Morgunblaðið - 06.01.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.01.1979, Qupperneq 1
36 SÍÐUR OG LESBÖK 4. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sókn í átt til Phnom Penh Bangkok, 5. jan. AP. Reuter. í FRÉTTUM írá Bangkok í Thailandi í kvöld sagði að hundr- að þúsund manna innrásarlið Víetnama virtist hafa náð á sitt vald um fjórðungi lands í Kam- bódíu og hefði brotið á bak aftur varnir liðsmanna stjórnar Kamb- <)díu í nágrenni höfuðborgarinn- ar. Sagði í fréttum í kvöld að hersveitirnar væru nú í 60 km fjarlægð frá Phnom Penh. Kamb- ódískir uppreisnarmenn sem berjast með vietnömsku hermönn- unum sögðu í kvöld að þeir hefðu náð á sitt vald tveimur héraðs- borgum til viðbótar og héldu mestallri Austur- og Norðaust- ur-Kambódiu. Sérfræðingar í Bangkok telja þetta nálægt lagi, cn leggja áherzlu á að mest muni um lið Víetnama. Pol Pot, forsætisráðherra Kamb- ódíu, hélt útvarpsræðu í dag sem var mjög ruglingsleg — eins og AP-fréttastofan orðar það — og sagði hann þar að styrjöldin við Víetnam væri barátta upp á líf og dauða. Hún yrði æ alvarlegri og að þjóð hans hlyti að bera sigurorð af árásaraðilunum. Sérfræðingar segja að öll framvinda málsins hnígi í þá átt að fyrir innrásarliðinu vaki að skera á allar samgöngu- Hitabylgja á Suðurpólnum Sydney. Ástralíu, 5. janúar. — AP. HITABYLGJA gengur nú yfir Suðurpólinn og hefur verið hlýrri veðrátta á Suðurskautslandinu en á mörgum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýsjálendingur- inn Peter McDonald sagði i sfmtali frá Scottstöðinni að hitinn þar hefði mælzt tíu gráður fyrir ofan frostmark. „Við erum í sjöunda himni“. sagði Peter. Hann sagði að hitastig á Scottstöð og nokkrum öðrum veðurathugunarstöðvum á Suðurskautslandinu hefði mælzt hærra nú síðustu daga en nokkru sinni áður. Hæstur varð hann á Suðurpólsstöðinni. 14 gráður. í vesturhluta Ástralíu hefur einnig verið hitabylgja og þar mældist 51,7 stig á Celsíus í gær. leiðir til Phnom Penh og næsta atrenna verði að loka þjóðvegi númer fjögur, sem er lífæð höfuð- borgarinnar til sjávar. Kínversk hergögn hafa síðustu daga verið flutt í miklu magni til hafnarborg- arinnar Kompong Song og þaðan til höfuðborgarinnar. Diplómatiskar heimildir í Peking álíta að Kínverjar flytji kam- bódiska leiðtoga flugleiðis frá Phnom Penh ef sóknin heldur áfram með sama þunga og síðustu tvær vikurnar. Dorthe Bennedsen verdur kennslumála- rádherra kaupmannahöfn, 5. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsins ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur hefur skipað Dorthe Bennedsen í embætti kennslumálaráðherra, en úr þeirri stöðu veik hann Ritt Bjerregaard svo sem alkunna er. Dorthe Bennedsen hefur setið á þingi síðan 1975 og hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er dóttir Bodil Kock, fyrrv. ráðhcrra og próf. Hall Kock. Aður en Jörgensen tilkynnti um útnefningu Bennedsen var nokkur ólga innan flokksins. Hópur innan þingflokks jafnaðarmanna krafð- ist þess, að Ritt Bjerregaard yrði varaformaður þingflokksins. Anker Jörgensen vísaði því ein- dregið á bug. Þess í stað var Karl Hjortnes, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, settur til þess. Hann tilheyrir einnig vinstri armi þingflokks jafnaðarmannaflokks- ins og „kaffiklúbbi" Ritt Bjerre- gaard. Búizt er við að á þingflokks- fundi á mánudag verði reynt að ná sáttum. Þá hefur einnig komið í ljós að ýmsir stjórnmálamenn sem fyrir jól voru hvassyrtir í garð Jörgensen vegna Ritt Bjerre- gaard munu nú komnir á þá skoðun, að þeir hafi verið of fljótir á sér. Járnbrautar- slys í Ty rklandi Ankara, Tyrklandi 5. jan. AP — Reuter TVÆR farþegalestir rákust saman skammt frá Ankara, aðfararnótt föstudags með þeim afleiðingum, að 30 manns að minnsta kosti eru látnir og slasaðir eru yfir eitt hundrað og tuttugu. bessi tala hefur verið að breytast í allan dag, en nú undir kvöldið var álitið að hjálparsveitir hefðu komið flestum slösuðum til bjargar. Margir þeirra sem slösuðust eru í lífshættu. Björgunaraðgerðir gengu mjög örðuglega vegna ísingar og snjó- þyngla á slysstað sem var í 50 km frá Ankara. Tvær lestir, Anatoliahrað- lestin og Bosporus-hraðlestin, voru að fara leiðina Ankara — Istanbul, í gagnstæða átt. Talið er að lestar- stjórinn á Anatolialestinni hafi leitt hjá sér merki og farið inn á ranga braut og þar af leiðandi rekist á lestina sem á móti kom. Vegna þess að veður hefur verið afleitt í Tyrklandi síðustu daga hafa flug- samgöngur innanlands legið að mestu niðri en lestirnar voru óvenju- lega þétt setnar. I Anatolia-hraðlest- inni voru 16 vagnar og 523 farþegar og sjö vagnar og 300 farþegar í henni. Sex vagnar sem í voru 280 farþegar löskuðust eða eyðilögðust í árekstrinum. Samgönguráðherrann segir að slysið megi rekja til yfirgengilegs kæruleysis. Meðal farþega í lestun- um voru tólf þingmenn. ■' -1 " -r.........”!j."...... wm V i <*& ipjfc j'rá toppfundinum í Guadeloupe í gær. Frá vinstrii Callaghan forsætisráðherra Breta. Carter forseti Jandarfkjanna, Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands og Giscard d'Estaing forseti Frakklands. Millj arðaviðskipti Breta ogKínverja rædd á toppfundinum íGuadeloupe Guadrloupe, 5. janúar. AP. Reuter. HUGSANLEGUR milljarða við- skiptasamningur milli Bretlands og Kfna. þar á meðal sala á herþotum, var aðalumræðuefni toppfundar þeirra Carters Banda- rfkjaforseta, Callaghans forsætis- ráðherra Bretlands, Schmidts kanslara Vestur-Þýzkalands og D’Estaing forseta Frakklands í Guadeloupe í dag að því er áreiðan- legar heimildir þaðan herma. Þeir munu og hafa lýst stuðningi sínum við að Bandaríkin og Kfna hafa tekið upp stjórnmálasamband. Callaghan sagði á fundinum að viðskipti Breta og Kfnverja gætu á árinu numið allt að 1 milljarði sterlingspunda eða liðlega 600 milljörðum fslenzkra króna. Taldi ráðherrann góða möguleika á þvf að Bretar myndu selja Kínverjum Ilarrier-herþotur, stál, tölvubúnað og skip, svo eitthvað sé nefnt. Björgunarmenn koma til hjálpar ungu barni f flaki annarrar járnbrautarlestarinnar eftir áreksturinn skammt frá Ankara í ga'rmorgun. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var töluvert til umræðu hugsan- leg reiði Sovétmanna yfir slíkum viðskiptum, sérstaklega sölu á her- þotum, sem Callaghan segir að þeir muni einugis nota til landvarna. Þá sagði Callaghan að áhugi Breta á því að selja Kínverjum herþotur væri einungis byggður á viðskipta- legum áhuga svo og í þeim tilgangi að bæta samband landanna á sem flestum sviðum, s.s. á sviðum menningarmála. í tilkynningu sem Callaghan sendi frá sér í upphafi toppfundarins segir að lagður hafi verið grunnur að AP. OLÍUFRAMLEIÐSLA hóíst á ný í íran f dag, föstudag. og búizt er við að olía taki að berast til höfuðborg- arinnar á morgun, laugardag, en þar hefur verið mikill skortur á henni sl. daga. Keisarinn og eiginkona hans komu með þyrlu aftur til Teheran í kvöld eftir tveggja daga skíðalcyfi í Jajroud. Sæmilega kyrrt var í landinu í dag og sögðu stjórnmálafréttaritarar að viðskiptum landanna þegar kínversk sendinefnd kom í heimsókn til London í nóvember s.l. og samkvæmt áætlun sem var þar samþykkt af fulltrúum landanna er reiknað með því að viðskipti landanna verði að verðmæti 5 milljarðar punda árið 1985 eða jafnvirði liðlega 3000 milljarða íslenzkra króna. Til sam- anburðar má geta þess að viðskipti landanna voru á síðasta ári fyrir um 100 þúsund pund eða um 60 milljarða íslenzkra króna. Þá var vitað að ráðamennirnir fjórir hefðu fjallað um hið erfiða ástand í íran, en ekkert hefði frétzt um það í kvöld hvaða afstaða hefði þar verið tekin. nánast væri biðstaða fram á sunnu- dag, en þá hefur Baktiar forsætisráð- herra væntanlega lagt fram ráð- herralista sinn og línur skýrast um það, hvort keisarinn ætlar að fara úr landi eða ekki. I Dagblaði alþýðunnar í Peking var i dag fjallað um kreppuna í Iran og sagt þar að Sovétmenn væru með puttann í spilinu þar og vekti fyrir þeim að ná valda- og áhrifastöðu við Persaflóa. Væri vitað að Sovétmenn hefðu sent flugumenn sína í stórum hópum inn í landið. Kysstur köldum kossi Metz. Frakklandi. 5. jan. AP. UNGUR maður varð fyrir mjög sérkennilegri reynslu í kossa- málum cr hann freistaði þess að þíða harðfrosinn lás á hilhurð sinni, en rak munninn einum of nálægt og var ekki að sökum að spyrjai varirnar frusu umsvifalaust fastar við hflhúninn. Hann var fastur við dyrnar í bfl sínum í þessari viðkvæmu stöðu unz eiginkona hans uppgötvaði vandra'ðin og kom til björgunar með bolla af heitu vatni. Olíuframleiðsla hafin á ný í íran Teheran. Peking. París, 5. jan. Reuver.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.