Morgunblaðið - 03.02.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 03.02.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 13 Mercedes Benz 450 SLC, dýrasti Benzinn á sýningunni, kostaði um 15 milljónir. Plymouth Horizon, einn hinna nýju, „litlu“, Megastar II, nýjasta „smástjarnan" frá Ford. sparneytnu sem kynntur var á sýningunni. Cadillac, model 1929. GM eru nú komnir með framdrif, en það eru Cadillac Eldorado og Tornado og er jafnvel talið að flestir bílar GM verði komnir með framdrif árið 1985. Einnig er Buick Riviera nú fáanlegur með framdrifi og einnig þar er talið að hann sé aðeins sá fyrsti af Buickgerð en hinir fylgi í kjölfarið síðar meir. Ekki tjáðu sýnendur sig beint um hvers vegna framdrif væri að komast í tízku vestra, en vera má að það sé vegna aukinnar samkeppni erlendra bíla. Honda er nú í þriðja sæti yfir innflutta bíla til Bandaríkjanna, og eru japanskir bílar þar með komnir í þrjú fyrstu sætin. Sem fyrr segir leggja bandarísku framleiðendurnir nú mun meiri áherzlu en áður á hagkvæmni í rekstri bíla og verða um leið betur undir það búnir að Hinn írægi Excalibur sem handsm/ðaður er fyrir þá sem eiga peninga. Kostar litlar 25 milljónir í Bandaríkjunum. keppa við evrópsku og japönsku bílana. Nú er í fyrsta sinn hafinn inn- flutningur Reunault-bíla til Banda- ríkjanna, en það eru American Motors sem hafa umboðið og kynntu þeir Reunault-bíla á sýningarsvæði sínu. Verðið frá 1,3 m.kr. — 32 m.kr. Á sýningunni mátti finna bíla í öllum verðflokkum, en vissulega kemur það Islendingum undarlega fyrir sjónir að líta augum Cadillac og aðra bandaríska lúxusbíla sem eru á þvi verði sem ýmsar „stand- ard“ gerðir af t.d. Oldsmobile, Chevrolet o.fl. eru seldir á hérlendis. Ódýrustu bílarnir voru á um 4.000 dali eða sem næst 1.300 þúsund ísl. kr. en það eru t.d. Fiat 128, Chevrolet Chevette, Ford Pinto, Honda Civic, Datsun 210 og Toyota Corolla. I efri verðflokknum eru hins vegar glæsivagnar frá Rolls Royce sem kosta um 100 þúsund dali eða kringum 32 milljónir ísl. króna. Mjög margir af þeim venjulegu gerðum bandarísku bílanna sem fluttir eru hingað til lands kosta á bilinu 5.000—8.000 dali eða 2—4 milljónir króna, en hingað komnir hækka þessir bílar tvöfalt til þrefalt og kosta þá 6—8 milljónir eins og flestum er kunnugt. sb/jt. „Beðið eftir pabba og mömmu"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.