Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 35

Morgunblaðið - 06.01.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 35 Víkingar settir í skammakrókinn ■■ orðum hann Svo sem skýrt er frá á baksíðu blaðsins, hefur handknattleiksliði Víkings verið vísað frá frekari keppni í Evrópukeppni bikarhafa, en þar höfðu Víkingar tryggt sér þátttöku í 8-liða úrslutum með því að vinna sænsku bikarmeistarana Ystad tvívegis, heima og heiman. Kæra var lögð fram á hendur Víkingum skömmu síðar, byggð á atburðum sem áttu sér stað 8—9 klukkustundum eftir að leiknum lauk, eða í lok gleðskapar, sem handboltalið Ystad efndi til í tilefni leikjanna. Er engin launung, að gleðskapurinn átti að vera sigurhátíð Ystad, því að Svíarnir töldu það aðeins formsatriði að ljúka leiknum, eftir að hafa tapað með aðeins eins marks mun í Laugardalshöllinni. Handknattleiksdeild Víkings efndi í gær til blaðamannafundar og greindu Víkingar þar frá sínum hliðum á málinu. Rúðubrotin aðeins slys Eysteinn Helgason, formaður handknattleiksdeildar Víkings, hóf fundinn á því að rekja fyrir fréttamönnum það sem upphaf- lega átti sér stað frá bæjardyrum Víkings, Eysteinn sagði: — Ystad hélt veglega veislu um kvöldið eftir leikinn og fór hún öll hið besta fram. Upp úr klukkan eitt um nóttina voru síðan nokkrir Víkinganna á leið að gistihúsinu þar sem liðið dvaldist. Er það aðeins 5 mínútna gangur þaðan sem hófið fór fram. Á þessari leið brutu Víkingarnir tvo búðar- glugga. Brotnaði fyrsta rúðan við það að tveir Víkinganna voru að kljást og duttu inn um rúðuna. Síðari rúðan brotnaði einfaldlega þegar einn Víkinganna rann til í hálku og reyndi að styðja sig við glerið. Var lögreglan kvödd á staðinn, skýrslur teknar og við borguðum ábyrgð. Töldum við málið þá auðvitað útrætt. — Næstu dagana blésu síðan ýmis smáblöð málið gífurlega upp með tilheyrandi sögum af drykkju- látum Víkinga, en það kom hins vegar eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar við fréttum að einn af þremur aganefndarmönnum IHF, Kurt Wadmark að nafni, hafði ásamt formanni Ystad tekið málið sjálfur upp og kært Víking. Annars hafði formaður Ystad ekkert reynt að dylja óánægju sína með tapið og hann kom yfirleitt mjög óíþróttamannslega fram við okkur. Vonarglæta Svíanna Forystumenn Víkings sögðu: — Svíarnir ýjuðu að því, að þetta gæti verið þeirra eini möguleiki, þ.e.a.s. ef að kæran félli þeim í hag myndu þeir taka sæti Víkings í 8-liða keppninni. Vinnubrögð aga- nefndar voru óeðlileg og við fengum ekkert tækifæri til að verja mál okkar fengum aðeins þær ótrúlegu fréttir í morgun (gærmorgun) að búið væri að dæma Víking úr keppninni. Og það var enginn annar en Wadmark aganefndarmaður sem kvað upp dóminn. En Ystad fékk samt ekki færi á að halda áfram, Tatabanya, ungverska liðið sem við áttum að mæta, fer í 4 liða úrslitin átaka- laust. Ekki nóg með það, heldur vorum við einnig dæmdir til að Framlengja þurfti hjá KR og ÍR í kv. fl. ÞÆR VORU æsispennandi loka- mínúturnar í leik KR og ÍR í mfl. kvenna í íslandsmótinu í körfu- knattleik á fimmtudagskvöldið. Þegar 10 sek. voru til leiksloka skoraði Guðrún Bachman fyrir ÍR og jafnaði leikinn 55>55 og þurfti því að framlengja leikinn. í framlengingunni urðu IR-ing- ar fyrri til að skora, en KR jafnaði úr vítaskotum, en þegar hér var komið kom upp undarleg staða. Þjálfari ÍR gaf leikmönnum sínum fyrirmæli um að halda boltanum og reyna ekki körfuskot fyrr en mjög lítið væri eftir af leiknum, en þegar þetta gerðist var um tvær og hálf mínúta eftir. Dómarar leiks- ins voru bandarískir og greinilega ekki vel að sér í íslenskum reglum og ÍR-stúlkunum leyfðist að halda knettinum í rúmar tvær mínútur án þess að reyna körfuskot, sem að sjálfsögðu er ekki leyfilegt, en þegar 10 sek. eru eftir kemst María Guðnadóttir inn í sendingu hjá ÍR-ingum og brunar upp völlinn, þar sem brotið er á henni. Fékk hún 3 vítaskot og hitti úr sem áður er rætt um. AG. Jouri í tvöföldu starfi? Landsliðsþjálfarinn í knatt- spyrnu,' Iouri Ilitsjev þjálfaði cinnig eins og kunnugt er 1. deildar lið Víkings síðustu vikur keppnistímabilsins í fyrra sam- hliða störfum sínum hjá KSÍ. Víkingar hafa lagt kapp á að fá Iouri á sömu kjörum næsta kcppnistímabil. Um þetta hefur verið nokkuð ■HandboMag firade med barsárkagáng VSTAD: som gastade YI lrevligt satt. De gick segem p& ett mmdre tre JP ^ gönder bársárkargáng i N skvltfönster. . islandska segeryran. Den En fðU i akvarierna och dodade sto^a sky krossat s& att glasskarvor skarsönderkladerUr y n före nvTesan. Islánningama greps av • Úrklippa úr sænsku dagblaði, þar sem greint er frá „berserks- gangi“ Víkinganna. greiða rúmlega 100.000 krónur í sekt. Það kom engin skýring á dómnum, engin forsenda. Við höfum að sjálfsögðu áfrýjað, en það er lítill tími til stefnu, fyrri leikurinn gegn Tatabaya átti að fara fram ytra ekki síðar en 28, janúar og síðari leikurinn hér heima eigi síðar en 4. febrúar. Þjófnaður og jólatré I nokkrum sænskum blöðum voru Víkingar bornir þeim sökum áð hafa haft með sér ýmis verðmæti úr einum búðarglugg- anna fyrrnefndu og einnig að hafa tekið grandalaust jólatré trausta- taki og eyðilagt það. Um þetta sögðu Víkingarnir: — Það er rétt, að það var einhverju stolið úr einni versluninni þá um nóttina, en við buðum lögreglunni að leita í öllum farangri okkar þar sem við vildum ekki hafa þjófnaðinn hang- andi yfir okkur. Lögreglan taldi það hins vegar óþarft og taldi líklegt að innlendir bófar hefðu farið í búðina nokkrum klukku- stundum síðar. Um jólatréð er það að segja, að það var einungis smáhrísla sem stóð fyrir utan vettvang sam- kvæmisins og ekki skreytt af mikilli fjölbreytni eins og sænsku blöðin vildu vera láta. Einhver stákanna dró það með að gistihús- inu og stillti því þar upp. Morgun- inn eftir var því síðan skilað óskemmdu með öllu. Það er því óskiljanlegt með öllu hvernig hægt er að dæma heilt lið úr keppni fyrir slíkt lítilræði. Það má einnig geta að leikmenn Ystad voru sjálfir engin lömb þegar þeir dvöldu hér á landi á Hótel Esju. Þeir gengu þar um eins og stjórnlaus óaldarlýður, ógnuðu dyraverði o.fl. Þetta kemur því allt spánskt fyrir sjónir og,. ekki hvarflaði að okkur að klaga hegðun þeirra í IHF. Kæran og dómur inn út í hött Bodan Kowalazic, hinn pólski þjálfari Víkings, skóf ekki utan af orðum sínum; hann sagði m.a.: — Kæran er jafn fáránleg og dómur- inn sem kveðinn var upp, það væri miklu nær að dæma viðkomandi leikmenn í einhvers konar bönn, en jafnvel það væri allt of strangt. Olæti eftir leiki er algengt fyrir- bæri, ég man t.d. eftir því þegar ég lék með Slask, þá lentum við í basli með leikmenn norska liðsins Oppsal þegar þeir sóttu okkur heim. Þeir höguðu sér eins og skepnur, brutu allt og brömluðu svo eitthvað sé nefnt. Ekkert af þessu fór nokkurn tíma fyrir aganefnd IHF. Það eru engin fordæmi fyrir slíkum dómi sem þessum — sagði Bodan að lokum og var greinilega mikið niðri fyrir. „Þvílík endemis bolabrögð“ Sigurður Jónsson, formaður HSÍ, var þarna viðstaddur og ómyrkur í máli eins og félagar hans. — Það kemur mér mjög á óvart, að HSI skuli ekkert hafa heyrt um mál þetta fyrr en dómur lá fyrir. Það verður fundur á morgun (í dag) hjá sambandinu og þa verður ákveðið hvernig brugðist verður við þessum endemis bola- brögðum. Hér virðist eingöngu verið að níðast á þeim sem minni máttar eru, en við munum bregð- ast hart við og sýna Svíunum að þeir muni ekki komast upp með þetta, sagði Sigurður. Nú bíða menn hins vegar spenntir eftir því hvort áfrýjun Víkinga komi að nokkru gagni. m- \ einu þeirra og það dugði KR til sigurs, 58:57. Leikur þessi var ekki vel leikinn og leiðinlegur á að horfa þangað til í lokin. Langbest hjá KR og reyndar á vellinum var Linda Jónsdóttir, sem hitti ótrúlega vel. Þá áttu Björg Kristjánsdóttir og María Guðnadóttir einnig góðan leik. Hjá ÍR var Guðrún Bachman best, en einnig voru ágætar þær Ásta Garðarsdóttir, Anna Eð- valdsdóttir og Þorbjörg Sigurðar- dóttir. Þess má geta, að KR tók 32 vítaskot og hitti í 9, sem er afleit hittni, en ÍR tók 21 vítaskot og hitti í 11, sem er sæmilegt. Stigin fyrir KR: Linda 34, Björg 10, María 4, Kristjana og Sólveig 3 hvor, Margrét og Salína 2 hvor. Stigin fyrir IR: Guðrún Bach- man 16, Ásta 13, Anna og Þorbjörg 12 hvor, Guðrún Ólafsd. og Guðrún Gunnarsdóttir 2 hvor. Dómarar voru John Johnson og Tim Dwyer og dæmdu þeir mjög vel ef frá er skilin framlengingin, rætt á fundum KSI að undan- förnu og útkoman orðið sú. að hcimila Iouri að stunda slík þjálfarastörf samhliða þjálfun landsliðsins. Hitt er svo annað mál. að Víkingar hafa fengið samkeppni. þar sem Breiðabliks- menn sækja fast að fá hann til sín. Það er hinum sovéska þjálf- ara í sjálfsvald sett, hvort liðið hann velur. 2 sigrar gegn Pólverjum? ÍSLENDINGAR leika um helgina tvo landsleiki í handknattleik við Pólverja, en áður hafa þjóðirnar att kappi saman 11 sinnum. Um tíma leit illa út fyrir leikina, þar sem vetrarhörkur hótuðu því að teppa Pólverjana í heimalandi sínu. Það hefði komið sér illa fyrir landsliðið að missa af þessum leikjum, þar sem þeir verða sfðasta meiri háttar æfingin áður en í Baltic Cup er komið. Áður hefur verið sagt nokkuð frá leikjum þessum í blaðinu og verður lítið af því rifjað upp, aðeins minnt á hvenær leikirnir fara fram, en báðir fara þeir fram í Laugardalshöllinni. Fyrri leikur- inn hefst klukkan 15.30 á laugar- daginn, en sunnudagsleikurinn hefst hins vegar klukkan 21.00. Vafalítið fjölmenna áhorfendur í Höllina til þess að hvetja landann, ekki síst þegar boðið er uppá að horfa á slíkt stórveldi í handknatt- leik sem pólska landsliðið er. í borðtennis VÍKINGSMÓTIÐ í borðtennis 1978 fer fram dagana 7.. 8. og 9. janúar. Fyrsta mótsdaginn íer íram keppni f kvenna- flokki f litla sal Laugardals- hallarinnar. 8. janúar verður keppt í 2. flokki karla í Fossvogsskóla og þriðjudag- inn 9. janúar verður keppt í 3. flokki karla. einnig í Foss- vogsskóla. Þátttökutiikynningar þurfa að hafa borist Gunnari Jónas- syni íyrir kiukkan 12.00 í dag. KSÍ réð stjóra Þá hefur KSÍ ráðið sér framkvæmdastjóra og hefur það verið í dciglunni um nokkra hríð. Alls munu 5 manns hafa sótt um starfið en stjórn KSÍ ákvað eftir tölu- verðar vangaveltur að láta Akurnesinginn Kjartan Trausta Sigurðsson spreyta sig á starfinu. Framkvæmda- stjórinn mun fá greidd laun eftir töxtum rfkisstarfsmanna Aldrei áður heíur KSÍ verið með framkvæmdastjóra í fullu starfi. ~ KK. Haukar AÐALFUNDUR Knattspyrnu deildar Hauka verður haldinn í Haukahúsinu v/FIatahraun laugardaginn 13. janúar n.k. kl. 11.00. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta stundvíslega. Stjórnin. I s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.