Morgunblaðið - 06.01.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 06.01.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 11 sjálfum sér réttmæti þessara fullyrðinga. Vissulega er það rétt, að stjórn- armenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum spítal- ans, en hvar tíðkast það? Ber stjórnarnefnd ríkisspítalanna persónulega ábyrgð á rekstri ríkisspítalanna? Ber stjórn Borgarspítalans persónulega ábyrgð á rekstri Borgarspítalans? Auðvitað ekki, enda væri slíkt fjarstæða. Slík ábyrgð er ekki lögð á stjórnarmenn neinna fyrirtækja nema um sé að ræða hreina bótaskyldu vegna bótaskyldra verka. Stjórnin ber að sjálfsögðu ábyrgð á verkum sinum gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og fjár- málayfirvöldum á þann veg, að þessir aðilar hafa sjálfdæmi um það, hversu mikið er greitt fyrir þjónustu spítalans. Sú stjórn, sem nú er fyrir spítalann tók við 1. janúar 1977. Til þess tíma var spítalinn rekinn af reglu St. Jósefssystra. Hann hafði ætíð verið rekinn af mikilli hagsýni og var rekstrarkostnaður mun lægri en á öðrum sambæri- i legum stofnunum hér á landi. Þegar ríkið hafði keypt spítal- ann mun það hafa ráðið mestu um, að hann var ekki lagður undir ríkisspitalana, að rekstur hans var talinn hagkvæmari en þeirra. Ef borinn er saman dagkostnað- ur St. Jósefsspítala og t.d. Borgar- spítalans 1977 miðað við sama legudagafjölda nemur mismunur kr. 320 m. sem St. Jósefsspítali er ódýrari í rekstri. Alit daggjaldanefndar er í samræmi við þetta því að daggjöld eru að jafnaði allmiklu lægri á St. Jósefsspítala en á Borgarspítala og er mismunurinn nú 27%. Nú mætti ætla, ef afstaða stjórnarinnar er á þann veg, sem blaðamaður telur, að kostnaðar- aukning hefði orðið óeðlilega mikil eftir að breyting varð á rekstrar- formi. Svo er þó ekki, heldur hefur hún orðið í svipuðu hlutfalli og á öðrum stofnunum. Fullyrðingin fær þannig ekki staðist samanburð við raunveru- leikann. „ÖngÞveitiö“ — Mismunandi rekstrarform 4) „Öngþveitið" í skipulagsmál- um sjúkrahúsanna. I greinunum er rætt um „öng- þveitið" í skipulagsmálum sjúkra- húsanna sem þekkta og óum- deilanlega staðreynd. Verður þó að segja, að fjarri lagi er, að allir séu sammála um, að um sé að ræða öngþveiti í þeim málum. Sjálfsagt mætti ýmislegt betur fara enda mun erfitt að finna hið fullkomna skipulag. Helst er að skilja, að „öngþveit- ið“ sé í huga blaðamanns, fólgið í mismunandi rekstrarformi spítal- anna. Ekki verður séð, að þetta mismunandi rekstrarform hafi í raun valdið neinum sérstökum erfiðleikum. Hins vegar mun sú athugun sem nú fer fram á hagkvæmni hinna mismunandi rekstrarforma væntanlega leiða eitthvað fróðlegt í ljós. Betra er þó að bíða niðurstöðunnar heldur en að byrja strax að draga af henni ályktanir. Við á Landakoti óttumst ekki þessar niðurstöður og munum að sjálfsögðu athuga þær vel, þegar þær verða gerðar opinberar, enda erum við hiklaust opnir fyrir því að breyta til eftir, rekstrarhag- kvæmni. - O - Ég hef hér á undan reynt að skýra og leiðrétta þau atriði í þessum greinum Þjóðviljans sem snerta St. Jósefsspítala. Ég endurtek, að gagnrýni verða allir að þola og taka til greina ef hún er réttmæt. En það verður að ætlast til þess, að gagnrýnendur afli sér réttra upplýsinga áður en gagnrýnt er. Því aðeins getur gagnrýni komið að haldi. Upplýsingar hafa legið og liggja enn á lausu á Landakotsspítala. Þeirra hefur ekki verið leitað. Barn ykkar þarf að þroskasí nákvœmlega eins og sagt er í myndablöSiinurn. Því leyfist ekki að hcgða sér öðrui 'isi Heiðra skaltu son þinn og dóttur Heiðra skaltu son þinn og dóttur Allir kannast við boðorðið um að heiðra föður og móður. Lengi hefur það orðtak verið í heiðri haft meðal margra þjóða heims bæði austan hafs og vestan. Virðing fyrir hinum eldri, reynslu þeirra og þekkingu, hefur gjarna verið undirstaða siðmenningar þjóða, og ísraels- menn töldu forðum, að væri grundvöllur þess, að æskunni vegnaði vel og hlyti blessun í landi því, sem hún bjó í. Nú kveður hins vegar oft við annan tón. Margir kvarta yfir virðingaleysi og agaleysi. Liggur við, að börn og unglingar geri uppreisn á mörgum heimilum á íslandi, ekki bara í orði, heldur líka á borði, og þarf ekki að tíunda það hér. Ungur maður sagði um dag- inn, að agavandamál, siðferðis- vandamál og virðingaleysi á öllum sviðum, stafaði fyrst og fremst af guðsóttaleysinu. Annar ungur maður sagði, að það stafaði fyrst og fremst af virðingaleysi fyrir foreldrum og þeim, sem eldri eru. Reynsla þeirra og þekking væri hundsuð, og ekkert mark væri tekið á þeim lengur. Hvað finnst foreldrum al- mennt? Hvernig stendur á kvörtunum og uppgjafartón? Eru til nokkur einhlít svör? Ekki væri úr vegi, að foreldr- ar létu heyra frá sér, gerðust virkari uppalendur og gæfu börnum sínum enn meiri gaum en hingað til. Enda þótt margir geri vel, getum við sjálfsagt tekið undir orðin, að lengi má gera betur. Til eru þeir, sem halda því fram, að ef foreldrar sýna ekki börnum sínum virðingu, ef börnin eru ekki í heiðri höfð, leiði það af sjálfu sér, að þau (börnin) geti vart heiðrar föður sinn og móður. Og hins vegar getum við einnig sagt: að þau börn. sem alast ekki upp í kærleika og umhyggju. geta ekki gefið börnunum sínum það. sem þau fengu ekki sjálf í æsku og bernsku. Til hvers lifi ég? Spurningin mikla um tilgang lífsins verður því æ áleitnari. Tveir einstaklingar tengjast, hjón eignast börn, uppeldi gerir kröfur til hjónanna og umhverf- isins — og samfélagið og hóp- arnir gera kröfur til okkar. Við verðum að gera það upp við okkur, hvað við viljum kenna börnum okkar og hvernig. Hvaða gildismat á að vera eftir Þórir S. Guðbergsson. Þó að engir tveir einstakl- ingar séu eins, þurfa öll börn uppörvun og hvatningu. Þó að börn séu ólík að upplagi og gerð, þurfa öll börn að finna, að einhverjum þyki vænt um þau nákvæmlega eins og þau eru með öllum kostum og göllum. öll börn þurfa að finna, að þau eru einhvers virði og að einhver sýni þeim manneskjulega hlýju og kær- leika. og einhver styðji þau til þess að geta staðið á eigin fótum, verði örugg um sjálfa sig og aðra. ráðandi í lífinu, hvernig tek ég á sögum biblíunnar, orðum Jesú, öðrum trúarbrögðum o.s.frv. Börnin byrja fljótt að spyrja. Stundum spyrja þau spunringa, sem erfitt er að svara eða erfit' fyrir þau að skilja. Stundum höldum við líka, að þau skilji minna en þau gera í raun. Aðalatriðið er að við vitum, hvað við viljum, að þau finni það, að okkur þykir vænt um þau eins og þau eru, jafnvel þó að þau séu óþekk og spyrji spurninga, sem við eigum erfitt með að svara. Við þurfum að sýna þeim kærleika og um- hyggju — við getum snúið boðorðinu sígilda við og sagt: Ileiðra skaltu son þinn og dóttur. og þjóð þín mun ala heilbrigð og siðferðislega sterka æsku. Ég trúi — og þó Sjálfsagt eru þeir margir, sem geta tekið undir þessi orð Mörgum finnst þeir trúa — og þó — þeim finnst eitthvað vanta á. Þeir vildu gjarna eiga sterk- ari og hreinni trú. Það vildu lærisveinarnir forðum Ika. Þeir urðu hræddir, þegar Jesús var handtekinn, flýðu og földu sig. Margir urðu glaðir við uppris- una, en ekki trúðu samt allir. Hundraðshöfðinginn sagðist trúa, en bætti við: Hjálpa þú vantrú minni. Og þannig mætti lengi telja. Spurningin er fyrst og fremst sú, hvort við sjálf sem foreldrar viljum sjálf gera eitthvað með þessa „daufu trú“ okkar og þá hvernig. Margir foreldrar spyrja eðli- lega: Hvað á ég að segja barninu mínu um Guð, þegar ég trúi því varla sjálf(ur), að hann sé til? Einfaldasta svarið væri e.t.v.: Segðu barninu þínu það. En svarið er ekki alltaf svona einfalt. Suma langar nefnilega til þess, að börn þeirri alist upp „í trú“ eins og sagt er, þó að þeir sjálfir efist. Sumir foreldrar hafa meira að segja sagt mér, að þeir öfundi börn sín svo sannar- lega af þeirra einlægu barnatrú. Umfram allt skulum við segja börnum okkar sannleikann, á þvi máli, sem þau skilja hverju sinni, eftir aldri þeirra og þroska. En við megum vita, að spurningin um tilgang lífsins. gerir kröfu til þess. að henni sé svarað fyrr eða síðar — og þá á einla'gan hátt. Markmið með trúarlegu uppeldi Margir halda því fram, að þroski persónuleikans mótist fyrst og fremst og eingöngu af því, sem hefur gerst, og því, sem er að gerast núna (um þessar mundir). Það er hins vegar ótrúlega margt, sem getur haft áhrif á mótun persónuleika okkar, sem mótast mest á fyrstu æviárum okkar. Við vitum, að kærleikur og umhyggja, öryggi, viðhorf og látbragð okkar allt hefur áhrif á þroska persónuleikans hjá börn- um okkar. En ég er þó i hópi þeirra, sem halda því fram, að ekki einungis það. sem var og er hafi á hann mótandi áhrif. heldur einnig það sem bíður okkar í framtíðinni. það sem við vonum. það sem við keppum eftiri markmið og gildismat. í bókinni: Börnin okkar stend- ur m.a. (bls. 34): „Markmið með trúarlegu uppeldi mætti orða eitthvað á þessa leið: Það er ekki endilega komið svo mikið undir því, að barnið kunni mörg vers utanbókar eða sögur úr Biblí- unni. Það er gagnlegt, ef það bætist við að auki. Það skiptir meira máli, að það verði mann- eskja, sem er fær um að elska í einlægni. Mikilvægt er, að barn- ið verði óþvingað, frjálsmann- legt og sjálfstætt, svo að það , hermi ekki eftir öðrum, heldur þroski með sér siðgæðisvitund og finni mælikvarða f.vrir sam- visku sína. Mikilvægt er, að það verði ekki þræll ótta síns, heldur , öðlist staðfestu og finni köllun sína ... Mikilvægt er, að það láti ekki bugast og leggi á flótta frá raunveruleikanum, er það mæt- ir þjáningu og sársauka í lífinu, sem enginn kemst undan, heldur standist allar raunir... Það skiptir mestu máli, að það verði hamingjusamt og lifi í sátt við sjálft sig og aðra menn, og þann, sem skipaði því ákveðinn sess í lífinu, Guð ... það skiptir meira máli, hvort það skynjar litla heiminn sinn með gleði eða ótta, heimilisleg- an eða kaldan, ókunnan eða fráhrindandi. Án þess að minnst sé á hina kristnu trú, vex barninu fúsleiki til trúar eða hann visnar.“ Persónulegar matarvenjur œtti ekki að sköða sem þrjósku. E.t.i'. sýna þœó aðeins, að barn ykkar er upprennandi atkvœðamdður. í trú, von og kærleika á ári barnsins Þegar markmið í uppeldinu eru okkur ljós, reynum við síðan í einlægni að finna þær leiðir, sem okkur finnst vera bestar og eðlilegastar fyrir börnin okkar. Þeir, sem vilja ala börn sín upp í kristinni trú, vita flestir, að Biblfan segir okkur ekki allt um uppeldi, þroska barna og hin ýmsu þroskastig barnsins til líkama og sálar, — en hún hvetur okkur til þess að takast á við þau vandamál, sem við mætum, draga þekkingu og lærdóm af reynslu okkar og könnunum — og ef vera mætti til góðs, að leggja þekkingu okkar og reynslu fram á kerfis- bundinn hátt, sem geti auðgað og dýpkað samfélag okkar við börn okkar og samskipti öll við annað fólk. Sálfræðin hins vegar, sem fræðigrein, hefur þetta á stefnuskrá sinni. Sál- fræði, þýðir þá einfaldlega fræðin um innra líf mannsins (sálina eða hugann). Hún reynir að öðlast þekkingu á andlegu atferli okkar, hvers vegna við bregðumst á ýmsan hátt við vandamálum undir mismunandi kringumstæðum, sem mæta okkur — hún reynir að veita okkur þekkingu á þroska barna, atferli þeirra og ýmsum vanda- málum, sem mæta þeim á lífsferli þeirra. Biblían hefur hins vegar að geyma lífsreynslu manna, sem verður okkur ógleymanleg, mannþekkingu, sem er undra- verð — en umfram allt kennir hún okkur lífsviðhorf, sem er þess virði að gefa því gaum á ári barnsins: Sá. sem elur börn sín upp í trú. von og ka'rleika. veitir þeim tækifæri t.þ.a. öðlast þekkingu á tilgangi lífsins og höfundi þess. og veitir þeim þess vegna mikla möguleika til þess að lifa í sátt við sjálfa sig og aðra menn — og Guð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.