Morgunblaðið - 06.01.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 06.01.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 17 Teng vill helzt ná For- mósu friðsamlega Peking. 5. jan. AP. TENG, varaforsætisráðherra Kína. sagði í dag á fundi með bandarískum fréttamönnum. að hann vonaðist til að Kína fenjji Formósu aftur á friðsamlegan hátt á þessu ári. Hann sagði það byndi hendur Kína ef ætti að staðhæfa að ekki yrði gripið til aðgerða sem miðuðu að samein- ingu, cn vonandi þyrfti ekki til þess að koma. Teng sagði að kinverska ríkisstjórnin myndi nú á næstunni stíga ýmis skref því til undirbúnings að hefja viðræð- Veður víða um heim Akureyri 2 skýjað Amsterdam +6 bjart Apena 15 bjart Bangkok 32 bjart Berlín +10 sól BrOssel +11 skýjað Chicago +15 skýjað Frankfurt +6 bjart Genf +1 skýjað Helsinki +10 bjart Hong Kong 20 sól Jerúsalem 9 sól Jóhannesarb. 19 sól Kaupmannah. +6 sól Lissabon 13 skýjað London 2 skýjað Los Angeles 19 rigning Madrid 10 skýjað Miami 21 skýjað Moskva +15 skýjað Nýja Delhi 23 bjart New York +2 skýjað Ósló +12 bjart París 0 anjókoma Reykjavík 1 skýjað Rómaborg 6 bjart San Francisco 13 rigning Stokkhólmur +8 skýjað Sidney 27 bjart Tel Aviv 17 sól Tókíó 14 bjart Vancouver 5 sól Vínarborg +5 bjart Indland: ur við Chiang Ching Kuo og aðra foringja á Formósu. Chiang hefur hins vegar hvað eftir annað harðneitað öllum viðræðum við kommúnista og haft uppi háværa gagnrýni á þá daglega frá því Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um slit á tengslum við Formósu. Teng sem er 74 ára að aldri sagði að víst væri ekki hægt að segja um það með fullkominni vissu að þessu markmiði yrði náð á árinu. En hann bjóst hins vegar við að hann myndi hiklaust lifa það að Formósa sameinaðist Kína. Bætti síðan við brosandii „Ég get lifað í tíu ár enn“. Fréttamenn sögðu að Teng hefði verið hress í bragði, keðjureykt á fundinum og notað túlk allan timann. Hann sagði að í dvöl sinni í Washington myndi hann ekki ræða Formósumálið við Goldwater öldungadeildarþingmann, en lægju leiðir þeirra saman myndi honum sönn ánægja að ítreka boð til Goldwaters um að koma til Kína og kynna sér málið. Þegar Teng var spurður um hvort hann byggist við að Bandaríkjamenn myndu veita Kínverjum hámark tollaívilnana, sem þeir hafa til dæmis neitað Sovétmönnum um vegna þess að þar eru í gildi takmarkanir á leyfi Gyðinga til að Teng. flytjast úr landi, sagði Teng, að stjórn sín myndi leitast við að ná fram sem beztum samningum en hann vænti þess hins vegar að ekki myndu koma þar til umræðu mannréttindamál í Kína, enda hefði hver þjóð sína túlkun á slíku og oftast sínar skýringar líka. Ekkert lát er á snjókomunni í Evrópu eins og myndin ber glöggt með sér. Aframhaldandi kuldar og snjókoma í Evrópu: Allar samgöngur liggja ennþá niðri í Fr akklandi París, London. 5. jan. AP. Reuter. EKKERT lát er á snjó- komu og kuldum í mestum hluta Evrópu. Samgöngur lágu að mestu niðri á landi í Frakklandi þar sem allar leiðir út úr höfuðborginni voru lokaðar vegna snjó- komu, segir í fréttum frá París. Einnig segir að allar Nagamenn drápu 30 Nýju Delhi, 5. jan. Reuter. AP. VOPNAÐIR uppreisnarmenn af Nagaættflokki drápu að minnsta kosti þrjátíu manns og þó líklega fleiri, og særðu fjölda manns í árás á nokkur þorp í Assamhér- aði í Austur-Indiandi í dag. Nagaættbálkurinn heíur í þrjátiu ár haldið uppi skæruliðastarf- semi og krefst sjálfstæðis frá Indlandi cn lítið hefur farið fyrir þeim sl. þrjú ár. Desai forsætis- ráðherra sagði sl. ár að stjórn hans myndi af festu berja niður ókyrrð í Nagalandi. en það svæði er á landamærum Indlands og Burma. Liðssáfnaður hefur verið sendur á vettvang. Indvérjar hafa ásakað Kínverja um að vera Nagamönn- um innanhandar um vopn og þjálfun. hraðbrautirnar í Suður- og Mið-Frakklandi séu lokað- ar vegna snjókomunnar. Er um 20 sentimetra jafn- fallinn snjór yfir öllu. Þá eru hundruð þorpa í ná- grenni höfuðborgarinnar algerlega einangruð vegna mikils skafrenn- ings. Sömu sögu er að segja frá flestum öðrum stöðum í Evrópu þar sem flestir vegir eru illfærir ýmist vegna snjókomu eða ísingar, og járnbrutir komast ekki ferða sinna nema í fáum tilfellum. Hinir gífurlegu kuldar sem herjað hafa á íbúa Moskvu og nágrennis virðast loksins vera á undanhaldi og var aðeins 7 stiga frost í Moskvu í morgun. Ekki virðast þó hörmungar fólksins á enda, því að búist er við allt að 50 stiga frosti seinna í mánuðinum. Þúsundir sjálfboðaliða gengu til liðs við hermenn í Austur-Berlín til að hreinsa snjó af vegum sem hafa verið með öllu ófærir síðan um áramót. Ekkert lát er á vandræðum í Bretlandi sem hefur orðið hvað verst fyrir barðinu á veðrinu síðan um áramót. Hundruðum áætlun- arferða frá Heathrow-flugvelli varð að fresta í dag vegna snjóa á flugbrautum og snjókomu við völlinn. Leitarmenn á þyrlu fundu einn skipverja á lífi af spánska skipinu Cantonnad sem fórst í Ermar- sundu í fyrradag vegna ísingar. Hann fannst á gúmbjörgunarbát ásamt líkum fjögurra félaga hans. Skandinav- ar slösuð- ust á Spáni Malaga. Spáni, 5. jan. Reuter. DÖNSK stúlka fórst og fjórt- án Skandinavar slösuðust í biíreiðarslysi á SuðurSpáni í dag. Ferðamennirnir sem voru 28 Danir og fimm Svíar voru á leið írá Malaga í skoðunarferð til Granada er bfllinn fór út af veginum. Ferðafólkið var á vegum Tjæreborg. Tveir eru taldir alvarlega slasaðir. Saudi-Arabia: Hálshöggv- inn fyrir nauðgun Jidda. Saudi-Arabíu 5. jan. AP. SAUDI-ARABI var í dag háls- höggvinn opinberlega í Riy- adh fyrir að nauðga sjö erlend- um og innlendum kvenmönn- um. þar á meðal tíu ára gamalli bandarískri telpu. Dómnum var fullnægt á aðal torgi höfuðborgarinnar eftir að nónbænum múhameðstrú- armanna var lpkið. í opinberri tilkynningu segir. að maður- inn sem var nafngreindur, hafi verið fundinn sekur um þessar sjö nauðgunarákærur og sömuleiðis innbrot og hafi þetta gerzt á þriggja ára tímabili. Sagði þar, að maður inn hefði brotizt inn í hús eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn karl væri í húsinu Síðan hefði hann ruðzt inn bundið húsfreyjuna og tekið hana með valdi og síðan haft á brott með sér það sem hann taldi verðmætt f húsinu. Hann var handtekinn eftir víðtæka leit sem gerð var að honum eftir að hann hafði ráðist á belgíska konu. sem komst þó undan án þess að hann kæmi fram vilja sínum. Khomeiny f ær ad vera í París Þetta gerðist 1973 — Henry Kissinger utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Le Due Tho aðalsamningamaður Norður-Víetnama gengu frá uppkasti að friðarsamningi landanna. 19fi8 — Hraðlest lenti í árekstri við vörubíi utan við Hixon á Englandi og létust 13 manns og 50 slösuðust alvarlega. 19fi4 — Páll páfi 6. heimsækir Betlehem og skorar á alla kristna menn að sameinast í friði. 19fi3 — Ralph J. Bunche fulltrúi Sameinuðu þjóðanna flaug til Kongó til að ganga frá friðar- samningum í Katangahéraði. 1962 — Laos-prinsum boðið til Genfar til sameiginlegra samn- ingaviðræðna um deilumál þeirra. 1941 — Franklin I). Roosevelt forseti Bandaríkjanna kynnir hugmyndir Bandaríkjamanna um frelsi: 1) Málfrelsi 2) at- vinnufrelsi 3) ferðafrelsi pg rétt manna til að vera lausir við stöðugan ótta. 1919 — Fyrrum forseti Banda- ríkjanna, Theodore Roosevelt, lést á heimili sínu í New York. 1913— Friðarráðstefnu Tyrkja og annarra Balkan-landa frest- að. 1838 — Samuel F.B. Morse kynnir í fyrsta sinn tæki sitt til ske.vtasendinga. 1540 — Hinrik 8. giftist fjórðu konu sinni, Önnu. Afmæli dagsins. Samuel Alex- ander breskur heimspekingur (1859—1938), Loretta Young bandarísk leikkona (1913------) Danny Thomas bandarískur grínleikari (1914--). Orð dagsinsi Vondur maður er verri ef hann reynir að verða engili — Francis Bacon enskur heimspekingur og rithöfundur (1561-1626). París, 5. jan. AP. TRÚ ARLEIÐTOGINN Aytullah Khomeiny hefur nú fengið leyfi til að vera um kyrrt í Frakklandi, að því er talsmaður franska utanríkisráðuneytisins skýrði frá í dag. Nokkuð kom þetta á óvart, þar sem Khomeiny hefur ekki farið eftir ítrekuðum tilmælum frönsku stjórnarinnar um að láta af eða sýna ögn meiri stillingu í árásum á írönsku stjórnina og þó umfram allt íranskeisara. Hefur Knomeiny nær dag- lega haft uppi ögranir og árásir á keisara svo sem ERLENT Khomeiny. alkunna er og æst til andstöðu við hann. Khomeiny kom til Frakklands í byrjun október eftir að hafa verið rekinn frá írak, en þar hafði hann verið í 15 ár. Ekki er ljóst til hve langs tíma dvalarleyfi hans í Frakklandi hefur verið framlengt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.