Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Ríkisstjómin bað Seðlabank- ann að fresta 2 % hækkun á vöxtum af vaxtaaukainnlánum Það var rysjótt veðrið í gær og_ verður það áfram í dag samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar. í dag er gert ráð fyrir snjókomu norðanlands siðdegis og einnig á Austurlandi en él verða vestanlands. Suðaustanlands mun létta til með norðlægri átt með kvöldinu en gert er ráð að aftur kólni í veðri seinni partinn á morgun. SAMKOMULAG varð ekki í ríkis- stjórninni um þær tillögur Seðla- bankans að hækka vexti á vaxta- aukainnlánum um 2% og breyta fyrirkomulagi afborgana af vaxta- aukalánunum. Varð það úr að ríkisstjórnin beindi þeim til- mælum til Seðlabankans að hann frestaði aðgerðum þar til tillögur um heildarstefnumótun í efnahags- málum liggja fyrir í lok þessa mánaðar. Stjórn Seðlabankans hefur ákveðið að fresta ákvörðun- um í málunum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér voru ráðherrar Alþýðuflokksins þess mjög fylgjandi að fallizt yrði á Mikilvægt að keyptur verði tog- ari frá Stálvík en ekki Portúgal — segir Magnús L. Sveinsson MJÖG mikilvægt er að útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur ákveði að mæla fremur með þvi' að kaupa skuttogara frá skipasmíðastöðinni Stáivík heldur en að kaupa annan hinna portúgöisku togara er nú er verið að bjóða af hálfu ríkisstjórn- Þriggja mánaða vaxtaaukainnlán með 25%vöxtum SEÐLABANKINN hefur ákveð- ið að taka upp nýjan flokk vaxtaaukainnlána. sem verða bundin til 3ja mánaða og bera 25% vexti. Núverandi vaxta- aukainnlán. sem eru bundin 1 12 mánuði, verða áfram en þau bera 32% vexti. I frétt Seðlabankans segir að vegna tæknilegs undirbúnings sé ekki gert ráð fyrir því að innlánsstofnanir geti farið að taka á móti fé inn á nýju vaxtaaukareikningana fyrr en um miðjan mánuðinn. arinnar. sagði Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi á fundi borgar stjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld. Sagði Magnús það mjög mikilvægt nú, að stutt væri við bakið á innlendum iðnaði, enda væri at- vinnuástand á höfuðborgarsvæðinu nú mjög ískyggilegt. Fleiri hefðu verið skráðir atvinnulausir í Reykja- vík nú um áramótin en um árabil, og líklegt væri talið að atvinnulausir yrðu milli 300 og 400 hundruð í borginni á tímabilinu janúar til apríl, samkvæmt upplýsingum frá ráðningaskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Því væri það mjög mikilvægt að svo stórt fyrirtæki eins og Stálvík hefði næg verkefni, enda veitti það fólki frá mörgum bæjarfélögum, þar á meðal Reykjavík, atvinnu. Þá væri það einnig mikilvægt og eðlilegt að fremur væri skipt við innlenda aðila en erlenda þegar um væri að ræða svo mikla framkvæmd sem smíði skuttogara. Sagði Magnús að ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð, og ætti það einnig við þó að atvinnuástand væri betra en það er nú. Magnús sagði að nú vantaði leyfi tillögu Seðlabankans, en Svavar Gestsson bankamálaráðherra lýsti sig mjög tregan til að fallast á vaxtahækkun og sama gerði Stein- grímur Hermannsson. Komu ráð- herrar Alþýðubandalagsins síðan af þingflokksfundi með þá afstöðu að þar sem ríkisstjórnin hefði skipað sérstaka efnahagsmálanefnd þá væri æskilegra að bíða eftir niður- stöðum hennar áður en tekin væri afstaða til slíkra aðgerða í vaxta- málum. Ráðherrar Alþýðuflokksins sögðust geta fallizt á þá málsmeð- ferð og var þá samþykkt að beina framangreindum tilmælum um frestun til Seðlabankans. Tillögur Seðlabankans um breytingar á greiðslum af vaxta- aukalánum fela í sér að aðeins lítill hluti af verðbólguþætti vaxtanna verði greiddur, en afgangnum bætt við höfuðstól lánsins. Andstæðingar fyrri tillögunnar voru jákvæðir til þessa og öfugt. I frétt sem Seðlabankinn gaf út í gær segir m.a. að hlutfall innstæðu- fjár í bankakerfinu miðað við þjóðarframleiðslu sé nú um þriðj- ungi lægra en við upphaf þessa áratugar, sem samsvari því að framboð lánsfjár ætti nú að vera um 70 milljörðum króna hærra en það er, ef fyrra hlutfall hefði haldizt. Á árinu 1978: Skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann jókst um 11,4 milljarða króna SKULD ríkissjóðs við Seðlabank- ann jókst um 11.4 milljarða króna á síðasta ári, þar af um 7.5 milljarða vegna gengisbreytinga lána í erlendri mynt. I árslok nam skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 26.4 milljörðum króna. Greiðslur ríkissjóðs vegna af- borgana af skuldabréfum við Seðla- bankann námu 5,5 milljörðum króna á árinu 1978. Bíllinn fór fram af hengi- flugi — Ökumaðurinn slapp Bíllinn er talinn gjörónýtur. Öku- maðurinn hitti brátt fyrir vegfar- endur sem fluttu hann til byggða. yfirvalda til erlendrar lántöku, er væri forsenda þess að af smíði togarans innanlands gæti orðið. Að öðrum kosti gæti fyrirtækið ekki boðið jafn hagstæða skilmála og stæðu til boða ef keyptur yrði togari frá Portúgal. Kvaðst Magnús vænta þess að stjórnvöld stæðu ekki í veg fyrir því að smíða mætti skipið hér innanlands. Sjá nánar um skuttogarakaupin á hlaðsíðu 20. Akureyri. 5. janúar. Bflaleigubfll frá Akureyri stakkst ofan í Heiðará á Öxnadalsheiði um kl. 11 í morgun. Bfllinn mun hafa hrapað 60— 80 metra. að því er giskað er á en ökumaður sem var einn í bflnum kastaðist út úr honum á leiðinni og slapp með smá skrámur. Hann segir svo frá, að mikil hálka og hvassviðri hafi verið á veginum yfir Öxnadalsheiði í morgun, og þegar komið var í Giljareit vestar- lega á heiðinni hafi bíllinn fokið út af veginum og runnið fram af hengifluginu og niður í gljúfrið á vinstri hönd. Skömmu eftir að ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum stöðvaðist bíllinn á klettanibbu. Maðurinn klöngraðist strax upp á veginn aftur en þegar hann kom þangað og leit fram af, sá hann að bíllinn hafði hrapað alla leið niður í á, og í seinna hrapinu hafði húsið farið af honum. - Sv.P. Framkvæmdastofnun ríkisins: Tel ad breytingar á forstjórn stofnunarinnar eigi að bíða nið- urstöðu á endurskoðun laganna — segir Sighvatur Björgvinsson sem í gær var skipaður formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins „ÉG TEL að breytingar varðandi forstjórn framkvæmdastofnunar- innar eigi að bíða eftir niðurstöðum þeirrar endurskoðunar á lögum stofnunarinnar. sem kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,- sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður, sem í gær var skipaður formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort stjórnin hefði á prjónunum ákveðnar tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi skipun forstjóraembætta við stofnunina. Núverandi íorstjórar eru Sverrir Ilermannsson alþingismaður og Tómas Árnason, sem hefur leyfi frá þeim störfum vegna embættis fjármálaráðherra. Ingvar Gíslason alþingismaður var í gær skipaður varaformaður stjórnar fram- kvæmdastofnunarinnar. „Ég lít svo á,“ sagði Sighvatur, „að allar breytingar á stjórnkerfi stofnunarinnar eigi að bíða þar til niðurstöður þessarar endur- skoðunar liggja fyrir, en það er sjónarmið Alþýðuflokksins að um stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins eigi að gilda sömu lög og reglur og um aðrar lánastofnanir, að þeir sem fara með pólitískt vald á Alþingi eigi ekki að fara með forstöðu slíkra stofnana líka.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hafa stjórnarflokkarnir deilt nokkuð um skipan mála við fram- kvæmdastofnunina. Eftir breyt- inguna 1974 voru Sverrir Her- mannsson og Tómas Árnason ráðnir forstjórar stofnunarinnar. Við stjórnarskiptin á síðasta ári Sighvatur Björgvinsson tók Tómas Árnason þá ákvörðun að víkja ekki vegna fjármálaráð- herraembættisins heldur aðeins fá leyfi frá störfum. Alþýðuflokk- urinn vilði að forstjórar fram- kvæmdastofnunarinnar yrðu ráðnir sem aðrir embættismenn slíkra stofnana og fékk inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar ákvjeði um endurskoðun á lögum um framkvæmdastofn- unina. Hefur Alþýðuflokkurinn staðið gegn því að Tómas Árna- son tilnefndi mann til að gegna forstjórastöfunum fyrir hann, en Tómas mun hafa haft við orð að frekar sleppti hann ráðherraem- bættinu en stöðu forstjóra við framkvæmdastofnunina. Alþýðu- bandalagsmenn hafa stutt sjónarmið Tómasar og vilja fá Alþýðubandalagsmann í for- stjóraembætti líka. jW WONUM ywwBfflfíi ^ OKKUR N\9 WlNtM IH l«f PRO'StNTf & J W MöNOH < AWRf I otm w H//VMAtNIV wm* L\m 1\’HMÓt Féll útbyrðis og drukknaði ANNAN stýrimann á ms. Dísar- felli tók út af skipinu sl. miðviku- dagsmorgun er skipið var á leið frá Helsinki til Danmerkur. Maðurinn hét Sigurður Brynjólfs- son, 35 ára að aldri. Nánari tildrög slyssins eru ekki kunn en ítrekuð leit fór fram að manninum en bar ekki árangur. Sjópróf fara fram svo fljótt sem auðið er, en skipið var væntanlegt til Kaupmannahafnar í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.