Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 11 kom út góð bók í Sovétríkjunum, — ævisaga Oborins, míns ágæta kennara, sem látinn er fyrir nokkru. Aftast í bókinni er skrá yfir alla nemendur hans, sem náð hafa einhverjum frama. Vladi- mir Ashkenazy er ekki nefndur þar, en hins vegar Þórunn Tryggvason. Skriffinn- arnir hafa nefnilega ekki áttað sig á því' hver hún er, því að þegar við kynntumst hjá Oborin notaði öll fjölskylda hennar föðurnafn Jóhanns Tryggvasonar, föður hennar. Svona getur jafnvel hinu pott- þéttasta kerfi skotizt. — Þú hefur þá aldrei heimþrá? — Nei, enga þrá. Það eina, sem ég finn til gagnvart Sovétríkjunum er ótti. Samt dettur mér stöku sinnum í hug að gaman væri að koma þangað og sjá hvernig nú er umhorfs á fornum slóðum. — Verðurðu var við að flutningur þinn fái mismunandi viðtökur eftir þjóðlönd- um? — Nei, það getur ekki heitið. Auðvitað hafa allar þjóðir sín séreinkenni og fólk lætur ekki tilfinningar í ljós með sama hætti, en viðbrögðin bera mikið til vott um sömu tilfinningar. Eftir því sem ég hef aðstöðu og áhuga á að fylgjast með dómum gagnrýnenda þá eru þeir jákvæð- ir og vinsamlegir, — yfirleitt að minnsta kosti. — En þú sjálfur? Ert þú jákvæður og vinsamlegur í þinni gagnrýni? — Það fer sjálfsagt eftir því hvernig á málið er litið. Ef þú ert að hugsa um íslenzku sinfóníuhljómsveitina þá er svarið hiklaust já. Viðbrögðin við henni komu mér ákaflega á óvart. Mjög svo. Eg fullyrði að hvað hljómsveitina snertir þá er ég dómbær á frammistöðu hennar. Bæði þekki ég hana vel og svo hef ég samanburð, sem fáir hafa. Eg hef leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands upp undir tíu sinnum, og nokkurn veginn jafnoft hef ég stjórnað henni á tónleikum, fyrir utan öll þau skipti sem ég hef setið á áheyrendabekk og þannig getað einbeitt mér algerlega að því að hlusta, svo að um sleggjudóma getur ekki verið að ræða þegar ég set fram ákveðna og rökstudda gagnrýni á frammistöðu hljómsveitarinn- ar og bendi á leiðir til úrbóta. Þess vegna komu þessi sárindi, sem einn vinur minn telur raunar bera vott um hefnigirni, mér ákaflega á óvart. Ég hefði fremur haldið að aðstandendur hljómsveitarinnar sæju ástæðu til að færa sér hana í nyt í baráttunni fyrir því að betur verði búið að hljómsveitinni, í stað þess að snúa umræðunni upp í ásakanir um að ég væri lélegur stjórhandi. Það kemur málinu alls ekkert við. Hvort ég er góður stjórnandi, vondur stjórnandi eða yfirleitt enginn stjórnandi er málinu algjörlega óviðkom- andi. Sannleikurinn er nefnilega sá, að meðan Sinfóníuhljómsveit Islands er höfð í fjármagnssvelti er ekki að búast við stórum framförum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa fjármunir — Rœtt viö Þórunni og Vladimir Ashkenazy úrslitaþýðingu um gæðin. Til þess að fá góða hljóðfæraleikara þarf að skapa kjör, sem gera fólkinu mögulegt að lifa af þeim launum einum, sem greidd eru fyrir hljóðfæraleikinn. Um þetta hljóta allir sem til þekkja að geta verið sammála. Það hafa fleiri hljómsveitir en Sinfón- íuhljómsveit Islands barizt í bökkum. Það hafa þær stórhljómsveitir, sem hvaða lengst hafa náð, allar gert meira eða minna. En við skulum líka athuga að það er óvíðast sem þeim er haldið uppi af opinberu fé. Ég held að í Vestur-Évrópu sé það aðeins í V-Þýzkalandi og Austur- ríki, sem hljómsveitirnar eru á opinberu framfæri. Víðast hvar annars staðar standa aðgangseyrir og framlög einkaað- ila algjörlega undir rekstrinum. í Banda- ríkjunum fer þetta víða þannig fram að stofnanir eins og Ford Foundation og aðrar slíkar ákveða að leggja fram fé til rekstursins með skilyrðum. Forráðamenn slíkra stofnana koma kannski og segja: „Gjörið svo vel. Hér eru milljón dollarar, sem þið fáið til ráðstöfunar gegn því að afla sömu upphæðar sjálfir." Þetta er náttúrlega tilboð sem ekki er hægt að neita, og það hefur þau góðu áhrif um leið að kapp hleypur í hljómsveitina og hún fer að spjara sig. Um þetta mætti segja margar sögur og langar, og allar hafa þær góðan endi — það er að segja: Hljómsveitirnar leika betur og betur. Ég sé að vísu ekki að þetta kerfi geti átt við hér, vegna fámennis og þess að jafnvel stærstu fyrirtæki hér skila ekki nema mjög litlum tekjuafgangi þegar bezt lætur. Því hlýtur rekstrarfé Sinfóníu- hljómsveitarinnar að koma frá opinber- um aðilum. Meðan skilningur á þeirri menningarlegu nauðsyn að halda uppi góðu tónlistarlífi en ekki útbreiddari en hann er þá er kannski ekki von á góðu. Dæmi um þetta skilningsleysi er tillaga, sem sett var fram í alvöru í umræðu um afkomu hljómsveitarinnar, — af þing- manni, minnir mig. Sá góði maður taldi að fjármagnið mætti nýta betur með þeim hætti að láta sama hljóðfæraleikara leika á fleiri en eitt hljóðfæri! Er von á góðu á meðan umræðurnar eru á þessu stigi? — En setjum sem svo að betur yrði búið að sinfóníuhljómsveitinni fjárhags- lega. Hlyti skortur á hljóðfæraleikurum ekki að há henni eftir sem áður? — Það tel ég ekki vera. Það eru til nægilega margir góðir og vel menntaðir íslenzkir hljóðfæraleikarar í góða hljóm- sveit, en margir þeirra, einkum þeir, sem eru af yngri kynslóðinni, vilja auðvitað vera þar sem þeir fá laun, sem gera þeim kleift að stunda sitt starf af fullum krafti. Ég er viss um að margt af þessu fólki mundi vilja vera hér, ef það byggi við þokkaleg kjör. Auðvitað eru það ekki bara peningarnir, sem ráða úrslitum, heldur líka það að i fjölmenninu er tónlistarlíf skiljanlega margbrotnara en hér getur orðið. Samt sem áður er ég viss um að íslenzka sinfóníuhljómsveitin yrði því langtum aðgengilegri kostur ef betur yrði að henni búið fjárhagslega, og þær óskir á ég beztar hljómsveitinni til handa að mönnum aukist skilningur á þessu. hafnarinnar. Tilefnið var sextugs- afmæli íslenska fullveldisins. Undirritaður, formaður félags- ins, flutti ávarp í tilefni dagsins. Átta ungir Islendingar, nemendur á Norræna lýðháskólanum i Kungálv, skemmtu með söng og hljóðfæraslætti. Eyþór Stefánsson læknir spilaði undir á harmoniku og var hann einnig veislustjóri. Samkoman var mjög vel sótt, nær 150 manns komu, og skemmtu menn sér við söng og dans og gleðskap fram yfir miðnætti. Stefán Einarsson, verkfræðingur, Eyþór Stefánsson, læknir, og Gunilla Alkás, ritari á skrifstofu ræðismanns og Flugleiða, báru eins og svo oft áður hita og þunga af undirbúningi. Gestir að heiman Um miðjan janúar er svo efnt til jólatrésfagnaðar. Þorrablót er haldið á hverjum vetri. Þá er stundum farið til sjós, þ.e.a.s. farið frá Gautaborg yfir til Danmerkur með Sessan-ferjunni. Að jafnaði er þá farið kl. 18 á föstudegi til Friðrikshafnar á Jótlandi, þó ekki farið í land, og komið til baka til Gautaborgar um eitt leytið um nóttina. Félagið fær þá sérstakan borðsal í skipinu, þar sem íslensk- ur þorramatur er á borðum, en hljómsveit leikur fyrir dansi í aðalveitingasal skipsins. Þorrablót er þó stundum haldið í landi og er þá oft fjölbreytt skemmtidagskrá. Á sl. vetri voru þau ágætu hjón, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Jón Múli Árnason, gestir félagsins. Jón Múli sagði nýjustu fréttir að heiman og flutti orðum aukinn fréttaauka í léttum tón við mikinn fögnuð áheyrenda. Það er föst venja að fagna sumri á fjölskyldufundi á fyrsta sunnu- degi sumarsins um mánaðamótin apríl-maí í húsakynnum Norræna lýðháskólans í Kungálv. Þá hefur félagið einnig fengið góða gesti að heiman, t.d. hefur heiðursmaður- inn Höskuldur Skagfjörð, leikari, komið að heiman með fjölbreytt skemmtiefni við hæfi barna og fullorðinna. í vor eigum við von á Skólakór Garðabæjar, sem mun syngja á sumarfagnaði félagsins í Kungálv. Kórinn mun dvelja hér í nokkra daga um mánaðamótin apríl-maí í boði Sænsk-íslenska félagsins. Einnig stendur til að Háskóla- kórinn í Reykjavík komi hér við í b.vrjun mars á leið sinni frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar. — Við minnumst þess einnig með ánægju, þegar Alþýðuleikhúsið frá Akureyri hafði hér viðdvöl á leið til Stokkhólms og efndi til leik- sýningar á íslensku fyrir fullu húsi. Leikflokkur Alþýðuleikhúss- ins var mikill aufúsugestur. Slíkar heimsóknir eru mikilvægar sem landkynning. Þorrablót Sænsk-íslcnzka félagsins í Gautaborg er oft haldið um borð í Sessan fcrjunni á leið fram og til baka milli Gautaborgar og Friðrikshafnar á Jótlandi. — Á myndinni sést ferjan leggja úr höfn. Gautelfur og Álvsborgarbrúin í baksýn. <1 . ' m Wm Mmí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.