Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1979 13 Gísli Baldvinsson, kennari; Samningsréttur opin- berra starfsmanna Nú þegar launþegar hafa fengið að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að úthluta kauphækkuninni 1. desember s.l. og einnig úr hvaða vasa á að taka á þessu ári þykir mér rétt að reifa málin frá sjónarhóli opinbers starfsmanns og hvað sé framundan. Samningsrétturinn Eins og flestir vita hafa opin- berir starfsmenn svokallaðan bundinn samningsrétt. í því feist að samið er til tveggja ára í senn og er ekki uppsegjanlegur. A samningstímabilinu getur þó BSRB krafist endurskoðunar komi til breytingar á almennum samningum. Opinberir starfsmenn hafa alltaf litið á þennan bundna samningsrétt sem áfangasigur í baráttunni um frjálsan samnings- rétt. Það var og yfirlýst af þessari ríkisstjórn að BSRB bæri að fá frjálsan samningsrétt. Einnig kemur þetta fram í leiðaraskrifum Kristjáns Thorlacíusar í Ásgarði, blaði BSRB. Söluvara Það var því undrunarefni að í Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur AJmenn ánægja ríkti á nýárs- kaffikvöldi félagsins á mið- vikudag þrátt fyrir miklar sviptingar í spilamennskunni. Lítið má út af bera í aðeins sex spila leikjum milli sveita og verði sveit fyrir tveim áföllum í leik verður núliið ekki ósenni- leg einkunn. Á meðan drukkið var kaffi og borðaðar rjómakökur og hangi- ket voru kynnt úrslit í þriðju umferðinni af fimm umferðum kvöldsins. Einn fékk þetta mörg stig, annar hin stigin og sveit Karls Logasonar fékk 20 stig en sveit Hjalta Elíassonar núll. Kröftugt lófatak og ungu menn- irnir, vel undir tvítugu, fóru hjá sér. Og í leiðinni kynnti formað- ur félagsins, Baldur Kristjáns- son, stuttlega prógrammið á þorranum og góunni og hvatti menn til að skrá sig í næstu keppni, sem verður fjögurra kvölda Monrad í sveitum. Með fyrrnefndum sigri skut- ust ungu mennirnir í efsta sætið, slepptu því ekki og sigruðu. En auk Karls spiluðu í sveitinni Bragi Bragason, Guð- mundur Sigurgeirsson og Gunn- laugur Karlsson. Sveit Hjalta Elíassonar varð í 2. sæti, í þriðja sveit Sigurjóns Tryggvasonar og sveit Óðals í fjórða. Samkvæmt kynningu for- mannsins, en hann mun annast keppnishald næstu mánuði, verður aðalsveitakeppnin síð- asta keppni vetrarins. Þá munu sex sveitir skipa meistaraflokk og tvær þeirra ákvarðast af úrslitum næstu keppni, sem hefst á miðvikudag. Og þar sem þá verða spilaðir 16 spila leikir getur allt gerst og örugglega verða góðar sveitir að sætta sig við að þurfa að verma stólana í 1. flokki aðalsveita- keppninnar. Sjálfságt er að benda á, að vissara er að skrá þátttöku í Monradinn hjá einhverjum stjórnarmanna sem fyrst og alls ekki síðar en kl. 19 19 á miðvikudag, þar sem erfitt verður að taka við fleiri en 20 sveitum. Spilamennska hefst síðan kl. 20 í Domus Medica. Bridgedeild Víking:s Bridgedeild Víkings fer af stað á nýju ári með árlegri hraðsveitakeppni, sem verður fimm næstu mánudaga. Keppn- in hefst næstkomandi mánudag klukkan 19.30 í Félagsheimili Víkings við Hæðargarð. Þátt- taka í keppninni tilkynnist til Ásgeirs Ármannssonar í síma 35575 eða Sigfúsar Arnar Árna- sonar í síma 71294. iBridgefélag Breiðholts Á þriðjudaginn kemur hefst spilamennskan á nýja árinu. Verður það eins kvölds tvímenn- ingur en siðan er áætlað að hefja aðalsveitakeppni félagsins annan þriðjudag. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin klukkan 20. Bridgedeild Breiðfirðinga Eftir 9 umferðir í aðalsveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir 170 Hans Nielsen 144 Elías R. Helgason 137 Sigríður Pálsdóttir 113 Magnús Björnsson 108 Óskar Þráinsson 99 (Á einn leik óspilaðan) Jón Stefánsson 98 Erla Eyjólfsdóttie 80 Alls verða spilaðar 13 umferð- ir og næsta umferð á fimmtu- daginn. Tillitssemi kostar ekkert fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir þvi að opinberir starfsmenn gefi eftir 3% áfangahækkun 1. apríl n.k. Þegar leitað var svara við þessu kom í ljós, að ríkisstjórn- in gerir ráð fyrir því að BSRB kaupi takmarkaðan samningsrétt á 510 milljónir. Þetta er gerður samningur um áfangahækkun en ekki vísitölubætur og því mál allra félaga BSRB. En til þess að þetta geti orðið verður meirihluti félaga, sem þátt taka í almennri atkvæða- greiðslu að samþykkja söluna. Menn verða sem sagt að gera það upp við sig hvort þeir telji að hinn nýi samningsréttur sé betri en sá gamli og þess virði. Enn sem fyrr þarf að semja við höskuldana í ráðuneytinu um sérkröfur félaganna. Eg er þeirrar skoðunar að hinn nýi samningsréttur sé ekki betri en sá gamli og færi eftir- farandi rök fyrir því: í fyrsta lagi er mjög þýðingarmikið fyrir aðildarfélög BSRB að halda réttindum sínum hvað varðar sérkröfur en óhjákvæmilega hlýtur það vald að lenda hjá stjórn BSRB verði verkfallsrétturinn veittur í sérkröfum. í öðru lagi hafa opinberir starfsmenn fengið leiðrétt sín laun ef breytingar áttu sér stað hjá ASÍ. í einu tilviki gengu opinberir starfsmenn fram með góðu fordæmi í desember 1973 í samningum sem nefndir hafa verið olíusamningarnir því kreppa var framundan vegna hækkunar olíuverðs. Þessu fordæmi tóku önnur launþegasambönd ekki eftir því tveimur mánuðum seinna var samið um margfalt hærri laun í Gísli Baldvinsson. margnefndum febrúarsamningum Fram til ársins 1977 máttu svo opinberir starfsmenn búa við allt að 20% minni laun og voru lág fyrir. Samstaða í verkfallinu 1977 var mikil samstaða meðal opinberra starfs- manna og þar klofnuðu menn ekki eftir pólitískum línum. Þess vegna tel ég, að þann samtakamátt, sem þá fékkst, megi efla sé skynsam- lega haldið á málum. Þennan samtakamátt eiga opinberir starfsmenn að nota til þess að ná frjálsum samningsrétti án eftir- gjafar áfangahækkunar. Þetta geta þeir gert strax á þessu ári er samningar renna út. Þessi sam- staða hefur nú þegar reynst vel hjá kennurum en þeir sameinuðust um þá kröfu að enginn skyldi vera lengur i sama launaflokki en fjögur ár og þá að sjálfsögðu afturvirkandi (annars hefði starfs- aldur ekki verið tekinn til greina). Einnig ér líklegt að deilur um embættispróf kennara leysist á sama hátt. Félagslegar umbætur Fyrst rætt er um þessi mál er ekki úr vegi að minnast á þær félagslegu „bætur“ sem opinberir starfsmenn fengu 1. desember s.l. I viðtali við félagsmálaráðherra 12. desember s.l. kom ekkert fram hvaða félagslegar „bætur“ opin- berir starfsmenn fengu. Ekkert frumvarp var boðað og ekkert lagt fram. Að vísu segir í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu um ráðstafanir gegn verðbólgu að samningsréttur opinberra starfs- manna verði endurskoðaður. Já, sem sagt við opinberir starfsmenn eigum að fá nýjan samningsrétt En er ekki eins og mig minni að það sé búið að kaupa eða eigi að kaupa þennan samningsrétt fyrir 510 milljónir? Eða kostar samningsrétturinn rúman milljarð? Þá þannig reiknað að 3% áfangahækkunin og 2—3% félags- legar „bætur“ komi á móti samningsrétti. Svo hefur því ekki verið mótmælt, að líklegast tíundi opinberir starfsmenn tekjur sínar til skatts betur en aðrir. Má benda á það hversu stórt hlutfall af tekjuskatti opinberir starfsmenn bera. Opinberum starfsmónnum hlýtur því að líka það illa í hvert sinn sem beinir skattar hækka. Mörgum orðum mætti svo eyða á það hvernig meta ætti þessar félagslegu „bætur". Einnig hvenær þær eiga að koma til framkvæmda. En eitt vil ég segja, að ég vara forystumenn BSRB við að taka boðum eins og aðild að atvinnu- leysistryggingasjóði því sára- litlum hluta opinberra starfs- manna kemur það til góða og alltaf er hægt að semja um það í samningum. Hitt geri ég mér ljóst, að opinberir starfsmenn eru í dag samningsbundnir á meðan aðrir hafa lausa samninga. Þess vegna getur ríkisstjórnin gert það sem henni sýnist við samninginn hvað varðar vísitöluna. Enda kallaði formaður BSRB-„samráðið“ lélegan farsa. Svo vona ég að menn telji þessar hugsanir mínar hæfi- lega málefnalegar og tjái sig frekar um málið því það er að komast í brennipunkt. MiðQörður: Gott veður um jólin Staðarbakka, 2. jan. 1979. EINSTAKT tíðarfar var hér allan desember eða allt til hins 30. Þá fór að fenna og síðustu daga hefur verið éljaveður, þó er lítill snjór og allir vegir færir. Áður var alauð jörð, oftast logn og heiðskír himinn dag og nótt en frost þó aldrei mikið. Fólkið notaði líka þetta góða veður vel um jólin og sótti yel kirkjur og aðrar samkomur. I félagsheimilinu Ásbyrgi var haldin ein almenn danssam- koma, þá innansveitarsamkoma og loks barnaball. Hinn 26. desember átti Gísli Magnússon bóndi á Saurum sjötugsafmæli. Hann hefur dvalið allan sinn aldur á Saurum, hefur farið fimmtíu haust í göngur á afrétt Miðfirð- inga og hefur mikinn áhuga á að leitr og réttir fari vel fram og beri tilætlaðan árangur. í tilefni af afmælinu færði hann Fjallskilasjóði Torfustaða- hreppa að gjöf sparisjóðsbók með 1.000.000 króna innstæðu er varið skyldi til endurbygg- ingar á Miðfjarðarrétt. Benedikt. Áleiðískólu gœtið að Sbv % STORUJgALA á flugeldum veröur í dag í Valsheimilinu frá kl. 10—3. Mikið úrval flugelda á mjög lágu veröi. Allt á aö seljast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.