Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 18

Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson Askríftargjald 2500.00 kr. ð ménuói innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Verða sjómenn svikn- ir um skattfríðindin? að er sýnilegt á viðbrögð- um forystumanna sjó- manna, að afstaða Ingólfs Ingólfssonar í Verðlagsráði sjávarútvegsins hefur í senn komið á óvart og valdið vonbrigðum. Menn gera sér grein fyrir því, að það eru fyrst og fremst flokkspóli- tískir hagsmunir Alþýðu- bandalagsins sem úrslitum réðu um þá afstöðu hans að gefa eftir frá yfirlýstum kröfum sjómanna án þess að hafa nokkuð ákveðið í stað- inn. Ugglaust er hann líka öruggari um sig vegna þess, að kjörin á skuttogurunum eru það góð fyrir, að togara- sjómenn hafa tilhneigingu til að láta kyrrt liggja. En á hinn bóginn eru bátasjómenn það dreifðir út um allt land, að tæplega munu myndast samtök meðal þeirra um að mótmæla fiskverðinu, þótt það brenni sárast á þeim, þar sem aflabrögð á bátaflotan- um hafa verið misjöfn og víða rýr. Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins, get- ur ekki leynt óánægju sinni með fiskverðið, en á erfitt um vik, þar sem hann komst til forystu í sjómannasamtökun- um í skjóli Alþýðubandalags- ins. Þannig segir hann í Tímanum á fimmtudaginn: „Ég ætla mér að vera með það breitt bak sem forystu- maður minna samtaka, að hvetja sjómenn til að hefja veiðar út á þessi skipti," en lætur það fylgja í leiðinni, að pólitísk afstaða hafi verið fyrir hendi í Verðlagsráði, enda megi „vart á milli sjá hverjir eru umboðsmenn sjó- manna“ fulltrúi útgerðar- manna eða Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Afsökun Ingólfs Ingólfs- sonar fyrir afstöðu sinni í Verðlagsráði er fyrst og fremst sú, að ríkisstjórnin hafi heitið sjómönnum aukn- um skattfríðindum. Það hef- ur á hinn bóginn verið upplýst, að engin slík sam- þykkt hefur verið gerð í ríkisstjórninni og raunar ekkert sem bendir til þess, að hún verði gerð. Fiskverðið er því ákveðið á fölskum for- sendum, eins og fram hefur komið, m.a. hjá Guðmundi Hallvarðssyni formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur, þegar hann segir: „Verði skattamálin ekki tekin til vinsamlegrar meðferðar hjá ríkisstjórninni þá er hluti af þeim forsendum, sem sjó- menn hefðu getað sætt sig við, horfinn út í veður og vind.“ Skipta ummæli ráð- herra engu? Gengið hefur haldið áfram að síga jafnt og þétt, þótt ríkisstjórnin hafi haft það að sínu fyrsta verki að fella gengið í septembermánuði. Og þar virðist ekkert lát á, eins og bezt sést á því, að ríkisstjórnin hefur gefið fisk- vinnslunni það fyrirheit í sambandi við fiskverðs- ákvörðunina, eins og bókað var í yfirnefnd Verðlagsráðs, „að~Seðlabankmn~hafL nokk- urt svigrúm til gengissigs á næstu mánuðum og því verði beitt eftir þróun útflutnings- verðs miðað við innlendar verðbreytingar." Þetta er afskaplega skýr og afdráttarlaus viðurkenning stjórnvalda á því, að gengið sé rangt skráð. Hins vegar þykir ríkisstjórninni áferðar- fallegra að láta gengið síga jafnt og þétt, jafnvel þótt gengissigið kunni að verða óvenju ört á næstunni, vegna þess að þá er ekki hægt að tala um að gengið hafi verið fellt. Slíkt kynni að skapa pólitíska erfiðleika. Allt væri þetta gott og blessað, ef ekki vildi svo til, að þessar staðreyndir stang- ast gjörsamlega á við yfirlýs- ingar þriggja ráðherra: Svav- ars Gestssonar, Kjartans Jóhannssonar og Tómasar Árnasonar. Þeir hafa allir staðhæft hið gagnstæða, að engin fyrirheit og engin ákvörðun um gengissig hafi verið tekin í sambandi við fiskverðsákvörðunina. Þeir hafa þannig orðið ómerkir orða sinna, — en að sjálf- sögðu er það lágmarkskrafa, sem gera verður til ráðherra, að þeir reyni að halda sig við sannleikann, þegar þeir eru spurðir um ákvarðanir stjórnvalda. Að öðrum kosti skipta ummæli ráðherra engu máli, eins og viljað hefúr brenna við síðan í haust. Birgir ísleifur Gunnarsson: Enn eitt dæmi um ráðley si í samstarfssamningi vinstri flokkanna um stjórn borgarinn- ar segir á einum stað: „Fengnir verði utanaðkomandi aðilar, sem reynslu hafa í hagræðingu, til að kanna starfshætti og skipulag hjá borginni og gera tillögur um breytingar að at- hugun lokinni. Jafnframt verði unnið að breytingum á sjálfu stjórnkerfinu." Ekkert bólar á framkvæmdum Frá því að þessi yfirlýsing var birt er nú liðið rúmlega hálft ár. A því tímabili hefur ekkert bólað á framkvæmd þessa máls. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1979 hefur verið undirbúin, en henni fylgja engar breytingar á starfs- háttum og skipulagi hjá borg- inni. Prjónað er við gamla „kerfi Sjálfstæðisflokksins". Bætt er við starfsmönnum hér og þar, en greinilega enginn vilji til stór- breytinga og engir tilburðir hafðir uppi í þá átt að gera þann uppskurð á kerfinu, sem ekki þoldi neina bið I ræðum vinstri manna fyrir kosningar. A síðasta fundi borgar- stjórnar var eins og vinstri flokkarnir vöknuðu upp við vondan draum að þessu leyti. Skellt var inn í borgarstjórn tillögu um hagræðingarmál, en svo var hún hraðsoðin, að hún komst ekki inn á reglulega dagskrá, heldur kom sem liður í fundargerð borgarráðs frá s.l. þriðjudegi. Nú mætti ætla, að þetta hálfa ár hefði verið notað til að undirbúa málið vel, gera ítarlega áætlun um það, hvaða þætti í borgarrekstrinum ætti að taka til athugunar, hverjir ættu að framkvæma verkin og hvað þetta myndi kosta. Óljós sýndartillaga En það var öðru nær. Tillagan er jafn óljóst orðuð og stefnu- yfirlýsingin frá því í vor. I tillögunni kemur ekkert fram um það, hvernig standa eigi að framangreindri úttekt, hversu víðtæk hún eigi að vera, hvenær eigi að framkvæma hana og hvenær niðurstaða eigi að liggja fyrir. Heldur ekki, hversu miklu fé eigi að verja til framkvæmda á henni og athyglisvert er, að í fjárhagsáætlun er engin fjár- hæð ætluð til slíkrar úttektar. Ljóst er þó að ítarleg úttekt myndi kosta milljónatugi, ef hún á að verða annað og meira en orðin tóm. Þetta aðgerðarleysi í rúmlega hálft ár og hraðvirknisleg sýndartillaga um málið nú, er því greinilega gerð til þess að slá ryki í augu borgarbúa og breiða yfir það ráðþrot og stefnuleysi vinetri flokkanna, sem fram hefur komið við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar. Gera stjórnkerfið flóknara Athygli hlýtur og að vekja að allar aðgerðir vinstri flokkanna til þessa hafa miðað í þá átt að gera stjórnkerfið flóknara og þyngra í vöfum og þar með dýrara í framkvæmd. Það er t.d. komið glögglega í ljós nú þegar, að það bákn, sem nefnist fram- kvæmdaráð og nýlega var sett á stofn, er hrein silkihúfa í kerfinu og til trafala. Það er mun eðlilegra að borgarráð fari áfram með yfirstjórn verklegra framkvæmda að svo miklu leyti, sem pólitísk yfirstjórn er nauð- synleg. Þessi sýndartillaga um hag- ræðingu á vegum Reykjavíkur- borgar ber ekki vott um neina stefnubreytingu hjá vinstri mönnum frá því, sem verið hefur í raun. Sannleikurinn er sá, að undir forystu Sjálfstæðis- manna var stöðugt unnið að endurbótum á rekstri borgar- stofnana og fjölmörg hagræð- ingarverkefni voru í gangi á hverjum tíma. Sérstök hag- sýsluskrifstofa hefur í mörg ár starfað hjá Reykjavíkurborg auk þess, sem leitað hefur verið til sérfróðra aðila utan borgar- kerfisins. Reykjavíkurborg var í fararbroddií hagræðingarmálum Eitt slíkt dæmi kom til umræðu í kosningarbaráttu minni s.l. vor. Hitaveitustjóri fól á árinu 1977 rekstrarþjón- ustu J. Ingimars Hannssonar, að leggja drög að og stjórna í samvinnu við starfsmenn Hita- veitu Reykjavíkur margháttuð- um breytingum á stjórnun og skipulagningu vinnuflokkanna auk þess, sem tekið var upp hvetjandi launakerfi. Aðgerðir þessar tókust mjög vel. Greinargerð verkfræðingsins varð Kristjáni Benediktssyni tilefni til í sjónvarpsumræðum að rangtúlka og snúa svo út úr orðum greinargerðarinnar, að J. Ingimar Hannsson sá sérstaka ástæðu til að leiðrétta orð Kristjáns. I athugasemd, sem hann sendi blöðunum segir verkfræðingurinn m.a.: „Tekið skal fram, að á undanförnum árum hefur á mínum vegum verið unnið að fjölda hag- ræðingarverkefna hjá Reykja- víkurborg og borgarstofnunum. Ennfremur er unnið að nokkr- um verkefnum um þessar mund- ir og finnst mér raunar borgin vera í fararbroddi á þessu sviði." Sjálfstæðismenn mega vel una þessum vitnisburði viður- kennds sérfræðings á sviði hagræðingarmála. Vonast ég til að vinstri meirihlutinn týni ekki niður forystu borgarinnar á þessu sviði. Landssamband íslenzkra verzlunarmanna: Mótmælir lagasetningu ríkis- stjórnarinnar um kjaramál STJÓRN Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur í ályktun mótmælt lagasetningu ríkisstiórnarinn- ar frá því í desember um kjaramál og segir LÍV, að hún valdi lítilli hömlun gegn verðbólgunni. Þetta sé í fjórða sinn á einu ári, sem gripið sé til þess óheillaráðs — eins og það er orðað, að breyta kjarasamningum með lagaboði. Samþykkt stjórnar Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna er svohljóðandi: „Með nýlega settum lögum um tímabundnar ráðstafanir til við- náms gegn verðbólgu, er í fjórða sinn á árinu 1978 gripið til þess óheillaráðs að breyta kjara- samningum með lagaboði. Á s.l. vetri mótmælti Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna lagasetningu þáverandi ríkis- stjórnar um sama efni og lagði áherzlu á mikilvægi þess að virða kjarasamninga, rétt sem aðrar fj árskuldbindingar. Landssamband ísl. verzlunar- manna lagði og áherzlu á að óraunhæft sé að ætla að kveða niður verðbólguna í einni svipan, og að til þess þurfi að nást samstaða allra meginafla þjóð- félagsins. Því megi ekki grípa til neinna þeirra aðgerða í stundar- árangursskyni, sem eyði trausti og samstarfsmöguleikum. Nauðsynlegt er að árétta þessi atriði nú, því að enn er ráðist að laununum einum, þrátt fyrir yfirlýsingar um kjarasáttmála og samráð. Landssamband. ísl. verzlunar- manna mótmælir lagasetningunni 1. des. s.l., sem ljóst er að litiu veldur um hömlun gegn verðbóig- unni, og krefst raunhæfra aðgerða til varanlegrar lausnar í samráði við verkalýðshreyfinguna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.