Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1979
21
Unnið við að hreinsa vatn af gólfi skólans.
Skemmdir
Vogaskóla
Skemmdir urðu í fyrrinótt á
húsnæði Vogaskólans í Reykjavík
vegna þess að þak hússins lak.
Að sögn Helga Þorlákssonar
skólastjóra er þetta ekki í fyrsta
skipti sem slíkt kemur fyrir.
Flatt þak er á skólabyggingunni
og þegar þakrennurnar stíflast
þrýstir vatn sér niður um loftlúg-
ur. Skemmdir urðu á teppi og
veggstriga auk þess sem vinnu-
teikningar nemenda sem héngu
uppi í' einni stofunni skemmdust.
Kennsla var með eðlilegum
hætti í Vogaskóla í gær nema hvað
einn bekkkur, í stofu þeirri sem
skemmdist, var sendur heim þar
sem engin aukastofa er í skólan-
um.
Helgi sagði að engin vissa væri
fyrir því að þetta endurtæki sig
ekki. Hann sagði að reynt hefði
á húsnæði
vegna leka
verið að komast fyrir lekann áður,
en það hefði ekki tekist.
„Orsökin er fyrst og fremst sú
að þessi flötu þök eiga ekki rétt á
sér og ég veit að þetta hefur átt sér
stað í fleiri skólum,“ sagði Helgi.
Sprengjubúnað-
artöskurnar til
V-Þýzkalands
FARANGUR pólska flóttamannsins
sem reyndi að komast vegabréfslaus
til Bandaríkjanna í fyrradag með
Loftleiðavél, en var sendur aftur til
Luxemborgar, fór til Luxemborgar í
morgun áleiðis til lögreglunnar í
Vestur-Þýzkalandi, en í farangri
mannsins var margslunginn tækja-
búnapur til þess að útbúa sprengjur.
Útgerðarmenn og loðnuskipstjórar:
Færeyingar fái ekki
veiðiheimildir hér
SAMEIGINLEGUR fundur með
útgerðarmönnum og skipstjór-
um, sem haldinn var á Ilótel
Loftleiðum í gær. 5. janúar, lýsti
yfir fyllsta stuðningi við sjónar-
mið sjávarútvegsráðherra sem
íram komu á aðalfundi LÍÚ 1978
að ekki geti komið til þcss að
Færeyingum verði heimiluð
loðnuveiði hér við land meðan
loðnuveiðar eru takmarkaðar.
tíð sé þegar búið að veiða 650
þúsund lestir, megi heildaraflinn á
vetrarvertíð ekki fara fram úr 350
þúsund lestum.
Fiskifræðingar hafa sagt í áliti
um loðnuveiðarnar að frá byrjun
sumarvertíðar 1978 til loka vetrar-
vertíðar 1979 megi heildaraflinn
ekki fara fram úr 1 milljón lesta
og þar sem á svonefndri sumarver-
INNLENT
undir kvöldið. Við Grund í Skorra-
dal var ennþá verið að vinna við að
grafa fyrir staurum í gærkvöldi
svo ekki var líklegt að rafmagn
kæmist á þar um slóðir fyrir
nóttina. Einnig hafa brotnað
rafmagnsstaurar í Hálsasveit við
Stóra As, Kollslæk og Bjarnastaði
á Hvítársíðu. Ekki var vitað í gær
hvenær viðgerð yrði lokið.
„Mikil ísing var á línum í nótt
allt að 2ja tommu þykk,“ sagði
Ófeigur. „Víða hefur verið síma-
sambandslaust, alveg í Hálsasveit
en stirt samband inn á Hval-
fjarðarströnd."
Ófeigur sagði að óvenju mikill
vetrarhamur hefði verið í Borgar-
firði frá áramótum. Hvasst var
þar í gær og fór veður kólnandi.
Rafmagns-
truflanir
Syðra-Langholti
Hér gerði mikið illviðri í gær-
kvöldi af suðaustan og snerist í
nótt í suðvestur og var mjög mikil
ísing. Rafmagnslaust hefur verið
frá því kl. 2.30 í nótt er leið og er
rafmagnslaust enn nú undir kvöld.
Gífurlegt vandræðaástand hefur
skapast sökum þessa og verða
menn að handmjólka kýr sínar og
leysir það þó ekki nema hálfan
vandann, því að mjólkurtankar
eru rafknúnir og fari þeir ekki í
gang er hætt við að mjólk
skemmist. Nú þegar er ljóst að
verulegt tjón hefur orðið á
alifuglabúum, einkum þar sem
útungun hefur farið fram, þó að
ekki sé það fullkannað enn.
Hitaveitan að Flúðum er knúin
með dráttarvél þannig að hún
hefur ekki lent í erfiðleikum eins
og sums staðar hefur hent á stærri
stöðunum. í kjölfarið hafa siglt
símabilanir en verið er að vinna
við lagfæringar á þessu tvennu.
Sig. Sigm.
Vitni vantar
að árekstri
SLYSARANNSÓKNADEILD lög-
reglunnar hefur beðið Mbl. að lýsa
eftir vitnum að árekstri tveggja
fólksbifreiða á mótum Háaleitis-
brautar, Safamýrar og Armúla
klukkan 11.33 í gærmorgun, föstu-
dag. Önnur bifreiðin ók austur
Háaleitisbraut en hin bifreiðin
norður Safamýri. Ágreiningur er um
stöðu umferðarljósa og eru vitni
beðin að hafa samband við slysa-
rannsóknadeildina.
Breiðholt hf var
úrskurðað gjald-
þrota í gær
BYGGINGARFYRIRTÆKIÐ
Breiðholt hf., var í gær úrskurðað
gjaldþrota í skiptarétti Reykja-
víkur. Komið hefur fram að
fyrirtækið mótmælti ekki gjald-
þrotakröfunni, enda liggur fyrir
að það á ekki fyrir skuldum.
Jón Baldvinsson opnar í dag kl. 16 málverkasýningu í
Norræna húsinu. 47 myndir eru á sýningunni, allt
olíumyndir málaðar á síðustu tveimur árum. Þetta er 7.
einkasýning Jóns og verður hún opin frá 12—22 daglega til
21. janúar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
pr s ÐA Tl
Kennslustaðir
Lærið að dansa
án hjálpar
óvelkominna
meðala
Eðlilegur þáttur í uppeldi
hvers
barns
1
m
Reykjavík
Brautarholti 4,
Drafnarfell 4,
Félagsh. Fylkis
(Árbæ)
Kópavogur
Hamraborg 1,
Kársnesskóli
Hafnafjörður
Gúttó
ætti að -• •
vera
að læra uJ ’•
að
dansa
INNRITUN
0G UPPLÝSINGAR
KL. 10-12 0G 13-19
SÍMAR:
20345 24959
38126 74444)
Skírteini afhent á morgun
sunnudag í Brautarholti 4
og Drafnarfelli 4
frá kl. 1—6.