Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979
29
fclk í
fréttum
+ í NEW YORK. - Þessi
mynd er tekin á veitinga-
stað einum í New York. Þar
voru þá meðal gestanna
leikkonan Farrah Fawcett
og fylkisstjórinn í New
York fylki, Hugh Carey.
Þau höfðu heilsast þarna og
rætt stuttlega stöðuna,
svona almennt. — Og þá var
myndin tekin.
+ FORSTJÓRASKIPTI - Þessi mynd var tekin á blaðamanna-
fundi í óperuhöll New York City Opera, þar sem tilkynnti voru
forstjóraskipti við óperuna frá 1. júlí n.k. að telja. —
Operustjarnan Beverly Sills, til vinstri, tekur þá við forstjórastarf-
inu við óperuna af Julius Rudel, — manninum sem hún hallar sér
upp að.
+ Þeir lesendur blaðsins,
sem muna tíma þöglu kvik-
myndanna, munu enn minn-
ast fegurðardísarinnar
Mary Pickford, „kærustu
alheimsins“, minna dugði
ekki. — Nú er hún orðin 85
ára gömul og býr í stórri
villu í kvikmyndaborginni
Hollywood. Hún er við góða
heilsu, en ku vart koma út
fyrir hússins dyr. Lætur sér
nægja að láta sjónvarpið
segja frá umheiminum og
kvikmyndabransanum.
Eiginmaður hennnar heitir
Buddy Rogers og hafa þau
verið gift í rúmlega 40 ár.
Hann er 74 ára. Hún átti
fyrir skömmu viðtal við
blaðamann og voru þá þess-
ar myndir birtar af leikkon-
unni. Til vinstri frá þeim
árum er hún var kærasta
heimsbyggðarinnar, til
hægri er ný mynd af hinni
85 ára gömlu stjörnu. í
þessu viðtali hafði hún látið
í Ijósi litla hrifningu yfir
kynlífs-kvikmyndum. Sagði
fatafellu-myndirnar leiðin-
legar. Þær eru oftast grind-
horaðar og nánast ömurleg-
ar á skrokkinn.
Þótt hún sé öldruð orðin,
er Mary Pickford ekki fall-
in í gleymsku. Á hverjum
degi berst henni fjöldi að-
dáendabréfa. Þeim reynir
hún að svara og minnist þá
um leið liðins tíma. En á
hápunkti frægðarinnar
hafði hún 18 manna starfs-
lið, sem ekki gerði annað en
að svara þessum aðdáenda-
bréfum.
Kirkjuferð og göngu-
ferð imi Reykjanes
Á SÍÐASTA ári voru farnar 173
ferðir á vegum Útivistar með
samtals 5194 þátttakendum, eða
mjög líkar tölur og árið á undan.
Að venju hefst nýtt ferðaár
Útivistar með samblandi af
gönguferð og kirkjuferð. Að
þessu sinni verður farið út á
Reykjanesskaga og komið að
Básendum, Stafnesi, Hvalsnesi
og víðar. Leiðsögumaður í ferð-
inni verður séra Gísli Brynjólfs-
son, sem er margfróður um
þessar slóðir. Séra Gísli flytur
einnig nýárshugvekju í Hvals-
neskirkju, en þar þjónaði séra
Hallgrímur Pétursson forðum
daga, svo sem kunnugt er.
Lagt verður af stað í ferðina
kl. 11 á sunnudagsmorgun 7. jan.
frá Umferðarmiðstöðinni að
vestanverðu.
Fólk er áminnt um að vera vel
klætt og búið til fótanna, og
einnig að hafa með sér nestis-
bita.
(Frétt frá Útivist)
Konur — Garðabæ
Leikfimi hefst mánudaginn 8. janúar. Kvöldtímar
á mánud. og fimmtud. kl. 8.20—9.10 og
9.10—10.00.
Upplýsingar og innritun hjá Lovísu Einarsdóttur,
sími 42777.
Sundnámskeiö veröa auglýst síöar.
/ÚNt
\9“Á
Danskennsla Þ.R.
í AlÞýðuhúsinu við
Hverfisgötu hefst
mánudaginn 8.
janúar.
Gömludansanámskeiö eru á mánud. og miö-
vikud. (byrjenda og framhaldsfl.)
Barnaflokkar eru á mánudögum.
Innritaö veröur í alla flokka mánudaginn 8. jan.
frá kl. 16.00 sími 12826.
Jólaskemmtun barna veröur haldin í dag kl. 15.00
í íþróttahúsi Hagaskóla (uppi).
Þjóödansafélag Reykjavíkur.
i
óskar eftir
blaðburðarfólki