Morgunblaðið - 21.01.1979, Page 48
u<;lYsin<;asíminn kk:
22480
JtlorfiiTOXiInöiíi
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979
Gengnar fjör-
ur næstu daga
BJ()R(iUNARSVEITIN (íarrtar á
llúsavík hcldur áfram aú Kan>;a
fjiirur frá Húsavík ok norúur
fyrir Tjiirnes í das. en þær voru
einni); t;en);nar í gær. bá verúur
einni); leitað srunnt undan landi
viú svonefnt Stakksrif á KÚmhát-
um.
Veður til leitar hefur verið
afbra);ðs);ott síðan á miðvikudat;
og svo sem frá hefur verið skýrt er
ekki lenKur skipulögð leit á
bátaflotanum heldur notar björg-
unarsveitin gúmbáta sína og
gengnar eru fjörur. Verður því
haldið áfram næstu daga meðan
veður leyfir en ekki er ákveðið
hversu lengi.
Skipstjórnarmenn á
Neskaupstað sækja
um kaup á skipi til
veiða á bræðslufiski
„bAÐ SKIP sem við höfum aðal-
lega skoðað er danskt. þriggja ára
og heitir Starpont. Það er um 300
tonn og við teljum að með
Tíu bátar
með loðnu
TÍl! hátar hiifðu tilkynnt loðnu-
nefnd afla um hádegishil í gær og
var aflinn tap G.000 tonn. Ilafði
hann fengist á dreifðu svæði
norður og norðvestur af landinu.
Bátarnir eru: Gunnar Jónsson
320, Börkur 1080, ísleifur 430,
Gjafar 350, Gísli Árni 620, Hrafn
630, Óskar Halldórsson 390, Húna-
röst 620, Örn 550 og Bjarni
Ólafsson 970.
nauðsynlegum brcytingum verði
kaupverðið um 300 milljónir
króna,“ sagði Magni Kristjánsson
skipstjóri á Neskaupstað í samtali
við Mbl. í gær en hann og fleiri
einstaklingar á Neskaupstað hafa
sótt um Icyfi til að fá að kaupa
skip til veiða á bræðslufiski.
Magni sagði undirtektir stjórn-
valda hafa verið sæmilegar. en
væntanlega yrði tekin ákvörðun í
næstu viku, hvort kaupin yrðu
leyfð eða ekki.
Magni sagði að hugmyndin væri
að halda skipinu út til kolmunna-
veiða, en hann kvaðst hafa stundað
slíkar veiðar undanfarin tvö ár og
haft gaman af. Magni er skipstjóri
á Berki á móti öðrum og sagði hann
hugmyndina þá að hann og fleiri
skiptust á um að vera á bræðslu-
fisksskipinu, þegar þeir ættu frí frá
öðrum störfum.
Mjólkurfræðingar
aflýsa verkfalli
„VIÐ ákváðum 'Ttir samninga-
fundinn í gærkviildi að aflýsa
verkfallinu með áframhaldandi
samningaviðræður í huga." sagði
Sigurður Runólfsson formaður
Mjólkurfræðingafélags Islands í
samtali við Mhl. í gær. en félagið
hafði boðað til vinnustiiðvunar
21. janúar n.k.
Sigurður sagði að á fundinum á
föstudag hefði komið hreyfing á
samningamálin og yrði viðræðum
haldið áfram strax eftir helgi.
„Það eru ýmsar leiðréttingar sem
við höfum farið fram á, meðal
annars varðandi lífeyrissjóðsmál-
in,“ sagði Sigurður, en hann kvað
félagið ekki hafa lagt fram kaup-
kröfur „á þessu stigi málsins".
aggm^
Verkfallsaðgerðum frestað?
Ljósm. Rax.
Sáttanefnd er skipuð var í deilu flugmanna innan F.Í.A. og Flugleiða hóf störf í gær. Bað hún um að frestað yrði
aðgerðum flugmanna er áttu að hefjast í dag með verkfalli innanlands og í Færeyjaflugi til að henni gæfist tími
til að kynna sér málið. Stjórn og trúnaðarráð F.Í.A. ræddi þessa heiðni á fundi í gær og höfðu ekki borizt fréttir af
honum er Mbl. fór í prentun síðdegis í gær. Norðurlandaflug leggst ekki niður þótt komi til verkfalls en hins
vcgar verður ekki af vöruflugi til London og Kaupmannahafnar sem fyrirhugað var.
Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins:
5%-markið 1. marz er í sam-
ræmi við afstöðu allra stjórn-
arflokkanna 1. desember sl.
„ÞETTA 5% mark vísitölu-
ha kkana á laun 1. marz er í
samra'mi við greinargerðina
með lögunum varðandi 1.
desember og allir stjórnar-
flokkarnir stóðu að þeirri
greinargerð," sagði Kjartan
Jóhannsson varaformaður Al-
þýðuflokksins er Mbl. leitaði í
gær álits hans á þeim ummæl-
um Lúðvíks Jósepssonar, for-
manns Alþýðubandalagsins, að
vísitöluskerðing 1. marz sé ekki
til í dæminu, heldur verði
vísitöluhækkunin það sem út-
reikningar segja til um.
„Við viljum ná samkomulagi við
verkalýðshreyfinguna um þá
hækkun peningalauna, sem við
Alþýðuflokksmenn höfum sett
fram í okkar frumvarpi," sagði
Kjartan. „Aðalatriðið í okkar
augum er að ná raunverulegum
árangri í baráttunni við verðbólg-
una. Við teljum að til lengri tíma
litið sé það bezta kjarabótin að ná
verðbólgunni niður, einkum fyrir
þá sem minna mega sín.
Við teljum þvi ekki rétt að víkja
sér undan vandanum einu sinni
enn.“
Mbl. spurði Kjartan þá hvort
5% markið væri úrslitaatriði af
hálfu Alþýðuflokksins eða hvort
flokkurinn gæti, eins og Stein-
grímur Hermannsson ritari Fram-
sóknarflokksins hefur sagt að væri
afstaða síns flokks, sætt sig við
eitthvað hærri launahækkun 1.
marz n.k., ef samkomuiag næðist
um efnahagsstefnuna til lengri
tíma. Sagðist Kjartan sem svar við
þessari spurningu aðeins vilja
ítreka það sem hann hefði sagt hér
að frantan.
Varaborgarfulltrúi Framsóknar:
Höfnum 12% útsvari
r
Urslitakostir í meirihlutasamstarfi?
„ÞAÐ ER rétt að ég lagði
fram tillögu á fulltrúaráðs
fundi framsóknarfélag-
anna í Reykjavík þess
efnis að fulltrúi framsókn-
armanna í borgarstjórn
beitti sér gegn hækkun á
útsvari úr 11% í 12%, en
þar sem fundurinn var
ekki það fjölmennur að
hann væri ályktunarfær,
þá var tillagan ekki borin
upp,“ sagði Eiríkur Tóm-
asson aðstoðarráðherra í
samtali við Mbl. í gær.
„Tillagan var hins vegar færð
til bókunar,“ sagði Eiríkur, „en
hún miðar við það að í stað
útsvarshækkunar verði dregið
úr útgjöldum borgarinnar sem
þvi nemur. Þetta eina prósentu-
stig þýðir um 1,1 milljarð króna.
Tillagan var mikið rædd á
fundinum og lýstu flestir fylgi
við hana. Þá var einnig rætt um
það ef það tækist ekki að koma
þessu fram þá yrði málið skoðað
gaumgæfilega í Ijósi þess hvort
það ætti að vera úrslitaatriði
fyrir meirihlutasamstarfinu í
borgarstjórn, en þetta mál
verður rætt áfram í okkar hópi.“
Erfiðleikar hjá hitaveitu Blönduóss:
Opinberar byggingar nú
hitaðar með oKukyndhigu
(icitaskarði. 19. janúar
VATNSMAGNIf) í borholum hitavcitunnar á Bliinduósi hefur
minnkað um tvo þriðju frá því að hitaveitan var tilhúin til dagsins í
dag. Sérfræðingar telja að eðlileg rýrnun á vatnsmagninu sé pinn
þriðji. Þegar hitaveitan frá Reykjum var tekin í notkun hafði
vatnsrýrnunin orðið eðlileg. eða einn þriðji. en frá því að hún var
tekin í notkun og þar til hefur orðið rýrnun til viðbótar þannigað nú er
vatnsmagnið aðeins einn þriðji af því sem það var í upphafi. að því er
Kinar Þorláksson sveitarstjóri tjáði Morgunhlaðinu.
Samkvæmt mælingum í ágúst
var rennslið 28 sekúndulítrar, en í
nóvember var það komið niður í
23,5. Upphaflega var magnið 65
lítrar á sekúndu. Vatnshitinn er
um það bil 60 gráður á Blönduósi,
en á Reykjum er það um 70 gráður.
Notkunin á Blönduósi er um 28,5
lítrar á sekúndu, þannig að að nú
vantar 5 sekúndulítra.
Til þess að mæta þessum skorti
hefur orðið að aftengja nokkur
stærstu húsin á Blönduósi, svo sem
Héraðshælið, Félagsheimilið og
skóiana, allt opinberar byggingar.
P>u þau nú hituð með olíu, og
kostar það hitaveituna um 50
þúsund krónur á dag, eða um 1,5
milljónir króna á mánuði í heinum
útlögðum kostnaði. Það lætur
nærri að vera um 26% af heildar-
tekjum hitaveitunnar.
Nú er búið að staðsetja nýja
holu á Revkjum og er nú beðið
eftir bor til starfans, en vonir
standa til að Narfi komi þangað er
hann hefur lokið borun að Lauga-
landi í Eyjafirði.
Vatnsleysi hitaveitunnar hefur
orðið til þess að víða hefur orðið
mjög kalt í húsum á Blönduósi að
undanförnu, en að sögn sveitar-
stjóra hafa íbúar Blönduóss tekið
því mjög vel, og margir hafa k.vnt
með rafmagni og olíu fyrir eigin
reikning. Talsverðar frosthörkur
hafa verið á Blönduósi síðan fvrir
jól, allt að 15 til 20 stiga frost.
— Ágúst.