjármálaráðherra virðist ekki ætla að láta af þeim fullyrðingum, að ríkissjóður verði rekinn með greiðsluafgangi á næsta ári, þ.e.a.s. á 16 mánuðum. Við sjálfstæðismenn höfum bent á fjölmörg atriði, sem ‘við teljum með öllu óraunhæf í fjárlagafrv. Ennfremur er við- hafður ýmis talnaleikur til að ná fram nægilega mörgum súkkulaði- molum til að stinga upp í þinglið Alþýðuflokksins. Það er vissulega athyglisvert að forsendur fjárl.frv. samrýmast ekki forsendum þjóðhagsspár fyrir árið 1979, og í útgjaldalið frv. skortir 4—5 milljarða. Er það auðvitað gert til þess að ná endum saman, en á fölskum forsendum svipað og var við fjárlög 1974. Ég vil ítreka það sem ég hef áður lagt áherzlu á við umræðu fjárlagafrumvarpsins, að Alþingi hverfi ekki frá því að afgreiða fjárlög raunhæft og taki afstöðu til þessa þýðingarmikla máls, þannig að raunhæft sé. Ef al- þingismenn hafa ekki styrk til að ákveða útgjöld ríkissjóðs innan þeirra marka, sem tekjur ríkisins leyfa, er Alþingi á rangri braut og í reynd að færa mikilvæga ákvörðunartöku til framkvæmda- valdsins. Það mikla starf, sem unnið hefur verið á undanförnum árum í þá veru að gera fjárlög að raunhæfu stjórnunartæki og auka allt eftirlit með útgjöldum ríkis- stofnana hefur verið unnið fyrir gíg- Frekari skuldastöínun Eins og ég gat um hér að framan er meginefni þessa frum- varps til fjárlaga fyrir árið 1979 í beinu samhengi við þá efnahags- ringlureið, sem viðgengst hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Frumvarp þetta boðar aukna hlutdeild ríkisins í þjóðarfram- leiðslunni frá því sem verið hefur á undanförnum árum eða frá 27—28% á árinu 1977 í um 30—31% á næsta ári og skatt- tekjuhlutfall hækkar úr 27% á árinu 1977 í 31—32% á árinu 1979. Með þessu er enn frekar verið að seilast til aukinna ríkisafskipta á öllum sviðum þjóðlífsins og þar með að draga úr frjálsræði fólks til ákvörðunartöku um eigin hag og gera allt eftirlit með stjórnun ríkisfjármálanna erfiðara. Annað veigamikið atriði er varðar afgreiðslu þessa frumvarps (er sú staðreynd, að það mun ekki iverða til þess að draga úr ' verðbólgunni eins og hæstvirtur fjármálaráðherra hefur viljað halda fram opinberlega, þar sem ljóst er að sá greiðsluafgangur sem sagður er munu verða, er ekki raunhæfur og því ljóst, að ríkis- sjóður stefnir í frekari skulda- söfnun við Seðlabankann á næsta ári, í stað þess að greiða umsamd- ar afborganir við Seðlabankann 1978 og ‘79, sem þýðir auknar erlendar skuldir og áframhald- andi verðbólgu. Þær miklu tilfærslur, sem ráð- gerðar eru á næsta ári til niðurfærslu verðlags, valda því, að hið opinbera er nú farið að stjórna bæði framleiðslu og neyzlu manna á mörgum þýðingarmiklum vör- um, sem fólk neytir dags daglega og öll verðskynjun hverfur, og við erum horfin 20 ár aftur í tímann hvað viðskiptahætti snertir. Þetta gerir ekkert annað en að viðhalda óarðbærri framleiðslu, sem ekki þrífst, ef fólk þyrfti að greiða raunverulegt verð og því einn þáttur til viðbótar í að færa lífskjör alls almennings til hins verra. Ef vikið er að tekjuhlið frum- varpsins kemur í ljós, að nú skal taka til baka að fullu og öllu fyrirheit um „samningana í gildi“. Þær stórauknu skattaálögur á einstaklinga, sem felast í þessu frumvarpi og valda því að fjöl- margir einstaklingar munu greiða allt að 70% af tekjum sínum í beina skattheimtu til opinberra aðila, verður til þess að draga úr almennri viðleitni manna til vinnu, en það hefur verið ein aðalundirstaða þess, að við höfum getað starfrækt sjálfstætt þjóðfé- lag, að hver þjóðfélagsþegn hefur lagt fram mikla vinnu til þess að mega lifa frjáls maður í okkar fjarlæga landi. Við sjálfstæðismenn höfum gagnrýnt harðlega þetta fjárlaga- frumvarp og alla málsmeðferðina, sem hefur verið með endemum. Þar kom á fundum Alþingis í morgun, að hæstv. forsætisráð- herra sá sig tilknúinn að biðjast afsökunar á framferði stjórnar- liðsins. Það væri út af fyrir sig að líða málsmeðferðina, ef fjárlagaaf- greiðslan vekti einhverjar vonir um árangur í hinni alvarlegu viðureígn við verðbólguna, en svo er því miður ekki. Þvert á móti er hætta á, að flestar veigameiri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar frá upphafi hafi verri en engin áhrif, enda lýsti einn stjórnarþing- manna því yfir í dag, „að ríkis- stjórnin hefði enn enga heildar- stefnu mótað í efnahagsmálum“, og annar sagði — að ekkert hefði verið gert af viti hingað til. Frekari lýsingar á stjórnarat- höfnum eru raunar óþarfar. Hæstv. ríkisstjórn dæmir sig sjálf af verkum sínum og hefur á ótrúlega skömmum tíma-tekizt að sýna getu- og úrræðaleysi sitt. Dagvistun- arstofnanir sem seinkað var koma á nœsta ári I fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1979 kemur fram að gert er ráð fyrir þvi að ljúka á árinu dagheimilunum við Suður- hóla og við Hagamel, sem teiknað var á sl. ári. Áætlað hafði verið að dagheimilið við Suðurhóla kæmi í not fyrr í haust en nú er allt kapp iagt á að það komi í gagnið sem fyrst á þessu ári. En þar verður rými fyrir 68 börn. Dagheimilið Vesturborg, sem átti að taka í notkun nú fyrir áramótin, verður væntanlega tekið í notkun i byrjun apríl í vor. Þar verður rými fyrir 34 börn í tveimur deildum. Sinnig hefur skóladagheimilið við Völvu- fell, sem koma átti í gagnið fyrir áramót, seinkað, en á áætlun er nú að ljúka því á næsta ári. Það er ætlað 20 börnum og liggur lóð þess að lóð dagheimilisins við Völvufell og nýtist eldhúsið báðum heimilunum. Þá er á áætlun að bjóða á næstunni út smíði tveggja barna- heimila með blandaða starfsemi við Iðufell og Fálkabakka, sem búið var að velja lóð fyrir, samþykkja teikningar og áætla fé í byrjunarframkvæmd á fjárhags- áætlun ársins 1978. Standa vonir til að heimilin verði þá tekin í notkun snemma árs 1980, að því er fram kom í ræðu borgarstjóra er fjárhagsáætlunin var lögð fram. Í hvoru heimili er dagvistarrými fyrir 17 börn og tveggja deilda leikskóli með rými fyrir 40 börn. Geta því 97 börn sótt hvort heimili dag hvern. Þá er fyrirhugað að hefja smíði tveggja sams konar heimila til viðbótar á næsta ári, við Ægissíðu og Hálsasel, en þau verða varla tekin í notkun fyrr en síðla árs 1980 eða snemma á árinu 1981. Á næsta ári verður sennilega byrjað á smíði skóladagheimilis fyrir 20 börn við Blöndubakka, að því er borgarstjóri sagði. 927,4 millj. í rekstur Rekstur barnaheimila Reykja- víkurborgar kosta borgarsjóð á næsta ári 856,4 millj. kr. skv. áætlun, en auk þess nema styrkir til dagvistunarstofnana í annarra eign og til dagvistunar á einka- heimilum 71 millj. Á áætlun 1978 var rekstur barnaheimila Reykja- víkurborgar 604,6 millj. kr. Á árinu 1979 bætast við í rekstur dagheimilin Vesturborg og Suður- borg og aukning verður á starf- semi Völvuborgar, er skóladag- heimilið þar tekur til starfa, sem fyrr er sagt. Á árinu 1979 verða þá á dagheimilum borgarinnar rúm fyrir 896 börn og á skóladag- heimilum rúm fyrir 132 börn. Samtals er þar um að ræða rúm fyrir 1028 börn. Reiknað er með að rúm verði á árinu fyrir 1710 börn. Nýr fræðslustjóri ELLERT Borgar Þorvaldsson kennari við Öldutúnsskóla hefur verið ráðinn fræðslustjóri Hafnar- fjarðar. Ellert hefur verið kennari við Öldutúnsskóla síðan 1971, en áður var hann skólastjóri á Eskifirði. Hann er formaður Félags grunnskólakennara í Reykjanesumdæmi. Ellert Borgar er kvæntur Ernu Björnsdóttur kennara. Nýr félagsráðgjafi BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur ráðið nýjan félagsráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Hafnar- fjarðar, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, félagsfræðing frá ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.