Morgunblaðið - 21.01.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.01.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 lÚíiTgn Útgefandi txlilab lb hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Fyrstu fjóra mánuði valdatíma núverandi rík- isstjórnar biðu Sjálfstæðis- menn átekta til þess að sjá hvað verða mundi um stefnu stjórnarflokkanna. Sú af- staða Sjálfstæðisflokksins var eðlileg. Eftir kosninga- baráttuna, úrslit kosninga og stjórnarmyndun var nauð- synlegt, að það kæmi skýrt fram hver kostur vinstri flokkanna væri í efnahags- málum. Eftir fjögurra mán- aða valdaferil lá sú niður- staða fyrir. Vinstri flokkarn- ir sviku kosningaloforðin um samningana í gildi. Þeir beittu sér fyrir stórfelldri skattpíningu, sem m.a. hefur dregið svo máttinn úr at- vinnurekstrinum, að hætta er á atvinnuleysi. Svikin loforð, skattpíning, verð- bólga og hætta á atvinnu- leysi er því það sem við blasir eftir fyrstu mánuði valdatíma núverandi ríkis- stjórnar. Um þessar mundir standa yfir fundarhöld á vegum Sjálfstæðisflokksins um land allt. Markmið þessara funda er að vekja athygli kjósenda á því, að þeir hafa verið blekktir. Kosningaloforðin hafa verið svikin með hrika- legri hætti en dæmi eru til um a.m.k. á síðari áratugum. Með þessum fundarhöldum vilja Sjálfstæðismenn undir- strika þessa staðreynd og snúa jafnframt vörn í sókn. Forsenda þess, að það megi takast er, að Sjálfstæðis- flokkurinn geri þjóðinni ná- kvæma grein fyrir því, hvernig hann vill bregðast við þeim efnahagsvanda, sem við er að glíma. Stjórnar- flokkarnir vinna nú að því að leggja fram sínar tillögur og samræma þær. Á þessu stigi verður engu spáð um það, hvort þeir ná samkomulagi eða ekki. Það kemur í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn rækir hins vegar ekki stjórnarand- stöðuhlutverk sitt svo sem vera ber nema hann leggi fram sinn valkost í efnahgs- málum. Efnahagsnefnd Sjálfstæð- isflokksins, sem skipuð er hinum hæfustu sérfræðing- um í efnahagsmálum, sem þjóðin á völ á, vinnur nú á tillögugerð um aðgerðir í efnahagsmálum á næstunni. Þegar tillögur hennar liggja fyrir verða þær kynntar innan Sjálfstæðisflokksins og samráð haft við ýmsa hópa innan hans svo sem launþega og atvinnurekend- ur og aðra, sem hlut eiga að máli. Væntanlega munu þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins reka endahnútinn á þessar tillög- ur um miðjan febrúarmánuð. Þá mun Sjálfstæðisflokkur- inn væntanlega leggja fram sinn valkost í efnahagsmál- um. Mikilvægt er, að það stefnumótunarstarf, sem nú er unnið á vegum efnahags- nefndar Sjálfstæðisflokksins byggi á grundvallaratriðum Sjálfstæðistefnunnar. Tillög- ur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum hljóta að byggjast á nokkrum megin- línum. í fyrsta lagi hlýtur það að vera markmið flokks- ins að draga verulega úr ríkisumsvifum og starfsemi opinberra fyrirtækja, jafn- framt því sem verulegt átak verði gert í að afnema þau höft, sem eftir eru á athafna- lífinu í landinu. Við náum okkur aldrei upp úr þeim öidudal, sem við erum nú í, nema athafnalífið fái frjáls- ar hendur. Minni ríkisumsvif — aukið frelsi í athafnalífi hlýtur að verða grundvallar- þáttur í stefnumörkum Sjálf- stæðisflokksins í efnahags- málum nú og í kjölfar þess stórfelld skattalækkun og minnkun niðurgreiðslna. í öðru lagi verður Sjálf- stæðisflokkurinn að takast á við viðhorfið í kjaramálum. Nú sem fyrr eru þau lykillinn að lausn verðbólguvandans. I þeim efnum dugar ekki að fara alfarið í kjölfarið á febrúar og maílögunum þótt þau hafi sannað gildi sitt eftir það sem síðan hefur gerzt. í þriðja lagi verður Sjálf- stæðisflokkurinn að taka afstöðu til stefnunnar í peningamálunum. Þingmenn flokksins lögðu fram í desember tillögu um að vextir yrðu gefnir frjálsir. Það þýðir að nú liggja fyrir eftirfarandi hugmyndir um ávöxtunarkjör á verðbólgu- tímum. Tillaga Sjálfstæðis- manna um frjálsa vexti. Tillaga Alþýðuflokksmanna um raunvexti. Tillaga Fram- sóknarmanna um að breyta háum vöxtum að nokkru í verðtryggingu. Tillögur Al- þýðubandalagsins um lága vexti. Loks má varpa hér fram til umræðu þeirri hug- mynd, að hagsmunir spari- fjáreigenda verði tryggðir að einhverju leyti með skatta- frádrætti, þ.e. að fólk verði verðlaunað með lægri skött- um fyrir það að eiga peninga í banka. I fjórða lagi verður Sjálfstæðisflokkurinn að marka skýra stefnu í fjár- festingarmálum og í fimmta lagi er óhjákvæmilegt að flokkurinn taki á landbúnað- armálum og marki stefnu í þeim, sem líkleg er til þess að ná einhverjum árangri. Kostnaður skattgreiðenda af landbúnaðarkerfinu eins og það er í dag er orðinn óþolandi — á hinn bóginn þarf þjóðin á búvörufram- leiðslu að halda og bændur eiga sinn rétt ekki síður en aðrir. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur af þeim atriðum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að taka afstöðu til fyrir miðjan febrúar. V alkostur S jálf- stæóisflokksins Rey ki aví kurbréf «Laugardagur 20. janúar' Elztu stjórnsýslu- stofnanirnar Sveitarfélöjíin, hrepparnir, eru elztu stjórnsýslustofnanir hér á landi. Líklega þær einu slíkra stofnana, sem starfað hafa frá upphafi þyggðar í landinu, fjöl- margar með sama nafni alla tíð. Starfssviði þessara gömlu sveitar- félaga var settur rammi í Grágás. Spannaði það einkum tvo þætti fyrst í stað: framfærslumál og gagnkvæma vátryggingu, er bæir brunnu eða búsmali féll. Líkur benda til að þetta tryggingastarf hafi verið fyrsti vísir sinnar tegundar meðal germanskra þjóða. Sveitarfélögin annast í dag heimastjórn í flestum staðbundn- um málefnum byggðarlaganna, bæði á sviði þjónustu og fram- kvæmda, en viðfangsefnin hafa að sjálfsögðu orðið fleiri og fjölþætt- ari — í samræmi við þær atvinnu- og þjóðlífsbreytingar sem orðið hafa í tímans rás. En sveitarfélög- in eru í dag einn af hornsteinum lýðræðis og valddreifingar auk þess að hera uppi sjálfstjórn byggðarlaganna. Þau hafa og stuðlað að hagkvæmni í stjórnun og framkvæmdum. Sú staðbundna þekking: bæði á þörfum íbúa sveitarfélags og hagkvæmum leið- um til að mæta þeim, sem til staðar er í heimahögum, hefur leitt til hyggilegri fjármagnsnýt- ingar en verið hefði í höndum fjarlægara stjórnvalds, t.d. mið- stýrös ríkisvalds, sem ýmsir vilja þó færa allt og alla undir. í dag eru 224 sveitarfélög hér á landi, þar af 22 kaupstaðir og 202 hreppar. Hrepparnir hafa verið greindir í kauptúnahreppa og sveitahreppa, en mörkin þar á milli eru nokkuð fljótandi, enda spanna sumir hreppar bæði sveit og þéttbýli. Kauptúnahreppar munu vera milli 30 og 40. Öll mynda þessi sveitarfélög eina heild í Sambandi íslenzkra sveit- arfélaga, sem reynzt hefur þeim notadrjúgt tæki í vörn og sókn, samræmingu og samstarfi. Þau sveitarfélög, Sem eiga og reka hafnir (fiski- og/eða vöruhafnir), hafa myndað sérsamband innan Samb. ísl. sveitarfélaga, eða í beinum tengslum við það, Hafna- samband sveitarfélaga, sem einnig hefur gefið- góða raun. Þá mynda einstök sveitarfélög landshluta- samtök (s.s. fjórðungs- eða kjör- dæmissamtök) um svæðisbundin viðfangsefni. Sveitarstjórnarmál heyra síðan sem heild undir félagsmálaráðuneytið. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Verkefna- og valdsskipting milli ríkis og sveitarfélaga er viðfangs- efni, sem þarf að vera í sífelldri endurskoðun, bæði í ljósi reynslu og breytilegra þarfa í þjóðfélagi, sem er í örri þróun. Hér verður ekki farið ofan í saumana á því efni. Þó skal lögð áherzla á örfá atriði. Marka þarf gleggri og einfaldari skil milli verkefna þessara stjórn- valda. Jafnframt þarf að fækka sameiginlegum verkefnum þeirra sem kostur er. í stuttu máli: stefna þarf að því að saman fari fram- kvæmda- og fjármálaábyrgð, sem betur er tryggt ef verkefni er alfarið í höndum annars hvors aðilans. Þetta sýnir áratuga reynsla einkar vel. Þá fer vel á því að staðbundin þjónusta og verkefni, sem heyra til því opinbera, séu í sem ríkustum mæli í höndum heimaaðila, þ.e. viðkomandi sveitarfélags (sveitar- stjórnar), sem gerst þekkir þarfir og staðbundnar aðstæður. Þann veg er bezt tryggt að óskum íbúa sé mætt á réttan og hagkvæman hátt. En samhliða verkefnaflutn- ingi frá ríki til sveitarfélaga þarf að tryggja þeim samsvarandi tekjustofna. Þetta þarf ekki að þýða aukna skattheimtu, heldur stærri hlut sveitarfélaga í sameig- inlegum tekjum. I hugann kemur hvort ekki sé rétt að sveitarfélög sitji alfarið að tekjusköttun en ríkið haldi sig við eyðsluskatta. Hér er þó um alltof flókið og viðkvæmt mál að ræða til að slá fram endanlegri stefnumörkun. Fyrir Alþingi liggur í dág frumvarp um framhaldsskóla. Það er dæmigert um þingmál, er óhjákvæmilega leggur á herðar sveitarfélaga þunga útgjalda- bagga, ef samþykkt verður (sam- eiginlegur kostnaður 2ja neðstu bekkja framhaldsskóla), án þess að huga í neinu að tekjuöflun þeim til handa á móti. Hér er skólabók- ardæmi um, hvern veg á ekki að standa að málum, án þess að þar með sé lagður nokkur dómur á önnur efnisatriði þessa viðamikla og að mörgu leyti merka máls (frumvarps). Veldur hver á heldur um stjórn sveitarfélags Það aðhaid, sem samanburður á stjórnun sveitarfélaga veitir er af hinu góða, sem og það dómsvald sem er í höndum íbúa í kjöri sveitarstjórnar. I því sambandi verður ekki komizt hjá að minna á þann mun, hvað álögur á íbúa snertir, sem sýnilega verður hér á höfuðborgarsvæðinu, eftir því hvers konar stjórnir eru við völd í hinum einstöku sveitarfélögum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti hefur setzt á valdastóla í Reykja- vík. Strax á fyrsta heila ári hans hækka hvers konar álögur á borgarbúa, fólk og fyrirtæki, meira en dæmi eru um áður. Hér verður gerður lítilsháttar saman- burður á helztu tekjustofnum Reykjavíkurborgar, skv. fjárhags- áætlun 1978 (eftir breytingar í júlí það ár) og frumvarpi að fjárhags- áætlun fyrir líðandi ár, sem enn er óafgreitt í borgarstjórn: • 1) Tekjuskattar (útsvör) voru 7.751.0 m. kr. 1978. Verða 1979 (skv. frumv.) 11.555.0 m. kr. Ilækkun 3.804.0 m. kr. eða 49.1%. • 2) Fasteignagjöld voru 1812.0 m. kr. Verða 3.482.0 m. kr. Hækkun 1.670.0 m. kr. — eða 92.2%. • 3) Aðstöðugjöld voru 2164.0 m. kr. Verða 3.937.0 m. kr. Hækkun 1.773.0 m. kr. — cða 81.9%. • 4) Samtals þessir þrír tekju- stofnar. voru 11.727 m. kr. Verða 18.974.- m. kr. Hækkun 7.247.0 m.kr. — eða tæplega 62%. Það hefur verið haft á orði að vinstri ríkisstjórn hafi farið veru- lega fram úr dýrtíðardraugnum (verðlagsþróun) við gerð fjárlaga fyrir árið 1979. Ljóst er hins vegar að vinstri borgarstjórnarmeiri- hlutinn fer fram úr báðum þessum spretthörðu verðþenslufyrirbær- um: vísitölu og vinstri stjórn, ef litið er á framangreindar skatt- heimtutölur. Svo mikill vaxtar- kippur í sameiginlegri skatt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.