Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979
15
Magnús L. Sveinsson:
Stórlega hallað réttu máli
og beinlínis fariö
með mjög gróf ósannindi
Sá sérstæði atburður gerðist á
miðstjórnarfundi ASÍ þann 26.
okt. sl., að samþykkt var ályktun,
þar sem tekin var afstaða til
tveggja mismunandi tillagna opin-
berrar nefndar um úrbætur í
húsnæðismálum, sem enginn
miðstjórnarmaður hafði þó augum
litið, ekki einu sinni forseti ASÍ,
Snorri Jónsson, sem stýrði
afgreiðslu málsins.
Þessi hneykslanlegu vinnubrögð
voru síðan endurtekin á sam-
bandsstjórnarfundi ASÍ 9. des. sl.,
án þess að nokkur sambands-
stjórnarmaður að mér undan-
skyldum hefði séð tillögurnar sem
ályktunin fjallaði um.
Á miðstjórnarfundinum óskaði
Björn Þórhallsson., formaður
Landssambands ísl. verzlunar-
manna eftir að málinu yrði frestað
og menn fengju í hendur tillögurn-
ar, sem væri verið að fjalla um,
svo þeir gætu myndað sér skoðun
og verið ályktunarhæfir. Því var
hafnað af meirihlutanum.
Á sambandsstjórnarfundi ASÍ
þann 9. des. sl., bað ég þá
fundarmenn, sem séð hefðu til-
lögurnar, sem til umræðu væru, að
gefa merki. Enginn gaf merki, ekki
einu sinni Benedikt Davíðsson, sen
hafði þó framsögu um málið af
hálfu ráðamanna ASÍ! Ekki var
laust við að sumir fundarmanna
yrðu heimóttalegir á svipinn á
þessu augnabliki, þegar hver og
einn þurfti að viðurkenna, að hann
hafði ekki séð þær tillögur sem
honum var ætlað að taka afstöðu
til og álykta um. Þó mátti strax
greina á viðbrögðum sumra
fundarmanna, að þeir höfðu
meðtekið „innrætinguna" og voru
staðráðnir í að fylgja málinu eftir
í blindni samkvæmt ákvörðun
„æðsta ráðsins"!
Menn sakaöir um alvarleg
brot í opinberum
nefndarstörfum
Það alvarlega við þessi vinnu-
brögð er, að í ályktuninni, sem
samþykkt var af meirihluta
miðstjórnar ASI, (nokkrir sátu
hjá) og af 25 sambandsstjórnar-
mönnum (hann sátu milli 40 og 50
manns), er stórlega hallað réttu
máli og beinlínis farið með mjög
gróf ósannindi og menn sakaðir
um brot í opinberum nefndar-
störfum.
Hér er um að ræða tillögur
nefndar, sem fyrrverandi félags-
málaráðherra Gunnar Thorodd-
sen, skipaði 14. sept. 1977, í
samræmi við kjarasamningana í
júní sama ár, til að endurskoða lög
um byggingu íbúða á félagslegum
grundvelli.
Nefndin, sem Gunnar Thorodd-
sen skipaði, náði samkomulagi í
veigamiklum atriðum en varð
ósammála í nokkrum og skilaði
meirihluta- og minnihlutaáliti til
núverandi félagsmálaráðherra,
Magnúsar Magnússonar í lok
október s.l.
Meirihluta nefndarinnar skip-
uðu Gunna^ Helgason, formaður
Húsnæðismálastjórnar, sem var
formaður nefndarinnar, Þráinn
Valdimarsson, stjórnarmaður
Húsnæðismálastjórnar, Gunnar S.
Björnsson, formaður Meistara-
sambands byggingarmanna og
undirritaður. Minnihlutann skip-
uðu Óskar Hallgrímsson fyrr-
verandi borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins og Björn Ólafsson,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins
í Kópavogi.
í hinni frægu ályktun ráða-
manna ASÍ um tillögur meiri-
hlutans, sem þeir höfðu ekki séð,
er meirihluti nefndarinnar m.a.
sakaður um: „að sniðganga með
öllu mjög þýðingarmikil atriði úr
tillögum og greinargerð Alþýðu-
sambandsins, frá febrúar 1977,
sem nefndinni var þó í skipunar
bréfi ráðherra falið að taka
sérstaklega til meðferðar“ eins og
segir orðrétt í ályktun ASÍ.
Eins og menn sjá er hér engin
tæpitunga töluð og ekki dregið úr
ásökunum.
Það er því rétt, að fólk fái að sjá
sannleikann í málinu svo það geti
sjálft metið og lagt dóm á þessi
furðulegu vinnubrögð ráðamanna
ASÍ.
Skipunarbréf ráöherra
í skipunarbréfi ráðherra frá 14.
sept. 1978 segir um hlutverk
nefndarinnar að hún eigi „að
vinna að endurskoðun þeirra
ákvæða laga um Húsnæðismála-
stofnun ríkisins. sem fjalla um
byggingu íbúða á félagslegum
grundvelli. í samræmi við yfirlýs-
ingar ríkisstjórna um húsnæðis-
mál frá 28. febrúar 1974 og 26.
febrúar 1976.“
Einnig segir um verkefni
nefndarinnar: „Nefndin skal sér-
staklega taka til meðferðar
greinargerð og tillögur Alþýðu-
sambands íslands um húsnæðis-
mál frá febrúar 1977.
Sérstök áhersla skal lögð á að
efla byggingu verkamanna-
bústaða og tryggja nægilegt
fjármagn til þeirra. Kannaðar
skulu leiðir til þess að létta
greiðslubyrði lána til kaupenda
verkamannabústaða fyrstu 3—5
árin. Einnig verði aukin ítök
launþega í stjórn verkamanna-
bústaða.“
Það, sem meirihluti nefndar-
innar er sakaður um:
Þau atriði, sem meirihluti
nefndarinnar er sakaður um að
hafa svikist um að taka tillit til
samkv. skipunarbréfi ráðherra eru
eftirfarandi skv. ályktun ASI:
(númerin eru sett af mér til að
auðvelda samanburð við tillögur
meirihlutanefndarinnar. MLS.)
1. „kröfu Alþýðusambandsins um
að a.m.k. 'h hluti af árlegri
íbúðaþörf landsmanna sé
byggður á félagslegum grund-
yelli.
2. að tryggt verði að Byggingar-
sjóður verkamanna geti staðið
við þetta stefnumark með því,
að ríkissjóður fjármagni að
mestum hluta félagslega
byggingarstarfsemi
3. og að „með beinni aðild Alþýðu-
sambandsins að stjórn sjóðsins
verði sambandinu gert kleift að
fylgja fram efndum á þeim
fyrirheitum, sem gefin hafa
vérið og gæta þannig hagsmuna
umbjóðenda sinna."
Tillögur meirihluta
nefndarinnar
Nú er rétt að bera saman þessar
staðhæfingar og ásakanir í álykt-
un ASI, og tillögur meirihluta
nefndarinnar, sem ályktað er um,
en ráðamenn ASI leyfðu mönnum
ekki að sjá.
Skylt sé að lána til sem
nemur 'h af íbúöarpörf
1. Vegna fyrstu ásökunar hér að
framan er rétt að bera hana
saman við 2. mgr. 1. gr. í
tillögum meirihluta nefndar-
innar, sem er þannig orðrétt:
„Fjármögnun sjóðsins skal
hagað á þann veg, að hann geti
veitt lán til þess fjölda íbúða,
sem könnun samvkæmt 3. grein
gerir ráð fyrir. Þó er sjóðurinn
ekki skyldur til þess a veita lán
til fleiri íbúða, á ári, en sem
nemur þriðjungi árlegrar íbúða-
þarfar landsmanna eins og hún
er áætluð hverju sinni."
Hér stendur það svart á hvítu að
meirihluti nefndarinnar gerir til-
lögu um, að skylt sé að lána fé til
sem nemur 'h árlegrar íbúðaþarfar
landsmanna. Skyldan nær ekki til
meira en 'h enda aldrei verið talað
um meira. Ákvæðið bannar hins
vegar ekki að veita fé til meia en
'/3 hluta.
Þaö opinbera fjármagni
meira en ASÍ
geröi kröfu um.
2. Vegna annarar ásökunar ráða-
manna ASI er rétt að bera hana
saman við bæði 2. mgr. 1. gr.
sem vitnað er til hér á undan og
átti við 1. ásökun og 8. og 10. gr.
í tillögum meirihluta nefndar-
innar.
I 10. gr. segir m.a. orðrétt:
„Árlegar tekjur Byggingarsjóðs
verkamanna skulu yera:
b) Framlag úr ríkissjóði, sem
nema skal allt að 35% af
byggingarkostnaði hverrar
íbúðar, sem sveitarfélög
ákveða að hefja byggingu á.
c) Framlag frá þeim sveitar-
félögum, sem byggja íbúðir,
samkvæmt lögum þessum, og
skal það framlag nema allt
að 20% af byggingarkostnaði
hverrar íbúðar.
d) Byggingarsjóður ríkisins
veitir Byggingarsjóði verka-
manna lán, sem nema skal
allt að 35% af byggingar-
kostnaði hverrar íbúðar, og
skulu lánskjör þess láns vera
hin sömu og almenn lánakjör
þess sjóðs eru hverju sinni.“
Upphaf 8. gr. hljóðar þannig:
„Lán úr Byggingarsjóði verka-
manna til íbúða, sem byggðar
verða samkvæmt lögum
þessum, skulu nema 90%
byggingarkostnaðar hverrar
íbúðar. Lán þessi skulu vera
afborgunarlaus fyrsta árið, en
endurgreiðast siðan á 32 árum.“
Eins og framangreindar greinar
í tillögu meirihluta nefndarinnar
bera með sér, er gert ráð fyrir að
beint framlag ríkisins og lán úr
Byggingarsjóði ríkisins til
Byggingarsjóðs verkamanna nemi
70% af byggingarkostnaði íbúða
og sveitarfélögin leggi fram allt að
20% af byggingarkostnaði. Sam-
tals er þetta sem svarar 90% af
byggingarkostnaði og þarf
kaupandi íbúðar því ekki að greiða
nema 10% af kostnaðarverði þegar
hann kaupir íbuðina. ASÍ fór fram
á að 80% af byggingarkostnaði
yrði lánað. Þannig gera tillögur
meirihlutans ráð fyrir að það
opinbera fjármagni mun meira en
ASÍ gerði kröfu um og „létti
greiðslubyrði lána til kaupenda
Magnús L. Sveinsson
verkmannabústaða fyrstu 3—5
árin“, eins og segir orðrétt í
skipunarbréfi ráðherra.
Samtök launpega tilnefni
tvo menn í stað eins
nú í stjórnir
verkamannabústaöa.
3. Vegna þriðju ásökunar ráða-
manna ASI er rétt að vekja
sérstaklega athygli á texta í
skipunarbréfi ráðherra, þar sem
segir í síðustu setningu:
„Einnig verði aukin ítök laun-
þega í stjórnun verkamanna-
bústaða“.
Samkvæmt 2. gr. tillagna
meirihlutans er gert ráð fyrir
að samtök launafólks í hverju
sveitarfélagi tilnefni 2 menn í
stjórn verkamannabústaða í
sveitarfélaginu í stað eins
manns eins og lögin kveða á um
í dag. Þannig er fullkomlega
staðið við fyrirmæli í skipunar-
bréfi ráðherra um „aukin ítök
launþega í stjórnun verka-
mannabústaða."
Fölsun á skipunar-
bréfi ráöherra —
„Puntstjórn“ minnihlutans
Að ráðherra hafi með skipunar-
bréfi gefið fyrirheit eða fyr-
irskipun til nefndarmanna um að
ASI fengi beina aðild að stjórn
byggingarsjóðs verkamanna, er
hrein fölsun á bréfi ráðherra eins
og texti þess, sem birtur er hér
áður í greininni ber glöggt vitni
um.
Minnihluti nefndarinnar, þeir
Óskar Hallgrímsson og Björn
Ólafsson gerðu hins vegar tillögu
um að sett yrði á stofn sérstök 7
manna stjórn byggingarsjóðs
verkamanna. Húsnæðismálastjórn
hefur fram að þessu farið með
stjórn hans ásamt Byggingarsjóði
ríkisins, sem veitir lán til mismun-
andi byggingarflokka og taldi
meirihluti nefndarinnar ekki
ástæðu til að breyta því. Enda
voru allir nefndarmenn sammála
um að varzla og öll afgreiðsla
sjóðsins yrði eins og verið hefur
hjá Veðdeild Landsbanka íslands
og öll tæknileg þjónusta væri eins
og verið hefur á vegum Húsnæðis-
málastjórnar, sem hefur aðstöðu
og starfsfólk til slíkra hluta. Um
þessi atriði var enginn ágreining-
ur. Það lá því alveg ljóst fyrir, að
tillaga minnihlutans um að setja á
stofn sérstaka stjórn byggingar-
sjóðs verkamanna miðaði aðeins
að því að stofna til tvöfalds sjóða-
og stjórnkerfis með öllum þeim
kostnaði og óhagræði sem því
fylgdi umfram það sem nú er og
væri með því aðeins verið að setja
á stofn „puntstjórn" fyrir þá, sem
þar sætu, hverjir sem það nú yrðu.
Framkvæmdavaldíð
veröi í höndum stjórna
verkamannabústaða en
sjóðstjórnin er aöeins
afgreiösluaöili.
Rétt er að vekja sérstaka athygli
á því að öll nefndin var sammála
um að framkvæmdaþættirnir yrðu
allir á valdi og undir stjórn
stjórna verkamannabústaða, sem
starfa eiga í öllum kaupstöðum og
kauptúnahreppum landsins. Sjóðs-
stjórnin yrði því aðeins afgreiðslu-
aðili.
Þetta atriði hefur að sjálfsögðu
afgerandi þýðingu og undirstrikar
það sjálfsagða sjónarmið, að
valdið og framkvæmdin verði hjá
hinum einstöku stjórnum verka-
mannabústaða um allt land, þar
sem samtök launafólks tilnefna
tvo menn í stjórn skv. tillögu
meirihlutans í stað eins nú.
Ekki vandir aö
virðingu sinni
Með framangreindum tilvitnun-
um í tillögur meirihluta nefndar-
innar, má öllum vera ljóst að
ásakanir í ályktun ASÍ er upp-
spuni frá rótum, sem á enga stoð í
veruleikanum. Og það má kallast
furðulegt og ég hygg að fæstir
hefðu trúað því fyrirfram, að þeir
mið- og sambandsstjórnarmenn,
sem þetta studdu, skulu ekki vera
vandari að virðingu sinni en svo,
að þeir láti hafa sig til slíkra
verka.
Ráöamönnum ASÍ var
kunnugt um ósanníndin
en „æösta ráöiö“ hafi
tekiö ákvöröun, sem
ekki yrði breytt.
Það er rétt að það komi fram, að
þeim mönnum, sem stóðu að
samþykkt þessarar ómerkilégu
ályktunar, var kunnugt um þau
ósannindi, sem í henni eru, þegar
þeir greiddu henni atkvæði.
Ég hafði gert grein fyrir því á
miðstjórnarfundi ASI, sem mér
var boðið að mæta á þann 26. okt.
sl., þar sem Óskar Hallgrímsson
talaði fyrir ályktuninni, en hann
mun vera höfundur hennar og með
samningi hennar freistað þess að
koma höggi á meirihluta nefndar-
innar, á þessum vettvangi, sem
ekki var í öllu sammála skoðunum
hans í nefndinni. Einnig á sam-
bandsstjórnarfundi þann 9. des sl.,
gerði ég grein fyrir tillögum
meirihluta nefndarinnar og vísaði
á báðum fundunum til sömu
greina og hér eru birtar sem sýna
mjög greinilega að ályktun meiri-
hluta mið- og sambandsstjórnar
ASI er ómerkilegt plagg, saman-
sett af vísvitandi ósannindum um
menn og málefni, sem verða mun
þeim mönnum, sem að samningi
og samþykkt þess stóðu, til
ævarandi skammar. En það var
eins og það hefði ekki hin minnstu
áhrif á menn. „Æðsta ráðið“ hafði
tekið ákvörðun og henni yrði ekki
breytt, hvað sem liði því hvort allt
væri sannleikanum samkvæmt eða
ekki.
Þetta er enn eitt dæmið af
mörgum, sem landsmenn hafa séð
að undanförnu um að slíkir menn
eru ekki líklegir til að taka ábyrga
og málefnalega afstöðu til mála
yfirleitt, þar ráða allt önnur
sjónarmið.
Það sem mér stóð þó fyrst og
fremst stuggur af, var hin for-
herta valdníðsla og hroki, sem
einkenndi suma ráðamenn ASI við
afgreiðslu þessa máls. Og furðu-
legt var að sjá hina lítilsigldu
geðleysingja, sem hlýddu þeim í
blindni. Nokkrir forustumenn voru
þó þarna sem neituðu að taka þátt
í þessu hneyksli í ASI.
CSMALARAÐUNmK)
14 september 1“' •
febrúar 1976. k til me6fer6ar greinarger6
Nefndin skal sérstaklega taka <-‘ rljar
og tillögur Alþý6usambands tslands um busnmöismal
«.....
bústaöa og tryggia "^^^^ijsinbyröi lána til kaup-
skulu lei6ir til^þess ^rin. Einnig ver6i aukin
enda verkamannabústa6a yns u
. . s otiórnun verkamannabusta6a.
ítök launþega i stjornuu ------
HNEYKSLII
ÁLYKTAÐ um mál, sem enginn miðstjórnarmaður hafði séð, þar sem menn voru
bornir sökum um alvarleg brot í opinberum nefndarstörfum