Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 Sveinn Einarsson Þjódleikhússtjóri: Fyrir nálega tveim mánuðum kom að máli við mig Guðmundur Emilsson og bað um viðtal um óperustarfsemi á íslandi, kvaðst vera með i undirbúningi syrpu viðtala fyrirMorgunblaðið,þar sem ólík sjónarmið ýmissa aðilja, sem maður skyldi ætla að væri óperu- flutningur í mun, kæmi fram. Það viðtal var að sjálfsögðu góðfúslega veitt, lýst þeim erfiðleikum, sem við Þjóðleikhúsmenn eigum eink- um við að etja við óperuflutning, en Þjóðleikhúsið hefur einkum staðið fyrir óperu- og öðrum söngleikaflutningi hér á landi undanfarna áratugi, svo og hugsanlegum lausnum til eflingar söngleikahaldi. Þjóðleikhúsið var sem kunnugt er hvorki reist né hugsað sem óperuhús og hefur aldrei verið skipulagt sem slíkt. Um framtíðaráform í þessum efnum var hins vegar lítt for- vitnast. Síðan hafa liðið nokkuð margar vikur án þess viðtalasyrpa þessi hafi litið dagsins ljós, hins vegar hafa birst tveir greinar- stúfar eftir Guðmund Emilsson sjálfan, þar sem hann virðist leggja harla persónulega út af þessum viðtölum og lítt vega og meta rök né heldur auðskiljanleg- ar forsendur. En með því ég hef aldrei áður kynnst slíkum vinnu- brögðum og margt er missagt í fræðum þeim, neyðist ég til að stinga hér niður penna, áður en ræða þessi kynni að fara að hafa áhrif á þá, sem ekki eiga auðvelt með að glöggva sig á þessum málum. 1. Fyrst nokkur furðulegheit í málflutningnum: „Óperulist hófst með miklum glæsibrag á Islandi um og eftir 1950, hjaðnaði á næstu áratugum og er nú að lognast útaf. Þetta stafar m.a. af nýjum lögum frá Alþingi, og ákvæðum þeim að lútandi; lögum sem voru ef að líkum lætur, smíðuð í samvinnu við forsvarsmenn Þjóðleikhúss- ins.“ Þetta er rangt. Það er hróplegur munur á tillögum undir- ritaðs og Starfsmannafélags leik- hússins og þeim lögum um Þjóð- leikhús, sem alþingi loks sam- þykkti eftir sjö ára þóf. Annað dæmi í beinu framhaldi: „Þar er gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu eigi að sýna óperu.“ Þetta er rangt. í 18. gr. laganna segir: „Kostnaður af rekstri Þjóð- leikhússins skal greiddur úr ríkis- sjóði, eftir því sem ákveðið er í fjárlögum og aflafé leikhússins hrekkur ekki til. Eigi skal ráða í nýjar stöður samkv. lögum þessum fyrr en fé er veitt til þess í fjárlögum." Þessi grein á því ekki við um óperuflutning einan, heldur öll þau atriði, sem til nýmæla teljast í lögunum, ráðningu skálda eða tónskálda, skipulagsstjóra o.s.frv. Lögin hafa í engum greinum tekið gildi, nema hvað nýtt þjóðleikhús- ráð hefur sest á rökstóla og ráðnir hafa verið leikhússtjóri og fjár- málafulltrúi. En í „persónulegu viðtali", sem greinahöfundur orðar svo, lét ég þess hins vegar getið við hann, að sérstaka fjárveitingu þyrfti, til að geta ráðist í óperu- sýningar. Þriðja dæmi: „Hér á eftir fylgir tæmandi listi yfir tónlistar- flutning í Þjóðleikhúsi okkar frá árunum 1958 til 1978. Þjóðleikhús- ið lét listann í té.“ Þetta er rangt. Listi sá, sem Guðmundur birtir, er yfir óperur og óperettur á þessu tímabili og örfáa söngleiki en ýmis ágæt verk ekki talin, innlendir söngleikir og sígild verk með tónlistarívafi, eins og hver maður, sem eitthvað hefur fylgst með hlýtur stráx að reka augun í, ballettverk og heil tónlistarverk. Enn eitt dæmi, fyrst minnst var á ballett. Orðrétt: „Engin ópera verður frumflutt í ár af þessum sökum" (þ.e. vegna hinna nýju laga og aðhaldsstefnu í ríkis- rekstri). „A sama tíma hefur risið upp glæsilegur ballettflokkur og fyrirferðarmikill innan veggja Þjóðleikhússins, að því er virðist upp úr þurru. Er þetta kyndugt, þar eð upphaf danslistar á íslandi var ólíkt fálmkenndara en fyrstu spor söngvara okkar á óperusviði — að sögn.“ Að sögn hverra, með leyfi, hver hefur talið sér hag í að bera slíkt saman? Það er ekki rétt með farið, að dansflokkurinn hafi sprottið upp úr þurru. Það er óþarfi að láta sér skjótast yfir jafn veigamikla staðreynd, að ballett- skóli hefur verið rekinn á vegum Þjóðleikhússins síðan 1952. Dans- arar höfðu hins vegar að bókstaf- lega engu að hverfa hér, þar til fyrir hálfu sjötta ári, að lagt var á djúpið og atvinnuflokkur stofnað- ur; það hefur verið saga baráttu og fórnfýsi, því að á brattann hefur verið að sækja, dönsurunum nánast haldið í svelti og boðið upp á ótrúlegt öryggisleysi um alla framtíð sína. Allan þennan tíma því, að þann stutta tíma, sem ég hef setið í embætti Þjóðleik- hússtjóra, hafa verk eftir þá báða, Strauss og Offenbach, trónað við hlið óperuverkanna og sómt sér þar betur en mörg veigalítil óperan hefði gert. Hugmyndir Guðmundar Emilssonar um að leikhúsið sé að eltast við íburð og prjál í sýningum sínum og það hleypi upp kostnaði eru talsvert út í hött. Eg fæ grun um að hann kunni harla lítil skil á því, sem borið er í óperusýningar á hinum stærstu og bestu óperuhúsum. I rauninni er sárgrætilegt úr hve litlu við höfum að spila í þeim efnum, en því er nú einu sinni þannig farið, að óperur eru oft Gagnrýni vísað á bug Gagnrýni greinahöfundar er tvíþætt: Hann virðist standa í þeirri meiningu, að óperulistin sé að líða undir lok í Þjóðleikhúsinu vegna þess, að leikhúsið neyddist til að fresta flutningi eins óperu- verks um nokkra mánuði. Og hann lýsir yfir því að höpp og glöp einkenni verkefnaval og fákunn- andi og hlutdrægni (sic), t.d. hafi þess ekki verið gætt að kynna áhorfendum sína ögnina af hverju frá ólíkum skeiðum óperusamn- ingar. Undirritaður hefur ekki haft afskipti af málefnum Þjóð- leikhússins nema rúm sex ár af þeim 28 sem hér um ræðir og telur sér skylt að svara fyrir þann tíma og þann tíma einan. Fyrir sex árum var óperuáhugi hér í lágmarki. Þá hafði ekki verið Til varnar óperufLutningi hafa þó verið söngleikasýningar í leikhúsinu og því örlítið meira boðist söngvurunum; óperu- flutningur er heldur ekki eina tegund sönglistar, Ég veit ekki, hvort lesa má úr þessum orðum Guðmundar öfund yfir þeim árangri, sem dansararnir hafa náð, og hann hefur þóst lesa úr „persónulegu viðtali" við einhverja söngvara. Ég vona að svo sé ekki. Það hefur verið landlægt hér í fásinninu, svo geðslegt sem það er, að listamenn hafa verið að troða hver af öðrum skóna, og ýfingar og öfund milli listgreina, og eru þess mýmörg dæmi. En hvernig væri að byrja á því að kanna hversu hár hluti fjárlaga er helgaður menn- ingarmálum, t.d. borið saman við fjárveitingar til Kröflu eða annars sem hið opinbera telur arðbærara en menninguna — og spyrja síðan, hvers vegna öllum þurfi að troða á sama bás — það hljóta að vera fleiri básar í þessu fjárhúsi. Hér verður ekki meira tíundað af þessu tagi, enda er mál að fara að orða aðalatriði. Þó get ég ekki stillt mig um að upplýsa, vegna þess að Guðmundur Emilsson dregur í efa þekkingu forráða- manna Þjóðleikhússins í leikhús- fræðum, að undirritaður hefur að baki átta ára háskólanám í leikhúsfræðum og skyldum grein- um, þar á meðal almennri bók- menntasögu, óperusögu, heimspeki o.s.frv., og ég vona það verði ekki túlkað sem ég sé að miklast af þó að ég tíundi hér það sem ég hef hvergi gert annars staðar, að hærri einkunn hafði ekki verið gefin á lokaprófi á þessu sviði í þessum háskóla en undirritaður fékk á lokaprófi. Ég veit ekki hversu handgenginn Guðmundur Emilsson er umræddum fræðum, að hann geti sett sig í dómarasæti, en get þó ekki stillt mig um að benda á, að Ævintýri Hoffmanns er ekki óperetta eins og hánn virðist halda, heldur ópera, og að harmleikir Racines hafa aldrei verið fluttir á íslandi. Hvað snertir þá skoðun Guð- mundar Emilssonar, að skipa eigi óperum undantekningalaust á æðri bekk sem „heimsbókmennt- um“ en óperettum og söngleikjum á óæðri, þá á hann hana náttúru- lega fyrir sig og á á hættu að verða sakaður um uppdráttarsýki. En ekki líta allir tónlistarmenn sömu augum á silfrið: Ymsir myndu vísa Grétry eða Paisello úr öndvegi, jafnvel ýmsum verkum eftir Donizetti og Rossini, en bjóða þeim Jóhanni Strauss og Offenbach sessuna. Ég minnist einmitt sam- tals við þann gáfaða og mæta mann dr. Róbert A. Ottósson, þar sem við ræddum stefnumótun leikhússins í flutningi söngverka, að hann leyndi ekki ofangreindri skoðun sinni. Og atvik hafa hagað Sigríður Ella Magnúsdóttir og Magnús Jónsson íhlutverkum sínum í CARMEN. mannmargar, vegna sögulegs efnis síns gera þær ríkar kröfur til umhverfislýsingar og flókinna búninga. Þó að tekist hafi kannski í minni tíð að gera eina og eina sýningu augnayndi, þá get ég fullvissað mína lesendur um það, að þar hefur verið velt hverri krónunni; ýmsir kannast við dæm- ið, þegar bæði Konunglega leik- húsið og Þjóðleikhúsið settu sam- tímis upp Leðurblökuna og var danska sýningin 15-falt dýrari í uppsetningu og flutningi en sú íslenska sem stóð hinni fyllilega á sporði sem leiksýning, hreinlega betur leikstýrt. En víkjum nú að aðalatriðinu, sem er gagnrýni á verkefnaval Þjóðleikhússins á bessu sviði. sýnd ópera í leikhúsinu síðan 1969, að Brúðkaup Fígarós var á fjölun- um sællar minningar. Óperusýn- ingar undangenginna ára höfðu ekki vakið fögnuð né hlotið aðsókn, t.d. Ævintýri Hoffmanns (1966) og Marta (1967). Hins vegar hafði meiri áherzla verið lögð á söng- leiki og sumt þar tekist vel eins og t.d. Fiölarinn á þakinu. En sýnt var, að þegar vinsælar óperur eins og Madame Butterfly (1965) í ágætri sýningu vakti áhuga mjög fárra, að leita varð nýrra leiða. Ein ástæðan fyrir óförum óperu- sýninganna var sú, að ekki var valið vel fyrir þá söngvara, sem hér voru fyrir hendi — og svo varð einnig að horfast í augu við, að kynslóðaskipti meðal söngvaranna voru farin að gera vart við sig og í sumum tilvikum bættist ekki nægilegur nýr liösafli — enn í dag höfum við t.d. ekki eignast bariton sem kemst í hálfkvist við Guð- mund Jónsson, sem senn nálgast sextugt og ber þó enn af. Hins vegar erum við betur sett hvað tenóra snertir, góða bassasöng- vara eigum við hér heima og svo hafa verið að koma fram og eru að koma fram efnilegar söngkonur, bæði í sópran og lægri röddunum. Það er nauðsynlegt að taka eins mikið tillit til þessa og unnt er við val verkefna — en umfram allt að stuðla að því að gera söngleikina að almenningseign að nýju — velja í fyrstu vinsæl verk til þess að geta síðar lagt í þau, sem ekki væru eins kunn, en myndu víkka sviðið. Það er nefnilega óviturlegt að steypa sér út í að byggja áður en landið hefur verið kannað og numið. Ein fyrsta lexía í þessum efnum, sem ég fékk hér í húsinu, sagði skýra sögu. Það var heim- sókn skosku óperunnar með Jóns- messudraum Brittens, eitt ágæt- asta óperutónskáld nútimans, gamansamt verk byggt á þekktu efni frá Shakespeare og flutt með glæsibrag. Hinn umræddi tónlistaráhugi reyndist þarna hverfandi, í hvor- • ugt skiptið, sem óperan var flutt, tókst að fylla þetta hús. Þetta var dapurlegt, en í ráði var þó að halda áfram samvinnu við skosku óper- una — þar vorum við einkum að seilast eftir að gefa íslenskum tón- og leiklistarunnendum tæRifæri að kynnast verkum, sem við vegna mannfæðar eða annarra aðstæðna myndum síður ráðast í. Voru á lofti hugmyndir um að næst kæmi skoska óperan hingað með Krýn- ingu Poppeu eftir Montiverdi. Stöðugar gengisfellingar og verð- bólga kom síðan í veg fyrir að framhald yrði á þessum fyrirætl- unum og er illt til þess að vita. En það væri fyllsta ósanngirni að halda því fram að þessi herferð til að snúa áhuga almennings aftur að óperum og söngleikjum hafi ekki tekist. Hér tala tölur skýru máli. Á þessum sex árum hafa verið samtals 178 sýningar á óperum og óperettum og tala áhorfenda 85.661. Á sex árum þar á undan var hinsvegar aðeins 61 sýning og tala áhorfenda 25.602. Hægt er að taka hvaða sex ára tíma sem er í sögu leikhússins án þess að finna sambærilegar tölur um áhorfendafjölda. Það verður því ekki annað með sanni sagt en að jarðvegurinn hafi verið vel undirbúinn. Hinsvegar segja töl- urnar ekki alla söguna. Það var ekki sök leikhússins að ekki var hægt að fylgja áætlunum þess um að flytja Orfeus eftir Gluck á árinu 1978. Þá hefði þetta tímabil spannað meiri lengd í óperusög- unni en nokkurt annað tímabil í sögu leikhússins með Orfeus og Þrymskviðu, þá elstu og yngstu af óperunum sem öndvegissúlur. Verkefnaval í leikhúsi, hvort sem um er að ræða söngleiki eða sjónleiki aðra markast af ýmsum sjónarmiðum og aðstæðum, og vikið að sumum hér að ofan; bandarísk uppsláttarrit veita þar of litla stoð. En taki menn sér fyrir hendur að greina hvort eitt leikhús hafi gegnt hlutverki sínu á ákveðnu sviði, mun ekki óviturlegt að byrja á því að kanna og setja niður fyrir sér, hvert það hlutverk raunverulega er. I þeim efnum verður að vísast til laga um þjóðleikhús. í gömlu lögunum segir, að sýna skuli söngleiki og leikdansa eftir því sem við verður komið. Nýju lögin geta vart talist komin í gagnið, eins og að ofan greinir. Hér liggur hundurinn grafinn, Og spurningarnar snúa nú að ríkis- og fjárveitingarvaldi og fjalla um þá opinberu menningarpólitík, sem hér er eða er ekki rekin. Undirritaður hefur á undanförn- um árum kynnst nokkuð vel aðstæðum Þjóðleikhúss til að sinna óperuflutningi og velt fyrir sér ýmsum möguleikum til að auka tíðni uppsetninga. Um það verður fjallað í framhaldi þessarar greinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.