Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 14 A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Sú bylgja, sem reis í Frakk- landi með frönsku nýheímspek- ingunum, er að berast til Xorðurlanda. Norrænir æsku- menn efast eins og nýheimspek- ingarnir um þá kenningu, sem orðið hefur réttlæting mestu glæpa mannkynssögunnar — kenningu Karls Marx, spásögn- ina, sem rættist ekki, leiðsögn- ina í Gúlageyjaklasann. Og þeir rísa upp gegn þeim óumburðar- lyndu „menntamönnum", sem náð hafa völdum í mörgum skólum og fjölmiðlum á Vestur- löndum og nota völdin til þess að boða þessa kreddu sína. Til marks um þessa bylgju, upp- reisn æskumannanna gegn kreddunni, er bók, sem mér barst fyrir skömmu, Anti-Marx. Om „de nye filosofer” og oss selv (Dreyers forlag, Oslo 1978), eftir norska bókmenntafræðing- inn Tore Stubberud. í bókinni eru greinar um nokkra frönsku nýheimspekingana, viðtöl við þá og athugasemdir við það, sem er að gerast í hugmyndabaráttunni á Norðurlöndum, svo sem norð- urálfustefnuna (evrópukomm- únismann). Kjarninn í kenningu nýheim- spekinganna sem eru fyrrver- andi marxsinnar, er sá, að beinn þráður liggi frá Marx til Stalíns, að kenning Marx sé alræðis- kenning. Kunnustu nýheimspek- ingarnir, André Glucksmann og Bernhard-Henri Lévy, rekja til UPPREE3NIN GEGN KREDDUNNI Bernard-Henri Lévy André Glucksmann Stalíns í bókum sínum, Glucks- mann í Matseljunni og mannæt- unni (La cuisiniére et le mange- ur d’hommes) 1975 og Alræðishugsuðunum (Les maitres penseurs) 1977, Lévy í Skrælingjaskipulagi mannúð- legu ásýndar (La barbarie á visage humain) 1977. Þeir leiða rök að því, að ógnarstjórn sé nauðsynleg, ef skipuleggja eigi allt mannlífið samkvæmt kenn- ingu einhvers heimspekings og ef útvalinn hópur eigi að taka ákvarðanir fyrir einstaklingana, en þeir megi ekki taka þær sjálfir. Glucksmann segir, að eins rökrétt sé að skoða rit Hegels, Marx, Leníns og Stalíns í ljósi Karaganda-búðanna og Baráttu mína (Mein Kampf) eftir Hitler í ljósi Ausch- witz-búðanna. Nýheimspek- ingarnir benda líka á það, að orðið „ógnarstjórn" hefur þá beinu merkingu, sem þjáning þúsunda og aftur þúsunda gefur því. Þeir hylla því Alexander Solsenitsyn, sem hefur reynt að koma þjáningunni, beinni merk- ingu orðsins „ógnarstjórn", inn í vitund værukærra íbúa lýðræð- isríkjanna með hinu mikla riti sínu, Gúlagevjaklasanum. Lévy segir, að Solsjenitsyn sé Dante nútímans: hann steig niður í víti og upp aftur og skráði ferðasög- una. Þjáningin — þjáning lifandi einstaklinga — er hin beina merking orðsins „ógnarstjórn", en „menntamennirnir“, sem fylgja alræðisstefnunni, hafa reynt að fela þessa merkingu i orðum. Stubberud deilir í bók sinni mjög á tvískinnunginn, sem er algengur með þessum „mennta- mönnum". Þeir afsaka glæpina, ef þeir eru framdir í nafni „alþýðunnar“, reisa völundarhús orðanna, sem enginn kemst heill út úr, villist hann inn í það, og sem hefur þann tilgang einan að rökstyðja það, að þeir taki ákvarðanir fyrir einstaklingana: Þessir „menntamenn" segja, að þarfir fjöldans séu „gerviþarfir" og að „félagsleg" sjónarmið (hverra?) beri að taka fram yfir sjónarmið einstaklinganna. Stubberud segir og frá alræði marxsinnaðra „menntamanna" í norsku menningarlífi, þar sem rithöfundar, heimspekingar og skáld verða að vera „vinstri sinnaðir", til þess að bóka þeirra sé getið og þeim snúið á aðrar norðurlandatungur og þeir séu fengnir til þess að taka þátt í umræðum í ríkisfjölmiðlunum. Hvaða ástæða er til að ætla, að marxsinnarnir verði umburðar- lyndari í stjórnmálunum en þeir eru í menningarlífinu, fái þeir þar völdin? Stubberud ræðst með öðrum orðum á þá, sem Paul Johnson kallar „vinstrifas- ista“. Menningarlífið í Noregi, eins og Stubberud segir frá því, minnir í sumu á menningarlífið á Islandi. Islenzku „mennta- mennirnir" afsökuðu glæpi Sfal- íns. Brynjólfur Bjarnason (sem varð nýlega heiðursfélagi Félags áhugamanna um heimspeki samkvæmt tillögu Páls Skúla- Torc Stubberud sonar prófessors) reit 1957 um ógnarstjórn Stalíns: „Það var óhjákvæmilegt að greiða stétt- arandstæðingnum þung högg, hvar sem hann lét á sér bæra“ (Réttur 1957, bls. 86). Og Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra reit 1958 í leyni- skýrslu um menningarmál: „Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans" (Rauðabókin, leyniskýrslur SÍA, bls. 47). Hvað merktu orðin „þung högg“ og „að leyfa ekki umræður"? Solsjenitsyn hefur sagt okkur það. En til dæmis um misnotkun róttæklinganna á orðum má taka stofnun „Mál- frelsissjóðsins" til aðstoðar þeim afbrotamönnum, sem reyndu að hræða fylgismenn landvarnarstefnunnar frá af- skiptum af stjórnmálum með því að hrópa þá niður 1974, kaffæra þá í fúkyrðaflaumi. Róttæklingarnir leyfa sér að reyna að takmarka málfrelsið í nafni málfrelsisins, en þegja auðvitað um það, að málfrelsið er ekkert í alræðisríkjunum í austri. (Á íslandi er fullt málfrelsi, en mönnum er að sjálfsögðu gert að sæta ábyrgð, ef þeir meiða aðra menn ósæmi- lega með orðum, enda fylgir frelsinu ábyrgð. Nýheimspekin franska er reyndar hvorki ný né heimspeki, Hún er ekki ný, því að aðrir hafa sagt það áður og betur, sem frönsku nýheimspekingarnir segja, og hún er ekki heimspeki, því að hún er uppreisn. En það breytir því ekki, að frönsku nýheimspekingarnir eru lofs- verðir fyrir djörfung sína og sannleiksást, og ánægjulegt er það, að lifandi gróður er að spretta af þeim frækornum efans, sem reynslan sáði í hjörtu hugsjónamannanna. Gróðurinn berst vonandi til íslands og dregur úr sandfokinu. Á áramótum: Skrá um Blóm vikunnar 1978 Grein Fyrirsögn Latneskt heiti Birti iir. 133 Fuchisia Fuchsia 7.1. 134 Gardenia — Geislamaðra Gardenia Jasminodies florida 14.1. 135 Lísa (Iðna-Lísa) Impatiens 21.1. 136 Hvers begna blómstra blómin? (1) 28.1. 137 Hvers vegna blómstra blómin? (2) 4.2. 138 Sáning sumarblóma 11.2. 139 Ending afskorinna bióma 17.2. 140 Sumarblóm (1) 9.3. 141 Sumarbióm (2) 11.3. 142 Bióm (beðjaðra og breiður 16.3. 143 Baugblaða penagónia P. hortorum/zonale 18.3. 144 Þyrnikóróna krists Euphorbia splendens 21.3 145 Vorgoði Adonis 2.4. 146 AnemónurMaríusóleyjar Anemona Coronaria 8.4. 147 Garðaúðun 15.4. 148 Sumarmálahjal 20.4. 149 Steinselja-Persille Petroseiinum sativum 29.4. 150 Hvaða runnar henta i garðinn? 6.5. 151 Um bermispia Cotoneaster 10.5. 152 Sírenur-Dísarunnar Syringa 13.5. 153 Rós — drottning blómanna 18.5 154 Árikla-Mörtulykill Primula auricula 20.5. 155 Sifjarlykill Primuia veris 27.5. 156 Burnirót Sedum roseum. 3.6. 157 Fjallablaðka (1) Lewisia 10.6. 158 Fjallablaðka (2) Lewisia 14.6. 159 Fjaliablaðka (3) Lewisia 16.6. 160 Álfakollur Stachys machrantha 24.6. 161 Hjálmlaukur Allium cepa viviparum 2.7. 162 Hófsóley Caltha palustris 8.7. 163 Sveipstjarna Astrantia major 15.7. 164 Moskusrós Malva moschata 22.7. 165 Blágresi (1) Geranium 29.7. 166 Blágresi (2) Geranium 5.8 167 Blágresi (3) Geranium 12.8. 168 Eyrarrós Camaenerion 19.8. 169 Rósamura Potentilla x hybrida 26.8. 170 Bláklukkur (1) Campanula 2.9. 171 Bláklukkur (2) Campanula 9.9. 172 Blákiukkur (4) Campanula 17.9. 173 Bláklukkur (4) Campanula 23.9. 174 Itláklukkur (5) Campanula 30.9. 175 Hugleiðing um haustiauka (1) 7.10 176 Hugleiðing um haustlauka (2) 14.10 177 Að veturnóttum 21.10 178 Fræsöfnun 28.10 179 Hvernig geyma má blóm vikunnar 4.11 180 Saint-páiia Saintpaulia ionantha 12.11 181 Járnkrossinn Begonia masoniana 19.11 182 Drottning eina nótt. Seienicereus 25.11 183 Greni Picea 2.12 184 Fura Pinus 9.12 185 Meðferð jólatrjáa 17.12 186 Jólatréð 23.12 187 Mistilteinn Viscum album 30.12 Runnar og tré geta verið heillandi þótt vetur sé. Eftirtaldlr aöilar lögóu til efni árió 1978: Herdís Pálsdóttir garöyrkjukona, Fornhaga, Hörgárdal. Hermann Lundholm, garðyrkjuráðunautur, Kópavogi. Hólmfríöur Siguröardóttir, umsj.m. Lystigarös Akureyrar. ingólfur Davíðsson, grasafræöingur, Reykjavík Kristinn Skæringsson, skógarvöröur, Kópavogi. Ólafur Björn Guömundsson, lyfjafr. Reykjavík Sigurgeir Ólafsson, fulltrúi í Eiturefnanefnd, Sigurlaug Árnadóttir, húsfrú, Hraunkoti, Lóni, A.-Skapt. Vilborg Dagbjartsdóttir, rith. Reykjavík og umsjónarmaöur þáttarins Ágústa Björnsdóttir, Kópavogi og væntanlega bætast fleiri ( hópinn á jjessu ári. Uma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.