Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 17 knapann og sama hestinn koma fyrir við þrjár mismunandi aðstæður. Er hér átt við myndir af Reyni Aðal- steinssyni, sem fyrir koma á bls. 48—49, 50 og 87. Það skín um of í gegn að þessar myndir hafi verið sviðsettar, ef svo má að orði komast og sami leikarinn er látinn leika öll þrjú hlutverkin án þess að skipta um búning. Bókin Fákar sem nú kemur út á íslensku hefur áður verið gefin út á ensku undir heitinu Stallion of the north. Auk þess kemur bókin út um þessar mundir á dönsku, hollensku, þýsku og sérstakar útgáfur af bókinni koma út bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Er ekki að efa að margir unnendur íslenska hestsins á erlendri grund kunna að meta þann fróðleik, sem þeir fá í þessari bók um íslenska hestinn og ekki draga ágætar myndir úr ánægjunni. Um bókina í heild er það að segja að hún veitir lesandanum gott yfirlit yfir sögu íslenska hestsins „í blíðu og stríðu" eins og komist er að orði á bókarkápu. Og margur hestamaður- inn, sem áður hefur talið sig vita allt um íslenska hestinn, fær þarna nokkra viðbót og fyrir öðrum verður sérstaða íslenska hestsins skýrari. En það er kannski þetta síðast- nefnda atriði, sem höfundur bókar- innar undirstrikar hvað best án þess að slá um íslenska hestinn ein- hverjum dýrðarljóma, sem sé æðri þekktum staðreyndum og raunveru- leikanum. Mest um Landsmótið í sumar og nokkur í viðbót Matthías 0. Gestsson á Akureyri hefur sent frá sér bókina Hestamenn en útgefandi bókarinnar er Bókaút- gáfan Skjaldborg á Akureyri. I bókinni eru 15 hestamenn teknir tali og margar myndir af hestum og mönnum getur einnig að líta í henni. Matthías er hestamönnum kunnur fyrir ljósmyndir sínar af hestum og hestamönnum og einkum hefur hann tekið myndir á mótum hestamanna. Umgjörð bókar Matthíasar er öðru fremur Landsmót hestamanna í Skógarhólum í sumar og er drjúgur hluti bókarinnar helgaður mönnum og hestum, sem við sögu komu á mótinu. Alls eru 15 hestamenn teknir tali í bókinni en þrjú viðtalanna skera sig nokkuð úr vegna lengdar sinnar og efnis. Eru það viðtöl við Sigurð Olafsson í Laugarnesi og Ingu Valfríði Einars- dóttur konu hans, Höskuld Eyjólfs- son á Hofsstöðum og Jón Sigurðsson í Skollagróf. I tilefni af Landsmótinu NNotthíasÓ Gestsson I hftklnni eru 150 ijftsmyndir o<| ratt víð 15 gððkunna bcstamenn ræðir Matthías við Sigfinn Pálsson, bónda í Stórulág, eiganda gæðingsins Skúms. Að snúa Snældu sinni með öðrum búverkum nefnist viðtalsþáttur við Magna Kjartans- son í Árgerði. Undir fyrirsögninni Tvöföld afkvæmasýning er rætt við þau hjónin Ester Guðmundsdóttur og Þorkel Bjarnason um hryssuna Fjöður og sýningu hennar á mótinu. Matthías ræðir við Martein Valdi- marsson í Búðardal, eiganda Funa, íslandsmethafa í 1500 metra brokki. Viðtal við Aðalstein Aðalsteinsson nefnir Matthías: „Aður litli kappreiðadrengurinn en nú einn snjallasti skeiðknapi landsins." I kafla sem Matthías nefnir Hlaupa- drottningar ræðir hann keppnina í 350 metra stökki á Landsmótinu en þar setti barátta hryssa sinn svip á hlaupið. Hann varpar þeirri spurn- MENN Hestar umsjón TRYGGVI GUNNARSSON ingu til Þorkels Bjarnasonar, Sigur- björns Bárðarsonar og Gunnars Egilson, hver sé að þeirra dómi fljótasta hryssa landsins? Matthías ræðir við Þorstein Jónsson um heiðursverðlaunastóðhestinn Sörla 653 frá Sauðárkróki, viðtal er við Albert Jónsson um Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og við Eyjólf ísólfs- son er rætt um klárhestinn Hlyn. Eins og fyrr var getið er það jafnan fagnaðarefni hestamönnum þegar bækur um hesta og hestamenn koma út, og víst er að hestamenn fagna útkomu bókar Matthíasar. I henni er að finna viðtöl við nokkra þá menn, sem mjög hafa sett svip sinn á hestamannamót síðustu árin. Sjálfsagt munu margir sækja ýmsan fróðleik í þessi viðtöl en viðmælendur Matthíasar hafa þó frá misjafnlega miklu að segja enda á mismunandi aldri. Viðtölin eru þægileg aflestrar en ef til vill minna þessi viðtöl um of á blaða- eða tímaritsviðtöl og uppfylla síður þær kröfur sem gera verður til viðtals- þátta í bók. Þær kröfur sem ég á hér við, eru að í blöðum og tímaritum er ekki gerð krafa um að viðtalsefninu séu gerð eins tæmandi skil og ætla verður að gert sé, þegar viðtöl eru gefin út í bókarformi. Við megum ekki gleyma því varðveizluhlutverki, sem bækur gegna og þar skiptir miklu að upplýsingar, sem þar eru skráðar, séu sem ítarlegastar og gleggstar. Ólíkt er t.d. viðtalið við þau hjónin Sigurð og Snúllu í Laugarnesi heillegra og gleggra en viðtölin við hina yngri knapa, s.s. Aðalstein Albert og Eyjólf. Matthías hefur öðru fremur getið sér orð sem ljósmyndari og hefur lagt sig fram um að taka myndir af hrossum og hestamönnum. Eðlilega skipa því myndir veglegan sfess í bókinni og munu þær vera rúmlega 150, allt svart-hvítar myndir. Satt best að segja varð ég fyrir von- brigðum með myndirnar og í raun skákar texti bókarinnar þeim. Bæði er að prentun myndanna hefur í mörgum tilvikum ekki tekist sem skyldi og gæði mjög margra mynd- anna eru ekki slík að þær eigi erindi í bók. Einkum valda myndirnar frá Landsmótinu í sumar vonbrigðum en eldri myndir Matthíasar eru með litlum undantekningum mun betri og margar góðar. Þá hefur Matthías farið þá leið að leita ekki einasta fanga í myndasafni sínu heldur fengið myndir hjá öðrum, og virðist oft á tíðum ekki hafa verið unnið með því hugarfari að fá til birtingar þær bestu myndir, sem teknar hafa verið við þau tækifæri, en sjá má myndir af í bókinni. Höfundur hefur tekið þann kostinn að birta nokkuð margar myndir af sömu hestunum og eru þeir þá gjarnan setnir af viðmælendum höfundar. Ég fæ ekki séð að þessi aðferð þjóni tilgangi sínum nema um sé að ræða virkilega góðar myndir. Hvaða tilgangi þjónar t.d. að birta sjö myndir af sömu hryssunni ásamt eiganda hennar án þess að nokkur þeirra sé sérstaklega góð. Það er sérstakt vandaverk að búa út bók, sem hefur að geyma góðar hestamyndir og umfram allt krefst það tíma og natni. Því læðist að manni sá grunur að þessi bók hafi verið unnin í nokkrum flýti enda tekur höfundur það réttilega fram í formála sínum að flest eru viðtölin í bókinni tengd atburðum á Lands- mótinu í sumar og því hefði það rýrt gildi þeirra hefðu þau beðið birting- ar lengur. Hestamenn verða án efa þakklátir fyrir að fá bók sem þessa, þó með vissum hætti hefði mátt búa efni hennar betur úr garði. Þá kann það að vera spurning hvað einstök dægurmál, sem hafa á skömmum- tíma vikið fyrir öðrum, eiga erindi í bók. En hvað um það, Matthías hoðar í formála bókar sinnar að þetta sé upphaf bókaflokks um hesta og menn og vill undirritaður hvetja hann til að láta þetta verk ekki niður falla. Pertormans Sýning í Qalleri Sudurgata 7 Performans 24. dos. kl. 20-24 26. dev31. des. kl. 1S-22 31. des. kl. 22-24 \s V Jól í Gallerí Suðurgata 7 Það er næsta óvenjulegt, að haldnar séu sýningar í vikunni á milli jóla og nýárs enda hefur það hingað til ekki þótt fýsi- legur tími til sýningahalds. En allt er fyrst og nú hefur ung stúlka sett upp litla sýningu í Gallerí Suðurgata 7, og býður að auk upp á „performans" í tvö skipti. Hinn fyrri gjörningur var á aðfangadagskvöld en sá síðari verður á gamlárskvöld milli kl. 22—24. Sýningunni lýkur því á svipaðan hátt og hún hófst og mun eina sýningin er ég þekki til að hafi opnað á aðfangadagskvöldi og er lokið í þann mund er nýtt ár rumskar við sér. Sýningin er þannig einn gjörningur frá upphafi til enda og sem slík þó nokkuð frumleg a.m.k. óvenjuleg, því að varla er þess að vænta að margur hlaupi frá jólasteikinni til að líta inn á Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON fyrstu sýningu óþekktrar lista- konu. Þessi sýning telst einnig frumleg að því leyti, að hin unga stúlka sér fyrir því að enginn fari í jólaköttinn er heimsækir sýninguna, a.m.k. ekki á meðan hirgðir endast af þeim eplum, mungáti og fyrsta flokks hollenskum vindlum er þar liggja frammi. Guðrún Erla Geirsdóttir. sem er útskrifuð úr Myndlista- og handíðaskóla Islands og ef ég veit rétt, stundar nám í Holl- landi, — hefur hengt upp ýmsa smáhluti er henni voru hugljúfir í barnæsku t.d. smábrúður og annað leikdót. í rituðu máli rifjar hún svo upp ýmsar minningar og hugleiðingar tengdar þessum hlutum. Hug- leiðingar þessar mun hún hafa ritað jafnóðum á aðfangadags- kvöld og hefur það þannig verið liður í hinum eiginlega gjörningi. — Allir er vaxnir eru úr grasi munu kannast við þær til- finningar er gamalt leikdót og aðrir persónulegir munir vekja upp hjá þeim eftir langan aðskilnað og t.d. hafa iðkendur allra listgreina sótt innblástur í mál slíkra minninga. Þetta er því í sjálfu sér ekki frumlegt en þó óþrjótandi forðabúr gildra hugmynda, og vaki athafna og innblásturs. Ég hefði gaman af því að upplifa jólastemningu í þessu fallega og vinalega húsi, fylgjast með því hvað fram færi í sálarkirnu hinnar ungu stólku við endurfundi við gullastokk minninganna. Maulaði mitt epli og hélt léttur í skapi á brott, — án efa eru slík hughrif liður í gjörningnum og ég þakka með virktum fyrir mig. Gáfu litsjónvörp á elliheimilið i Eyjum Lionsmenn í Eyjum komu saman á Elliheimilinu þar skömmu fyrir jól til þess að afhenda heimilinu tvö litsjónvörp, en félagið hefur lagt ýmsum málum lið í Eyjum frá stofnun. Myndirnar tók Sigurgeir í Eyjum þegar verið var að afhenda tækin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.