Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 20

Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Kaupir Bæjarútgerð Reykjavíkur skuttogara frá Stálvík eða Portúgal? ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur nú til athugunar hvort kaupa eigi annan þeirra portúgölsku skuttogara sem ríkisstjórnin keypti frá Portúgal í haust, eða hvort kaupa ætti togara frá Stálvík. Könnun hefur leitt í ljós að verð og gæði skipanna er mjög svipað. Ríkisstjórnin hefur boðið Bæjarútgerðinni portúgalska togarann á mun betri skilmálum en innlendar skipasmíðastöðvar geta boðið. Er boðið 80% langtímalán en 20% útborgun, jafnframt því sem rikisstjórnin býður lánsfyrirgreiðslu fyrir útborguninni á hinum 15 mánaða langa smíðatíma. Innlend skipasmíði fengi hins vegar 75% kaupverðs úr Fiskveiðasjóði en kaupandi yrði að greiða 25%. Því hafa bæði B.Ú.R. og Stálvík sent iðnaðarráðuneytinu bréf, þar sem farið er fram á að sama lánafyrirgreiðsla verði veitt til kaupa á togaranum frá Stálvík og portúgaiska togaranum. Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi gerði þessi fyrirhuguðu skuttogarakaup Bæjarútgerðarinnar meðal annars að umtalsefni í ræðu á fundi borgarstjórnar í fyrradag. í tilefni af ræðu Magnúsar sneri Morgunblaðið sér til þeirra Björgvins Guðmundssonar, skrifstofustjóra viðskiptaráðuneytisins og formanns útgerðarráðs, Jóns Sveinssonar forstjóra Stálvíkur og Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, og spurðist fyrir um hvað Iiði ákvörðun um þetta máh Lánskjörin geta ráðið úrslitum segir Björgvin Guð- mundsson um hvort keyptur verður skut- togari fyrir B.Ú.R. frá Stálvík eða Portúgal „Útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort keypt verður annað portúgalska skip- ið, eða hvort Stálvík verður falið að smíða togara fyrir Bæjarútgerðina," sagði Björg- vin Guðmundsson formaður útgerðarráðs í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Björgvin að miklu máli skipti hvort unnt yrði að fá íslenska skipið á sambærilegum kjörum og í boði væru ef keyptur yrði togarinn frá Portúgal. Það væri mjög mikilvægt atriði, og gæti ráðið úrslitum sagði Björgvin. Björgvin sagði að B.Ú.R. hefði fengið skipaverkfræðing til að gera samanburð á þessum tveimur skipum, og lægi sá samanburður nú fyrir. Talið væri að skrokkur íslenska togar- ans væri betri en þess portú- Björgvin Guðmundsson galska, en á móti kæmi að talið væri að allur „innmatur" og innra skipulag væri betra í togaranum frá Portúgal. Þarna kæmi þó ýmislegt til álita, og ljóst væri að í heild væri hin íslenska smíði ekki lakari en sú portúgalska. Björgvin sagði að verð skip- anna væri áþekkt, þó væri ljóst að skipið frá Stálvík yrði heldur ódýrara, miðað við sömu stærð. Björgvin Guðmundsson sagði ennfremur að enn sem komið væri hefði síðara skipið frá Portúgal ekki verið boðið öðrum til kaups en Bæjarútgerð Reykjavíkur, en hún hefði upp- haflega átt að gefa svar fyrir áramót. Ríkisstjórnin gæti því nú boðið skipið öðrum, en öll þessi mál stæðu og féllu með því, hvaða afstöðu ríkisstjórnin tæki til erlendrar Iántöku til nýsmíði hér innanlands. Ekkert yrði því af málinu að frétta fyrr en ákvörðun ríkisstjórnarinnar lægi fyrir. Eigum von á svari frá iðnaðarráðu- neytinu á hverjum degi segir Jón Sveins- son í Stálvík SVAR HEFUR enn ekki borist frá iðnaðarráðuneytinu varð- andi ósk Stálvíkur h.f. í Garðabæ um að fá leyfi til lántöku erlendis til byggingar skuttogara, að því að forstjóri Stálvíkur, Jón Sveinsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gaer. Sagði Jón, að svars væri nú að vænta á hverri stundu, og væri það trú þeirra að jákvætt svar fengist. Von hefði verið á svarinu fyrir áramót, en það hefði tafist af ýmsum ástæðum, meðal annars var iðnaðarráð- Jón Sveinsson herra önnum. kafinn við þing- störf eins og aðrir álþingismenn rétt fyrir jól. Jón Sveinsson sagði að iðnaðarráðherra væri jákvæður í málinu, en taka þyrfti það fyrir á ríkisstjórnar- fundi. Hjá skipasmíðastöðinni Stál- vík við Arnarvog í Garðabæ vinna nú tæplega eitt hundrað manns að sögn Jóns, en þegar mest var að gera í sumar voru þar um eitt hundrað sjötíu og fimm menn í vinnu. Taldi Jón að engin vandkvæði væru á því að skapa tvö til þrjú hundruð mönnum vinnu hjá fyrirtækinu á næstu árum, ef næg verkefni væru fyrir hendi. Ef leyfið verður veitt mun Reykjavíkurborg kleift að kaupa skip frá Stálvík á svipuð- um kjörum og togarann frá Portúgal sem borginni stendur til boða. Ríkisstjórnin keypti sem kunnugt er tvo skuttogara frá Portúgal vegna þess að saltfiskmarkaður íslendinga þar var í hættu, en Portúgalir höfðu kvartað yfir óhagstæðum viðskiptajöfnuði við íslendinga. Annar þessara togara hefur nú verið seldur til nokkurra sveit- arfélaga, félaga og einstaklinga á Snæfellsnesi. Kaupverð Portúgalstogar- anna var um 1600 milljónir fýrir hvort skip, en Stálvík getur boðið verð sem er fyllilega samkeppnisfært við það, auk þess sem skipin verði síst lakari séu þau smíðuð hérlendis. Mæl- ir Stálvík með nokkru stærra skipi, eða 660 rúmmetra í lest, en það skip hefur auk þess um 25% meiri togkraft en Portú- galstogararnir. Verð togara af þessari gerð yrði um 1600 milljónir. Þá býður Stálvík einnig minna skip, eða með 525 rúmmetra í lest, og er verð þess skips um 1400 milljónir eða um 200 milljónur lægra en Portú- galsskipanna. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir skömmu, þá hóf Stálvík byggingu skuttogara fyrir eigin reikning og á eigin ábyrgð, en ekki hefur verið unnt að halda því verki áfram þar sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um leyfi fyrir lántöku erlendis. Fyrst þarf að kanna for- sendur fyr- ir beiðni um erlent lán, síðan að taka ákvörðun segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra EKKI er enn ljóst hvenær ríkisstjórnin tekur ákvörðun um hvort Stálvík verði gefin heimild til að taka lán erlend- is til smíði á skuttogara fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur, að því er Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra tjáði Morgunblaðinu í gær. Ráð- herra sagði að málið væri nýkomið tl ráðuneytisins og væri nú verið að líta á erindið og forsendur fyrir því. Sagð- ist iðnaðarráðherra halda að viss atriði í erindi Stálvíkur væru á misskilningi byggð, en þó vildi hann ekki fullyrða að svo væri að svo komnu máli. En sama misskilnings sagði ráðherra að sér virtist gæta í umræðum borgarstjórnar Reykjavíkur. Hjörleifur sagði að iðnaðar- ráðuneytið hefði ekki verið inni í myndinni í sambandi við skilmála á kaupum á portú- gölsku togurunum sem menn hefðu verið að bera fyrir. Það mál hefði ekki komið til kasta iðnaðarráðuneytisins heldur viðskipta- og sjávarútvegs- ráðuneytin sem um það mál hafi fjallað. Enn ætti iðnaðar- ráðuneytið eftir að glöggva þessa mynd, en þessi mál væru nýkomin til þeirra og hefðu ekki verið athuguð nægilega, meðal annars vegna tíma- skorts. Ljóst væri þó að ef þær forsendur sem þarna væri verið að vitna til væru ekki réttar, þá væri ekki unnt að taka málið til ákvörðunar á þeim grunni. Öll þessi mál skipasmíðaiðnaðarins hefðu hins vegar verið til ákvörðunar út frá iðnaðarsjónarmiðum, en þetta tengdist lánsfjáráætlun- armálum meðal annars sem yrðu til meðferðar hjá ríkis- stjórninni í þessum mánuði. Hjörleifur Guttormsson Óveður á Suður- og Vesturlandi í fyrrinótt: Rafmagns- og síma- línur slitnuðu víða MIKIÐ óveður geisaði í fyrrinótt á Suður- og Vesturlandi og munu víða hafa orðið skemmdir á síma- og rafmagnslínum. „Hér var versta veður af suð- vestri í alla nótt og er ennþá hávaðarok", sagði Gunnar Sigurðsson fréttaritari Morgun- blaðsins í Seljatungu í Árnessýslu í gær. „Rafmagn fór af samveit- unhi upp úr kl. 4 í nótt og komst á aftur um kl. 8.30 í morgun. Gunnar sagði að jörð væri alhvít og ekki hefðu þiðnað nema efstu snjótopparnir í hlákunni. „Færð er nokkuð góð um sveit- ina en það er mjög hált á vegunum. Mikið frost var þangað til í gærkveldi en þá fór hlýnandi. í fyrradag var hér 19—21 stigs frost en fram að gamlársdegi var veðráttan hér um slóðir með afbrigðum góð,“ sagði Gunnar. Rysjótt veður „Það hefur verið rysjótt veður hér. Hitinn fór úr 20 frosti í 2ja stiga hita á einum sólarhring," sagði Magnús Sigurlásson í Þykkvabæ. Magnús sagði að allir vegir í sveitinni væru færir og auðir en jörð hefði gránað nokkuð þar sem nú færi kólnandi. í fyrrinótt var hvöss austanátt og rigning í Þykkvabæ, en engar skemmdir urðu af völdum veðurs- ins. Magnús sagði ennfremur að n.k. sunnudag yrði mikið um að vera í Þykkvabæ er séra Auður Eir tekur við prestsembættinu þar. „Þá hafa kvenréttindakonur unnið síðasta vígið,“ sagði Magnús. „Auður hefur messað hér 4 sinnum og er fólk ánægt með nýja prestinn eins og kosningin reyndar sýndi en hún hefur unnið á við hverja messu." Rafmagnslaust á Hellissandi „Við sitjum hér í myrkri og kulda þar sem rafmagnsstaurar brotnuðu um tíuleytið í gærkvöldi og rafmagn hefur ekki komist á enn,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson á Hellissandi í gær er blaðið hafði samband við hann. Rögnvaldur sagði að allt svæðið fyrir utan Enni væri rafmagns- laust en vonast væri til að það kæmist á fyrir kvöldið. „Veðrið núna er slæmt. Mikið hvassviðri var í gærkvöldi en um miðja nótt lægði. Eljagangur var í nótt en jörð er að heita má alveg auð,“ sagði Rögnvaldur. Færð er góð á Hellissandi og í nágrenni. Óvenju hvasst og mikil ísing í Borgarfirði „Óvenju hvasst og mikil ísing var hér í nótt,“ sagði Ófeigur Gestsson á Hvanneyri í gær. 5 rafmagnsstaurar brotnuðu í Skorradal viö Mófellsstaðakot og Indriðastaði og var því rafmagns- laust í Skorradalshreppi í gær en vonast til að rafmagn kæmist á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.