Morgunblaðið - 06.01.1979, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979
Borg mesti
gullkáffurinn
BjörK Bor>í frá Svíþjóð var
sá trnnislcikari srm vann sér
inn mesta fjárupphart fyrir
tennisleik á árinu sem var að
líða. Námu heildartekjur hans
213.6 miiljónum íslenskra
króna. og eru þá ekki meðtald-
ar allar þa-r tekjur sem hann
hlýtur vejjna autjlýsinKastarf-
semi á íþróttaviirum ok fleiri
hlutum.
Sá sem varð í iiðru sa“ti var
Bandaríkjamaðurinn Jimmy
Connors sem hafði 180.2 millj-
ónir fslenskra króna. I>á kom
Vitas Geruiaitis frá Banda-
ríkjunum með 119 milljónir
ísl. króna.
Tekjur tennisleikara aukast
ár írá ári og er samkeppni
þeirra sem halda tennismótin
mikil um að fá til sin aðal-
stjörnurnar.
Tekjuha-st tenniskvenna á
síðasta ári var Martina Navra-
tilova en hún er landflótta
Tékki. Tekjur hennar námu
178 milljónum ísl. króna.
Skúli Óskarsson
íþróttamaður ársins
SKÚLI Óskarsson lyftingamaður var kjörinn íþróttamaður ársins 1978 af
íþróttafréttamönnum. Hlaut Skúli 67 atkvæði af 70 mögulegum.
Bjarni Felixson formaður Samtaka íþróttafréttamanna lýsti kjöri íþróttamanns
ársins og sagði meðal annars er hann afhenti Skúla verðlaunin.
— Maður gerir sér varla grein
fyrir því hvað titillinn „íþrótta-
maður ársins" er mikils virði fyrr
en maður hefur hlotið hann.
— Nú vonast ég bara fastlega til
að geta staðið mig vel á Evrópu-
meistaramótinu í kraftlyftingum í
mars í Stokkhólmi og gaman væri
að geta slegið heimsmetið í
hnébeygju á því móti, það munaði
svo litlu hjá mér síðast. Það ætti
að takast ef ég skrúfa frá vara-
tanknum. Þá hjálpar það mér líka
að ég er spíritisti og næ af þeim
sökum meiri einbeitingu við þung-
ar lyftur.
Annars er hálferitt að ná
árangri í íþróttum þegar maður
þarf að vinna heila 10 tíma á dag
og fara svo dauðlúinn á æfingar.
Það er ekki mikill tími eftir fyrir
áhugamálin sem eru bíóferðir og
dansleikir, sagði Skúli hress í
bragði að lokum.
í HÓFINU í gærkveldi voru mættir allmargir sem hlotið höfðu titilinn íþróttamaður ársins, ásamt
íþróttafólki sem var meðal 10 efstu að þessu sinnii Neðri röð frá Vi Hjalti Einarsson, Sigríður
Sigurðardóttir, Skúli Óskarsson. Þórunn Alfreðsdóttir, Jón Sigurðsson. Efri röð frá Vi Guðni Kjartansson,
Erlendur Valdimarsson. Jón Þ. ólafsson. Hreinn Halldórsson, Guðmundur Hermannsson, óskar
Jakobsson, og Gústaf Agnarsson.
Skúli sem er vel að titlinum
kominn lét þau orð falla er hann
tók við hinum glæsilega verð-
launagrip að hann væri ansi
þungur, en fallegri en falleg kona.
- þr.
Aðrir íþróttamenn, sem hlutu
stig: Ragnar Ólafsson (golf), Þor-
steinn Bjarnason (knattsp. &
körfukn.) 7 stig.
Bjarni Friðriksson
(judo) 6
íþróttamaður ársins 1978 er
Skúli Óskarsson, lyftingamaður.
Hann hlaut 67 stig af 70 möguleg-
um í þessu kjöri. Skúli er vel að
þessu sæmdarheiti kominn. Hann
vann silfurverðlaun á heimsmeist-
aramótinu í kraftlyftingum í
Finnlandi í haust og hann vann
einnig silfurverðlaun í Evrópu-
meistaramótinu á Englandi í vor.
Skúli er þrítugur að aldri, fæddur
og uppalinn á Fáskrúðsfirði, og
hann hefur alltaf haldið tryggð við
sínar æskustöðvar og keppt undir
merki Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands, þótt hann hafi
um langt skeið haft búsetu í
Reykjavík. Skúli hóf að iðka
lyftingar fyrir 10 árum og hann
hefur tekið stórstígum framförum
á hverju ári síðan, enda hefur
hann stundað íþrótt sína af
sérstakri alúð. Það verður vart
komið tölu á öll þau Islandsmet,
sem Skúli hefur sett á ferli sínum
til þessa, og þau eiga áreiðanlega
eftir að verða fleiri. Hins vegar er
það víst að hann hefur sett 15
Norðurlandamet. Sérgrein Skúla
er kraftlyftingar, sem hann hefur
einkum stundað nú síðari árin, og í
þessari grein hefur hann náð
mestum frama og frægð, en hann á
enn Islandsmet í Olympískum
lyftingum.
Skúli hefur mjög fátið að sér
kveða á alþjóðlegum mótum í
kraftlyftingum á síðustu árum og
hann vann bronsverðlaun á heims-
meistaramótinu árið 1974, en
stærstu afrek sín vann hann á s.l.
ári, þegar hann vann silfurverð-
laun á heimsmeistaramótinu og
silfurverðlaun á Evrópumeistara-
mótinu. A heimsmeistaramótinu
reyndi Skúli við nýtt heimsmet, en
vantaði aðeins herslumuninn til að
setja metið. En heimsmetið er
innan seilingar og kannske nær
Skúli því á Evrópumeistaramótinu
í vetur. Skúli er sannur íþrótta-
maður. Hann hefur lagt mikla
rækt við íþrótt sína og hann er
skemmtilegur keppnismaður, sem
hefur unnið hylli áhorfenda bæði
innanlands sem utan. Hann er
kappsfullur, ákafur og fylginn sér,
en hann er samur og jafn í meðbyr
sem mótbyr. Hann er drengur
góður.
AIls hlutu 24 íþróttamenn at-
kvæði í kosningunni að þessu
sinni. Efstu sætin skipuðu eftir-
taldir íþróttamenn:
Stig.
1. Skúli Óskarsson,
lyftingamaður 67
2. Óskar Jakobsson,
frjálsíþróttamaður 48
3. Hreinn Halldórsson
frjálsíþróttamaður 48
4. Jón Diðriksson,
frjálsíþróttamaður 37
5. Sigurður Jónsson,
skíðamaður 35
6. Pétur Pétursson,
knattspyrnumaður 25
7. -8. Jón Sigurðsson,
körfuknattleiksmaður 22
7.-8. Karl Þórðarson,
knattspyrnumaður 22
9. Vilmundur Vilhjálmsson,
frjálsíþróttamaður 21
10. —11. Gústaf Agnarsson,
lyftingamaður 10
10.—11. Þórunn Alfreðsdóttir,
sundmaður 10
Þorbjörn Guðmundsson
(Handkn. 1) 4
Árni Indriðason 3
Jóhann Kjartansson (badminton),
Ingi Björn Albertsson (knattsp.)
Sigurður T. Sigurðsson (fimleik-
ar), Axel Axelsson (handkn. 1.) 2
stig.
Ásgeir Sigurvinsson (knattsp.),
Gunnar Einarsson (markv. í
handkn. 1.), Hugi Harðarson
(sund), Sigurður Haraldsson
(knattsp. og badminton) 1 stig.
Að lokinni ræðu Bjarna og
afhendingu verðlauna en þau sem
urðu í 10 efstu sætunum fengu öll
áritaða bókina Sjömeistarasagan
eftir Laxness, tók til máls Ásgeir
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Veltis HF og Volvo á íslandi.
Óskaði hann íþróttafólkinu til
hamingju og tilkynnti að Volvo
byði Skúla til einhvers hinna
Norðurlandanna er íþróttamenn
ársins verða heiðraðir á Norður-
löndunum, og valinn íþróttamaður
Norðurlanda.
Örn Eiðsson formaður FRÍ tók
einnig til máls og óskaði sveitungi
sínum til hamingju með titilinn og
sagði það vera sér ánægjuefni að
íþróttamaður frá Fáskrúðsfirði
hefði fengið titilinn.
-þr.
• Skúli óskarsson horfir aðdáunaraugum á hinn
veglega farandgrip sem fylgt hefur kjöri íþróttamanns
ársins frá upphafi.
Ansi er hann þung-
ur, en hann er fal-
legri en falleg kona
— sagði Skúli er hann tók við verðlaunagripnum.
ÞAÐ GREIP mig nákvæmlega sama tilfinning þegar ég
gekk upp til að taka við verðlaunagripnum og grípur
mig þegar ég er að lyfta og tekst best upp. Það fór
straumur um mig allan og mér leið óskaplega vel, sagði
Skúli óskarsson íþróttamaður ársins 1978 í viðtali við
Mbl. í gær.
— Það kom mér verulega á óvart
að vera kosinn, en ég er mjög
glaður yfir því. Þetta er mikil
hvatning fyrir mig. Og sérstaklega
er ég glaður yfir þessari útnefn-
ingu fyrir hönd ÚÍA, þetta verður
hvatning fyrir allt þeirra efnilega
íþróttafólk.