Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 10

Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Logi Guðbrandsson framkv.stj. Landakotsspítala: „...að gefa sér rangar forsendur... ” í Þjóðviljanum hafa undanfarið birzt greinar um málefni tveggja sjúkrahúsa í Reykjavík og kjör lækna, sem á þeim starfa. Tilefni þessara greina eru í blaðinu taldar vera umræður sem fram fóru í nóvember s.l. á Alþingi vegna fyrirspurnar Sighvats Björgvinssonar alþingismanns til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. í greinum þessum er vikið nokkuð að St. Jósefsspítala Landa- koti og er óhjákvæmilegt að gera nokkar athugasemdir við grein- arnar. Mun ég í þessum athuga- semdum halda mig við það sem varðar þann spítala í greinum þessum en aðrir munu sjálfsagt svara fyrir sig. Fjögur atriði eru einkum nefnd í greinunum, sem varða St. Jósefs- spítala. 1) Launakjör lækna og störf þeirra við utanspítalasjúklinga. 2) Kjör yfirlæknis rannsókna- deildar spítalans. 3) Stjórn spítalans og fjárhagsleg ábyrgð hennar á rekstri spítal- ans. 4) „Öngþveiti" í skipulagsmálum sjúkrahúsanna. Þegar þetta er ritað hafa birzt fjórar greinar í Þjóðviljanum um þessi efni, 28.—31. desember s.l. I síðustu greininni segir höfundur, Einar Örn Stefánsson: „Læknar virðast margir hverjir telja sig með merkilegri mönnum og hafa löngum haft lag á því að mynda um sig goðsagnakenndan hjúp leyndar og virðuleika. Samstaða þeirra er einatt mjög mikil og ræðst sá ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, sem ætlar að voga sér að athuga hvort eitthvað muni um óhreint mjöl í pokahorni svo ginnheilagrar starfsseíettar. Það kom líka á daginn, þegar undirritaður var að reita saman upplýsingar um kjör lækna og starfsaðstöðu fyrir stuttu. Menn urðu afar varfærnir og véfréttar- legir í tali, báðu um nafnleynd í guðanna bænum og það var jafnvel erfiðleikum bundið, að fá jafn einfaldar og sjálfsagðar upplýsingar og þær, hver væru föst laun lækna á ríkisspítölun- um.“ á Alþingi, rangra fullyrðinga, sem fengnar eru sumar úr umræðum í tilefni af þessu svari ráðherra, eða annars staðar án þess, að heimilda sé getið og loks ályktana blaða- mannsins, sem því miður eru oftast í engu samræmi við veru- leikann. Ég mun nú snúa mér að þeim atriðum, sem nefnd voru hér að ofan. Launakjör lækna 1) Launakjör lækna og störf þeirra í þágu sjúklinga utan spítala. a) Legusjúklingar. í grein 28.12. segir: „Læknarnir á Landakotsspítala eru í raun eins konar verktakar. Þeir starfa á spítalanum og hafa þar alla sína aðstöðu en fyrir læknisaðgerðir sínar fá þeir greitt frá Trygginga- stofnun ríkisins samkvæmt fyrr- nefndum sérfræðingasamningi. Spítalinn rukkar greiðslurnar inn fyrir læknana, en þeir skila síðan að jafnaði um 25% af upphæðinni til spítalans sem gjald fyrir aðstöðu, tæki o.s.frv." Sama stað- hæfing kemur fram 30.12. Staðhæfing þessi er röng. Spítalinn rukkar enga reikninga fyrir lækna né aðra starfsmenn spítalans. Öll laun þ.á m. til lækna, eru greidd af tekjum spítalans, sem fást með daggjöldum. Munur á launum lækna (sér- fræðinga) og annars starfsfólks er að læknar vinna í ákvæðisvinnu, þ.e. fá greitt fyrir þau verk sem þeir vinna, en ekki eftir vinnu- tíma. Staða læknanna er að ýmsu leyti lík stöðu verktaka. Þeir fá t.d. ekki greidd laun í sumarleyfi, náms- ferðum né öðrum leyfum. Spítal- inn greiðir ekki launaskatt af læknalaunum, heldur gera læknar það sjálfir, eins og tíðkast hjá atvinnurekendum. Læknar fá ekki mismunandi greiðslur eftir því hvenær verk er unnið og skiptir engu hvort verk er unnið að nóttu eða degi, helgum degi eða virkum. Ekki er um að ræða að læknar fái greitt fyrir verk sem aðrir vinna. Spítalinn hefur ekki afskipti af því, hvort læknar hafi með hönd- um önnur störf utan spítalans, enda má reikna með, að læknir vinni því minna á spítalanum, sem hann vinnur meira utan hans og fái því minni laun frá spítalanum. Tekjur lækna verða því afar mismunandi, enda engin tala til sem kallast getur fastalaun. Hins vegar kemur alltaf í ljós, að ákvæðisvinnufyrirkomulagið er rekstrarlega mun hagstæðara en fastlaunakerfi og þannig hagstæð- ara fyrir það opinbera. Ef gerður er samanburður á kostnaði við læknisþjónustu á spítölum hér í borg, kemur í ljós, að 1977 var kostnaður á hvern legudag klr. 3.192- á Landakoti, kr. 3.753- á Landspítala og kr. 3.873.- á Borgarspítala. Fjöldi getur fengiö bót meina án sjúkrahúslegu b) Göngusjúklingar (ambulant sjúklingar). Á St. Jósefsspítala eru að jafnaði um 180 rúm. Hins vegar hefur spítalinn mun meiri afkasta- getu en að sinna þeim 180 sjúklingum, sem í þeim liggja. Fjöldi sjúklinga getur fengið bót meina sinna án spítalalegu og með því að gera aðgerðir á sjúklingum án þess að leggja þá inn gerist það miklu fyrr en ella og auk þess mun ódýrar en annars. Okkur hér á spítalanum finnst það heldur léleg nýting á því fjármagni, sem í spítalanum liggur, að takmarka notkun þess við 180 sjúklinga og hljóta flestir að geta verið okkur sammála um það. Tryggingastofnun ríkisins greið- ir ekki spítölum fyrir vinnu við aðra sjúklinga en þá sem í rúmunum liggja. Samkvæmt Logi Guðbrandsson samningi milli TR og Læknafélags Reykjavíkur skal aðeins greiða læknum fyrir slíkt. Spítalinn á enga aðild að þessum samningi og fær ekki breytt þessu fyrirkomu- lagi. TR gæti það ef til vill. Spítalinn hefur hins vegar samþykkt, að læknar fái að gera aðgerir á sjúklingum, sem ekki eru lagðir inn, gegn því að læknar skili spítalanum 25% af greiðslu þeirri sem þeir fá hjá TR, en greiði auk þess fyrir deyfingu og einnota- áhöld. í greinum Þjóðviljans er vikið að þessu og sagt frá því áliti forstjóra TR, að hlutfall þetta sé óhagstætt spítölunum. í því sam- bandi verður að benda á að læknar St. Jósefsspítala eru ekki á öðrum launum hjá spítalanum á meðan þeir vinna verk þessi. Samkomulag læknanna og spít- alans er munnlegt, en hefur verið kynnt TR með bréfi dags. 16.7. 1977. Ákvæði um formlega til- kynningu samnings til TR kom inn í ofangreindan samning TR og LR í ársbyrjun 1978, en skyldan hvílir á læknum að uppfylla þann samning en ekki á spítalanum. Ambulant vinna lækna á spítal- anum er ekki meiri en svo, að hún skiptir engum raunverulegum sköpum um rekstur hans, en gefur þó spítalanum einhverjar tekjur. Laun eins læknis 2) Mjög hefur verið deilt á greiðslur til eins læknis á spítal- anum, yfirlæknis rannsóknadeild- ar, Jóhanns L. Jónassonar. Var augljóst, að fyrirspurn Sighvats alþingismanns Björgvinssonar um „hæstu greiðslu frá TR til lækna við Landakotsspítala" var beint að greiðslum til hans, enda hefði hann eins getað nefnt nafn hans í fyrirspurninni svo alþekkt var staðreyndin, að hann fékk allra manna hæstar greiðslur frá TR. Ráðherrann svaraði þessari spurningu, væntanlega eftir upp- lýsingum frá TR. Hann greindi einnig frá upplýsingum frá spítal- anum um skiptingu á brúttófjár- hæðinni. Hvorki var í svari spítalans til ráðherra, né í svari ráðherra Við fyrirspurninni nefnt að hluti læknisins væru „beinar launagreiðslur" til hans, eins og þó er gengið út frá í grein 28.12. og 30.12. Þau orð viðhafði Sighvatur Björgvinsson hins vegar í umræð- um á Alþingi, og þau orð tekur blaðamaðurinn sem rétt og leggur út af þeim fyrirsögn yfir þvera forsíðu Þjóðviljans 28.12. Er niðurstaða þeirra sú, að læknirinn hafi röskar 20 m. kr. tekjur af þessari starfsemi 1977. Ef blaðamaðurinn hefði lesið ræður annarra þingmanna en Sighvats Björgvinssonar t.d. Braga Níelssonar og Einars Ágústssonar í þessum umræðum hefði hann heyrt á það minnst, að yfirlæknirinn hefur nokkurn kostnað að sínum hluta. Þá kom einnig fram í seinni ræðu ráðherra, að hann vissi ekki um rekstrarkostnað læknisins, enda var hvergi leitað eftir upplýsingum um hann, hvorki hjá spítalanum né lækninum. Samkvæmt upplýsingum læknisins munu hreinar tekjur hans af þessum sérstaka rekstri nema kr. 10.161.920.- Nú munu sjálfsagt einhverjir telja þetta bærilegar tekjur og læt ég öðrum eftir að ræða um hvort læknir á að hafa meiri tekjur en ófaglærður iðnverkamaður eða hver munurinn á að vera. Ábyrgð stjórnarmanna 3) í greinunum kemur hvað eftir annað fram, að St. Jósefs- spítala sé stjórnað með sérstökum hætti, sem sérstaklega komi fram í því að stjórnin beri enga fjárhagslega áhættu eða ábyrgð og sé hætt við að stjórnin geri sér ekki mikla rellu út af sparnaði eða aðhaldi í rekstri spítalans. Ekki er auðvelt að sjá hvernig þessar hugmyndir eru til orðnar eða hvernig blaðamaðurinn rök- styður, þó ekki væri nema fyrir Hefði getað sparaö báðum skrifin Ekki er af greinunum fyllilega ljóst, hverjir heimildarmenn blaðamannsins eru, sem svo tregir voru á upplýsingar. Hins vegar er vitað, að hann hefur engar upplýs- ingar fengið á St. Jósefsspítala, enda hefur hann ekki leitað eftir þeim a.m.k. ekki hjá þeim, sem þær gætu veitt. Hefði hann getað sparað okkur báðum skriftir í þessu sambandi ef hann hefði gert það. Stjórnendur St. Jósefsspítala telja sig á engan hátt yfir gagnrýni hafna, enda er sjálfsagt að athuga hana og lagfæra það sem miður fer. Hins vegar getur það engum tilgangi þjónað, að gefa sér rangar forsendur og draga síðan af þeim ályktanir, sem auðvitað geta ekki orðið réttar fremur en hinar röngu forsendur. í greinum þessum má greina á milli réttra fullyrðinga, sem eink- um eru fengnar úr svari ráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.