Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR1979 tfmcyipn Vltldlmli 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón. Sighvatur Blöndahl. Iðnþróunaráætlun fyrir Rangárvallasýslu: Nauðsynlegt að fá stórt fyrirtæki sem er óháð eftirspumarsveifium Hannarr s.f., elsta ráðgjafafyrirtæki landsins, 10 ára: „Stofnun fyrirtækisins mark- aði þáttaskil í hagræðingar- og hagsýslustarfsemi í landinu” segja forráðamenn fyrirtækisins í samtali við Mbl. Tíu ár eru nú liðin síðan Benedikt Gunnarsson stofnaði fyrirtækið Hannarr s.f. og hefur það starfað óslitið síðan. — Mbl. ræddi við Benedikt Gunnarsson og Sigurð Ingólfsson, einn starfsmann fyrirtækisins, í tilefni þessara tímamóta og sögðu þeir í upphafi, að Hannarr væri elzta starfandi rekstrarráðgjafafyrirtæki í iandinu, en rekstrarráðgjöf er sú sérhæfða þjónusta sem fyrirtækjum og stofnunum er veitt á sviði hagræðingar og hagsýslu til þess að bæta rekstur. í iðnþróunaráætlun fyrir Rang- árvallasýslu scm Framkvæmda- stofnun sendi nýverið frá sér er lýst þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að koma á fót í sýslunni öflugu fyrirtæki. scm væri að mestu óháð eftirspurnarsveiflum innan sýslunnar og gæti vaxið jafnt og þétt. helzt með örvandi áhrifum á önnur fyrirtæki í sýslunni. í skýrslunni segir að skipta megi framleiðslumöguleikum i tvennt, annars vegar eru möguleikar sem b.vggja á náttúruauðlindum sýslunnar, hins vegar möguleikar á framleiðslu sem er óháð staðbundnum náttúruauðlindum að mestu. í því tilfelli er aðallega um að ræða tækniþróaða fram- leiðslu þar sem hráefni er lítill hluti verðmætis vörunnar, eins og gerist t.d. í rafeindaiðnaði. Sér- stakar hugmyndir eru um uppbyggingu slíks iðnaðar en þær eru ekki birtar í skýrslunni og er bent á að áhugi heimamanna ráði líklega mestu um hvort slíkur óstaðbundinn iðnaður þróast í sýslunni. í skýrslunni segir að Rangár- NÝLEGA urðu eigendaskipti á raftækjaverzluninni Borgarljósum við Grensásveg. Að sögn hinna nýju eigenda er í verzluninni boðið upp á úrval eldhúsheimilistækja og raffangaefnis auk þess sem Viðskiptajöfnuður Finna var hagstæður um 1870 milljónir finnskra marka fyrstu 10 mánuði ársins 1978 eða sem nemur 147 milljörðum íslenzkra króna. segir í frétt frá finnska viðskiptaráðu- neytinu. Er hér um verulegan bata að ræða frá því á sama tima á s.l. ári þegar viðskiptajöfnuður landsins var aðeins hagstæður um 300 milljónir finnskra marka eða 23 milljarða ísl. króna. vallasýsla virðist hafa gnægð að minnsta kosti fjögurra fram- leiðsluþátta, það er orku, lands, mannafla og hráefnis í formi jarðefna. — Eðlilegt er að sýslan sérhæfi sig í framleiðslugreinum sem byggja á nýtingu þessara framleiðsluþátta. Landið er nýtt að hluta til landbúnaðar, en lítið sem framleiðsluþáttur í iðnaði ( í formi ódýrra lóða til dæmis). Raforkan er lítið notuð í sýslunni og jarðefni sömuleiðis. Mannafli verður ekki nýttur með sama áframhaldi. Vandinn nú er að benda á iðnað sem nýtir þessa framleiðsluþætti að taísverðu leyti og fullnægir jafnframt þeim skilyrðum sem nefnd voru hér að framan. Ekki er reynt að leysa úr þessu vandamáli í skýrslunni en bent er þó á möguleika sem eru í basaltiðnaði. Þó segir í skýrslunni að basalt- iðnaður eigi sennilega langt í land með að verða að raunveruleika. Rangæingar hljóti í þessu sam- bandi að 'binda verulegar vonir við starfsemi Jarðefnaiðnaðar h.f. og áframhald á þeirri braut, sem þar er mörkuð. úrval lampa, ljósakrona og vegg- ljósa er aukið. Verzlunarstjóri í hinni nýju verzlun er Arndía Þorvaldsdóttir og eigendur eru Arndís Þorvalds- dóttir og Haukur Þór Hauksson. Útflutningur Finna jókst í októbermánuði um 18% og var samtals flutt út fyrir um 3410 milljónir marka eða sem nemur um 269 milljörðum íslenzkra króna. Þá jókst innflutningur um 14% á sama tímabili. Heildarútflutningur Finna fyrstu 10 mánuði þessa árs er að verðmæti um 28 þúsund milljónir finnskra marka eða sem nemur um 2000 milijörðum íslenzkra króna. Áfram héldu þeir félagar og sögðu: „Allar breytingar til bóta fela í sér hagræði og er því hagræðing jafngömul mannkyninu og hefur átt sinn ríka þátt í því að gera mannskepnuna að þeirri þróuðu mannveru, sem hún er í dag. En þessi þróun var tilviljana- kennd, gloppótt og þröngsýn. Þegar farið var að gera hagkvæm- ar breytingar á grundvelli kerfis- bundinna athugana hófst það, sem nú er átt við með hagræðingar- og hagsýslustarfsemi. Það var þó ekki fyrr en um síðustu aldamót að einhver skriður komst á þessa starfsemi, fyrst í Bandaríkjum Norður-Ameríku, og síðan smátt og smátt víðar í heiminum." Ég bað þá Benedikt og Sigurð aö segja mér í fáum orðum frá þróuninni hér á landi sem mun hafa byrjað á árinu 1950. — „Jú, hér á landi hefst þessi starfsemi upp úr 1950, og þá með erlendum ráðunautum og starfsmönnum á vegum einstakra samtaka eða stofnana og var því ekki á færi nema stærri fyrirtækja eða aðila þeirra samtaka, sem ráku slíka starfsemi, að notfæra sér að einhverju marki þessa þjónustu. Frekar um þróunina sögðu Benedikt og Sigurður að hægt væri að byrja á því að nefna að Guðmundur Finnbogason, prófess- or, hélt á árinu 1950 fyrirlestra og skrifaði ritgerðir um vinnurann- sóknir. — Upp úr 1952 koma svo erlendir menn og vinna fyrir opinbera aðila, m.a. fyrir Orku- málaskrifstofuna og Reykjavíkur- borg. — Árið 1953 er sett á stofn Hagsýslustofnun Reykjavíkur- borgar undir stjórn Hjálmars Blöndals. — Á árabili í kringum 1960 vann þáverandi ríkisendur- skoðandi, Einar Bjarnason, mikið og mikilvægt starf að hagræð- ingarmálum ríkisins. — 1961 er Stjórnunarfélag íslands stofnað að frumkvæði Jakobs Gíslasonar, þáverandi raforkumálastjóra. — Á árinu 1962 gerist Benedikt Gunn- arsson svo starfsmaður norsks ráðgjafafyrirtækis, sem opnar skrifstofu í Reykjavík. — Á árabilinu 1960—1966 er gert stórt átak á vegum sölusamtaka frysti- húsanna við breytingar á vinnu- fyrirkomulagi m.a. með tilliti til bættrar hráefnisnýtingar og bættrar framleiðni vinnuafls. — 1964—1966 senda aðilar vinnu- markaðarins, að frumkvæði Iðn- þróunarstofnunar, menn til þess að kynna sér hagræðingarmál með það fyrir augum að þeir síðan störfuðu innan samtakanna. * „Árið 1968 stofnar Benedikt Gunnarsson svo ráðgjafafyrirtæk- ið Hannarr s.f. sem nú er tíu ára gamalt. Stofnun Hannars s.f. sem óháðs, innlends fyrirtækis með rekstrarráðgjöf sem sérgrein hlaut því að marka veruleg þátta- skil í hagræðingar- og hagsýslu- starfsemi í landinu. Enda varð raunin sú, að strax í upphafi voru næg verkefni að fást við og strax á öðru ári voru starfandi 4 ráðgjafar hjá fyrirtækinu og hafa síðan verið 4—5 eftir atvikum," sögðu þeir Benedikt og Sigurður enn- fremur. Á þessu tíu ára tímabili hefur fyrirtækið þjónað öllum iðngrein- um að einhverju marki, en auk þess hefur þjónusta við opinbera aðila, ríki og sveitarfélög, verið að jafnaði um helmingur starfsem- innar. Á þessu tímabili hefur þróun verkefna aðallega fylgt vaxandi skilningi viðskiptavina á stjórnun- armálum, vaxandi þörf fyrir hag- kvæmnisathuganir vegna nýrra fjárfestingahugmynda að frum- kvæði lánastofnana og einnig hefur fyrirtækið snúið sér í auknum mæli að fræðslustarf- semi, svo sem með þátttöku í námskeiðahaldi. Þá sögðu þeir félagar að á árinu 1974 hafi starfsmönnum verið gefinn kostur á eignaraðild í fyrirtækinu m.a. til þess að festa þá betur í starfi, enda hefur það verið stefna hjá fyrirtækinu frá upphafi að vera vandfýsið bæði á starfsmenn, til þess að geta veitt sem bezta þjónustu, og á verkefni m.a. með tilliti til þess hverra möguleika og áhuga má vænta af viðskiptavinum til þess að nýta þá þjónustu, sem veitt er. Þá kom það fram í samtalinu við þá félaga Benedikt og Sigurð að Hannarr er aðili að félaginu Virkni h.f. sem er samtök 11 verkfræðistofa. Aðalmarkmið Virknis er að sögn þeirra aðallega þríþætt: 1) Að sameina þekkingu og reynslu á sem flestum sviðum til að tryggja samræmda og alhliða úrlausn á stærri verkefn- um. 2) Að vinna að því að afla verkefna erlendis, fyrst og fremst á sviðum, þar sem reynsla aðildar- fyrirtækja er mest. 3) Að kanna nýjar verkfræðilegar hugmyndir á sem flestum sviðum og koma þeim á framfæri við rétta aðila eftir því sem við á hverju sinni. „Erlend verkefni Virknis hingað til hafa aðallega verið á sviði orkumála og þá fyrst og fremst jarðvarmavinnslu, en nú er unnið að verkefnaöflun í Suður-Ameríku í sambandi við þróun fiskvinnslu, sem eru verkefni, ef af verður, sem Hannarr mun taka þátt í að verulegu leyti,“ sögðu þeir Bene- dikt Gunnarsson og Sigurður Ingólfsson að síðustu. Borgarljós skiptir um eigendur Finnland: V iðskiptajöfnuður verulega hagstæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.