Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 19 Iðnrekendur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar; Þýða auknar álögur á iðnaðinn sem nema um 5 milljörðum kr. Stjórn Félags ísl. iðnrekenda telur tillögur ríkisstjórnarinnar sem hún kynnti í vikunni, um opinberar stuðningsaðgerðir við íslenzkan iðnað, vera óralangt frá því að geta talist ígildi þeirrar skertu samkeppnisaðstöðu sem iðnaðurinn býr við frá sl. áramótum, en Davíð Sch. Thorsteinsson form. F.I.I. sagði ígildi tollalækkana sem enn hefðu ekki komið til næmi milli 2 og 2,5 milljörðum króna og auknar skattaálögur iðnaðarins næmu um 4 milljörðum króna. Á fundi með fréttamönnum kynntu þeir Davíð Sch. Thorsteinsson, Haukur Björnsson og Pétur Sveinbjarnarson álit Félags ísl. iðnrekenda á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Um framlengingu iðnaðargjalds 2%f; (2 promille) sögðu þeir að gjaldið hefði verið við lýði i mörg ár og fallið hiður með lögum um Iðntæknistofnun íslands. Þar sem ekki hefði fengist nægilegt fjár- magn til stofnunar Iðntæknistofn- unar hefði skattur þessi verið lagður á að nýju og væri 2%o á laun í iðnaði. Um innborgunar- skyldu á innflutt húsgögn og innréttingar sögðu þeir að hún hvetti ekki til neinna þróunarað- gerða, þessi aðgerð gæti því aðeins komið að gagni að henni yrði fylgt eftir af iðnrekendum sjálfum og stjórnvöldum og væru engin rök fyrir henni á húsgagnaiðnað um- fram aðrar iðngreinar. Um afnám innborgunarskyldu á hráefnum til iðnaðar sögðu þeir að hér væri um jákvæða kerfisbreytingu að ræða, en hún þyrfti helzt einnig að taka til véla en ekki einungis hráefna. Þessar aðgerðir hafa þegar verið ákveðnar og í athugun eru aðgerð- ir um hækkun jöfnunargjalds á samkeppnisvörur, gjald á innflutt sælgæti, kex og brauðvörur og heimild til að fresta tollalækkun- um á fatnaði og skóm. Iðnrekendur telja hækkun jöfn- unargjalds á samkeppnisvörur veigamesta og jákvæðasta atriðið í tillögum ríkisstjórnarinnar og hefur félagið ítrekað óskað eftir hækkun jöfnunargjalds um 3,6% að því er forráðamenn F.Í.I. sögðu og telur félagið að hrein efnahags- leg rök séu fyrir hendi og ekki þurfi að leita samráðs við EFTA og EBE sé með þessu verið að jafna aðstöðu við erlenda keppi- nauta, m.a. vegna rangrar gengis- skráningar. Verðandi gjald á innflutt sæl- gæti, kex og brauðvörur sögðu þeir að óheimilt væri að leggja slíkt gjald á hér á landi skv. samning- um við EBE og EFTA og að innlendir framleiðendur teldu slíkt gjald vega gegn sínum hagsmunum. Um leið og gjald þetta verði lagt á sé ákveðið að falla frá niðurgreiðslum á undan- rennu- og mjólkurdufti til sælgæt- isiðnaðar og innflutningur sæl- gætis, kex og brauðvöru verði gefinn frjáls og telja iðnrekendur þetta leiða til hærra verðs á innlendu sælgæti og stefni grónum iðnaði í hættu. Þá telja iðnrekend- ur að hugmynd þessi gangi í svipaða átt og hugmyndin um innborgunarskyldu á húsgögn og séu ekki rök fyrir því á sælgætis- iðnað umfram aðrar iðngreinar. Einn liður í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar sem er í athugun er að fresta tollalækkunum á fatnaði og skóm frá löndum utan EFTA og EBE. Sögðu iðnrekendur að verð- munur væri svo mikill á flestum þeim vörum er fluttar væru inn frá löndum utan EFTA og EBE að frestun tolla hefði lítil sem engin áhrif á samkeppnisstöðuna. Telur Félag ísl. iðnrekenda að í stað þess að fresta tollalækkunum eigi að beita jöfnunartolli, undirboðstolli eða svonefndu kvótakerfi. Félag ísl. iðnrekenda teiur að úrbóta sé þörf á öllum sviðum íslenzks iðnaðar og verði t.d. að endurskoða reglur um afurða- og rekstrarlán, stefnumörkun um innkaup opin- berra aðila verði að koma til, endurskoða verði verðlagsmál samkeppnisiðnaðar og málefni skipaiðnaðarins. Telur félagið að leggja verði höfuðáherzlu á fram- leiðniaukningu, markaðseflingu, rétta gengisskráningu og fjármál iðnaðarins. A valdi ríkisstjórnar- innar hvort til uppsagna kemur í skipaiðnaðinum — segir framkv.stjóri Landssambands idnaðarmanna Morgunhlaðið leitaði til Þór- leifs Jónssonar framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðar- manna og greindi hann í nokkr um orðum frá áliti sínu á tillögum ríkisstjórnarinnar varð- andi stuðningsaðgerðir við iðnaðinni — Við teljum að ýmsar af þessum aðgerðum séu til bóta svo langt sem þær ná, og það má raunar segja um þær flestar. Nefna má afnám innborgunar- skyldu á hráefni, innborgunar- skyldu á innflutt húsgögn, hækkun jöfnunargjalds, en þó að því tilskildu að vissar lagfæringar verði gerðar á núverandi lögum um jöfnunargjald, svo og öll þau atriði sem talin eru upp í 3. kafla fréttatilkynningar ríkisstjórnar- innar. — Hins vegar er skaði að ekki skuli hafa verið teknar ákvarðanir um fleiri en 3 af þessum 10 atriðum, sem talin eru upp í fréttatilkynningunni, ekki sízt þar sem mörg atriðanna sem sögð eru í athugun eru mjög þýðingarmikil fyrir iðnaðinn. Eg get ekki álasað ríkisstjórninni fyrir það að miða aðgerðir sínar við að ekki sé gengið á svig við samninga okkar við EFTA og EBE og að ekki sé tekin óþarfa áhætta vegna hugsanlegra gagnráðstafana þess- ara samtaka, sem þá myndu bitna hart á útflutningi okkar. Hins vegar verður að undirstrika að þessi varfærnisstefna má ekki ganga of langt þannig að mikil töf verði á ákvörðunum. Þannig verð- ur að vona að hugmyndin um hækkun jöfnunargjalds sem er mikið samkeppnisatriði, verði tek-- in föstum tökum og ákvörðun þar um dragist ekki um of. Það verður einnig að minna á að margar ráðstafanir má hæglega gera án þess að á nokkurn hátt þurfi að taka tillit til samning- anna. Þetta á meðal annars við um endurskoðun reglna um afurðalán og rekstrarlán, stefnumörkun um innkaup opinberra aðila, verðlags- mál samkeppnisiðnaðar og mál- efni skipaiðnaðar. Samtök iðnaðarins hafa lagt fram tillögur um alla þessa málaflokka, þess vegna veldur það vonbrigðum að ekki skuli þegar liggja fyrir ákvarðanir að því er þessi mál varðar. — Sérstaklega veldur það mér vonbrigðum að samkvæmt frétta- tilkynningunni á að setja málefni skipaiðnaðarins í athugun og eru þau sögð á undirbúningsstigi. Fyrirliggjandi tillögur sem ekki stangast á neinn hátt á við samningana við EFTA og EBE virðast því ekki hljóta þann hljómgrunn að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd. Skipaiðnaður- inn er vægast sagt illa staddur að því er varðar verkefni. Það veltur á ákvörðun ríkisstjórnarinnar á næstu vikum hvort þar verða verulegar uppsagnir á næstunni. Afurðalán vegna útflutnings: V öxtum br eytt úr 18 í 8,5% - enlánin bundin dollaragengi SEÐLABANKINN hefur ákveðið að breyta vöxtum á endurkcypt- um afurðalánum vegna útflutn ings úr 18 í 8,5% en jafnframt verða lánin bundin gengi banda- ríska dollarans. Þá munu endur- kaupahlutföll Seðlabankans mið- að við afurðaverðmæti lækka um 3% en í frétt frá Seðlabankanum segir að þess sé vænzt að innláns- stofnanir auki viðbótarlán sín út á afurðirnar um sama hlutfall. I fréttinni segir að nýju vaxta- kjörin eigi bæði við um venjuleg endurkaupanleg lán út á útflutn- ingsframleiðslu og sérstök útflutn- ingslán, sem ætlunin sé að taka upp til að flýta greiðslu afurða- andvirðis til framleiðenda. Þessir kornungu plötusnúðar hafa nú slegið öllum atvinnumönnum við og sett nýtt íslandsmet í úthaldi við plötusnúning þvf að þeir voru f 51 klst. Þetta gerðist í skátadiskóteki f skátaheimilinu Dalsbúar við Dalsbrún og methafarnir heita Gunnar Gunnarsson og Emil Bjarnason. Ljósm. Mbl. Kristinn. Haukur Angantýsson 5. á Rilton-Cup mótinu HAUKUR Angantýsson varð fimmti á Rilton Cup skákmót- inu í Stokkhólmi mcð 6,5 vinninga. en Sævar Bjarnason hlaut 5 vinninga. Sigurvegari varð Svíinn Schússler með 7Vfe vinning, Pólverjinn Bednarski var annar með 7 vinninga og Mirales Spáni þriðji með 6'k vinning. I fjórða sæti varð Eslon Svíþjóð með 6,5 og í sjötta, sjöunda og áttunda sæti með sama vinningsfjölda urðu; Schneider Svíþjóð, Iskov Danmörku og Wedberg Svíþjóð. Karlsson frá Svíþjóð varð níundi með 6 vinninga og eini stórmeistarinn meðal keppenda, Tékkinn Plachetka varð tíundi með 6 vinninga. I síðustu umferðinni á fimmtudag gerði Haukur jafn- tefli við Iskov en Sævar tapaði fyrir finnskum keppanda. Keppendur á Rilton Cup voru 80 talsins. Van der Wiel evrópumeistari: Margeir tapaði — og varð í 4. til 5. sæti MARGEIR Pétursson tapaði fyrir Júgóslavanum Nikolic f sfðustu umferð Evrópu- meistaramóts unglinga í Gröningan f Hollandi f gær og urðu þeir í 4.-5. sæti með 8 vinninga hvor. Hollendingur- inn John Van der Wiel varð Evrópumeistari og um leið alþjóðlegur meistari, en hann sigraði Skotann Muir f sfðustu umferð og hlaut 11 vinninga. Dolmatov frá Sovétríkjunum varð í öðru sæti með 10,5 vinninga en hann vann Green- berg frá ísrael í síðustu umferð- inni. Þriðji varð Englendingur- inn Jim Plaskett með 9 vinninga en hann vann Svoboda frá Austurríki í síðustu umferðinni. Næstir þeim Margeiri og Nikolic urðu Gazik frá Tékkóslóvakíu og Vaelkesalmi frá Finnlandi með 7,5 vinninga, Pedersen Danmörku og Portúgalinn Dos Santos hlutu 7 vinninga og næstir þeim komu Muir, Grinberg, Mateu frá Spáni, og Laroly frá Ungverja- landi með 6,5 vinninga. Jón L. Amason deilir forystu með Hauser JÓN L. Árnason gerði jafntefii við alþjóðlega meistarann Dobos frá Póllandi í 10. umferð alþjóðlega jólaskákmótsins í Prag í gær og er hann nú efstur á mótinu ásamt Tékkan- um Hausner með 7 vinninga. Síðustu umferðir mótsins verða tefldar í dag og á morgun, sunnudag. Næstu menn eftir tíundu umferðina voru Libert frá A-Þýzkalandi og Pogojotnik með 6,5 vinninga, Dobos var með 6 vinninga og Mokry frá Tékkóslóvakíu var með sex vinninga og biðskák gegn landa sínum Meduna, sem var með 5 vinninga. Jón L. Árnason sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að skák hans í tíundu umferðinni hefði verið fremur stutt. „Ég var með svart og hann bauð jafntefli, sem ég þáði, þegar ég sá ekkert sérstakt í stöðunni," sagði Jón. Jóhann Hjartarson í 3. tíl 5. sæti og ein umferð eftir JÓIIANN Hjartarson vann Fauzi frá Indónesíu í 10. umferð heimsmeistaramóts sveina í Sas van Gent í Hollandi í gær og er hann nú í 3.-5. sæti með 7 vinninga en síðasta umferðin verður tefld í dag. Þórir Ólafsson, aðstoðarmaður Jóhanns, sagði í samtali við Mbl. í gær að taflmcnnska Jóhanns í níundu og tíundu umferð hefði vakið einna mesta athygli af atburðum mótsins. en þessar skákir hefði Jóhann unnið einkar glæsilega. Skotinn Mottwani er nú næsta öruggur með heims- meistaratitilinn, en hann sigraði í gær Grinfeld frá ísrael og er Mottwani nú með 8,5 vinninga, heilum vinningi á undan næsta manni, Huergo frá Kúbu, en hann tapaði í gær fyrir Morovic frá Chile. Þeir Morovic og Short frá Englandi eru jafnir Jóhanni að vinningum, en Short vann í gær Long frá Singapore.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.