Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
Gunnar Guðbjartsson á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins:
„Verða teknar
1,3 milljónir kr. af
hverjum bónda?
99
„ÞAÐ ER hjá Framsóknarflokkn-
um sagnvart hændum eins og hjá
Evu Kagnvart óhreinu börnunum,“
satrói Gunnar Guöbjartsson formað-
ur Stéttarsambands bænda í ræðu á
miöstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins í gær. „ÞinKmcnn Fram-
sóknarflokksins hafa ekki kynnt á
Alþintíi ýmis mál hænda vetcna ótta
við afstiiðu fólks á þéttbýlisstöð-
um.“ Gunnar fjaliaði í ra'öu sinni
um tfreiöslur til bænda fyrir afurð-
ir þeirra og satíöi hann aó nú
vantaði 5 milljarða króna til þess
að ná endum saman ■ ttreiðslu
útflutniniísbóta. í heild er þarna
um að ra-ða nær 11 milljarða króna
cn samkvæmt áætlunum er ttert ráð
fyrir fjármattni upp á tæpa 6
milljarða króna otf sattöi Gunnar að
það fé yrði uppurið um mánaðamót-
in apríl-mai.
„Þá verður það búið sem ríkið
greiðir," sagði Gunnar, „og ef ekkert
verður að gert þarf að taka 1,2—1,3
milljónir króna að meðaltali af
hverju búi, eða jtriðjung af árstekj-
um bænda. Arstekjur eru 3,6
milljónir króna og fari svo að taka
þurfi þriðjung af tekjum bænda til
þess að fylla í þetta 5 milljarða gat,
þá hættir mikill fjöldi bænda búskap
og mér sýnast allar líkur á því að
þessir peningar verði teknir af
bændum.“
Gunnar sagði að það hefði valdið
forystumönnum bændasamtakanna
vonbrigðum að ekki hefði verið
hlustað á þá í þessari rikisstjórn og
þó kvað hann það hafa komið skýrt
fram hjá talsmönnum bænda að
bændur væru tilbúnir til að taka á
sig eðlilegar byrðar í erfiðri stöðu.
Þá vék Gunnar að skrifum um
landbúnað í Tímanum að undan-
förnu og sagði að greinaskrif þar
virtust sett fram til þess að valda
glundroða í bændastéttinni. „Tíminn
er að hafa æruna af okkur forystu-
mönnum bændasamtakanna með
birtingu þessara greina," sagði
Gunnar.
Þá vék Gunnar nokkuð að efna-
hagsmálum og atvinnumálum.
„Undirstöðuatriði í raunhæfum
árangri i efnahagsmálum er að hafa
rétta vísitölu," sagði Gunnar, „og í
þessar efnahagsmálatillögur finnst
mér vanta að fjallað sé um öryggi
atvinnuveganna, því það má ekki
íþyngja þeim með of háum sköttum
og vöxtum. Eg veit um virt fyrirtæki
sem varð að greiða 25% af veltunni á
s.l. ári í vexti. Traustur atvinnu-
rekstur er undirstaða öryggis í
atvinnu- og efnahagsmálum."
Þorlákshöfn:
Það óhapp varð í höfninni í Vestmannaeyjum þegar línubáturinn Kópur
var að koma úr róðri, að báturinn lenti á milli Bátaskersbryggjunnar og
Herjólfs. Stefni bátsins sem var með járnskúffu, gekk inn í síðu Herjólfs
bakborðsmegin og kom stóreflisgat á skipið. Hins vegar sá ekki á litla
bátnum og fór hann í róður að nýju strax og hann hafði landað aflanum.
Viðgerð var strax hafin á Herjólfi og tókst að koma henni þannig fyrir,
að skemmdin kom ekki niður á ferðum skipsins. Á myndinni sést Þórður
Sigurðsson, skipaeftirlitsmaður, gægjast út um rifuna sem kom á
Herjólf Ljósm. Sigurgeir.
LAGNING II km stofnæðar fyrir
Þorlákshöfn er nú langt komin,
en samkvæmt upplýsingum sem
Loðnuveiðin yfir
180 þúsund tonn
NÍTJÁN loðnuskip tilkynntu Loðnunefnd um afla frá því í fyrrinótt þar til
í gærkvöldi og var sólarhringsaflinn þá orðinn 12.200 lestir. Eftirtalin
skip tilkynntu um afla frá því á fimmtudagskvöld:
Fimmtudagur: Kap II 600, Magnús 510, Hrafn 630. Samtals 11760 lestir
þann sólarhring.
Föstudagur: Arnarnes 500, Húnaröst 620, Helga Guðmundsdóttir 700,
Skírnir 370, Hákon 800, Sæbjörg 620, Jón Kjartansson 1050, Guðmundur 950,
Sæberg 660, Rauðsey 550, Súlan 780, Hilmir 500, Jón Finnsson 600, Harpa
630, Freyja 340, Víkingur 900, Sigurður 1200, Gunnar Jónsson 250.
Heildaraflinn á vertíðinni er þá orðinn talsvert yfir 180 þúsund tonn.
Morgunblaðið hefur aflað sér
hefur Þorlákshafnarhreppur
ekki gengið frá greiðslu röranna
ennþá. né tollafgreitt vöruna sem
fjármálaráðuneytið veitti á sínum
tíma heimild til að yrði skipað
upp í Þorlákshöfn þar sem
meiningin var að hreyfa ekki
pipurnar fyrr en búið væri að
ganga frá öllum pappírum. Hér
er um að ræða rör fyrir 50—60
millj. kr. með gjöldum.
Rör þessi áttu að koma til
landsins í júlí s.l., en komu ekki
fyrr en í október og í nóvember lét
sveitarstjórnin hefja lagningu rör-
anna þótt ekki hefði verið gengið
formlega frá málum. Samkvæmt
upplýsingum Þorsteins Garðars-
sonar sveitarstjóra var sótt um
greiðslufrest eða afslátt til
erlendu verksmiðjunnar vegna
W
Meiri loðna en ég
þorði að búast við ”
Segir Hjálmar Vilhjálmsson um loðnugöngumar úti af Vestfjörðum,
en telur ólíklegt að tillögum um 350 þús. t hámarksveiði verði breytt
— ÉG ER NOKKURN veginn viss um það, að ef hér hefðu verið
skip siðastliðna nótt, þá hcfðu þau getað fengið góðan afla, sagði
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í samtali við Mbl. í gær, en
Hjálmar er leiðangurstjóri um borð í Bjarna Sæmundssyni, sem
nú kannar loðnusvæðin úti af Vestfjörðum.
— Síðastliðinn sólarhring
höfum við kannað loðnugöngur
á svæðinu norðvestur og vestur
af Vestfjörðum eða það svæði,
sem togararnir urðu varir við
mikið af loðnu, sagði Hjálmar.
— Á því leikur enginn vafi, að
hér er verulega mikið af loðnu
og áberandi meira en var hér
veturinn 1977 þegar sem lengst
var fylgst með loðnu af þessu
sama svæði. I gærkvöldi og fram
eftir nóttu stóð loðnan djúpt og
virtist þá aðallega mynda gisna
dreifða flekki, suma nokkuð
stóra. Seinni hluta nætur og í
morgun fundust nokkuð margar
stórar torfur, aðallega vestur og
norður af Halanum.
— Þessar torfur komu efst
upp á 25 faðma dýpi, en héldu
sig aðallega nokkuð dýpra, eða á
30—45 faðma dýpi.
— Ilcfurðu heyrt um einhver
skip, sem ætla að reyna fyrir
sér á þessu svæði?
— Nei, ég hef nú ekki frétt af
því og hef grun um að þeir verði
tregir að fara af gamla svæðinu
fyrir austan, sem þeir þekkja
betur og þar gengur líka
ágætlega eins og er. En hingað
þyrftu að koma skip til þess að
athuga veiðilíkur almennt á
þessu svæði.
— Við höfum tekið nokkur
sýni hérna og niðurstöður eru
svipaðar úr þeir öllum. Þetta er
frekar smávaxin hrygningar-
loðna, en einnig að einhverju
leyti ókynþroska, en það er þó
ekki umtalsvert. Þetta er ekkert
ósvipað því, sem er fyrir austan,
þó svo að hrygnan sé kannski
heldur smærri.
— Kann þetta loðnumagn
fyrir Vestfjörðum að breyta
einhverju um tillögur
Hafrannsóknastofnunar um
350 þúsund tonna hámarks-
veiði á vetrarvertíðinni?
— Burtséð frá því hvað hér er
í tonnum talið, þá er hér meira
af loðnu en ég eiginlega þorði að
búast við. Við erum hinsvegar
ekki búnir að leggja þetta
endanlega niður fyrir okkur, en í
fljótu bragði get ég ekki séð að
þetta breyti tillögum okkar.
Fyrir austan er ekki mjög mikið
magn á ferðinni og ég er hrædd-
ur um að það sé gengið nokkuð
nærri því.
svika í afgreiðslu og fyrirsjáanlegs
aukins kostnaðar og var veittur
greiðslufrestur til 31. marz n.k. en
dráttur hefur orðið á staðfestingu.
Hins vegar veitti fjármáiaráðu-
neytið, samkvæmt upplýsingum
Sigurgeirs Jónssonar fulltrúa, í
haust leyfi til útgáfu skuldabréfs
til þess að greiða aðflutningsgjöld
af vörunni til ríkissjóðs sam-
kvæmt lögum um hitaveitur, en
kostnaður af gjöldum við stofnæð
er lánaður til 10 ára. Hreppurinn
hefur lagt skuldabréfið inn.
Vegna síðbúinnar afhendingar
hækkar kaupverð sem nemur
síðustu gengisfellingu, en
aðflutningsgjöld af hitaveiturör-
um eru tollur, söluskattur og
vörugjald.
Væntanlega verður vatni hleypt
á hitaveitu Þorlákshafnar á þessu
ári, en dreifikerfið verður lagt í
sumar.
Þing Alþýðusambands
Suðurlands á Hellu
5. ÞING Alþýðusambands Suður-
lands hefst á Hellu kl. 14 í dag.
Mun þingið m.a. fjalla um kjara-
,og atvinnumál, en þingið sækja
40—50 fulltrúar úr þremur sýsl-
um.
Formaður þingflokks
Framsóknarflokksins:
„Er á móti
einkasölu olíu
og trygginga”
HALLDÓR E. Sigurðsson formaður
þingflokks Framsóknarflokksins
flutti ræðu á miðstjórnarfundi
flokksins í gær og fjallaði hann þar
m.a. um aðgerðir stjórnvalda. „Ég
hef alltaf fylgt meirihlutaákvörðun í
Framsóknarflokknum, jafnvel þótt
mér hafi ekki líkað niðurstaðan, en
ég vil taka það fram nú, að tvennu
fylgi ég ekki sem rætt hefur verið
um hjá aðilum í ríkisstjórninni. Ég
mun aldrei fylgja því að ríkið taki
yfir olíueinkasölu eða trygginga-
starfsemi í landinu."
Búið að leggja 50 millj. kr.
hitaveiturör ótollafgreidd
Hlegið að
„nákvæmnis-
skekkju”
Alþýðufiokksins
STEINGRÍMUR Hermannsson
dómsmálaráðherra fjallaði í gær
á miðstjórnarfundi framsóknar-
manna um ráðherraskýrsluna í
sambandi við væntanlegt frum-
varp þar að lútandi. Steingrímur
var formaður ráðherranefndar-
innar og rakti hann m.a. ýmsar
sérskoðanir samstarfsflokkanna
þriggja. Segir m.a. í ráðherra-
skýrslunni: Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur leggja til að í
kaflann (um fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun) bætist ný grein:
Á árunum 1979 og 1980 skal
heildarfjárfesting þjóðarbúsins
eigi fara fram úr 25 af hundraði
(Alþýðuflokkur vill 24,5) vergrar
þjóðarframleiðslu.
„Það hefur verið aðhlátursefni
hjá okkur í þessu tilviki að
Alþýðuflokkurinn er mjög ákveð-
inn í því að miða við 24,5% og
ekkert annað,“ sagði Steingrím-
ur, „en mismunurinn þarna,
0,5%, er ekki einu sinni það sem
hlýtur ávallt að rokka til, þetta er
ekki einu sinni lágmarksskekkja,
en er stórmál hjá þeim.“
11
Einar Ágústsson:
Ekki of eftir-
gefanlegir við
þessa herra”
„ÉG TEL að forsætisráðherra
okkar eigi ekki að vera of eftir-
gefanlegur við þessa herra þegar
hann setur saman frumvarpið um
efnahagsmál, samstarfsflokkarn-
ir hafa fyrr sett skilyrði sem þeir
hafa ekki staðið á og ég tel að það
sé alveg sama hvort éið erum nær
Alþýðubandalaginu eða Alþýðu-
flokknum í þessu efni, ef við
aðeins getum ráðið sjálfir hvað
verður ófan á“ sagði Einar
Ágústsson varaformaður Fram-
sóknarflokksins á miðstjórnar-
fundinum í gær þegar hann
ræddi um stjórnarsamstarfið.
Þorrablót um hverja helgi...
... Og skagfírzk hjón
þykkna undir belti
Bæ, Ilöfðaströnd — 9. febrúar. í Skagafirði er nokkur snjór, þótt oft
hafi hann verið meiri. Hiti og frost hafa verið mjög misjöfn, allt frá 20
gráða frosti niður í 0 sama sólarhringinn. Hrossum er víða gefið úti, þar
sem ekki eru því betri hagar. Þorrablót og aðrar árshátíðir eru nú
haldnar á 1—2 stöðum um hverja helgi hér í héraðinu, og mér er nú sagt
að hjón þykkni verulega undir belti, enda lifa allir hóglífi. Ég veit ekki
hvað út úr þessu kemur, en ekki er ólíklegt að þetta ástand batni þegar
vora tekur.
Vegum er haldið opnum eins og hægt er vegna mjólkurflutninga,
mannaferða til og frá Siglufirði og um héraðið vegna hátíða. Eitthvað
ber á útafkeyrslum vegna hálku á vegum, en snjórinn utan vega bjargar
býsna vel frá áföllum á farartækjum og fólki. Sjósókn er nú lítil héöan
úr Skagafirði nema togararnir sem alltaf eru áð og veita fólki dýrmæta
atvinnu, sem ekki er vanþörf á vegna dýrtíðar, sem mörgum virðist
aukast en ekki minnka. Skattframtöl sem lítið eru komin af stað ennþá,
gefa bendingu um að afkoman 1978 hafi verið sæmileg. — Björn í Bæ.