Morgunblaðið - 21.01.1979, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 21. JANÚAR 1979
Eikin er tekin
til starfa á ný
Hljómsvcitin Eik var cin af lanKlífari hljómsvoitum okkar þegar
hún hætti í byrjun síóasta árs.
Eik hofur nú verið ondurreist á nýjum grundvelli til nýrra verkefna.
Til að byrja með koma þeir til með að leika undir hjá Þokkabót þegar
Þokkabót leggur út í að kynna vætnanlega plötu sína, en ekki mun líða á
löngu þar til hún birtist. í öðru lagi mun hljómsveitin koma fram ein á
tónlistarkvöldum í framhaldsskólum og flytja leikin verk án söngvara en
Eikina skipa nú Harald Þorsteinsson, bassagítar, eins og fyrr, Lárus
Grímsson, hljómborð og flautu, Þorsteinn Magnússon, gítar og Pétur
Hjaltested, hljómborð, en þeir fjórir voru allir meðlimir í Eik þegar
hljómsveitin hætti síðast. Auk þeirra leikur Sigurður Karlsson á
trommur.
í þriðja lagi stendur til að Eikin leiki eitthvað fyrir datói og þá helst
óopinberlega, þ.e. í skólum og þess háttar. Auk fyrrnefndra syngur
Sigurður Sigurðsson með hljómsveitinni á dansleikjiyn.
Þess má geta um samband Eikarinnar og Þ.okkabót, að Lárus
Grímsson er meðlimur í báðum hópunum.
Hia.
Lítil breyting í
vinsældavali Db
Á FIMMTUDAGINN var héldu
Dagblaðið og Vikan sina aðra
árlegu Stjiirnumessu. þ.e. kynn-
ingu á úrslitum vinsældakosn-
inga þeirra. Úrslitin komu ekki
neitt á óvart. Egill Ólafsson og
Þursarnir hlutu stærstan sigur, en
Egill og Spilverkið voru sigurveg-
arar síðasta árs. Hljómsveit ársins
reyndist vera Þursarnir, söngvari
ársins Egill Ólafsson og plata
ársins plata Þursanna. Sigrún
Hjálmtýsdóttir fékk flest stigin en
hún var kosin söngkona ársins.
Gunnar þórðarson sigraði sem
hljóðfæraleikari ársins og laga-
smiður. Megas hélt velli sem
textasmiður og Brunaliðið átti
vinsælasta lagið, „Ég er á leið-
inni“. Vinsælasti útvarpsþátturinn
var „A tíunda tímanum" og
sjónvarpsþátturinn var „Silfur-
tunglið“ en „Gæfa eða gjörvileiki"
fylgdi fast á eftir.
Erlendir listamenn sem sigruðu
í vinsældakosningunum voru þess-
ir: Hljómsveit: Queen, Söngvari:
Meat Loaf, Söngkona: Linda Ron-
stadt, Hljóðfæraleikari: Carlos
Santana og Lagasmiður Billy Joel.
Vinsælasta erlenda hljómplatan:
Bat Out Of Hell (Meat Loaf),
'C’J/
Plötumar,
sem urðu eftir
Rétt íyrír jólin barst Slagbrandi fjöldi platna og þó við hefðum reynt af öllum
mætti að birta umsagnir um þær reyndist slíkt ókleift.
Hér á eftir birtast stuttar umsagnir um nokkrar hljómplötur sem ekki komust
Hia.
að 1978.
ÆVINTÝRALANDIÐ
Ýmsir listamenn
(Fálkinn KALP 6061) tvöföld
1978.
Allt frá því að Kardemommu-
bærinn var gefinn út á hljómplötu
hefur þótt þess vert að gefa út góð
barnaleikrit á hljómplötu, þó sér í
lagi ef mikið var um sönglög.
„Ævintýra-landið" er þó ekki
beint unnin sem leikritsplata,
heldur er hresst upp á fjögur
frægustu Grimmsævintýrin, Hans
og Grétu, Mjallhvíti, Rauðhettu og
Öskubusku, með því að sögu-
þráðurinn er leikinn á köflum með
hjálp sögumanns.
Er þetta framtak mjög vel
heppnað og er þráðurinn upp á
gamla móðinn þ.e. ævintýrin eru
rétt sögð, en undanfarið virðist
hafa verið faraldur hjá bókaút-
gefendum að breyta þessum sér-
stæðu gömlu ævintýrum og jafn-
vel búa til ævintýri um ævintýra-
persónur sem hafa hrifið börn í
gegnum öldina.
Leikararnir sem flytja ævin-
týrin eru bara fimm: Bessi
Bjarnason, Elfa Gísladóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson og Gísli
Alfreðsson, sem einnig er leik-
stjóri. Flestum leikenda tekst að
skila efninu trúverðuglega og þó
sérstaklega Bessa Bjarnasyni í
hlutverki úlfsins í Rauðhettu.
Platan er fyrsta flokks barna-
plata.
Hía.
Einsöngsperlur
Ýmsir listamenn
(Fálkinn KALP 58) 1978
Hljómplatan „Einsöngsperlur"
á nú kannski ekki upp á pallborðið
hjá öllum lesendum Slagbrands en
engu að síður viljum við vekja
athygli á þessari plötu sem
inniheldur mikið af léttari „ein-
söngsperlum".
Eins og búast mátti við er hér
um landsþekkta slagara á borð við
„Nú andar suðrið" eftir Inga T.,
„Hraustir menn“ og „Agnus Dei“,
en öll þessi lög syngur Guðmundur
Jónsson með aðstoð Karlakórs
Reykjavíkur. „Dalakofinn" er á
plötunni sunginn af Hreini Páls-
syni, Guðrún Á. Símonar á tvö létt
lög, „Siboney“ og „Jealousy".
Stefán íslandi syngur „í dag skein
sól“, „Ég lít í anda liðna tíð“, „í
fjarlægð" og „Ökuljóð" og Einar
Kristjánsson syngur „Hamraborg-
ina“ og „Mamma ætlar að sofna“.
Þá eru bara ónefndir Gunnar
Pálsson sem syngur „Sjá dagar
koma“ og Erling Ólafsson sem
syngur „Mamma“, bæði eftir
Sigurð Þórðarson.
Öll hafa þessi lög notið geysi-
vinsælda á mest allri þessari öld,
og því gaman að þau skulu vera
saman kominn á einni vel valinni
plötu.
Annars býður Slagbrandi í grun
að ekki hafi allar upptökurnar
verið gerðar eftir upprunalegu
spólunni þar sem suð og brak
heyrist á stöku stað sem einkennir
spilaðar plötur.
Hía
BESTU LÖG SJÖTTA
ÁRATUGSINS
Ýmsir listamcnn
(Fálkinn KALP 59) 1978
Á meðan rokkið sló í gegn á
sjötta áratugnum voru hérlendis
ýmsir þýskir „schlagerar" og
ítalskar ballöður hvað vinsælast
þó ekki sé þar með sagt að þau
hafi endilega verið samin þar,
heldur voru lögin samin undir
þessum áhrifum.
Nokkur af betri og skemmtilegri
lögunum frá þessum tíma er að
finna hér. Á þessari 16 laga plötu
eru líka vinsælustu skemmtikraft-
ar þessa tíma, ems og Haukur
Morthens sem syngur „Ég er
kominn heim“, „Bjössi á mjólkur-
bílnum" og „Frostrósir", Ragnar
Bjarnason syngur „Anna í Hlíð“,
Erla Þorsteinsdóttir syngur
„Heimþrá", „Draumur fangans"
og „Litli tónlistarmaðurinn" sem
öll voru fádæmavinsæl á þessum
árum og jafnvel fram á sjöunda
áratuginn. Öskubuskur eiga hér
lögin „Bimbó", sem Ríó endur-
sömdu eftir lélegu minni á „Allt í
gamni") og „Bjartar vonir vakna".
Toralf Tollefsen nikkumeistari
á tvö „númer“: „Hreðavatnsvals-
inn“ „Tondeleió" og „Stýrimanna-
valsinn".
Ingibjörg Smith syngur svo „Nú
liggur vel á mér“ og „Við gengum
tvö“ létt og húmorísk lög.
Gestur Þorgrímsson á svo lagið
„Á Lækjartorgi" (en á bakhlið
þeirrar plötu, sem að sjálfsögðu
var 78 snúninga minnir mig að
verið hafi eitt af „bönnuðu"
lögunum í útvarpinu sem mig
minnir (aftur) að heitið hafi
„Sunnuhvoll“ eða eitthvað í þá
áttina. Þessi tvö lög voru meðal
uppáhaldslaga undirritaðs á
sjötta áratugnum, en því miður er
bara annað hér.)
Að lokum eiga svo Leikbræður
og Hallbjörg Bjarnadóttir sitt
lagið hvort, „Fiskimannaljóð frá
Caprí“ og „Vorvísa". Varla breytir
þessi plata farveg hljómplötuút-
gáfu hérlendis né óskalagaþáttun-
um að sinni, en ætti að ylja þeim,
sem þóttu lögin ljúf, um hjarta-
rætur.
Hía.
FAGRA VERÖLD
Sigfús Halldórsson/
Guómundur Guðjónsson
(Steinar 031) 1978
Sigfús Halldórsson og
Guðmundur Guðjónsson gáfu út
sína aðra plötu saman í desember,
„Fagra veröld".
Á plötunni eru ýmis ný og
óþekkt lög og svo gömul og þekkt.
I seinni hópnum eru líklega þau
lög sem selja plötuna, lög eins og
„Litla flugan", „Játning", „Þín
hvíta mynd“ og „Við Vatns-
mýrina". Þeir félagar eru sérlega
afslappaðir á þessari plötu og
tónlistin rennur fram reiprenn-
andi. Þess má einnig geta að flest
öll ljóðin eru sérlega rómantísk og
falleg, líkt og tónlistin, enda
höfundar eins og Tómas
Guðmundsson, Þorsteinn Erlings-
son og Stefán frá Hvítadal.
ÆVINTÝRI EMILS
Ýmsir listamenn
(Steinar SMÁ 202) 1978
1978 komu út nokkrar barna-
plötur og er það vel. Nokkuð hefur
þessi útgáfa þó verið misjöfn og
ýmsar plötur sem gefnar eru út
undir því yfirskini að þær séu
barnaplötur eru það alls ekki. Ein
af nokkrum undantekningum er
platan „Ævintýri Emils" sem út
kom rétt fyrir jól.
Á hvorri hlið er samfelld saga
sögð af sögumanni, leikin og
sungin sem er tvímælalaust besta
formúlan, enda hefur hún nokkuð
verið nýtt áður sbr. fyrri „Emil-
plötu“ og Róbert Bangsaplöturnar.
Efni platnanna er endursögn á
hinum vinsælu sjónvarpsþáttum
sem sýndir voru hér fyrir nokkr-
um árum.
Frásögn Helgu E. Jónsdóttur er
skemmtileg og sérlega skýr,
leikurinn bærilegur en lögin einna
slökust og söngurinn ekki sérlega
eftirtektarverður. En samt sem
áður ágætis skemmtun hánda
„börnum“.
Hía.