Morgunblaðið - 06.01.1979, Side 12

Morgunblaðið - 06.01.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Ekki er að undra þótt þjóðhátíðartalan sé Gylfa hugleikin, þar sem hún er skrásetningarnúmer bifreiðar hans. (Teikn. gr.höf.) Björn Emilsson skrifar: Aukaglaðningur varða laganna Er nú of langt gengið? „Rassaköst Síberíubifreiða“ „Bara ég og bfllinn“ Þegar talan 1100 er nefnd kemur flestum til hugar nýliðið þjóðhátíðarár. Fyrir jafnmörgum vetrum síðan stigu fóstbræður á land. í fyrstu notuðu þeir tvo jafnfljóta ásamt nokkrum veðurbörðum hrossum. Árin liðu, torfa fóstbræðra greri. Hrossum fjölgaði og vagnsmíði hófst. Tréhjól fúnuðu og torfa þeirra greri. Járnfákurinn hóf innreið sína. en torfa hans er ekki enn gróin. Sumir spá því að svo verði fljótlega. bíllinn hafi runnið sitt æviskeið. Gylfi Pálsson, „heimsfrægur um allt land“, er örugglega ekki á sama máii. Hann spáir því að bifreiðin eigi eftir í það minnsta 1100 ár. Það er ekki að undra þótt þjóðhátíðartalan sé Gylfa hugleikin. Talan er skrásetningarnúmer bifreiðar hans. R- 1100 1977 Corvette er án efa eitt merkiiegasta samgöngutæki Reykjavíkurumdæmisins. „Aður en ég vissi, var ég orðinn eigandi að Benz ’56 og einu bezta bílnúmeri í Reykjavík". Það er Gylfi pústmann, sem maelir, órak- aður sem oftar. Gylfi er vandur að virðingu sinni og vill sem minnst um Benza og aðra Evrópska bíla tala. „Bílar eru ekki bílar nema amerískir", segir hann. „Eg henti víst Benzanum, en númerinu R- 1100 hef ég haldið síðan“. Gylfi Pálsson (pústmann) við- gerðarmaður púströraverkstaeðis- ins Fjaðrarinnar er einn litríkasti bifreiðaáhugamaður Reykjavíkur- svæðisins. H'ann fer sínar eigin leiðir og spyr engan ráða. Frægur varð hann hér um árið þegar hann tróð 8 strokka vél ofan í blásak- lausan Moskvitch. Flottbifreiðar hreinlega köfnuðu í gúmmífnyk. Það var á stundum, að ekki varð greint hvort Gylfi væri að koma eða fara. Um nokkurra mánaða skeið barðist ameríska vélin í iðrum Moskans. Að lokum hrundi rússneski björninn undan ofurefl- inu. Sem dæmi um bifreiðaeign Gylfa má nefna Shelby Mustang, endurhannaðan af ekki lakari en Carol Shelby. Um tíma sást til Gylfa á ’65 Pontiac GTO, meiri- háttar bíll þeirra tíma. „Bláa drottningin" Ford Mustang ’72, átti hug og hjarta Gylfa lengi vel. Ekki má skilja við bifreiðaflota Gylfa án þess að nefna einn sprækasta bíl seinni tíma, Chevy Monzuna HOSY SMOKE. „Vor- blóm“ hennar liggja nú hulin snjóþykkni víðsvegar um götur borgarinnar. Hana seldi Gylfi nýverið og festi kaup á stolti amerísks bifreiðaiðnaðar. Corvettu ’77. Chevy Corvettan hefur verið kölluð „eini sanni ameríski sport- bíllinn". Þrátt fyrir að sú fullyrð- ing sé runnin undan rifjum Chevy-hönnuða, verður hún að teljast rétt. Enginn annar amerískur sportbíll hefur verið smíðaður í 26 ár. Það var 30. júní árið 1953 að fyrsta Corvettan leit dagsins ljós. Hún var byggð á hefðbundinn hátt, úr járni, og hafði yfir sér nokkuð evrópskan blæ, enda ætlað að keppa við Jaguar og aðra svipaða sportbíla. Stjórnendur General Motors sáu til þess, að aðeins nokkrir útvaldir fengu Corvettuna í hendur strax í byrjun. Bankastjórar, iðnjöfrar og uppáhaldsviðskiptavinir voru þeir fyrstu. Ekki voru hinir útvöldu ánægðir með bílinn, töldu hann aflminni en sambærilega evrópska bíla, og „blæjan heldur hvorki vatni né vindi", sögðu þeir. Endursöluverðið var lágt og fram- leiðsla bílsins virtist ekki ætla að borga sig. A þessum árum var Harley Earl yfirhönnuður General Motors. Hann fékk Robert McLean í lið með sér og í sameiningu hönnuðu þeir plast-Corvettu. Um 3000 bílar voru steyptir í plast (trefjaplast) og almenningur gleypti við þeim. Þannig hefur Corvettan verið alla tíð síðan. Það má segja að máltækið „fall er fararheill" hafi átt við þegar fyrstu plast-Corvett- unni var hleypt af stokkunum. Ljósmyndarar, blaðamenn og skælbrosandi Chevy-framleiðend- ur voru viðstaddir. Bros stirðnuðu fljótlega, þegar ljóst þótti, að bíll númer eitt fór ekki í gang. Flauta bílsins var steindauð, hvað þá meir. Um það bil er blóðhlaupnar kinnar Chevy-manna kólnuðu, uppgötvaðist orsökin. Mönnum hafði sézt yfir, að plast leiðir ekki rafmagn. Rafrásir bílsins voru því ekki jarðtengdar. Yfirsjónin var leiðrétt og fyrstu Polo-White og Powerglide Corvetturnar svifu á braut.l Ein af frægustu Cor- vettunum fyrr og síðar var ’59 Stig Ray gerðin, byggð fyrir tilstuðlan Bill Mitchell, þáverandi yfirhönn- uðar GM. í kjölfar hennar kom ’66 Shark Corvettan, sem seinna varð kveikjan að ’68 Corvettunni. Sú gerð hefur verið framleidd síðan með smávægilegum breytingum. Afl hefur Corvettur aldrei skort. Upphaflega voru þær um 150 hestöfl, en hápunkti orku munu þær hafa náð árið 1970. Þá hafði hestunum fjölgað um 315. Já, 465 hestöfl í 2ja manna bíl. Eins gott að halda sér. Ekki fara sögur af Corvettum hérlendis fyrr en bílasmiðurinn Ingólfur Herbertsson flutti eina til landsins. Það var árið 1973, og höfðu margir á orði að nú væri gengið of langt. Bíllinn of lágur og við 400 hestöfl hefði enginn að gera. Sú staðhæfing átti ekki við meðan bíllinn var í eigu Ingólfs. En fljótlega eftir að bíllinn fór úr umsjón hans, var hann saltaður, að því er virðist til eilífðarnóns. Hann liggur nú skemmdur undir segli einhversstaðar, þar sem enginn veit. Gylfi Pálsson pústmann, bindindismaður á allt nema kven- fólk og bíla, að eigin sögn, er nú eigandi einu ökufæru Corvettunn- ar á Islandi. Bíllinn, sem er árgerð '77, var fluttur til landsins gegn- um Sambandið fyrir Akureyring- inn Örn Ragnarsson. Gylfi festi síðan kaup á honum merkisdaginn 13. desember 1978. Eftir að hafa lýst óánægju sinni með „fratrauð- an“ lit bílsins, lét hann mála hann svartan. Að innan er bíllin fóðrað- ur ekta söðulbrúnu leðri. Aðspurður um eiginleika bílsins svarar Gylfi: „Hann er svo sannarlega peninganna virði, með öllum lúxus, rafmagnsrúðum og veltistýri. Mestan mun finn ég þó á bremsunum. Enginn bíll í minni eigu hefur stöðvast jafn vel“. Ekki veitir af að hafa bremsurnar í lagi, því Corvetta Gylfa er yfir 200 hestafla. Það var Chevymaðurinn Sora Arkus-Duntovs, sem lét smíða fyrstu Corvettuna með diska bremsum á öllum fjórum. Skyldi því engan undra, þótt Gylfi og Corvettan stöðvist vel; auka- glaðningur fyrir verði laganna. Og Gylfi heldur áfram: „Ég ætla mér stóra hluti með þessum bíl. Á 350 vélina fara tvær pústþjöppur. Hliðarpústkerfi og gardírtá ásamt öðru góðgæti er'framtíðin. Ég hef ekkert við peningana að gera, það er bara ég og bíllinn. Hann á eftir að finna fyrir 6000 snúningunum og ÞAÐ VERÐUR GOTT„. 1953 Polo-Whito Corvettan. sú fyrsta og eina, sem framleidd var úr járni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.