Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 25 Sveigjan- legri vinnu- tími tekinn upp hjá Hafskip -starfsfólk fær aukin frí með meiri vinnu ÞEIM fyrirtækjum fer nú fjölg- andi sem taka upp sveigjanlegan vinnutíma á skrifstofum sínum. en sem kunnugt er. reið Olíu- félagið Skeljungur h.f. á vaðið í þessum efnum hérlendis árið 1973. í kjölfarið komu svo fyrir- tæki eins og IBM. Olíuverzlun (slands og Flugleiðir. Énn hefur fjölgað í hópi þessum og nú hefur Hafskip h.f. tekið upp þetta vinnutímafyrirkomulag á skrifstofu sinni. Sú nýbreytni var hins vegar tekin upp þar að starfsfólkinu er heimilt að safna sér aukafrídögum með vinnu umfram hinn hefðbundna vinnu- tíma. Fyrst um sinn og meðan reynsla fæst af þessari nýbreytnl takmarkast frídagafjöldinn við einn aukafrídag í mánuði. Að sögn forráðamanna Hafskips h.f. er hugmyndin að á síðari stigum að þróa vinnutímafyrir- komulagið frekar í það sem víða þekkist erlendis m.a. í þá veru að starfsfólki sé heimill aukinn sveigjanleiki með því að færa það sem á vantar fullan vinnustunda- fjölda eða umframtíma á milli mánaða eftir því sem hverjum og einum kann að henta og starfssvið viðkomandi leyfir. Nokkuð aukið atvinnu- leysi ATVINNULEYSI í Vesturbýzka- landi jókst um 3.9% í október og var þá tala atvinnulausra komin upp í rúmlega 900 þúsund. segir í frétt frá verkalýðsmálaráðuneyti Vestur-Þýzkalands. Ilafði tala atvinnulausra vaxið um 30.700 frá því sem var í september og var sú hæsta á þessu ári. Ingibjörg R. Magnúsdóttir: Kjaradómur Mistök eða hvað? í desember sl. birti ég grein í Morgunblaðinu undir þessari fyr- irsögn: Kjardómur — Mistök eða hvað? Greinin fjallaði um einn þátt í dómi Kjaradóms um launamál hjúkrunarfræðinga, sem braut- skráðir éru frá háskóla hér á landi eða erlendis. í stað þess að fjalla um þennan starfshóp sem fullgild- an til ákveðinna starfa úrskurðaði Kjaradómur, að hann skyldi ljúka níu mánaða starfsreynslu fyrst, síðan skyldi hann taka laun samkv. ákveðnum launaflokki í kjarasamningi Bandalags háskóla- manna. Ég taldi og tel enn, að Kjara- dómur hafi með þessum úrskurði óvirt og vanmetið viðurkennt nám frá Háskóla íslands og háskólum erlendis og bað um skýringu. Kjaradómur hefur ekki svarað fyrirspurnum mínum. Hins vegar hefur Kjararáð Hjúkrunarfélags íslands gert athugasemdir við grein mína og birtust þær í grein í Morgunblaðinu 29. des. sl. og Dagblaðinu um svipað leyti. Hún bar heitið: „Allt orkar tvímælis þá gjört er.“ Það hvarflaði aldrei að mér, að ég með grein minni og fyrirspurn til Kjaradóms myndi lenda í orðaskiptum við kjararáð Hjúkrunarfélags íslands. Til skýringar skal þess getið, að Kjararáð er þriðji hluti níu manna kjaramálanefndar Hjúkrunar- félags íslands og fer með samninga um kaup og kjör fyrir hönd þess félags. Hjúkrunar- fræðingar BS. eru í félagi innan Bandalags háskólamanna, og fer bandalagið með samninga þeirra. Kjararáð Hfí (Hjúkrunarfélags íslands) furðar sig á því, að þrír félagar í Hfí skuli hafa tjáð sig um fyrrnefndan dóm Kjaradóms. Einn af kostum þjóðfélags okkar- Ingibjörg R. Magnúsdóttir. er tjáningafrelsi — ritfrelsi — og ber að hafa í heiðri. Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að þeir, sem eru ósammála umræddum dómi Kjaradóms, fái að tjá sig um það. Má þá spyrja, hvort aðrir hafi meiri eða betri þekkingu til þess en hjúkrunarfræðingar, hvort sem þeir sitja í Kjararáði Hjúkrunar- félags Islands eða ekki. Sömu laun fyrir sömu vinnu Kjararáð Hfí segir í grein sinni að: „Sjónarmið Hjúkrunarfélags íslands sé, sömu laun beri að greiða fyrir sömu vinnu.“ Hvað er átt við með „sömu laun fyrir sömu vinnu?" Launakerfið er yfirleitt þannig byggt upp, að gengið er út frá því, að aukin menntun — hvort sem um er að ræða frummenntun, framhaldsmenntun eða sér- Ingvar Agnarsson: Hver jir lída vegna jólanna i. Jólin er liðin. Allir hafa reynt að auka á gleði sína og annarra með ýmsu móti: Með heimsóknum, gjöfum og góðum mat. A ýmsan hátt hefur reynt verið að gera þessa hátíð hækkandi sólar sem eftirminnilegasta. Prestar og kirkjukórar hafa lagt sig fram um að auka á gleði þeirra er kirkjur hafa sótt og á hverju heimili hefur jólaskrauti verið komið fyrir, öllum til yndisauka. Og margir álíta, að sjálfur undirbúningur jólanna með öllu sínu amstri og fyrirhöfn og umhyggjusemi, sé ekki þýðingar- minni til sálubóta, en það sem fram fer á jólunum sjálfum. Það er mannbætandi að undirbúa jólin, því þá hugsa allir vel til annarra og hugleiða, á hvern hátt megi gleðja þá á jólunum. En öll þessi jólagleði og alls- nægtir, sem flestir eiga kost á að njóta á jólum, leiða hugann að því, hvort ekki muni einhverjir vera afskiptir. Eru ekki einhverjir til, sem hafa orðið útundan? Eru ekki til einhverjir einstaklingar sem hafa farið varhluta af jólagleðinni og jólaallsnægtunum, af því að þeim hafi hreinlega verið gleymt af meðbræðrum sínum. Eru ekki einhverjar einmana, gleymdar sálir, mitt í jólagleði fjöldans? Hvað um vissa einstaklinga meðal gamalmenna, ekkna, barna, fanga? Hefur verið munað eftir öllum, hverjum einstökum? Vonandi að svo sé. menntun — komi að meiri notum í starfi. Einstaklingur er talinn verðmætari starfskraftur ef hann hefur hlotið aukna menntun og hann gengur inn í ákveðinn launaflokk samkv. því. I kjarasamningi Hjúkrunar- félags íslands og fjármálaráð- herra eru margir launaflokkar og eru störf hjúkrunarfræðinga metin eftir ábyrgð og þekkingu. Hjúkrunarfræðingar innan Hfí, sem starfa hlið við hlið í sjúkra- húsi eða heilsugæslustöð, taka ekki allir laun samkv. sama launaflokki. Þeir, sem bætt hafa við sig einu námsári eða meira, taka hærri laun en hinir og hlýtur það að vera á þeim forsendum að meiri þekkingu beri að greiða hærra verði. Áður fyrr var þeim hjúkrunarfræðingum, er höfðu aukna þekkingu í einhverri sér- grein hjúkrunar, t.d. skurðhjúkrun eða röntgenhjúkrun, greidd hærri laun ef þeir unnu á sérdeild þar sem þekking þeirra kom augljós- lega að notum. Nú fær hjúkrunar- fræðingur innan Hfí, sem bætt hefur við sig námsári, víða hærri laun þótt hann vinni ekki við sérgrein sína heldur „sömu vinnu“. Þessi launaflokkahækkun eftir aukið nám er einn þeirra þátta, er Hjúkrunarfélag Islands hefur beitt sér fyrir í launamálum. Hefur félagið breytt um stefnu? Kjararáð Hfí telur mig hafa sagt, í fyrri grein minni, að nemendur á þriðja ári í Hjúkrunarskóla Islands hafi sömu laun og hjúkrunarfræðingar BS. Þarna er ekki rétt með farið. Ég bið Kjararáð að lesa grein mína betur. Ég tók skýrt fram, að nemendur á þriðja ári fengju 57,80% af launum hjúkrunar- fræðings en 100% fyrir yfirvinnu. Með þessu var ég að benda á, að þekking nemenda í Hjúkrunar- skóla Islands eftir tveggja ára nám er metin til fullra launa, ef um yfirvinnu er að ræða, þótt þekking hjúkrunarfræðinga með fjögurra ára háskólanám að baki sé ekki metin til fullra launa fvrr en þeir hafa lokið „níu mánaða starfsreynslu“. Brevtingar á starfssviði hjúkrunarfræðinga? í lok greinar sinnar vendir Kjararáð Hfí kvæði sinu í kross og mælir nú fyir munn Hjúkrunarfé- lags íslands og segir orðrétt: „Öllum breytingum á starfssviði hjúkrunarfræðinga verður mót- mælt og mætt með hörku af félögum Hfí. Tilgangurinn með þeim verður að minnsta kosti að vera háleitari en svo, að beinhörð peningasjónarmið ráði ferðinni." Nú yrði líklega einhverjum á að segja: „Allt orkar tvímælis þá gjört er." I þessari yfirlýsingu felst hótun. Mér er spurn: Hverju er hér verið að hóta og hverjum? Samþykkti stjórn Hjúkrunar- félags Islands þessa yfirlýsingu? Starfssvið hjúkrunarfræðinga hefur tekið sífelldum breytingum undanfarna áratugi vegna fram- fara í heilbrigðisvísindum og heilbrigðisþjónustu. Þessar breyt- ingar hafa kallað á aukna menntun hjúkrunarfræðinga og sérmenntun á ýmsum sviðum svo sem geðhjúkrun, barnahjúkrun, heilsuvernd, svæfingum, gjör- gæslu o.fl. Á síðustu árurn hefur bæði hér og annars staðar komið í ljós vaxandi þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga til heilsugæslu utan sjúkrastofnana. Má þar t.d. nefna hjúkrunarstörf í heimahúsum, aðstoð vegna ýntissa fjölskyldu- vandamála svo sem ofneyslu lyfja og áfengis, heilsugæslu á vinnu- stöðum og fræðslustörf fyrir almenning. Sennilega er þetta sú útfærsla á starfssviði hjúkrunar- fræðinga, sem þjóðfélagið þarf nú mest á að halda. Að óreyndu verður því vart trúað, að slíkri útfærslu á starfssviði hjúkrunar- fræðinga yrði „mætt með hörku af félögum Hjúkrunarfélags íslands". Nemalaun og níu mánaða starfsreynsla Að lokum vil ég víkja að þeim þætti í dómsorði Kjaradóms, er var kveikjan að fyrri grein rninni og verður endurtekinn hér: Hvers- vegna fjallaði Kjaradómur ekki um laun hjúkrunarfræðinga BS. Fyrstu starfsmánuði þeirra? Hvað eru þessir einstaklingar að mati Kjaradóms þessa níu mánuði — eru þeir hjúkrunarfræðinemar eða eru þeir hjúkrunaríræðingar? Hvernig á stjórn námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, sem ábyrgð ber á þessu námi, að líta á þennan úrskurð? Spurning mín stendur enn og henni er ósvarað. II. Og enn mætti spyrja: Eru nokkrir íbúar lands okkar, sem beinlínis hafa orðið að líða og þjást vegna jólanna eða réttara sagt, vegna undirbúnings þeirra? Já, svo er víst ef haft er í huga, að fleiri eru íbúar lands okkar en mannfólkið. Er ég þar sammála Rósu B. Blöndals, (Sjá Morgunbl. 22. des. sl.), sem hvetur húsmæður til að kaupa ekki rjúpur í jólamat, vegna þess að rjúpur eru ekki drepnar á hreinlegan hátt, því fjöldi þeirra deyr af sárum eftir skotárásir veiðimanna og verða langvinnar dauðaþjáningar þessara særðu fugla engum til gagns. Vil ég ekki leggja að jöfnu drápsaðferðir þær, sem notaðar eru við rjúpnaveiðar og slátrun búfjár, sem fer fram undir eftirliti og dýrunum að þjáningalausu, þótt Björn Leví Birgisson, (Sjá Morgunbl. 23. des. sl.) vilji ekki gera greinarmun á þessum ólíku aðferðum og segist ekki sjá mun á „rjúpna- eða lambablóðbaðinu" Því aðeins geta jólin orðið öllum sannkölluð friðar- og gleðihátíð, að engin lífvera, þótt á fjöllum búi, hafi þurft að líða langvinnar þjáningar að þarflausu, vegna drápsgleði veiðimanna, þótt jólin séu þá höfð sem skálkaskjól. Vildi ég skora á valdhafa að alfriða rjúpuna, svo að þessi vetur verði sá síðasti sem rjúpur eru veiddar, og þessi nýliðnu jól þau síðustu, þar sem rjúpnakjöt er á jólaborðinu. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJOÐS: Kaupgengi Yfirgengi pr. kr. 100- miðað við innlausnar- verð Seöla- bankans. 1968 1. flokkur 2842,40 56,3% 1968 2. flokkur 2673,77 55,5% 1969 1. flokkur 1989,06 55,2% 1970 1. flokkur 1826,74 21,0% 1970 2. flokkur 1324,63 54,2% 1971 1. flokkur 1243,33 20,4% 1972 1. flokkur 1083,65 53,7% 1972 2. flokkur 927,47 20,4% 1973 1. flokkur A 704,73 20.1% 1973 2. flokkur 649,41 1974 1. flokkur 451,11 1975 1. flokkur 368,82 1975 2. flokkur 281,47 1976 1. flokkur 266,97 1976 2. flokkur 216,79 1977 1. flokkur 201,35 1977 2. flokkur 168,66 1978 1. flokkur 137,46 1978 2. flokkur 108,49 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðaö er við auöseljanlega tasteign. HLUTABRÉF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. Sölutilboð óskast x) Miðaö er við auðseljanlega fasteign nánraTinGMPéAe íiumm hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 13—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.