Morgunblaðið - 21.01.1979, Page 14

Morgunblaðið - 21.01.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 SúprrmHnn kvikmyndarinnar . . . .... Ok Súpcrmann tciknimvndasöKunnar. dóma, líklega jafn mismunandi og gagnrýnendur eru margir, en þó virðist mega lesa á milli línanna að þeim, sem höfðu gaman af Stjörnustríði, muni þykja tíman- um vel varið yfir Súpermanni, því að þar ríki sama barnslega hugar- flugið og gáskinn, sem svo margir féllu fyrir í Stjörnustríði. * Krakkamynd fyrir fullorðna Kvikmyndin um Súpermanninn var frumsýnd vestan hafs, nánar tiltekið í Washington, fyrripart desember og Carter Bandaríkja- forseti var meðal frumsýningar- gesta í fylgd Amy, dóttur sinnar, og litlu síðar var hún tekin til sýninga í ríflega 700 kvikmynda- húsum í hinum enskumælandi heimi og þegar hún var frumsýnd í London, var Elísabet drottning að sjálfsögðu meðal gesta í fylgd Andrews prins, sonar síns. Ekki fer neinum sögum af því hvor kynslóðin, foreldrar eða börnin, skemmti sér betur á myndinni, enda eru aðstandendur myndar- innar alls ekki á eitt sáttir um það fyrir hverja þeir voru raunveru- lega að setja saman þessa mynd. Bandaríska vikuritið Time skýrði frá þessum ágreiningi: „Þetta er krakkamynd sem full- orðnir muni sækja og það mun kæta krakkana," hafði blaðið eftir leikstjóranum Richard Donner, sem hér er kunnur fyrir mynd sína The Omen. „Nei,“ segir þá fram- leiðandinn Ilya Salkind, sem er iðulega á öndverðum meiði við Donner. „Þetta er fullorðnismynd sem krakkar munu sjá.“ Nei, og aftur nei, er þá haft eftir fram- kvæmdastjóra þessa fyrirtækis, Pierre Spengler, sem er einatt á annarri skoðun en Salkind og nærri því alltaf á öndverðum meiði við Donner. „Þetta er krakkamynd, sem er gerð fyrir fullorðna." Þó að þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur hafi vafalaust tekið á taugarnar hjá þeim sem að mynd- inni stóðu, þá voru það nú fremur peningamálin sem ollu vinslitum milli þeirra þriggja, sem hér á undan voru nefndir. 35 milljón dollara voru nefnilega fjórum Gene Ilackman leikur þorparann. sem Súpermann á í eilífum útistöðum við. því er Newsweek skýrir frá á dögunum. En nú er sem sagt að koma á daginn, að þetta Kröfluæv- intýri kvikmyndanna kemur til með að borga sig, þrátt fyrir allt, og þess vegna eru líka sættir óðum að takast. * Höfundarnir í örbirgð Súpermaðurinn er hugarfóstur tveggja manna, Jerry Siegel og Joe lítið eitt við nýju myndina, því að fyrir fjölda áskoranir og bænarorð fólks víða að úr heiminum hefur framleiðandinn ákveðið að greiða þeim tvímenningum lítils háttar lífeyri á hverju ári, svo að lífið ætti að verða þeim eitthvað léttara héðan í frá. * Frá vöggu til þroskaára í kvikmyndinni er í aðalatriðum byggt á upprunalegri teikni- myndasögu þeirra félaga Siegel og Shuster og má því kannski líta á hana sem þroskasögu Súper- manns. Kvikmyndin er í reynd nánast þrjár sjálfstæðar einingar eða myndhlutar og hafa sumir gagnrýnenda fundið að því að myndin hangi illa saman. Hún hefst á reikistjörnunni Krypton, þar sem Jor-El (Marlon Brando) ræður ríkjum og hefur skömmu áður tekizt að yfirbuga uppreisn- aröfl á hnetti þessum en veit að reikistjarnan mun engu að síður tortímast. Áður en til þess kemur senda þau son sinn barnungan áleiðis til jarðarinnar í geimfari, sem er búið eins konar þekkingar- brunni og dælir í óvitann öllum fróðleik sem alheimur geymir meðan á ferðinni til jarðar stend- ur. Geimfarið kemur niður í Kans- asfylki í Bandaríkjunum þar sem A ritstjórnarskrifstofum Daily Planet — Lois Lane og Clark Kent lengst til hægri. Fyrst var það Hákarlinn, svo kom Stjörnustríð og nú er það áreiðanlega Súpermann, ofurmað- urinn fljúgandi. Það hefur verið rifjað upp til gamans, nú þegar Súpermann hefur séð dagsins ljós, að í maí 1974 klukkan nákvæmlega 5.30 eða í þann mund, sem hanastélsveizl- urnar voru að hefjast á kvik- myndahátíðinni í Cannes, hafi flugvél flogið yfir ströndina með borða aftan úr sér þar sem kynnt var ný kvikmynd — nefnilega Supermann. Um sama leyti árið 1975 flugu þrjár flugvélar þarna yfir með sömu áletrun. Á sama stað, á sama tíma aðeins ári síðar var áletrunin á borðunum enn hin sama nema hvað nú voru flugvél- arnar orðnar fimm og tvær þyrlur auk þess sem á grynningunum úti fyrir ströndinni vögguðu átta bátar hver með sinn stafinn letraðan á seglin, sem mynduðu orðið Superman þegar betur var að gáð. í maí 1977 var þessi sama herdeild á sama stað og nú voru gestir á kvikmyndahátíðinni farn- ar að hafa hana í flitmingum, því hvað sem annars mátti segja um þennan Súpermann, þá var hann áreiðanlegá ekki snarari í snún- ingum en snigillinn. í maí 1978 var svo kynningarherferðin á Súper- manni orðin eins konar hefð á kvikmyndahátíðinni. Ýmislegt hefur gengið á við gerð gerð þessarar kvikmyndar, sem Háskólabíó mun sýna hér. Liðlega 35 milljónir Bandaríkjadala hefur myndin kostað framleiðendur sína, en þessi fjárfesting virðist ætla að borga sig, því að myndin hefur þegar náð feikna vinsældum, og Christopher Reeve sem leikur Súpermann hefur hún gert að skærustu stjörnu bandarískra kvikmynda frá því að John Tra- volta vann hjörtu meyjanna fyrir fáeinum misserum. Kvikmyndin hefur fengið ákaflega misjafna sinnum hærri en upphaflegar áætlanir hljóðuðu upp á. Marlon Brando, sem leikur föður Súper- manns og kemur dálítið við sögu í fyrsta hluta myndarinnar, hirti þegar í stað 3,7 milljónir dala fyrir sinn þátt í leiknum og enda þótt nafn hans drægi að myndinni ýmsa aðra fræga leikara, t.d. Susanh York, Terence Stamp, Gene Hackman, Glenn Ford, svo að einhverjir séu nefndir og opnaði sömuleiðis ýmsar girnilegar pen- ingahirzlur fyrir framleiðendurna, þá höfðu þessi peningaútlát til Brando í för með sér að um tíma var ekki unnt að standa í skilum við ýmsar aðrar stórstjörnur, að Shuster, sem báðir eru á lífi, 64 ára að aldri báðir tveir og sagðir hafa búið við hreina örbirgð síðari árin. Þótt þeir leiddu Súpermann- inn fram á sjónarsviðið í teikni- myndasögu fyrir 45 árum, þá gættu þeir sín ekki á því að tryggja sér höfundaréttinn heldur afsöluðu sér honum til fyrirtækis- ins, sem þeir störfuðu fyrir. Þess vegna hafa þeir ekki fengið krónu fyrir teiknimyndahetjuna frá því að þeir hættu að starfa fyrir þetta fyrirtæki fyrir allmörgum árum né heldur fyrir þær kvikmyndir eða sjónvarpsmyndir sem gerðar hafa verið eftir henni fram að þessu. Hagur þeirra vænkast þó Lois Lane (Margot Kidder) ásamt miinn- unum í lífi hennar. blaðamanninum ha'g- láta. Clark Kent. og Súpermanni. sem auð- vitað er einn og sami maðurinn og leikinn af Christopher Reeves. bóndi einn og kona hans taka þetta hraustlega strákkríli að sér, enda hafa þau fengið að kynnast því þegar frá byrjun að hér er enginn meðalmaður á ferð. Næsti hluti fjallar svo um uppvaxtarár Súper- mannsins, en hann er 18 ára þegar fósturfaðir hans fellur frá. Þá leggur Súpermaðurinn leið sína á Norðurpólinn og gengur þar á vit tölvu frá ættjörð sinni hinni tortímdu, en tölvan hefur verið geymd á þessum kalda stað, og nú birtir hún Súpermanni mynd hins látna föður hans, Hor-El, sem nú sendir Súpermann á ný út í geiminn og stendur sú ferð næstu 12 árin meðan pilturinn er að fullnuma sig í alheimsfræðunum. Þriðji og viðamesti hluti mynd- arinnar lýsir því svo þegar Súper- maðurinn snýr aftur til jarðarinn- ar, til borgarinnar Metropolis og. klæðist nú hversdagslega gervi Clark Kent (sem Christopher Reeve leikur af mikilli kostgæfni), blaðamanns sem nú ræður sig í vinnu hjá dagblaði í borginni. Þetta er gæðalegur og fremur hæglátur maður en hálfgerður klaufi. En þetta er aðeins dular- gervi, því að þegar aðstæður krefjast hefur Súpermaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.