Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 23 um samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar, finnst mér hann ávallt minna mig á unglingsdreng, sem neyddur er til bardaga við stóran og voldugan þurs. Menn taka unglinginn, binda aðra hönd hans fyrir aftan bak og hrinda honum svo fram á völlinn gegn þursinum og það er rétt svo að honum sé klappað á kollinn og við hann sagt: „Stattu þig nú.“ Jú, verðjöfnunargjaldið er nauðsynlegt og jákvætt, um það er ekkert að villast, en satt að segja eru hlutirnir ávallt gerðir of seint og það sem gert er er of lítið í senn,“ sagði Björn. „Það er ljóst að nú verður þegar að gera eitthvað til bjargar um áramótin. Vona ég í því sam- bandi að íslenzkur iðnaður mæti meiri skilningi en hann hefur gert áður. Ef það á að vera nokkur von til þess að halda uppi fullri atvinnu í þessu landi, þá byggist það á því að iðnaðinum verði búin hér lífvænleg skilyrði." Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Landssambands iðn- verkafólks, sagði: „Það er skoð- un mín, að iðnaðinum sé nauðsyn einhver vernd gegn innflutningi, ígildi tollalækk- ana í einhverri mynd. Það er brýnt hagsmunamál okkar allra að spornað verði við því að erlendur iðnvarningur flæði inn í landið, ef unnt á að verða að þróa upp íslenzkan iðnað og byggja á honum atvinnumögu- leika. Innflutningsbönn og höft eru meðal margra hlutir af hinu illa og algjört trúaratriði. Það er ekki nauðsyn að grípa til slíkra ráða, en unnt er að gera ráðstafanir, sem torvelda inn- flutning og valda því að erlend- ur varningur verði síður keypt- .ur. Eg held að tillögur iðnrek- enda séu til bóta, en þær þarf að skoða vel og gaumgæfilega. Erfitt er að gefa afdráttarlaus svör um það hvað sé í raun bezta leiðin, en aðgerðir eru nauðsynlegar. „Ég hef trú á því,“ sagði Guðmundur, „að íslenzk iðnfyr- irtæki í sömu grein veiti hverju öðru samkeppni og ég er sannfærður um að iðnrekendur hafa þann metnað að framleiða góða vöru. Þá er og möguleiki á að koma á gæðaeftirliti og gæti Iðntæknistofnunin tekið að sér slíkt, séu henni skapaðir mögu- leikar á því sviði. Ég óttast því ekki að það komi niður á gæðum innlendrar vöru, þótt innflutningur iðnaðarvara sé gerður erfiðari." Guðmundur sagðist vera hlynntur verðjöfnunargjaldinu, sem iðnrekendur gerðu tillögu um, en hann kvað það skoðun sína að það ætti að koma til viðbótar öðrum stuðningi við iðnaðinn en ekki í staðinn. „Það þarf peninga til þess að þróa upp iðnaðinn," sagði Guðmund- ur og hann kvað nauðsynlegt að tryggja það að fjármagnið rynni til iðnþróunar. Allt þetta yrði að skoða mjög vel, ef á annað borð menn ætluðu sér að breyta um stefnu í þessum málum. Þá kvað hann nauðsyn- legt að iðnaðurinn sæti við sama borð og aðrar iðngreinar hvað álögur snertir. Iðnaðurinn þyrfti að búa við sömu kjör og aðrar atvinnugreinar. Hins vegar kvað hann ljóst að þessar álögur væru launþegum til hagsbóta, sem kæmu fram í aukinni félagslegri þjónustu, sem einnig teldist til kjarabóta. Að lokum sagði Guðmundur: „Við stöndum frammi fyrir því að tekjulægsta fólk þjóðfé- lagsins starfar í iðnaði. Kaup- gjaldið gerir þessi störf ekki eftirsóknarverð og fólk hefur tilhneigingu til þess að leita í aðrar starfsgreinar. Þrátt fyrir þetta er mikið af góðu og reynslumiklu fólki í þessari atvinnugrein. Við verðum að minnast þess, að það er mjög slæmt fyrir fyrirtækin, þegar þau missa hæfan starfskraft og ég held að það sé meiri skaði en flestir geri sér grein fyrir í fljótu bragði." Tólf nefndir lagðar niður Iðnaðarráðuneytið hefur ákveð- ið að lagðar skuli niður 12 nefndir sem um lengri eða skemmri tima hafa starfað á vegum þess. Hafa sumar þessara nefnda skilað niðurstöðum með álitsgerð til ráðuneytisins. Hér fer á eftir skrá yfir þessar nefndir: Þannig skilaði m.a. af sér með skýrslu og tillögum í október s.l. „Nefnd til að endurskoða orku- Iög“ og fyrr á árinu „Nefnd til að endurskoða raforkumál í Vestur- landskjördæmi“. I samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu stjórnarflokkanna hefur „Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað“ verið lögð niður, en hún hefur Starfað frá árinu 1971. í tengsliim við endurskipan á 'stjórnunarmálum Kröfluvirkjuhar verður „Kröflunefnd“ leyst frá störfum nú um áramótin, en hún var sett á fót á árinu 1974 og hefur unnið mikið verk, svo sem kunnugt er. A fyrri hluta þessa árs skilaði áliti „Nefnd til að kanna hugsan- lega yfirtöku Laxárvirkjunar á Kröfluvirkjun“ og hefur hún nú verið leyst frá störfum svo og „Nefnd til að samræma aðgerðir og taka ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir við Kröflu." Aðrar nefndir sem ráðuneytið hefur nú lagt niður eru: — Nefnd til að athuga um hagkvæmni flutninga á heitu vatni. — Nefnd til að semja frumvarp til laga um réttindi yfir jarð- varma. — Nefnd til að kanna starfsað- stöðu iðnaðarins. — Nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu raforku- dreifingar í Reykjaneskjördæmi. — Nefnd til að endurskipu- leggja raforkudreifingu í Suður- landskjördæmi. — Nefnd til að kanna og gera tillögur um möguleika á eignar- aðild samtaka sveitarfélaga og Suðurlands- og Reykjaneskjör- dæmi að Landsvirkjun. lítið sjónsvid með flugeldum fráokkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVIK: Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði Bílasala Guðfinns, Borgartúni Við Verzlunina Þrótt, Kleppsvegi 150 GARÐABÆR: Við íþróttahúsið Við Blómabúðina Fjólu AKUREYRI: Stórmarkaður í Alþýðuhúsinu Söluskúrvið Hrísalund ÍSAFJÖRÐUR: Skátaheimilinu, ísafirði BLÖNDUÓS: Hjálparsveit skáta, Blönduósi KOPAVOGUR: Nýbýlavegi 4 Skeifan, Smiðjuvegi 6 Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7 SUÐURNES: Við Krossinn í Njarðvík Hólagötu 13 Njarðvík Saltfiskverkun Rafns hf., Sandgerði Vogabær, Vogum VESTMANNAEYJAR: Strandvegi, 43 Drífandi HVERtíERÐI: í Hjálparsveitarhúsinu, Hveragerði Fyrir framan Selfossbíó, Selfossi AÐALDALUR: Hjálparsveit skáta, Aðaldal Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari. Þeir kosta 5000 kr., 8000 kr., 12.000 kr. og 18000 kr. í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda. Styðjið okkur — stuðlið að eigin öryggi. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI '+T| Flugeldamarkaðir jOj Hjálparsveita skáta AUGIYSINGASTOFANHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.